Morgunblaðið - 20.07.1994, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 20.07.1994, Qupperneq 14
14 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ „Njóttu lífsins“ í Hafnarfirði ÆSKULÝÐS- og tómstundaráð Hafnarfjarðar, vinnuskóli og ferðamálanefnd standa fyrir fjöl- skylduhátíð í Hafnarfirði, sem kalla má „Njóttu lífsins í Hafnar- firði“, um helgina og hefst hún á föstudag. Sérstakt gistitilboð verður á tjaldstæðinu við Víði- staðatún eða 50 kr. fyrir fullorðinn og frítt fyrir tjald og böm. Þá fá allir ókeypis miða í sundhöll Hafn- arfjarðar. A föstudag munu nemendur Vinnuskólans keppa við flokks- stjóra sína í ýmsum óhefðbundn- um keppnisgreinum, eins og fanta- fótbolta, keiluboðhlaupi og gróður- setningu. Nemendur bjóða upp á grillaðar pylsur og gos fyrir mjög lágt verð. Keppt verður í reiptogi, á kassabílum sem krakkarnir hafa smíðað sér o.fl. Hestamannafélag- ið Sörli býður krökkum í stuttar hringferðir á hestbaki og siglinga- klúbburinn Þytur verður með báta á tjörninni. Golfklúbburinn Keilir útbýr minigolfvöll á túninu og skátafélagið Hraunbúar slær upp tívolíi. Loks má nefna að boðið er upp á andlitsmálun og hafnfirska unglingahljómsveitin Not Quite leikur nokkur lög. Á laugardag verður áfram boðið upp á þessi nefndu atriði, litli umferðarskólinn starfar við Lækj- arskóla og ferð er um huliðsheima undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur kl. 15. Á sunnudag flyst hátíðin að mestu yfir að Kænumarkaði við smábátahöfnina frá kl. 11-16 og verður þar boðið upp á góm- sæta grillrétti, veltibíll Bindindis- félags ökumanna verður á staðn- um og Hjólaferðir kynna starfsemi sína og Sóma-hraðbátur fer í sigl- ingar með þá sem vilja. Lýðveldis- Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir NÝJA sundlaugin.sem tekin hefur verið í notkun á Hallorms- stað og verður opin ferðamönnum og heimafólki og síðan nýtast grunnskólanemendum á veturna. íslartd Sækjum þaöhevn! BORGARFJARÐARBRÚNNA Útsýnlsflug - Leiguflug Ódýrara en þig grunar. Jórvík hf. Sími/fax: 62519. Laugarðs í Biskupstungum Fjölskyldutjaldstæði miðsvæðis í upp- sveitum Árnessýslu - einstakt skjól - verslun - góð hreinlætisaðstaða. Tilvalið til lengri eða skemmri dvalar. s Upplýsingamiðstöð ferðamála Hefjið íslandsferð fjölskyldunnar í Upp- lýsingamiðstöó ferðamála, Torfunni, Bankastræti 2, Reykjavík. Alhliða upplýsingar um gistingu, sam- göngur, skipulagðar ferðir, veiði, söfn, hestaferðir og aðra afþreyingu. Skrifstofan er opin daglega í sumar (1/6-31/8) mánudaga til föstudaga kl. 8.30-18.00, laugardaga kl. 8.30-14.00, sunnudaga kl. 10.00-14.00. Verið velkomin. ^Ferjur Frá Akranesi kl. 08:00*, 11:00,14:00,17:00. Frá Reykjavík Id. 09:30*, 12:30,15:30,18:30. Kvöldferðir á sunnud. júní-15. sept. Frá Akranesi kl. 20:00. Frá Reykjavik kl. 21:30. ♦Þessar ferðir falla niður á sunnudögum frá 15. september til 1. apríl. FERÐALÖG KRAKKAR keppa á heimasmíðuðum kassabílum. ganga Hraunbúa er farin kl. 14 frá Bjarna riddara torgi og Magn- ús Jónsson og Jón Kr. Gunnarsson ganga með fólki að sögulega merkum stöðum og húsum í bæn- um. Veitingahúsin A. Hansen, Til- veran, Kænan og Pizza ’67 verða með sérstök fjölskyldutilboð og mjólkurhristingstilboð er á Skalla við Reykjavíkurveg. - kjarni málsins! Svava Kristbjörg Guðmunds- dóttir og Jóhanna Ingólfs- dóttir klippa á borðann við opnun vallarins. Gæsluvöllur á tjaldstæðinu Höfn - Á Hornafirði hefur verið opnaður gæsluvöllur og er hann á tjaldsvæðinu við þjónustumiðstöð- ina í bænum. Hann er ætlaður jafnt fyrir börn gesta og heima- manna og er opinn kl. 9-12 og 13-17 virka daga. Völlurinn verður opinn til reynslu fram að áramótum. Hann er fyrir 2-6 ára börn og gjaldið er 100 kr. fyrir barnið. Númer í ferðaleik VINNINGSNÚMER í Ferðaleik fjölskyldunnar dagana 11.-15. júlí eru: 7260 og 73233 20702 og 84223 28709 og 89229 38176 og 96716 2147 og 63369 Vinningar á hvert númer er herbergi í eina nótt með morgun- verði á einhveiju Edduhótelanna. Dala- dagar UM HELGINA síðustu hófust Daladagar og standa þeir til 28. júlí víðs vegar um byggð- ina. Aðalmarkmiðið er að kynna sýsluna og það sem þar býðst. Hápunktur Daladaga er 22.-24. júlí, en þá verður m.a. tekin í notkun ný sund- laug að Laugum í Sælingsdal og sú gamla kvödd með tilþrif- um. Þá verða útimarkaðsdagar, grillveislur í boði þjónustu- fyrirtækjanna í sýslunni, krakkarnir í leikskólanum í Búðardal syngja fyrir gesti og skoðunarferðir með leiðsögu- mönnum eru á ýmsa helstu sögustaði, siglingar um Hvammsfjörð, farið á heima- slóðir Jóhannesar skálds úr Kötlum svo nokkuð sé nefnt. Á kvöldin eru gjarnan dans- leikir, pöbbakvöld o.fl. íþrótta- kappleikir verða á ýmsum stöðum og frítt verður í veiði í Ljárskógavötnum 27. júlí. Taka má fram að á föstudag kl. 15-18 verður tekið á móti gestum á Bröttubrekku með glaðningi frá Mjólkurstöðinni og Afurðastöðinni í Búðardal. Lífið er lotterí í ÁR eru 40 ár frá því síldar- verksmiðjunni í Djúpavík á Ströndum var lokað, en þar iðaði allt af lífi á árum áður. Gamla verksmiðjan hefur tek- ið stakkaskiptum því Leikfé- lag Hólmavíkur og hótelstjór- inn í Djúpavík hafa breytt ein- um sal hennar í leikhús. Þar verður sýning á „Lífið er lotterí", sem er skemmti- dagskrá úr verkum Jónasar Árnasonar, laugardaginn 23. júlí. Fleira geta menn sér til gamans gert, sigling um Reykjafjörð, handverksmark- aður, varðeldur og hamon- ikku- og gítarspil. Á Djúpavík eru ágæt tjald- svæði og gistingu er að fá á hótelinu. Ferðir í vikunnni Hafnargönguhópurinn MIÐVIKUD. 20. júlí er kvöld- ganga á milli Sundahafnar og gömlu hafnárinnar. Mæting er kl. 21 við Hafnarhúsið. Síðan er farið með SVR að gamla bæjarstæðinu í Laugar- nesi. Einnig má mæta beint þangað kl. 21.15. Gengið um Laugarnesið og þaðan út með ströndinni og stutt skoðunar- ferð um gömlu höfnina. Val um að ganga til baka eða taka strætó. *Aætlað að ferðin taki um tvo og hálfan tíma. í ferð- inni er komið við á tveimur skoðunarverðum stöðum sem fáir hafa kynnst. Einnig verð- ur létt getraun og dregið úr réttum svörum og verðlaun veitt. Allir eru velkomnir í ferðir Hafnargönguhópsins. fólk í fjöllununi og Qölbreyttur sérréttamatseðill * Skíðaskálinn Opið öll kvöld í Hveradölum Sími 672020, fax 872337. Ný sund- laug á Hall- ormsstað Egilsstöðum - Ný sundlaug hef- ur verið tekin í notkun á Hall- ormsstað. Sundlaugin stendur við nýtt íþróttahús staðarins og er búningsaðstaða samnýtt. Á Hallormsstað er starfræktur grunnskóli og standa að rekstri hans þrjú sveitarfélög, Fljóts- dals-, Valla- og Skriðdalshrepp- ur. Bygging þessara íþrótta- mannvirkja er stórt framtak og auk þess að nýtast skólanum til íþróttakennslu mun sundlaugin verða góður valkostur fyrir ferðamenn. íþróttahúsið verður tekið í notkun í haust, en eftir er að leggja efni í gólfið og Ijúka öðrum frágangsverkum. Sundlaugin er útisundlaug, 8,5x12,5 m, og umhverfis hana er góð sólbaðsaðstaða. Fyrir- hugað er að koma upp heitum potti síðar. Nú í sumar er laug- in starfrækt í tengslum við Hót- el Eddu, Hallormsstað, og er hún opin þrisvar sinnum á dag, alla daga vikunnar. É - ódýr gisting um allt land > > i i I | i » | t fc fc fc fc i í í fc í fc fc f-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.