Morgunblaðið - 20.07.1994, Page 4

Morgunblaðið - 20.07.1994, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ný skilti um hraða Göngudeild komi í stað glasafrj ó vgunar deildar TIL gi’eina kemur að flytja göngu- deild kvennadeildar Landspítalans í þann hluta Fæðingarheimilisins við Þoifinnsgötu sem ætlaður hefur ver- ið glasaftjóvgunardeildinni. Að sögn Péturs Jónssonar, framkvæmda- stjóra ríkisspítala, er ástand hússins mun verra en talið var og þarfnast mikilla endurbóta ef þar yrði sett upp rannsóknarstofa. Ætlunin var að húsnæðinu yrði skipt milli fæðingardeildar og glasa- fijóvgunardeildar. Til stóð að opna Fæðingarheimilið í júní en vegna Viðræður í biðstöðu HLÉ ER nú á viðræðum á milli íslenskra og bandarískra stjóm- valda um að fyrr nefndu taki við rekstri björgunarsveitar vamarliðs- ins, að sögn Benedikts Ásgeirsson- ar, skrifstofustjóra hjá vamarmála- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Meðal annars er beðið svars við bréfi sem bandaríska sendiherran- um var afhent 28. júní síðastliðinn. Sérfræðingar til viðræðna í bréfinu er þess formlega farið á leit við bandarísk stjómvöld að þau veiti upplýsingar um verð og kaupskilmála í tengslum við hugs- anleg kaup íslendinga á banda- rískri þyrlu til björgunarstarfa. Jafnframt er þess óskað að banda- rísk stjórnvöld geri út af örkinni hóp sérfræðinga til viðræðna um málið. fyrirsjáanlegra breytinga á hús- næðinu vegna glasafijóvgunardeild- arinnar baðst starfsfólkið undan því að opna heimilið, fyrr en fram- kvæmdum yrði lokið. Verulegar endurbætur Að sögn Péturs kom síðan í ljós að venjlegar endurbætur þyrftu að fara fram ef setja ætti upp glasa- fijóvgunardeild með tilheyrandi rannsóknarstofu. Meðal annars þyrfti að setja upp sérstakan loft- hreinsi- og loftskiptibúnað, sem kall- ar á verulegar breytingar. „Það er ekki gerlegt að vera með fæðandi konur þegar unnið er að breytingum á hæðinni fyrir neðan,“ sagði Pétur, „en svo hrukku menn við þegar í ljós koma að raskið yrði mun meira en reiknað var með. Síð- an hefur verið biðstaða og menn að velta vöngum yfir niðurstöðunni en til greina kemur að flytja göngudeild- ina og það mundi henta mjög vel. Það yrðu þá læknar tii staðar á göngudeildinni sem gætu þjónað Fæðingarheimilinu." VERIÐ er að setja upp nýja teg- und af vegskiltum sem minna vegfarendur á hvaða reglur gilda um umferðarhraða á íslandi. Skiltin verða sett upp við borgar- mörk Reykjavíkur og bæjarmörk Keflavíkur, Akureyrar og Seyðis- fjarðar. Björn Ólafsson, yfirverk- stjóri hjá Vegagerðinni, segir þær reglur sem gilda um hámarks- hraða hér á landi um margt aðrar en þær sem gilda í öðrum löndum og því sé mikilvægt að kynna regl- urnar fyrir erlendum vegfarend- um. Björn sagði að ekki sé siður nauðsynlegt að kynna reglumar fyrir íslenskum ökumönnum. Góð veiði í Smugunni GÓÐ VEIÐI hefur verið í Smugunni síðustu daga. Skip Fiskiðjunnar Skagfirðings, Hegranes og Drangey, eru á leið til lands með fullfermi eða samtals um 100-110 tonn af saltfiski. Verðmæti aflans er um 25 milljónir króna. A.m.k. átta skip eru á leið í Smuguna og fleiri eru að undirbúa brottferð. Mjög léleg veiði var í Smugunni í vor. Einar Svans- son, framkvæmdastjóri Fisk- iðjunnar Skagfriðings, viður- kenndi að hann hefði tekið talsverða áhættu með því að senda skipin í Smuguna. Dæmið htfði hins vegar gengið upp. í fyrra glæddist afli í Smugunni einmitt á þessum tíma ársins. Einar sagðist ekki gera ráð fyrir að íslensk skip, reyni veiðar við Svalbarða á næst- unni. Á meðan góð veiði sé í Smugunni sé engin ástæða til að fara á Svalbarðasvæðið. Veiðarnar ekki truflaðar Einar sagði að norska strandgæslan hefði ekki reynt að trufla veiðar íslensku skipanna. Norska gæsluskip- ið Senja hefði komið í Smug- una í síðustu viku, en sam- skipti þess við íslensku skipin hefðu verið vinsamleg. A.m.k. átta skip eru nú á leið í Smuguna. Þau eru Frosti, Hólmatindur, Múla- berg, Björgúlfur, Örvar, Skúmur, Bliki og Hágangur II. Heildarstefna í skólamálum fyrir grunn- og framhaldsskóla hefur verið mótuð Breytingar kalla á endurskoðun kjarasamninga kennara Ný heildarstefna í málefnum grunn- og framhaldsskóla hefur verið mótuð. Hún felur m.a. í sér að rekstur grunn- skóla verður færður til sveitarfélaga, skólaárið lengt, starfsnám eflt, skólar taki upp sjálfsmat og sjálfstæði framhaldsskóla verði aukið. ÓLAFUR G. Einarsson menntamálaráðherra kynnti í gær lokaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu. Jafnframt voru kynnt drög að frumvarpi til nýrra grunnskólalaga sem nefndin samdi en frumvarp til nýrra fram- haldsskólalaga hefur þegar verið kynnt. Menntamálaráðherra fiillyrðir að tillögur nefndarinnar sem starfað hefur í yfir tvö ár leggi grunn að fyrstu heildarstefnumótun í skólamálum hér á landi sem í senn tekur til grunn- og framhaldsskóla. Olafur G. Einarsson gerir sér vonir um að nýja menntastefnan verði kveikja að nauðsynlegri umræðu um skólamál í þjóð- félaginu. Hann segir að lokaskýrslan sé lögð fram um mitt sumar til þess að gefa öllum sem málið varðar tækifæri til kynna sér hana. Margir aðilar muni fá skýrsluna og drögin að grunnskólafrumvarpinu til um- sagnar áður en bæði frumvörpin verða síðan lögð fram í endanlegri mynd á Alþingi í haust. Ráðherra viðurkennir að þær breytingar á skólakerfinu sem felist í tillögum nefnd- arinnar muni kosta mikla fjár- muni. Hann segist ekki hafa tölur á reiðum höndum og bendir á að kostnaðarmat á tillögunum eigi eftir að fara fram í fjármálaráðu- neytinu. Ljóst er þó að endurskoða verði kjarasamninga við kennara. Skólaárið lengt í skýrslunni er gert ráð fyrir að skólaár grunn- og framhaldsskóla verði lengt úr níu mánuðum í tíu. Þær breytingar geta að sögn Sigríðar Önnu Þórðardóttur, formanns nefndar um mótun menntastefnu, orðið að veruleika þegar á næsta ári í grunnskólum. Hún segir að lenging skólaárs sé mikilvæg- ur þáttur í báðum frumvörpum. Það sé liður í því markmiði að stytta námstíma til stúd- entsprófs af bóknámsbrautum í þijú ár. Sig- ríður segir koma til greina að þriggja ára bóknám hefjist skólaárið 1998-99. Grunnskólinn Nefndin leggur til að rekstur grunnskóla færist að fullu til sveitarfélaga. Ráðherra fullyrðir að sveitarfélögin séu mjög vel f stakk búin að taka við þessu verkefni. Mikil- vægt sé þó að tryggja þeim nýja tekjustofna og segir hann að metinn verði kostnaður af flutningnum. Þá þurfi einnig að huga að réttarstöðu kennara sem fái nýja vinnuveit- endur. Mikilvægt er talið að grunn- skóli verði að fullu einsetinn með samfelldum skóladegi. Nefndin leggur og til að við endur- skoðun aðalnámskrár grunnskóla verði skýr markmið sett um kunnáttu og fæmi nem- enda á einstökum aldursstigum. Sérstök áhersla verði lögð á læsi, tjáningu, vinnu- brögð og samskiptahæfni nemenda og kenn- urum verði jafnframt gert kleift að mennta sig til að takast á við þessa þætti. Þá er talið nauðsynlegt að auka áhrif foreldra í skólastarfinu. Nefndin leggur sérstaka áherslu á að skólanámskrá verði samin í hveijum skóla. Hún verði útfærsla á aðalnámskrá og veiti foreldrum og almenningi nauðsynlegar upp- lýsingar um skólastarfíð. Kjamagreinar í grunnskóla verða ís- lenska, stærðfræði og enska að tillögu nefndarinnar og hvetur hún til þess að heild- arstefna verði mótuð í þessum greinum. Hún leggur einnig til að samræmdum prófum verði fjölgað og að þau fari fram oftar á grunnskólastiginu, t.d. í Iok 4. og 7. bekkjar. Framhaldsskólar Tillögur menntastefnunefndar- innar um framhaldsskóla hafa þeg- ar verið að nokkm kynntar. Þar ber hæst að nefndin vill auka sjálfstæði framhalds- skóla og skilgreina betur hlutverk skóla- nefnda og verkaskiptingu milli skólanna. Þá er talið nauðsynlegt að endurskoða uppbyggingu framhaldsnáms. Lagt er til að námsbrautir á framhaldsskólastigi verði þijár: bóknámsbrautir til stúdentsprófs, starfsnámsbrautir til ólíkra lokaprófa og almenna námsbraut til framhaldsskólaprófs. Gmndvallaratriði sé að kennsla á hverri námsbraut verði í samræmi við lokamarkm- ið brautarinnar. Einnig er lagt til að inntöku- skilyrði verði sett fyrir hveija braut og að lokapróf á öllum námsbrautum verði sam- ræmd í tilteknum greinum. Starfsnám verði eflt Efling starfsnáms verður sett í öndvegi nái frumvarp um framhaldsskóla fram að ganga. Sigríður Anna telur brýnt að efla áhuga ungs fólks á starfsnámi og verk- mennt yfir höfuð. Mikilvægt er að mati henn- ar að samráð verði haft við aðila atvinnulífs- ins um framkvæmd starfsnáms. Nefndin leggur og til að hafist verði handa við að þróa stuttar starfsnámsbrautir á tilteknum sviðum í náinni samvinnu við atvinnulífíð. Eftirlit og gæðastjórnun Til að fylgja eftir þessum tillögum hefur nefndin sett fram hugmyndir um eftirlit og mat á skólastarfinu í því skyni að skerpa aga og gera vinnubrögð innan skóla markvissari. Nefndin leggur til að í hveijum skóla verði teknar upp aðferðir til að meta skólastarf- ið og fari það fram innan skól- anna. Samræmd próf eru meðal fjölmargra leiða til að meta árangur skóla- starfsins. Til nýbreytni heyrir að menntamálaráð- herra er gert skylt að gefa Alþingi skýrslu á þriggja ára fresti um niðurstöður á mati á skólakerfinu. Loks er talið mikilvægt að auka upplýsingamiðlun til almennings og fræðsluyfirvalda um skólastarf, framkvæmd þess og árangur. Starfsnám verði sett í öndvegi Hver skóli semji skóla- námskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.