Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Dagsbrún bregst við gagnrýni á reglur um mismunandi félagsaðild Tryggingamál endurskoðuð HALLDÓR Bjömsson, varafor- maður verkalýðsfélagsins Dags- brúnar, segir til greina koma að breyta tryggingarmálum félagsins í þá veru að tryggingarnar nái til allra félagsmanna. Hann segir að sú gagnrýni sem félagið hafi orðið fyrir upp á síðkastið vegna greiðslu dánarbóta geri það að verkum að félagið verði að endur- skoða þessi mál. „Ég sé ekki annað en að félag- ið verði að endurskoða þetta og væntanlega draga þá úr þeim greiðslum sem fólk hefur notið,“ sagði Halldór og vísar þá til þess að um leið og tryggingamar nái til fleiri lækki bótaupphæð hvers og eins. Mál fyrir Hæstarétt í dómi, sem Hæstiréttur felldi árið 1988 segir að samkvæmt orðalagi og tilgangi laga um starfskjör og skyldutryggingu líf- eyrisréttinda frá árinu 1980 „skiptir ekki máli hvort starfs- menn áfrýjanda eru félagsbundnir eða ekki, enda verður við það að miða, samkvæmt málflutningi Hrönn Helgadóttir, viðskipta- fræðingur á Hagstofu íslands, sagði í samtali við Morgunblaðið að um 0,4 prósentustig þessarar hækkun- ar launavísitölunnar mætti rekja til eingreiðslunnar, en það sem á vant- aði ætti að mestu leyti rætur að rekja til 4-6% launahækkunar vegna nýrra kjarasamninga hjúkr- unarfræðinga, meinatækna, röntg- entækna, Félags fréttamanna og slökkviliðsmanna. Kjarasamning- arnir hefðu það í för með sér að laun 1. júlí væru að meðaltali á bilinu 4-6% hærri en þau vom 1. júní. Aðrar breytingar væm óveru- legar. Lánskjaravísitala 3.370 gildir LAND hefur brotið hratt í Siglu- nesi við Siglufjörð seinustu ár og rannsökuðu fulltrúar Vita- og hafnamálaskrifstofu aðstæður þar fyrir skömmu vegna ótta heima- manna um að fremsti hluti nessins fari í sundur og spilli innsiglingunni í Siglufjarðarhöfn. Skerjagarður eða eyja Á nesinu ofanverðu er viti. „Okk- ur þykir sennilegast að við brot nessins myndist einhvers konar skerjagarður eða eyja sem ylli því að öldur brotnuðu þar á, en ég tel ekki að við séum að horfa á að þessi þróun ógni höfninni í náinni framtíð," segir Jón Leví Hilmars- son, forstöðumaður tæknideildar Vita- og hafnamálaskrifstofu. Jón Leví segir erfitt að áætla stefnda og reglum sjóðanna [sjúkrasjóðs og orlofsheimila- sjóðs], að við greiðslu áfrýjanda öðlist starfsmenn hans full og óskomð réttindi til úthlutunar úr sjóðum þessum". „Við göngum út frá því að laun- þegar sem greitt hafa í sjúkrasjóð- ina njóti fullra réttinda. Réttindi og skyldur haldast í hendur. Það er grunnatriði,“ sagði Hrafnhildur Stefánsdóttir, lögfræðingur Vinnuveitendasambandsins. Hún sagðist ekki geta séð að það skipti nokkru máli í þessu sambandi hvort sá sem hefur greitt í sjúkra- sjóðinn er aukaaðili eða fullgildur félagsmaður að verkalýðsfélagi. • Halldór Bjömsson sagði að um þetta atriði sé enginn ágreiningur fyrir ágústmánuð og er það 0,37% hækkun frá júlímánuði sem jafn- gildir 4,4% hækkun vísitölunnar á heilu ári. Þetta er talsvert meiri hækkun en verið hefur undanfama mánuði, en síðustu tólf mánuði hef- ur lánskjaravísitalan hækkað um 1,9%. Byggingarvísitala hækkar Vísitala byggingarkostnaðar hækkar um 0,3% milli mánaða, sem jafngildir 3,1% hækkun á heilu ári. Síðustu þrjá mánuði hefur vísi- talan hækkað um 1% sem jafngild- ir 4,1% árshækkun vísitölunnar, en hækkunin síðustu tólf mánuði er 2,8%. hvort landbrotið leiði til að nesið fari í sundur innan fárra ára, þar sem alþekkt sé að mikið landbrot geti orðið á stuttum tíma, en síðan stöðvist slíkt rof ámm saman. „Ákveðin vindátt og öldustefna getur verið viðvarandi í nokkurn tíma sem leiðir til landbrots eða annarra breytinga á landi, sem hætta síðan eða ganga jafnvel til baka þegar vindur og alda koma viðvarandi úr annarri átt,“ segir Jón. Hann segir niðurstöðu rann- sóknar þeirrar sem gerð var á nes- inu í meginatriðum þá að bíða og sjá hver framvindan verði. Ekki sé talið að höfn eða vita stafi hætta af brotinu. Hann segir í athugun að yfírfara gamlar loftmyndir af svæðinu til að meta umfang land- brotsins. á milii Dagsbrúnar og vinnuveit- enda. Dagsbrún hafí ætíð greitt úr sjúkrasjóði félagsins eins og reglur sjóðsins segi til um. Það skipti ekki máli í því sambandi hvort viðkomandi sé fullgildur fé- lagi í Dagsbrún eða ekki. Halldór sagði að sú kona, sem á sínum tíma skrifaði grein í Morgunblaðið um þetta mál, hefði fengið dánarbætur úr sjúkrasjóðnum vegna láts eigin- manns síns. Bótaupphæðin hefði verið 193 þúsund krónur. Konan fékk hins vegar ekki greiðslur samkvæmt sérstakri slysatryggingu sem Dagsbnín hef- ur tekið hjá VÍS, en sú trygging er bundin við aðalfélaga. „Þessi trygging er keypt af þriðja aðila með ákveðnum skilmálum. Það VEGFARANDI fann net í Ell- iðaánum um níuleytið i gær- kvöldi. Var maðurinn á veiyu- bundinni kvöldgöngu þegar hann kom auga á netin við neðri stífluna og gerði viðvart. Kallað var á lögregluna sem veiddi netin upp úr ánni og afhenti starfsmanni Securitas en í þeim var um tíu punda lax sem slapp Iifandi að sögn vegfarandans. Veiðiverðir frá Stangveiðifé- lagi Reykjavíkur fylgjast með veiðisvæðinu á daginn en starf- menn Securitas vakta það að næturlagi. Sagði Linda Ólafs- gengur ekki upp ef við færum út fyrir skilmálana. Við yrðum þá að endursemja við tryggingarfélag- ið,“ sagði Halldór. Hann sagði til greina koma að breyta þessu fyrir- komulagi og láta trygginguna ná til fleiri, en þá verði væntanlega að lækka bótaupphæðina vegna þess að tryggingin nái þá til mun fleiri einstaklinga. Kemur á óvart „Það kemur manni mjög á óvart þegar maður heyrir um að félag taki við fjármunum eða greiðslum sem eiga að gefa ákveðin réttindi en svo reynist það ekki vera. Maður heldur að greiðslur og réttindi hangi saman. Satt að segja virkar þetta mjög framandi og flókið og kemur manni í opna skjöldu," sagði Rannveig Guðmundsdóttir, for- maður félagsmálanefndar Alþing- is. Rannveig sagðist vera að leita upplýsinga um þetta mál þessa dagana. Hún sagðist reikna með að ef málið verði tekið upp í fé- lagsmálanefnd verði það gert í samráði við félagsmálaráðherra. við Morgunblaðið í gærkvöldi að fólk reyndi að veiða úr ánum í leyfisleysi á hverju sumri þótt ekki væri algengt að menn Ieggðu heilu netin í þeim til- gangi og væri þetta fyrsta til- fellið sem hún vissi af í sumar. Securitas vaktar svæðið frá níu á kvöldin til sjö á morgnana og ganga öryggisverðir meðfram ánum með nætursjónauka og Ijóskastara til að gæta þess að farið sé eftir settum reglum. Ekki er vitað hveijir voru að verki. Gróður á hálend- inu seint áferð GRÓÐUR er í eðlilegu ástandi í Herðubreiðarlindum miðað við fyrri sumur en tók þó 10-14 dögum seinna við sér en í vana- legu ári, að sögn Kára Krist- jánssonar landvarðar. „Vikan sem nú er að byija er þriðja vikan með hlýindum, 15-20 stiga hita. Gróður hefur tekið mjög vel við sér og er í eðlilegu ástandi miðað við fyrri sumur. Hvönnin er eigin- lega fullsprottin og verður með fræ í haust en hún náði varla að þroska fræ í fyrra. Gróðurinn fór þó seinna af stað en vanalega og er svona tíu dögum til tveimur vikum á eftir miðað við venjulegt ár,“ segir Kári. Kári sagði að nú væri tími eyrarrósarinnar. „Hún er upp á sitt sprækasta núna og myndar bleikar breiður mjög víða sem fallegt er yfír að líta.“ Granotier úr landi BERNARD Granotier, Frakk- anum sem talinn er hafa kveikt í safnaðarheimili Bahá’ía og réðst á og slasaði gæslufanga í Síðumúlafang- elsinu, var vísað úr landi um síðustu lielgi. Maðurinn var fluttur í lögreglufylgd til Frakklands og afhentur þarlendum yfír- völdum. Ríkissaksóknari hafði ákveðið að sækja manninn ekki til saka vegna brota hans hérlendis vegna andlegs ástands hans en talið var að Granotier væri ósakhæfur. Hann hafði áður gerst sekur um íkveikjur í Frakklandi og verið vísað frá Noregi vegna afbrota. 22 rúður brotnar 22 RÚÐUR voru brotnar í skátaheimili við Gerðuberg í fyrrakvöld. Lögreglan var kvödd að nýbyggingu skáta við Austur- berg rétt fyrir klukkan 11 um kvöldið og sagt að þar væri hópur barna að bijóta rúður. Þegar að var komið voru gerningsmennirnir á bak og burt en vart var heil rúða eftir í húsinu. Bridsspilar- ar í ll.sæti AÐ LOKNUM 11 umferðum á Evrópumóti yngri bridsspilara í Hollandi er íslenska sveitin í 11. sæti með 173 stig. í gær voru spilaðir þrír leik- ir. Jafnt var gegn Rússlandi og Italíu 15-15 en ísland vann Sviss 16-14. I dag verða einnig spilaðir þrír leikir, á móti Bretlandi, Belgíu og Frakklandi. Israel er efst með 221 stig og Danmörk og Bretland koma næst með 216 stig. Launavísitalan hefur hækkað um 0,7% milli síðustu tveggja mánaða Mesta hækkun frávori 1992 LAUNAVÍSITALA júlímánaðar er 0,7% hærri en launavísitala júní- mánaðar og hefur vísitalan ekki hækkað jafnmikið í einum mánuði frá því í maí 1992 er nýir kjarasamningar voru undirritaðir, en þá var hækkunin milli mánaða 1,5%. Hækkunina má einkum annars vegar rekja til sex þúsund króna eingreiðslunnar 1. júní og hins vegar til 4-6% launahækkunar í nýjum kjarasamningum nokkurra stétta opin- berra starfsmanna, samkvæmt upplýsingum Hagstofu íslands. Af þess- um sökum hækkar lánskjaravísitala heldur meira en spár gerðu ráð fyrir, en spár um hækkun framfærsluvísitölu það sem eftir er ársins eru óbreyttar samkvæmt upplýsingum Seðlabankans. Morgunblaðið/Golli Gekk fram á net í Elliðaánum dóttir öryggisvörður í samtali Landbrot í Siglunesi við Siglufjörð Höfnin ekki í hættu í nánustu framtíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.