Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.07.1994, Blaðsíða 44
Lífið snýst um festu ttrgunftljiMfe ~ SJQVAörTALMENNAR RAFRÆNT ÞJÓNUSTUKORT MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 20. JULI1994 VERÐ I LAUSASOLU 125 KR. MEÐ VSK Milliuppgjör Járnblendifélagsins 40 milljóna hagnaður UM 40 milljóna króna hagnaður varð af rekstri íslenska járnblendi- félagsins á Grundartanga eftir fyrstu 6 mánuði ársins. Sömu mán- uðir í fyrra skiluðu félaginu 80 milljóna króna hagnað. Jón Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Járnblendifélagsins, sagði að gera mætti ráð fyrir að hagnaður félagsins hefði orðið 140-150 millj- ónir ef bilun hefði ekki orðið á ofni verksmiðjunnar í vor. Hann sagði að þegar á heildina sé litið sé af- koma félagsins betri í ár en í fyrra. ♦ ♦ ♦ Áburðarverk- smiðjan Tvísýnt um reksturinn HALLDÓR Blöndal, landbúnaðar- ráðherra, segir að tvísýnt sé með framtíð Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi, þegar innflutningur á áburði verði gefinn frjáls uní næstu áramót. Halldór segir að það liggi fyrir að áburðarnotkun hafi dregist sam- an á undanförnum árum og ef --•Áburðarverksmiðjan missi umtals- verða markaðshlutdeild eftir ára- mót verði mjög tvísýnt um framtíð hennar. Innflutningur á áburði verður gefinn frjáls í samræmi við EES- samninginn. Ijosnaði fyrir eigin vélarafli Hólmavík. Morgunblaðið. HAFDÍS SF 75 strandaði við inn- siglinguna í Hólmavíkurhöfn kl. 7.15 í gærmorgun. Fimm manna áhöfn sakaði hana ekki. Ohappið varð við svonefndan Árnaklakk, sem er hólmi rétt utan við höfn- ina. Út frá honum liggur klöpp og strandaði skipið á henni, um 30 metra frá landi. Hafdís er 150 tonna stálskip frá Hornafirði en Hólmadrangur hf. á Hólmavík leigir skipið til úthafsrækjuveiða. Var það að koma úr sínum fyrsta túr fyrir fyrirtækið með um 15 tonn af rækju. Mjög gott veður, logn og sléttur sjór, var þegar óhappið varð. Ákveðið var að reyna að losa skipið á flóði í gærkvöldi. Dreki var settur út og togað í hann með spili skips- ins, jafnframtþví að vélinni var beitt að fullu. Losnaði Hafdís við það. Kafari er væntanlegur frá Isafirði í dag til að kanna skemmdir. I forgrunni á mynd- inni er Jón Ragnar Gunnarsson með köttinn sinn. Tillaga um þorskveiðibann við Grænland, Færeyjar og Eystrasalt Samspil ofveiði og óhagstæðra sldlyrða RAÐGJAFARNEFND um fiskveiði- stjórnun á vegum Alþjóðahafrann- sóknaráðsins leggur til að engar þorskveiðar verði leyfðar við Græn- land, Færeyjar og í austanverðu Eystrasalti á næsta ári. Sigfús A. Schopka fiskifræðingur segir að of- veiði og óhagstæð umhverfisskilyrði valdi hruni þessara stofna. Auk þess- ara stofna er þorskstofninn við Ný- fundnaland hruninn, samdráttur er í Norðursjó og þorskstofninn við ís- land í sögulegu lágmarki. Stofninn í Barentshafi er því eini þorskstofn- inn í N-Atlantshafi sem er í vexti. Þorskstofnarnir við Grænland og Færeyjar hafa verið á niðurleið um nokkurra ára skeið. Árgangurinn sem kom út úr klakinu 1984 við ísland bar uppi veiðarnar við Græn- land í nokkur ár. Veidd voru 126 þúsund tonn 1989 og 102 þúsund tonn 1990 en veiðin var komin niður í 17 þúsund tonn árið 1992. Græn- lendingar hafa þrátt fyrir samdrátt- inn verið með fastan kvóta, liðlega 83 þúsund tonn á ári 1992-94, með- al annars vegna samninga við Evr- ópusambandið. Engin batamerki við Grænland Ekki veiddust nema 3 þúsund tonn á síðasta ári. Að sögn Sigfúsar Schopka sem er formaður vinnuhóps Alþjóðahafrannsóknaráðsins sem metur botnfiskstofnana við ísland, Grænland og Færeyjar, lagði ráðið til algert veiðibann við Grænland fyrir yfirstandandi ár, eða þar til merki sæust um betri nýliðun og stækkun stofnsins, og nú hefur sú ráðgjöf verið ítrekuð fyrir næsta ár. Sigfús segir engin batamerki að sjá við Grænland. Alþjóðahafrannsóknaráðið lagði til í fyrra að engar þorsk- og ýsuveið- Morgunblaðið/Magnús H. Magnússon * Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og framkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands Nauðsynlegt að sækja um aðild að Evrópusambandinu VILHJÁLMUR Egilsson, fram- kvæmdastjóri Verslunarráðs ís- lands og þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segist aðspurður vegna ummæla hans í Tímanum í gær telja nauðsynlegt að Islendingar sæki um aðild að Evrópusamband- inu og telur að undirbúningur þess þurfi að hefjast hið fyrsta, því samningsstaða okkar versni eftir því sem það dregst lengur. Hann fullyrðir jafnframt aðspurður að fleiri séu þessarar skoðunar innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins, en segir að þeir verði sjálfir að upplýsa um þær skoðanir sínar. Hann ætli ekki að gera grein fyrir því sem komið hafi fram í einkasamtölum. Vilhjálmur sagði aðspurður í samtali við Morgunblaðið að setja þyrfti í gang þann undirbúning sem Fullyrðir að fleiri séu sömu skoðunar í þingflokki Sjálfstæðisflokksins nauðsynlegt væri að færi fram áður en umsókn yrði send. Umsókn þyrfti að undirbúa mjög vel og skil- greina þau markmið sem við Islend- ingar ætlum okkur að ná fram í aðildarviðræðum við ESB. Síðan þurfi að fara í söluherferð og selja sjónarmið okkar í öllum aðildarlönd- unum og hjá framkvæmdastjórninni og ná fylgi við umsóknina og mark- mið hennar. Vilhjálmur sagði að samnings- staða okkar versnaði eftir því sem við biðum lengur með umsókn. Það hefði til dæmis komið mjög vel fram hjá Uffe Ellemann-Jensen, fyrrv. utanríkisráðherra Danmerkur, að við þyrftum helst að komast inn á undan Möltu og Kýpur og helst inn á því tilboði sem EFTA-ríkin hefðu fengið. Sjálfstæði byggist á þátttöku Hann segir að ástæðan fyrir því að við þurfum að sækja um aðild sé sú að alltaf séu fleiri og fleiri ákvarðanir sem snerti okkar mál teknar á fjölþjóðlegum grundvelli. Málefni sem varða viðskipti og leik- reglur í viðskiptum, umhverfismál, félagsmál og öryggismál. „Þau mál sem snerta okkur mest eru að fær- ast meira inn á Evrópuvettvang og vettvang ESB og þróunin gengur í ar yrðu leyfðar við Færeyjar í ár. Að sögn Sigfúsar hafa stofnarnir stöðugt minnkað og aldrei mælst minni en um þessar mundir. Algeng þorskveiði var 20-40 þúsund tonn á ári. Árið 1992 og 1993 var veiðin 6.000 tonn sem er það minnsta sem aflast hefur á síðari árum. Þrátt fyrir ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknar- áðsins, sem ekki er bindandi, ákváðu stjórnvöld í mars síðastliðnum að leyfa veiðar á 7.000 tonnum af þorski árlega til ársins 1998 og 6.200 tonn af ýsu. Ýsuveiðarnar voru yfirleitt 14-15 þúsund tonn á ári en voru komnar niður í 4.000 tonn á síðasta ári. Svipaða sögu er að segja um þorskstofninn í austurhluta Eystra- salts. Veiðin úr honum fór upp í tæp 400 þúsund tonn árið 1984 en á síð- asta ári er hún talin hafa verið 40 þúsund tonn. þá átt að sjálfstæði þjóða fer að snúast um hvort þær eigi aðild að þessum ákvörðunum. Á 19. öld snerist sjálfstæðið um að fá að vera í friði en núna fer það að snúast um að fá að vera með. Þess vegna fer þetta að verða spurning um fullveldi þjóðarinnar og stöðu henn- ar sem sjálfstæðs ríkis hvort hún á aðild að þeirri ákvarðanatöku sem snertir hana sjálfa eða hvort hún tekur við öllu eins og fyrirskipun- um,“ sagði Vilhjálmur. „Auðvitað er margt erfitt sem við þurfum að semja um, sérstaklega á sjávarút- vegssviðinu. En við þurfum að skil- greina hvað við viljum og vinna að því að vinna því fylgi. Ef við sitjum með hendur í skauti missum við meira og meira af þróuninni og möguleikanum til að hafa áhrif.,, Aflabrestur í laxveiðiám norðanlands ÞÓTT laxveiði gangi vel á Suð- ur- og Suðvesturlandi og hluta af Vesturlandi, er ekki sömu sögu að segja um aðra lands- hluta. Á Norðaustur-, Norður- og Vesturlandi norðanverðu gengur veiðin mjög illá og það sem veiðist er allt stór fiskur, eða lax sem dvalið hefur tvö ár í sjó. Smálaxinn sem dvalið hefur eitt ár lætur á sér standa og óttast menn að árgangurinn hafí misfarist er seiðin gengu til sjávar í kuldunum í þessum landshlutum síðasta sumar. Þórólfur Antonsson líffræð- ingur hjá Veiðimálastofnun sagði í samtali við Morgunblað- ið að þótt hann óttaðist um afdrif þessa árgangs, þá væri of snemmt að fullyrða að hann hefði farið fyrir lítið. „Við erum með gönguseiðagildrur í Vest- urdalsá í Vqpnafirði og Núpsá í Miðfirði. Útkoman var sú að seiðin gengu eiginlega ekkert út í Vopnafirðinum og mjög seint í Miðfirðinum. Það að þau fóru, þótt seint væri, í Miðfirð- inum gefur vissulega von um að fiskarnir skili sér síðar í sumar, en gallinn er bara sá að við höfum ekki fordæmi fyrir þess háttar ástandi sem var í fyrra,“ sagði Þórólfur. Umtalsverður aflabrestur Aflabresturinn um norðan- vert landið er umtalsverður. Sem dæmi má nefna, að aðal- svæði Laxár í Aðaldal hafði í vikubyijun gefíð 520 laxa sem er 200 löxum minna en á sama tíma í fyrra. Og Víðidalsá hafði gefið 220 laxa á móti 410 löx- um á sama tíma í fyrra. Hópur Bandaríkjamanna sem þar var við veiðar hafði fengið 11 laxa á þremur dögum. Hópurinn var þarna við veiðar á sama tíma í fyrra og fékk þá 130 laxa á einni viku. ■ Kemur hann eða/22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.