Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 1
80 SIÐUR B/C
177. tbl. 82. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hættaað
*
Yitzhak Rabin forsætisráðherra Israels við opnun landamæra til Jórdaníu
auglýsa
stjórnina
Rómaborg. Reuter.
STJÓRN Silvios Berlusconis
forsætisráðherra Italíu beið álits-
hnekki í gær er ríkissjónvarpið ákvað
að hætta sýningum auglýsinga um
ágæti stjómarinnar.
Berlusconi hugðist reyna að lappa
uppá ímynd stjórnarinnar með aug-
lýsingum í sjónvarpi. Landslög heim-
ila henni að nota ríkisíjölmiðlana til
að koma á framfæri upplýsingum sem
hafa þjóðfélagslega þýðingu. Stjóm-
arandstæðingar sögðu þær blygðun-
arlausan áróður og greip umboðsmað-
ur íjölmiðla þá í taumana.
Ekki bætti úr skák er Umberto
Bossi leiðtogi Norðursambandsins,
sem á aðild að stjórn Berlusconis,
sagði að stjómin ætti fremur að
hugsa um að efna kosningaloforð en
reyna afla sér vinsælda.
tt •¥ a • • Reuter
Heilsast vimr
HUSSEIN Jórdaníukonungur tekur á móti Yitzhak Rabin for-
sætisráðherra ísraels við konungshöllina í Aqaba í gær.
Reuter
Getumekki
beðið degin-
um lengur
Israelar og Sýrlendingar sagðir eiga
langt í land með friðarsamninga
Aqaba, Damaskus, Jerúsalem. Reuter.
„VINIR okkar í hashemíska konungdæminu Jórdaníu. Eftir þessu
getum við ekki beðið deginum lengur,“ sagði Yitzhak Rabin forsæt-
isráðherra ísraels í gær við athöfn þar sem þeir Hassan krónprins
Jórdaníu opnuðu landamæri ísraels og Jórdaníu eftir 46 ára styrj-
aldarástand. Eftir borðaklippingu hélt Rabin fyrstur ísraelskra
forsætisráðherra inn í Jórdaníu í opinbera heimsókn.
Sýrlenska sjónvarpið sagði í gær
hlutlægt frá og sýndi myndir úr
opinberri heimsókn Rabins til Jórd-
aníu og viðræðum hans við Hussein
en felldi enga dóma um hana.
Sömuleiðis voru sýndar myndir frá
athöfninni er Rabin og Hassan
krónprins opnuðu landamærin.
Einnig frá skemmtisiglingu sem
Hussein bauð Rabin og Warren
Cristopher utanríkisráðherra
Bandaríkjanna til á Rauðahafi en
konungssnekkjan sigldi þá meðal
annars inn í ísraelsku lögsöguna í
fylgd ísraelskra skipa.
Peres þakkar Sýrlendingum
Christopher sagði í gær að ísra-
elar og Sýrlendingar ættu langt í
land með friðarsamninga. Hann
sagði að ný skref í þá átt hefðu
verið stigin í viðræðum sínum við
Assad Sýrlandsforseta og ísraelska
ráðamenn um helgina. Ræddi hann
við Assad í fimm stundir á sunnu-
dag. Eftir það sagði Shimon Peres
utanríkisráðherra Isreals að herferð
ísraelska hersins gegn Hizbollah-
skæruliðum í Líbanon væri lokið.
Þakkaði Peres Sýrlendingum fyrir
að hafa tekið í taumana gagnvart
skæruliðunum.
■ Landamæri Jórdaníu/14
„Blóðpen-
ingum“
hafnað
New York. The Daily Telegraph.
MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu,
hefur boðist til að greiða tvær millj-
ónir punda, jafnvirði 210 milljóna
króna, til hverrar fjölskyldu í Banda-
ríkjunum sem missti ættingja í
sprengjutilræðinu yfir Lockerbie í
Skotlandi árið 1988.
Yfiivöld í Líbýu neita enn að bera
ábyrgð á tilræðinu, sem kostaði 270
manns lífið. Gaddafi er hins vegar
sagður vilja greiða fjölskyldunum
bætur verði það til þess að viðskipta-
banninu á Líbýu verði aflétt.
Aphrodite Tsairis, formaður fé-
lags ættingja fórnarlambanna, sagði
að Gaddafi kæmist ekki upp með
að bjóða „blóðpeninga". „Hann von-
ast til þess að geta keypt fjölskyld-
urnar af sér til að falla frá málshöfð-
un, sem kemur engan veginn til
greina. Menn geta ekki keypt rétt-
lætið.“
Sex ár frá
blóðbaðinu í
Burma
NÁMSMENN frá Burma efndu í
gær til útifundar fyrir framan
sendiráð landsins í Bankok, Thai-
landi, og í Dhaka í Bangladcsh í
tilefni af því, að sex ár voru í gær
liðin frá því að herforingjastjóm-
in sigaði hernum á lýðræðissinna
í höfuðborginni Kangoon og
nokkmm öðrum borgum með
þeim afleiðingum að 3.000 vopn-
lausir umbótasinnar lágu í valn-
um. Báru námsmennirnir m.a.
borða með páfuglsmerki, tákn
óhlýðni í garð nýlenduvalds og
óvinsælla yfirboðara svo og
myndir af Aung San Suu Kyi, en
hún var leiðtogi uppreisnarmann-
anna, og hefur verið í stofufang-
elsi frá því uppreisnin var gerð
1988. Hún hlaut friðarverðlaun
Nóbels árið 1991.
Alnæmisveiran misskilin?
London. The Daily Telegraph.
FRAM hafa komið hugmyndir um, að vísinda-
menn hafi í grundvallaratriðum misskilið al-
næmisveiruna, sem hefur sýkt um 17 milljón-
ir manna um allan heim, og hundruðum millj-
arða króna, sem varið hefur verið til rann-
sókna á sérhæfðum lyfjum undanfarin tíu ár,
hafi verið kastað á glæ, því ódýrari lyf, sem
þegar eru fáanleg, gætu haldið sjúkdómnum
í skefjum. Þar til nú hefur meðferð verið mið-
uð að því að ýta undir starfsemi ónæmiskerfis-
ins. En prófessor Jean-Marie Andrieu og sam-
starfsmenn hans við Parísarháskóla hafa fund-
ið vísbendingar um að heldur ætti að miða
lyfjagjöf við að hefta starfsemi ónæmiskerfis-
ins.
Niðurstöður Andrieu verða kynntar á alþjóð-
legri ráðstefnu um alnæmi sem nú stendur yfir
í Yokohama í Japan. Hið hefðbundna viðhorf
er að HlV-veiran einfaldlega ráðist inn í frum-
ur ónæmiskerfisins, eyði þeim og geri fórnar-
lambið því varnarlaust fyrir öðrum sjúkdómum,
sem undir venjulegum kringumstæðum væri
hægt að verjast.
En undanfarin 10 ár hefur lítill hópur vísinda-
manna andmælt þessu viðhorfi, og haldið því
fram, að hegðun alnæmisveirunnar sé mun
þróaðri, því hún eyðileggi ónæmiskerfið með
því að fá frumur til þess að eyða sér sjálfar.
Tilraun lofar góðu
Þessari kenningu hefur hingað til verið hafn-
að umyrðalaust af flestum vísindamönnum. En
nú hafa Andrieu og samstarfsmenn hans feng-
ið niðurstöður úr tilraunum sem renna stoðum
undir kenninguna. 27 sjálfboðaliðum, sem
ganga með alnæmisveiruna, var gefið lyf sem
heftir starf ónæmiskerfisins. Áður en sjálfboða-
liðarnir tóku lyfið fór ónæmiskerfi þeirra, sem
fylgst er með í ljósi fjölda svonefndra CD4-
fruma, hnignandi. Þegar lyfið var tekið varð
fjöldi CD4-frumanna stöðugur, og lyfið virtist
því koma í veg fyrir starf veirunnar. Mikilvæg-
ast þykir, að enginn sjálfboðaliðanna fékk al-
næmi á meðan lyfið var tekið. Þegar hætt var
að gefa það, bytjaði CD4-frumum að fækka á
ný.
Prófessor Andrieu segir niðurstöðurnar
styðja kenninguna um sjálfseyðingu ónæmis-
kerfisins, en samt sé aðgátar þörf. „[Kenning-
in] hefur enn ekki verið sönnuð vísindalega,
en þessar niðurstöður gefa góða vísbendingu."
Einn af frumkvöðlum kenningarinnar, Angus
Dalgleish, prófessor við St. George sjúkrahúsið
í London, segir að ef til vill sé ekki nauðsyn-
legt að hægja á allri starfsemi ónæmiskerfisins
með kröftugum lyfjum eins og því sem notað
var við tilraunina. Það kunni að verða nóg að
beina spjótum að ákveðnutn þáttum í starfsemi
kerfisins, og nú þegar séu til lyf sem nota
mætti í þeim tilgangi.