Morgunblaðið - 20.07.1994, Page 15

Morgunblaðið - 20.07.1994, Page 15
 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 15 FERÐALÖG Nýr matseðill á Hótel ísafirði FYRIR stuttu var lokið við miklar breytingar á veitingasölum á Hótel ísafirði, þar hefur verið málað í frísk- legum litum, skipt um gluggatjöld og fleira. Þá hefur nýr og fjölbreytt- ur sérréttamatseðill verið kynntur. Tekið skal fram að tilboðsréttir Sambands veitinga- og gistihúsa eru alltaf hluti af dagsseðlinum sem er staðgóður matur á hóflegu verði. Þessi matseðill er hentugur fyrir fjöl- skyldufólk. Þá er einnig boðið upp á matseðil dagsins og smárétti allan daginn, svo sem samlokur, pasta, eggjarétti og hamborgara. Einnig er sérstakur barnamatseð- ill, samloka eða hamborgari með gosglasi og allir góðir krakkar fá is í nestið. Afsláttur er fyrir börn af seðli dagsins og tilboðsréttum. Nýtt hús veldur byltingu í að- stöðu fyrir farþega Heijólfs Vestmannaeyjum. - Miklar breyt- ingar hafa verið gerðar á aðstöðu fyrir farþega Herjólfs í Vestmanna- eyjum og Þorlákshöfn með bygg- ingu nýs húss Heijólfs hf. í Eyjum, sem tekið var í notkun í vor. Á síðasta sumri var tekin í notk- un nýbygging í Þorlákshöfn sem er aðstaða fyrir farþega Herjólfs og frá byggingunni liggur yfir- byggð brú út til skipsins fyrir far- þega. Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt hús Heijólfs hf. á Básaskersbryggju í Vestmannaeyj- um.Þar er skrifstofuaðstaða fyrir- tækisins og afgreiðsla farþega, einnig er biðsalur og frá honum liggur landgöngubrú til skipsins. Þórður Svansson byggingarverk- taki sá um byggingu hússins, en ýmsir undirverktakar sáu um hluta verksins. Húsin voru bæði hönnuð af Páli Zophóníassyni tæknifræð- ingi. Með tilkomu húsanna í Eyjum og Þorlákshöfn hefur orðið gjör- bylting á allri aðstöðu fyrir við- skiptavini Heijólfs. Gangandi far- þegar, sem fram til þessa hafa þurft að bíða á bryggjunni, hafa nú góðan biðsal og öll miðasala fer fram í húsinu. Þeir sem koma á bílum keyra að bílalúgu á húsinu þar sem þeir eru afgreiddir og það- an keyra þeir inn á biðstæði og Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson HIÐ NÝJA afgreiðsluhús Heijólfs á Básaskersbryggjunni í Eyjum. GÓÐUR biðsalur er í húsinu í Vestmannaeyjum. bíða eftir að komast um borð í skipið. Mikil aukning flutninga hefur verið með Heijólfi frá því nýja skip- ið hóf að sigla milli Þorlákshafnar og Eyja sumarið 1992. Á síðasta ári flutti Heijólfur rúmlega 52 þús- und farþega, sem var 7% aukning frá árinu á undan, og tæplega 14.500 bíla, sem var 12% aukning. Fyrstu fimm mánuði 1994 hafa tæplega 18 þúsund farþegar og um 5 þúsund bílar verið fluttir með Heijólfi. Magnús Jónasson, fram- kvæmdastjóri Heijólfs, segir að vonir séu bundnar við að bætt að- staða fyrirtækisins í landi og þar með aukin þjónusta verði til að laða viðskiptavini enn frekar til fyrir- tækisins. Hann sagði að boðið væri upp á hópafslætti og fjölskyldufar- gjöld auk þess sem hægt væri að kaupa einingablokkir sem væru með góðum afslætti og hentuðu vel fjölskyldufólki sem vildi ferðast á hagkvæman hátt milli lands og Eyja. Opið er á skrifstofunni í Eyj- um 9-17 virka daga en afgreiðslan í Þorlákshöfn væri opin í tengslum við komu skipsins þangað en einnig væri hægt að fá upplýsingar í veit- ingasölu skipsins þegar skrifstofan í Eyjum væri lokuð. Myndabók um Island ÍSLAND — landið hlýja í norðri heit- ir bók sem Forlagið gaf nýlega út. í bókinni eru ljósmyndir Sigurgeirs Siguijónssonar og hefur Torfi H. Tulinius skrifað texta með hverri þeirra. Auk þess skrifar Torfi um iand og þjóð í upphafi bókarinnar og í kafla sem hann nefnir Sjálfsmyndir segir hann meðal annars: „Fornsög- urnar gáfu okkur mynd af uppruna þjóðarinnar og tildrögum þess að hún settist að í þessu nafnlausa og sögulausa landi. Þessi mynd mótaði hugmynd okkar um okkur sjálf í gegnum aldirnar. Frásagnir af ríki- dæmi landnámsmanna kyntu undir vonum okkar um betri tíð þegar illa áraði, minningin um hreysti þeirra og reisn veitti okkur styrk til að krefjasat sjálfstæðis, örsmárri þjóð í ógnarastórum heimi.“ Við taka 70 litljósmyndir Sigur- geirs með stuttum skýringartexta, en aftast í bókinni eru ýmsir fróð- leiksmolar um landið og ábúendur þess, sem Torfi hefur skrifað. Meðal annars er greint frá landmótum, veðurfari, gróðri og viiltum spendýr- um. Samkvæmt upplýsingum frá Forlaginu hefur bókin einnig vel'ið gefin út með enskum texta, þýskum, frönskum og sænskum. - fyrir golfara Ferðamenn um Snæfellsnes Gistiheimilið Lágafell býður gistingu til viku eða skemmri dvalar. Svefnpláss er fyrir 10-12 manns á svefnbekkjum og dýnum á gólfi. Bað og eldunaraðstaða er á staðnum, auk sér borðstofu sem rúmar 12-15 manns í sæti. Syðra-Lágafell er í Miklaholtshreppi á sunnanverðu Snæfellsnesi (um 181 km frá Reykjavík og um 65 km frá Borgarnesi). Laust gistirými um verslunarmannahelgina. Upplýsingar í símum 91-26790, 93-56639 og 93-56693• 4 dekk. Þessi bfll er Peugeot. Peugeot á vissulega margt sameiginlegt með öðrum bflum, en hann skarar einnig framúr í mörgu. Þeir sem kynnst hafa Peugeot þekkja það vel. Peugeot er eins og sniðinn fyrir íslenska vegi. Mjúkur, stöðugur, sparneytinn og sætin eru frábær. Hvað kostar þá að vera öðruvísi? Minna en ekki neitt. Hvernig líst þér t.d. á vel búinn, 5 dyra Peugeot 306 á kr. 1.099.000.- PEUGEOT Nýbýlavegur 2, Kópavogur, sími 42600 Það er margt sem aðrir bílar eiga sameiginlegt með Peugeot 306. Bretti Þér finnst kannski eins og allir bflar í dag séu eins. En ef þú iítur aðeins í kringum þig í stað þess að fljóta með straumnum sérðu að til er bíll sem er ekki eins og allir hinir. Bíll sem er öðruvísi. Bíll sem sem sker sig úr fyrir fágað yfirbragð sitt og góða hönnun. Bíll sem þú ert alltaf öruggur í. Bíll með eiginleika sem þú finnur hvergi annarsstaðar. Bíll sem þú nýtur að aka, hvert sem er, hvenær sem er. PEUGEOT 306. Á SÉR ENGAN LÍKA! Spegill / Felga Þak Framrúða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.