Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ1994 21 AÐSENDAR GREINAR Ný dýraverndarlög HINN 1. júlí sl. tóku gildi ný dýraverndar- lög. Eftir langan að- draganda skilaði dýra- vemdarnefnd ítarlegri tillögu að frumvarpi til menntamálaráðuneyt- isins árið 1986 og þar lá það, þar til umhverf- isráðuneytið var stofn- að árið 1990 og dýra- verndarmál fluttust þangað. Frumvarp þetta þótti of langt og ítarlegt og dýravernd- arnefnd stytti það um tæplega helming og sendi umhverfisráðu- neytinu það í janúar 1991, ásamt tillögu að reglugerð með efni því, sem fellt hafði verið úr lögunum. Síðan hafa endurskoð- uð frumvörp verið lögð fram árlega á Alþingi. Við tilkomu umhverfisráðuneyt- isins má segja að nýtt líf hafi færst í áhuga á málefnum er varða hvers- konar afskipti manna af dýrunum. Umhverfisráðuneytið ákvað að setja heildarlög um vernd, friðun og veið- ar á villtum fuglum og villtum spen- dýrum, öðrum en hvölum. Heildar- lög þessi eru aðallega byggð á lög- um um fuglaveiðar og fuglafriðun, en ýmsum öðrum lögum er steypt saman við, svo sem um eyðingu refa og minka, selaveiðar og hvíta- birni, eyðingusvartbaks og tilskipun um veiðar á Islandi, hlunnindi o.fl. í lögum þessum er kafli um dýra- veiðar, sem byggist að miklu Ieyti á ofangreindum tillögum dýravernd- arnefndarinnar frá 1986 að nýjum dýraverndarlögum. Heildarlögin eru rammalög og mikil áhersla lögð á reglugerðir. Til viðbótar ofangreindum laga- setningum var ákveðið við setningu nýrra búfjárræktarlaga árið 1989 að samræma ýmis lög og reglugerð- ir um búfjárhald. Við gerð laga um búfjárhald var að miklu leyti stuðst við tillögur dýraverndarnefndar frá 1986 um meðferð búfjár. Tilgangur laga um búfjárhald er að tryggja vellíðan búfjár og að aðbúnaður sé í samræmi við þarfir hans og eðli. Einnig til að tryggja að við fram- leiðslu búfjárafurða sé eingöngu notað hraust og heilbrigt búfé. Lög- in fjalla um takmörkun búfjárhalds, vörslu, aðbúnað og meðferð búfjár og forðagæslu. í nýju dýraverndarlögunum er að finna mörg og merk nýmæli og auknar áherslur, sem ekki er hægt að gera tæmandi skil hér. Leitað var álits fjölda aðila á frumvarp- inu og mikil vinna hefir verið lögð í að sam- ræma ólík sjónarmið. Vert er að hafa það í huga, er menn kynna sér hin nýju lög, sem taka til allra dýra. Um helstu nýmæli í nýju dýraverndarlögunum er rétt að benda á eftir- farandi atriði: í kaflanum um skip- un dýravemdarmála er mælt fyrir um skipun dýraverndar- ráðs og er verksvið þess mun um- fangsmeira en dýraverndarnefndar- innar, samkvæmt gömlu lögunum. Má t.d. nefna að ráðið hefir með höndum eftirlit með framkvæmd laganna. Jafnframt skal ávallt leita umsagna dýraverndarráðs við leyf- isveitingar á grundvelli dýravernar- laganna. Allt eftirlit með framkvæmd lag- anna hefír verið gert einfaldara og skilvirkara. Má þar fyrst nefna hið afdráttarlausa vald, sem lögreglunni er veitt, jafnframt því sem henni er lögð á herðar tvímælalaus, sjálf- stæð, eftirlitsskylda. Jafnframt hvíl- ir eftir sem áður sú skylda á almenn- ingi að tilkynna grun um brot á dýraverndarlögum til lögreglunnar, en einnig má beina þeim upplýsing- um til viðkomandi héraðsdýralæknis eða til dýraverndarráðs. Að kröfu héraðsdýralæknis eða fulltrúa dýra- verndarráðs er lögreglunni skylt að fara í fylgd annars hvors eða beggja, á hvern þann stað innan umdæmis þar sem dýr eru höfð, til að kanna aðstæður þeirra og aðbúnað. Leiki grunur á að um alvarlegt brot á dýraverndarlögum sé að ræða, getur lögregla fyrirvaralaust tekið dýr úr vörslu eiganda eða umsjónarmanns. í þessu skyni hefur lögregla rétt til að fara inn í íbúðar- hús, útihús eða aðra þvílíka staði án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi dýrunum heilsutjóni. Á meðan dýrin eru í vörslu lögreglu er sveitarstjórn skylt að útvega geymslustað, fóður og umhirðu fyrir dýrin á kostnað eig- anda eða umsjónarmanns. Sé sveit- arstjórn það ókleift er henni heimilt að láta bjóða dýrin upp, selja þau Bannað er að nota lif- andi dýr í tilraunum, segir Sigríður Asgeirs- dóttir, nema ekki séu þekktar aðrar leiðir. til lifs eða slátrunar eða 'láta aflífa þau. Áður en til þessara úrræða er gripið skal eiganda eða umsjónar- manni þegar í stað gefinn kosiur á að setja viðhlítandi tryggingu fyrir kostnaði við geymslu, fóðrun og umhirðu dýranna. Telji lögreglustjóri nauðsynlegt, til að stöðva eða fyrirbyggja illa meðferð á dýrum, getur hann, að tillögu héraðsdýralæknis eða dýra- verndarráðs, fyrirvaralaust og til bráðabirgða svipt eiganda eða um- sjónarmann heimild til þess að hafa eða sjá um dýr þar til úrbætur hafa verið gerðar eða eigandi hefir borið ágreiningsefnið undir dómstóla. í kaflanum um meðferð, vistar- verur og umhirðu dýra er mælt fyr- ir um það að dýrum skuli tryggt eðlilegt frelsi til hreyfingar sam- kvæmt viðurkenndri reynslu og þekkingu. Eigendur og umráða- menn skulu fylgjast með heilsu dýr- anna og gera viðeigandi ráðstafanir til að koma í veg fyrir vanlíðan þeirra. Sérstakt eftirlit skal haft með dýrum, sem eru haldin á tækni- væddum búum. Hverskonar vistar- verur skulu vera skjólgóðar og þar skal vera nægilegt fóður og vatn. Að vetri til skal litið eftir dýrunum reglulega og jafnvel daglega ef nauðsyn krefur, að mati forða- gæslumanns, ráðunautar eða dýra- læknis. Að tillögum dýraverndar- ráðs eða héraðsdýralæknis er sveit- arstjórn heimilt að banna dýrahald á tilteknum stöðum, séu framan- greind skilyrði ekki uppfyllt. Um- hverfisráðherra og landbúnaðarráð- herra skulu hafa samráð um setn- ingu reglugerðar um vistarverur og aðbúnað dýra. Þar skal m.a. setja skilyrði fyrir eða bann við innilokun dýra í búrum eða þröngum stíum og við tjóðrun þeirra til langframa. Við keppni má einungis nota heil- brigð og þjálfuð dýr og bannað er að nota hormóna, deyfilyf eða hlið- stæð efni tii að hafa áhrif á afkasta- getu þeirra. Við þjáningarfullar læknisaðgerðir á dýrum skal nota deyfilyf. Aflífun skal fara fram með skjótum og sársaukalausum hætti og skulu dýrin svipt meðvitund áður en blóðtæming fer fram. í III. kafla laganna er mælt fyrir um dýrahald í atvinnuskyni, annað en í landbúnaði. Leyfi lögreglustjóra þarf til hvers konar ræktunar, versl- unar, þjálfunar, tamningar, geymslu og leigu dýra í atvinnuskyni, sem ekki fellur undir búfjárhald. Einnig þarf leyfi umhverfisráðherra til að setja á stofn dýragarða eða hand- sama villt dýr fyrir dýragarða eða önnur söfn lifandi dýra. Jafnframt þarf leyfi hans til að halda dýrasýn- ingar og efna til dýrahappdrættis. Við framangreindar leyfisveitingar skal ávallt leita umsagnar dýra- verndarráðs. í kaflanum um tilraunir á dýrum er bannað að nota lifandi dýr í til- raunum nema ekki séu þekktar aðr- ar leiðir til að ná sambærilegum árangri. Til dýratilrauna þarf sér- stakt leyfi tilraunadýranefndar, að fenginni umsögn dýraverndarráðs. Tilraunadýranefnd skipa þrír full- trúar, einn sem umhverfisráðherra skipar án tilnefningar og skal hann hafa lokið háskólanámi og hafa þekkingu og reynslu á sviði dýratil- rauna. Rannsóknarstofnun í sið- fræði skipar einn fulltrúa, en yfir- dýralæknir er formaður nefndarinn- ar. Tilraunadýranefnd skal tryggja að þeir, sem nota dýr í tilrauna- skyni, hafi hlotið þjálfun og mennt- un í meðferð tilraunadýra. Að lokum segir í lögunum að reglugerðir, sem settar verða sam- kvæmt þeim, skuli vera í samræmi við milliríkjasamninga, sem ísland er aðili að. Hér hefir í örstuttu máli verið gerð grein fyrir helstu nýmælum í nýju dýraverndarlögunum og einnig nefnd lögin um búfjárhald og lögin um villtu dýrin, en óhætt er að full- yrða að bylting hefir orðið á sviði lagasetningar um dýravernd og hverskonar meðferð allra dýra með ofangreindum lagasetningum. Nú kemur til kasta okkar allra að sjá til þess að lagasetningar þessar stuðli að bættri meðferð dýra í reynd en verði ekki eingöngu orðin tóm. Höfundur er fulltrúiSambands dýraverndarfélaga Islands í dýra verndarráði. Sigríður Ásgeirs- dóttir hdl. Utsalan hefst I dag kl.12 KRAKKAR Kringlunni, sími 681719 iiiw mm ELFA VORTICE VIFTUR TIL ALLRANOTA! Spaðaviftur Fjarstýringar hv.-kopar-stál fyrir spaðaviftur Borðviftur Gólfviftur margar gerðir Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt úrval - hagstætt verð! Einar Farestveit & Cohf Borgartúni 28 - S 622901 og 622900 m mt Subaru st 4x4 árg. '90, 5 gfra, ek. 72 þús. Sk. Toyota Corolla STD. árg. '88,4 gíra, ek. 100 þús. Sk. mögul. Verö 480.000,- Peugot 405 GL árg. '88,5 gfra, ek. 81 þús. Sk. mögul. Verð 590.000,- GLÆSILEGUR SYNINGARSALUR MMC Colt GTl 16v árg. '90, 5 gíra, ek. 92 þús. Skoda Forman statíon árg. '93, ek. 15 þús., 5 gfra. Verð 740.000,- MMC Colt GLX árg. '88, 5 dyra 5 gfra, ek. 82 þús. Tilboðsverð 400.000,- Mazda 323 1300 GLX árg. '87,4 gíra, 5 gíra sedan, ek. 124 þús. Verð 390 þús. Ford Escort 1300 órg. '88, 5 dyra, 5 gfra, ek. 77 þús. Verð 350.000,- Saab 900i árg. '87, 4 dyra, 5 gfra, sóllúga, álfelgur, ek. 114 þús. Tlliboðsverð 600.000,- Susuki Swift GLI árg. '91, 5 dyra, 5 gíra, ek. 31 þús.Verð 690.000,- BI'LASALAN BÍLFANG HÖFÐABAKKA9 112 REYKJAVlK -879333

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.