Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
t
Eiginkona mín,
ÞÓRDÍS ÞORSTEINSDÓTTIR,
Meiritungu,
lést í Sjúkrahúsi Suðurlands mánudaginn 18. júlí.
Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna,
Ragnar Marteinsson.
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
MARÍA ÁSGRÍMSDÓTTIR
frá Minni-Reykjum
í Fljótum,
andaðist í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. júlí.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Börn og tengdabörn.
t -
Móðursystir okkar,
GUÐRÚN SIGRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR,
áðurÁsvegi 15,
Reykjavík,
andaðist í Landspitalanum 14. júlí sl.
Útför hennar verður gerð frá Áskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 13.30.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Gerður E. Tómasdóttir,
Rósa Tómasdóttir.
t
Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma,
ÁRNÝ AÐALHEIÐUR HANNIBALSDÓTTIR,
Tangagötu 10,
ísafirði,
lést 18. júlí.
Sigrún Steinsdóttir, Haukur Harðarson,
Elva Steinsdóttir,
Bára Steinsdóttir,
Lilja Guðrún Steinsdóttir, Ásgeir Erlíng Gunnarsson,
Aðalheiður Steinsdóttir,
Guðrún Jónsdóttir, Bernharður Guðmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma
og langamma,
GUÐRÍÐUR MÁLFRÍÐUR (Fríða)
HELGADÓTTIR,
Ásvallagötu 63,
Reykjavfk,
lést í Borgarspítalanum aðfaranótt
þriðjudagsins 19. júlí.
Guðný Gunnarsdóttir, Jóhann Einvarðsson,
Vigdfs Jóhannsdóttir, Einvarður Jóhannsson,
Gunnar Jóhannsson, Ari Kristinn Gunnarsson.
t
Ástkær móðir okkar,
HALLDÓRA SIGRÚN
SIGURÐARDÓTTIR
frá Oddsstöðum,
lést að morgni 18. júlí í Sjúkrahúsi
Vestmannaeyja.
Guðbjörg Einarsdóttir,
Ingibjörg Rains,
Sigurjón Einarsson.
t
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, .
amma og langamma,
GUÐRÚN VALDIMARSDÓTTIR,
Hæðargarði 33,
sem lést í Borgarspítalanum 17. júlí sl., verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju föstudaginn 22. júlí kl. 15.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vildu
minnast hinnar látnu, er bent á að láta líknarstofnanir njóta þess.
Petra Stefánsdóttir, Ásmundur Leifsson,
Sigurður Stefánsson, Guðný Ásmundsdóttir,
Kristín Stefánsdóttir, Jón Ingi Hákonarson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GEORG SIG URÐSSON
OG AÐALBJÖRG
HALLDÓRSDÓTTIR
+ Georg Sig-
urðsson var
fæddur 23. febr-
úar 1913 á Merk-
urgötu 7, í Hafn-
arfirði. Hann lést
á Sankti Jósefs-
spítala í Hafnar-
firði hinn 16. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Magdalena Dan-
íelsdóttir frá
Oddsstöðum
Húnavatnssýslu
og Sigurður Guð-
bergur Jóakims-
son frá Hátúni Vatnsleysu-
strandarhreppi. Hann var ann-
ar í röð þriggja bræðra. Sá
elsti, Stefán, var stórkaupmað-
ur, an er nú látinn, og yngstur
var Lárus sem er verslunar-
maður. Georg kvæntist Aðal-
björgu Halldórsdóttur hinn 16.
maí 1937. Aðalbjörg var fædd
4. ágúst 1911 í Fluguvík í Gull-
bringusýslu. Foreldrar hennar
voru Guðrún Einarsdóttir frá
Miðneshreppi og Halldór Pét-
ursson sjómaður frá Ásgerði í
Flóa. Aðalbjörg lést 16. ágúst
1987. Georg starfaði sem vöru-
bílstjóri og var hann um tíma
formaður Félags vörubílaeig-
enda í Hafnarfirði. Einnig áttu
þau og ráku í 12 ár veitinga-
stofuna Hafnarkaffi í Hafnar-
firði. Georg starfaði hjá Eim-
skip síðustu árin eða þar til
hann náði sjötugsaldri. Útför
hans fer fram hjá Víðistaða-
kirkju í dag.
0, drottinn minn, hver dagur sló,
hver dapr, sló mig fast.
í hvert eitt sinn, er dauðinn drap
á dyr, og fregnin barst.
um konu og mann, er moldin tók
svo myrk í sveit og borg,
því hjarta hvert, er helveg tróð,
skóp hnignun mína og sorg.
Eg veit það nú, þótt vitund mín
sé villt og ijarri þér,
um ár og síð, að allt vort líf
hin eina og sanna ber,
að hvert eitt sinn er dauðinn drap
á dyr, fór hluti af mér.
(Vilhjálmur frá Skáholti)
JÓN GUÐMUNDSSON
+ Jón Guðmunds-
son var fæddur
á Sveinseyri í
Tálknafirði 14.
apríl 1905. Hann
lést á sjúkrahúsi
Patreksfjarðar 13.
júlí síðastliðinn. Jón
var næstelstur af
sjö systkinum sem
upp komust, og
hann átti einnig
fjögur fóstursystk-
ini. Foreldrar hans
voru hjónin Guð-
mundur S. Jónsson
og Guðríður Guð-
mundsdóttir. Hann kvæntist 27.
ágúst 1946 Hólmfríði Jónsdótt-
ur sem lifir mann sinn. Þau
eignuðust eina dóttur, Guðríði
Birnu, f. 3. janúar 1949, hús-
móðir, gift Hannesi Bjarnasyni
framkvæmdastjóra. Hann tók
einnig að sér tvö börn Hólm-
fríðar frá fyrra hjónabandi
hennar, Halldóru Bjarnadóttur,
f. 16. júní 1935, gift Magnúsi
Guðmundssyni bónda og Pétur
Bjarnason, f. 12. júní 1941,
fræðslustjóra, kvæntur Grétu
Jónsdóttur skrifstofumanni.
Útför Jóns fer fram frá Stóra-
Laugardalskirkju í dag.
OKKUR langar að minnast afa
okkar sem við vorum svo iánsöm
að eiga samleið með. Við þekktum
hann sem rólegan og hæverskan
mann sem alltaf reyndist okkur
vel. Við minnumst hans með þakk-
læti fyrir þann fróðleik og þá þekk-
ingu sem hann miðlaði okkur frá
gamalli tíð, sem við munum ætíð
varðveita og fræða okkar börn um.
Hann sagði okkur oft sögur sem
einkenndust af dugnaði, hörku og
harðri lífsbaráttu. Sjálfur var hann
hár vexti og þrekinn og þótti með
hraustari mönnum. Það sem að
okkar mati einkenndi afa mest var
vandvirkni, þolinmæði og framsýni.
Hann bar mikia virðingu fyrir nátt-
úrunni og kenndi okkur mikilvægi
þess.
Afi fékkst við ýmis störf um
ævina, meðal annars
sjómennsku sem hann
stundaði frá unga aldri
og landbúnað sem
hann stundaði lengst
af. Hann fékkst einnig
við bátasmíðar og al-
mennar smíðar.
Æðarrækt skipaði
stóran sess í huga hans
og síðustu 30 árin kom
hann upp stóru æðar-
varpi á Sveinseyrar-
odda og sinnti hann því
af mikilli natni.
Afi var frumkvöðull
að fiskeldi í Tálknafirði
sem hann hóf 1978 á Sveinseyri
og hefur það síðan eflst mikið og
fiskeidi orðið að mikilvægri at-
vinnugrein í Tálknafirði. Honum
þótti vænt um Ijörðinn sinn og vildi
hag hans og íbúa hans sem bestan.
Yið munum alltaf sakna afa okk-
ar og minnast hans með þakklæti
fyrir allt það sem hann veitti okk-
ur. Við biðjum Guð að styrkja ömmu
okkar sem reyndist honum og okk-
ur öllum alltaf svo vel.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur af skýjum
ljósgeisli af mmningum hlýjum.
(Hallgr. J. Hallgrímsson)
Hanna, Jón, Bjarni
og Finnur Bogi.
Miðvikudaginn 13. júlí síðastlið-
inn lést Jón Guðmundsson bóndi á
Sveinseyri við Tálknafjörð, þá átta-
tíu og níu ára að aldri. Jón var
dæmigerður fulltrúi aldamótakyn-
slóðarinnar, með óbilandi trú á land-
inu og gæðum þess. Hann ólst upp
á þeim tíma sem eigin vandvirkni
og dugnaður var það sem mestu
réð um afkomu hvers og eins. Jón
var stór maður vexti og mjög sterk-
ur. Hann var góður smiður og smíð-
aði m.a. nokkra báta. Sjómaður var
hann mjög hæfur og var lengi for-
maður við útróðra í Tálknafirði.
Skytta var hann með afbrigðum
góð. Aliir þessir eiginleikar komu
í DAG verður borinn til hinstu
hvílu fósturfaðir minn Georg Sig-
urðsson og langar mig að minnast
hans og fósturmóður minnar Aðai-
bjargar Halldórsdóttur, sem látin
er fyrir sjö árum. Mig langar til
að þakka þessum hjónum sem
höfðu svo óumræðiiega stór og
kærleiksrík hjörtu, að þau tóku
að sér fjögurra ára gamalt barn
sem sitt eigið.
Það hefði kannski vaxið öðrum
sem efnameiri voru í augum að
taka Þóru Stínu, ókunnuga, að
sér. Þó þau væru með þijú hálf-
uppkomin börn fyrir, Sjöfn, Sigurð
og Erlu, sem var yngst, en hún
var þá rétt um fermingu. Þarna
var ég í öruggum og ástríkum
örmum þeirra til tíu ára aldurs.
Tel ég ekki hallað á neinn þegar
ég fullyrði að þetta hafi verið ham-
ingjuríkasti tími uppvaxtarára
minna. í mörg ár á eftir eyddi ég
öllum frístundum mínum heima
hjá mömmu og pabba á Vörðu-
stígnum.
Þessi fátæklegu orð mín megna
ekki að koma til skila því djúpa
þaklæti sem ég ber til þeirra. En
ég veit að góður Guð sýnir þeim
þann fagra blómagarð þar sem
hvert þeirra góðverk blómstrar
sem hinar fegurstu rósir. Ég bið
góðan Guð í bænum mínum um
ljós og blessun þeim til handa.
Aðstandendum votta ég samúð
mína.
Kraft þarf tii að kljúfa stein,
kærleik til að unna,
blíðu til að bæta mein;
best er margt að kunna.
(Pétur Sigurðsson)
Þórunn K. Emilsdóttir.
sér vel í lífsbaráttunni á fyrri helm-
ingi þessarar aldar.
Ég kynntist Jóni fyrst þegar ég
var fimm eða sex ára og er mér
það minnisstætt hve stór mér fannst
hann vera. Ennfremur eru mér hug-
stæðar byssurnar hans þar sem þær
héngu í forstofunni á Sveinseyri og
voru í augum lítils drengs ævintýra-
leg verkfæri, varla af þessum heimi.
Sumarkvöldin þegar ég hjálpaði til
ásamt fleiri krökkum við að hirða
heyið af Sveinseyrartúninu undir
hans stjórn verða sjálfsagt eitt af
því síðasta sem ég gleymi.
Með mikilli útsjónarsemi og elju
kom Jón upp öflugu æðarvarpi.
Vakti hann yfir því dag og nótt
yfir varptímann. Eftir að búskapur
lagðist niður á Sveinseyri fór Jón
að huga að því hvernig nýta mætti
landið til annarrar starfsemi. Hann
trúði því ekki að landið gæti verið
einskis virði. Hann hóf því að gera
tilraunir með seiðaeldi og með tím-
anum urðu þær tilraunir til þess
að upp reis fullbúin laxeldisstöð á
Sveinseyrarlandinu. Fylgdist Jón
vel með þessari þróun allt frani á
síðasta ár.
Þeim fækkar óðum fulltrúum
aldamótakynslóðarinnar. Með Jóni
er horfinn verðugur fulltrúi þessar-
ar kynslóðar, en þessari kynslóð
eigum við, sem nú erum á miðjum
aldri, velgengni okkar að þakka.
Hallgrímur Magnússon.
Formáli
minningar-
greina
ÆSKILEGT er að minningar-
greinum fylgi á sérblaði upplýs-
ingar um hvar og hvenær sá,
sem ijallað er um, er fæddur,
hvar og hvenær dáinn, um for-
eldra hans, systkini, maka, og
börn, skólagöngu og störf og
loks hvaðan útför hans fer fram.
Ætlast er til að þessar upplýs-
ingar komi aðeins fram I formá-
lanum, sem er feitletraður, en
ekki í greinunum sjálfum.