Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
MIÐVIKUDAGUR 20. JÚLÍ 1994 9
Hríseyingar sundur-
greina húsasorp
í HRÍSEY er sorp sem fellur til á
heimilum sundurgreint. Plast og
pappír er tekið sérstaklega frá
húsum og annað heimilissorp er
tekið á öðrum tíma. Einnig eru í
Hrísey gerðar tilraunir til að nýta
lífrænt húsasorp.
Jónas Vigfússon sagði að um
nokkurra mánaða skeið hefði sá
háttur verið hafður á í Hrísey að
á mánudögum væri farið í hús og
safnað pappírsrusli og linu plasti,
pokum, filmum og þvílíku. Á
þriðjudögum væri safnað öðru
húsasorpi. Notaðir væru sorppokar
í tveimur litum til að auðvelda fólki
aðgreininguna. Þetta væri síðan
sent í land í aðskildum gámum og
færi plastið og pappírinn til vinnslu
hjá Urvinnslunni hf. á Akureyri.
Jónas sagði að þessi háttur hefði
verið hafður á síðan í ljós kom í
vetur að Úrvinnsluna hf. vantaði
plast og pappír. Þá hefðu verið
fengnar merkingar á gáma hjá
Gámaþjónustu Norðurlands á
Akureyri og þannig hefði fólk séð
hvað mætti fara hvar. Síðan hefðu
boð verið látin út ganga. „Hér eru
menn umhverfisvænir og tóku
þessu afar vel, voru raunar all-
margir byijaðir að sundurgreina
þetta heima hjá sér áður en þessi
sérstaka söfnun hófst. Það er ekki
rétt að kalla þetta tilraun hjá okk-
ur, þetta er einfaldlega svona og
svona verður það til frambúðar.
Það kostar að vísu dálítið aukalega
að senda tvær tegundir af sorpi,
en þetta er framtíðin.“
Tilraunir með lífrænan úrgang
Jónas Vigfússon sagði að frá
því í vor hefði í Hrísey staðið yfir
á þremur heimilum tilraun með líf-
rænan heimilisúrgang.
Komið hefði verið fyrir sérstökum
tunnum sem „anda“, væru með
götum og ristarbotni, en ætlunin
væri að nýta þetta lífræna sorp
ásamt garðaúrgangi til jarðvegs-
gerðar.
Þarna væru settir matarafgangar
og annað það lífrænt sem til fellur
á heimilum. Ekki væri annað sýnt
en þessi tilraun ætlaði að heppnast
vel og mætti gera því skóna að
innan skamms yrði komið fyrir
tunnum fyrir lífrænan úrgang við
hvert heimili í Hrísey.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Og enn
þurrka menn
tað
SVERRIR Tryggvason á Víðihlíð
í Mývatnssveit heldur við þeim
forna sið að þurrka tað. Hann
þurrkar það á klapparhellum
norðan við Reykjahlíð og var að
hyggja að taðhraukum sínum
þegar ljósmyndari Morgunblað-
ins átti leið hjá á dögunum.
Sverrir var lengi frægur veiði-
maður en kvaðst nú vera orðinn
of gamall til að hafa náttúru til
þess eins og annarra ljúfra lysti-
semda. Taðið þurrkar liann fyrir
Héðin son sinn, sem nýtir það í
reykhúsi sínu á Geiteyjarströnd
í Mývatnssveit.
Norðmenn landa
í Krossanesi
Manuela á
tónleikum
MANUELA Wiesler flautuleikari
kemur fram á Sumartónleikum á
Norðurlandi í þessari viku. Hún leik-
ur í Raufarhafnar-
kirkju fimmtu-
dagskvöldið 21.
júlí klukkan 21, í
Svalbarðskirkju í
Þistilfirði á sama
tíma á föstudags-
kvöld og í Reykja-
hlíðarkirkju í Mý- Manuela
vatnssveit á sama
tíma á laugardagskvöld. Lokatón-
leikar Manuelu í þessari tónleikaferð
verða í Akureyrarkirkju sunnudag-
inn 24. júlí kl. 17. Á tónleikunum
mun hún flytja verk eftir Marin
Marais, Sven-Erik Back og Johann
Sebastian Bach.
Manuelu Wiesler má telja í hópi
íslenskra tónlistarmanna, en hún bjó
hér á landi í áratug og hélt fjöl-
marga tónleika víða um land. Hún
er austurrísk, fæddist að vísu í Bras-
ilíu. en ólst upp í Vín. Frá íslandi
flutti hún til Svíþjóðar, en hefur
búið í Vín frá 1988.
-----♦ » ♦.—
Atvinnulausir
Opið hús
OPIÐ hús verður hjá Miðstöð fólks
í atvinnuleit í Safnaðarheimili Ak-
ureyrarkirkju í dag klukkan 15-18
og mun Guðrún Pálína Guðmunds-
dóttir verkefnisfreyja kynna
Menntasmiðju kvenna á Akureyri.
Boðið verður upp á kaffí og dag-
blöð liggja frammi. Upplýsingar um
starf Miðstöðvar fólks í atvinnuleit
eru gefnar í síma 27700 kl. 15-17
á þriðjudögum og föstudögum.
ÞRÍR norskir loðnubátar lönduðu
í Krossanesi um helgina. Auk
þeirra kom Sigurður VE með loðnu
til bræðslu.
Norsku loðnubátarnir voru allir
með slatta, frá 250 og upp í 390
tonn. Jóhann Pétur Ándersen
framkvæmdastjóri í Krossanesi
sagði að þessir bátar hefðu landað
hér þar sem ekki þætti svara
kostnaði að sigla alla leið til Nor-
egs með slatta af þessu tagi. Einn
skipstjóranna hefði sagt að kvóti
hans væri rétt ríflega tveir túrar
og ekki hefði borgað sig að fara
með tvo heim til Noregs og fara
síðan eftir slatta í þriðja túr.
Um geymslu loðnunnar um borð
sagði Jóhann að Norðmennirnir
settu edikblöndu saman við loðn-
una til að lengja geymslutíma
hennar og einn þeirra hefði tekið
ís áður en hann fór á miðin á ný.
Um framhald á þessum löndun-
BÍLABÆNIN hefur verið gefin
út á Akureyri í meira en 20 ár.
Útgefandi hennar er Jón Oddgeir
Guðmundsson, stjórnarmaður í
KFUM og KFUK.
Jón Oddgeir segir hugmyndina
að bílabæninni upphaflega komna
frá Bretlandi. Texti hennar hafi
veið þýddur og staðfærður og fá-
ist nú á límmiðum í ýmsum litum,
en miðana megi til dæmis festa á
mælaborð bifreiða.
Jón Oddgeir segir að bílabænin
hafi frá upphafí verið gefin út til
um Norðmanna sagði Jóhann
ómögulegt að segja, þetta kæmi
fyrirvaralítið. Skipstjórarnir
hygðu að þessu þegar nálgaðist
heimferðartíma ogþyrftu að sækja
um leyfi til Noregs ef þeir vildu
setja afla á land annars staðar en
heima. Hins vegar væru það ein-
ungis slattar sem virtist að þeir
fengju að landa erlendis.
Ekki stöðug bræðsla
Sigurður VE landaði 580 tonn-
um af loðnu í Krossanesi um helg-
ina. Jóhann Pétur sagði að vegna
tregrar veiði hefði hráefnisskorts
gætt í verksmiðjunni og þannig
hefði slitnað sundur og verið hlé
í l'/2 sólarhring um helgina. Þá
sagði hann verksmiðjur halda að
sér höndum og safna ekki of mikl-
um birgðum af hráefni, ekki síst
í ljósi óhappsins sem orðið hefði á
Siglufirði fyrir helgina.
að afla fjár til rekstrar símsvara
með kristilegum hugleiðingum, en
hann hefur annast rekstur Orðs
dagsins í síma 21840 á Akureyri
frá árinu 1971. Auk þess sé bæn-
in gefin út til að koma skilaboðum
til ökumanna og annarra vegfar-
enda með orði Guðs til að hafa
aðgát við akstur og aðra umferð.
Bílabænin er fáanleg í Kirkju-
húsinu og versluninni Jötu í
Reykjavík og í Hljómveri á Akur-
eyri.
Bílabæn gefin út í 20 ár
LANCÖME kynning
PARÍS
á morgun, 21. 7., frá kl. 12— 7 7.
Snyrfisérfrœðingur á staðnum.
Nb°,0 afsló%
Snyrtivöruverslunin
Gullbrá,
Nóatúni 17. sími 624217.
164 kr.
á dag koma
sparnaMnum
í lag!
Það þarf aðeins 164 kr. á dag til að
spara 5.000 kr. á mánuði með áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs. Ef þú
bíður með að spara þangað til þú
heldur að þú hafir „efni" á því
byrjar þú aldrei. Líttu á sparnað sem
hluta af reglulegum útgjöldum
þínum, þannig verður sparnaðurinn
auðveldari en þú heldur.
Ert þú búin(n) aö spara
164 kr. í dag?
Hringdu í Þjónustumiðstöð
ríkisverðbréfa og byrjaöu
reglulegan sparnað með áskrift
að spariskírteinum ríkissjóðs.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040