Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 2

Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR íþróttahús Electrolux fyrir HM ’95 Borgarráð tekur afstöðu í dag Héðinn alþjóðleg- ur meistari HÉÐINN Steingrímsson náði þriðja og síðasta áfanga sínum að alþjóðlegum meistaratitli á alþjóðlegu skákmóti í Gausdal í Noregi, sem lauk í gær. Helgi Áss Grétarsson náði einnig síðasta áfanga sínum en óvíst er hvort hann verður útnefnd- ur alþjóðlegur meistari þar sem hann hefur ekki hlotið áfanga á lokuðu móti. Englendingurinn Sadler varð efstur, með 7 vinninga úr 9 umferðum. Næstir í 2.-4. sæti komu Englendingurinn Davis, ísraelinn Psachis og Rússinn Beshukov með 6'A vinning. Héðinn og Þröstur Þórhallsson fengu 6 vinninga ásamt 6 öðrum skákmönnum í 5.-13. sæti. Helgi Áss varð í 14.-21. sæti með 5 vinninga. TILBOÐ í byggingu íþróttahúss fyrir heimsmeistarakeppnina í handknatt- leik 1995 var væntanlegt í morgun og tekur borgarráð afstöðu til þess í dag. Alfreð Þorsteinsson borgarfull- trúi segir að sér kæmi ekki á óvart þótt lokapunktur yrði þá settur á málið gagnvart Electrolux. Hann segir að báðir aðilar, borgaryfírvöld og Electrolux, séu mjög meðvitaðir um hversu naumur tími sé til stefnu. Líkan af húsinu var kynnt í skipu- lagsnefnd í gær án athugasemda. Að sögfn Alfreðs mun tilboðið fela í sér kaupleigu á húsinu. Reykjavík- urborg greiðir vissa upphæð árlega og eignast húsið á ákveðnum ára- fjölda. „Kosturinn við þetta er sá að borgin þarf ekki að greiða neinn stofnkostnað en þyrfti annars að greiða hann auk þess sem hún þyrfti að taka verulegan þátt í rekstri húss- ins,“ segir Alfreð. Hann segist bjart- sýnn á að tilboðið verði hagstætt og borgarráð geti gengið að því. Líkan af húsinu var kynnt í skipu- lagsnefnd í gær og þar komu engar athugasemdir fram. Alfreð segir að reiknað sé með að húsið rísi austan við Laugardalshöll með tengibygg- ingu. Það verði um 11.000 fermetrar og hægt að skipta um gólf í því. Andlát HARALDUR ÁGÚSTSSON HARALDUR Ág- ústsson fyrrverandi skipstjóri lést í um- ferðarslysi aðfara- nótt síðastliðins sunnudags. Hann varð fyrir bíl á Aust- urvegi á Selfossi og er talið að hann hafí látist samstundis. Haraldur var 64 ára gamall. Hann fæddist að Hvalsá í Steingrímsfirði og ólst þar upp og stundaði sjó- mennsku. Hann fluttist ásamt eftir- lifandi eiginkonu sinni, Guðbjörgu Gunnarsdóttur, til Reykjavíkur árið 1953 og bjó þar síðan. Haraldur var skipstjóri á ýmsum bátum, t.d. Heiðrúnu frá Bolungarvík og Guðmundi Þórðar- syni RE. Þá gerði hann út Reykja- borg RE frá Reykjavík. Árin 1975- 1988 var Haraldur annar tveggja skipstjóra á Sigurði RE 4. Haraldur Ágústsson Haraldur Ágústsson var einn af mestu aflamönnum þjóðarinnar á sinni tíð og brautryðjandi í að nota hringnót á stóru skipi og kasta henni með kraft- blökk. Áður en hann þró- aði þessa aðferð notuðust menn við snurpunót og tvo nótabáta. Þá var hann einnig brautryðjandi í að nota „Astik“-tæki til að kasta á síld, sem ekki óð. Haraldur var varaborg- arfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reylq'avík 1970-1974 og sat í hafn- arstjórn Reykjavíkur og í útgerðarráði BÚR á sama tíma. Haraldur sat í stjóm Skip- stjóra- og stýrimannafélagsins Öld- unnar um árabil. Árið 1979 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu fýrir störf að sjávar- útvegsmálum. Haraldur lætur eftir sig aldraða foreldra, eiginkonu og fjögur upp- komin börn. Þrír bátar Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson stranda ísafirði. Morgunblaðið. SUNNAN hvell gerði við ísafjarð- ardjúp á sunnudag. Vitað er að þrjá báta rak upp, tvo í Jökúl- fjörðum og einn í Skötufirði. All- ir bátarnir lágu mannlausir i legufærum. Við Skarðseyri (Þórðareyri) í Skötufirði rak 6 metra skemmtibát úr plasti í eigu Halldórs Guðmundssonar bifvéla- virkja á land. Á þessum stað hef- ur alltaf verið talið mjög gott bátalægi. í rokhvassri suðvestan- átt dró báturinn legufærin og brotnaði í spón í fjörunni. Innan- vert við Sléttu yst í norðanverð- um Jökulfjörðum hefur frá alda öðli verið talið öruggt lægi. Þar gerði 7-8 vindstiga sunnan hvass- viðri með mikilli öldu sem lagði norður yfir Jökulfirðina. Þar slitnaði Lóa IS 8 úr legufærum á sunnudag og rak upp í mjög grýtta fjöruna. Þrátt fyrir til- raunir manna í landi til að bjarga bátnum varð ekki við neitt ráðið. Skarphéðinn Gíslason skipstjóri á Isafirði sem á bátinn í félagi með Gunnari Arnórssyni skipstjóra sagði að áður og fyrr hefði alltaf verið talið að þar sem báturinn lá væri lífhöfn í öllum áttum nema austan. Um nóttina rak svo Loga, 8 metra Sómabát, frá leg- unni i Lónafirði innanvert við Kvíar. Bátinn rak inn allan Lóna- fjörð og strandaði hann að lokum undir fjallinu Einbúa. Ekki er talið er að báturinn sé ónýtur. Eftir því sem best er vitað voru allir bátarnir tryggðir. Á mynd- inni er Lóa ÍS 8 í fjörunni. Stór hluti stjórnborðssíðu bátsins er úr honum, göt á bakborðshlið og stýrið brotið af. Vaxandi eftirspurn ástæða hækkunar VERÐ á inni- og útitimbri frá Norð- urlöndunum hefur að sögn Stefáns Árna Einarssonar, rekstrarstjóra timbursölu Húsasmiðjunnar, hækk- að um 20% hér á landi í saman- burði við allt að 60 til 70% verð- hækkun í framleiðslulöndunum undangengið ár. Stefán Ámi sagði að rekja mætti hækkunina til vax- andi eftirspurnar. Söluaðilar hér á landi hefðu hingað til tekið á sig hluta hækkunarinnar og timbrið hefði undanfarið verið á lægra verði frá seljendum hér en á Norðurlönd- unum. Nefndi Stefán Árni í þessu sambandi að fyrir skömmu hefði danskt fyrirtæki lýst yfir áhuga á að kaupa timbur af fyrirtækinu til sölu á Grænlandi. Hækkar áfram Hvað framhaldið varðaði sagði Stefán Ámi líklegt að timbrið, sem að hluta til er keypt frá Finnlandi og Noregi, héldi áfram að hækka. Verð myndi því væntanlega halda áfram að hækka eitthvað hér. Aðspurður um afleiðingar hækk- unarinnar hér á landi sagði Stefán Ámi að því væri erfitt að svara. Samdráttur hefðiverið í byggingar- iðnaði og erfiðleikum bundið að greina ástæður minnkandi sölu. Hins vegar sagði hann ljóst að bein viðskipti íslenskra verktaka með timbur frá minni söluaðilum í um- ræddum löndum hefðu minnkað vegna hækkunarinnar. Útgerðarfélagið Ósvör á Bolungarvík landar rækju á ísafirði ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Ósvör hf. á Bolungarvík hefur í sumar landað á fjórða hundrað tonnum af rækju hjá rækjuverksmiðjunni Riti á Isafirði á meðan rækjuverksmiðjan á Bolungarvík, Þuríður, hefur verið svo til verkefnalaus. Björgvin Bjamason, fram- kvæmdastjóri Osvarar, segir að mikil barátta sé um rækjuna fyrir vestan og sá aðili sem bauð best að þessu sinni hafi einfaldlega hreppt hnossið. Hann segir að Þur- íður hafi fengið tækifæri til að bjóða í rækjuviðskiptin eins og fleiri verk- smiðjur en tilboð Rits hafi verið hagstæðast. Atvinnuástandið á Bol- ungarvík er að mati Björgvins ágætt auk þess sem í raun sé um eitt atvinnusvæði að ræða þar sem stutt sé til ísafjarðar. Valdimar L. Gíslason, fram- kvæmdastjóri Þuríðar, segir það hafa komið sér í opna skjöldu að Ósvör hafi ákveðið að skipta við „Undarleg atvinnustefna“ Rit. Hann segir að stjóm Þuríðar hafi verið nokkuð viss um að ná samningum við Óseyri eftir að for- maður verkalýðsfélags Bolungar- víkur hafí síðastliðið vor fullyrt að framkvæmdastjóri útgerðarfélags- ins hafí heitið sér því að rækjan yrði unnin á Bolungarvík jafnvel þótt tilboð Þuríðar yrði 2-3 krónum lægra en það hæsta. Þetta segir Valdimar að fram hafi komið á fundí stjórnarinnar með fonnanni verkalýðsfélagsins og formanni bæjarráðs. Þá var svarið nei! Valdimar staðfestir að Þuríði hafi gefist færi á að bjóða í rækj- una í vor. „Við kynntum okkur hjá nokkmm aðilum hvað þeir væm að bjóða í rækju,“ segir Valdimar og kveður fyrirtæki sitt hafa boðið rúmar 90 krónur fyrir kflóið. Því tilboði hafi verið hafnað. Valdimar þykir undarlegt að ekki hafí fengist upp gefið hjá Ósvör upp á hvað til- boð Rits hljóðaði. Þegar Þuríði var tilkynnt um að tilboð Rits hefði verið hagstæðara segir Valdimar sitt fyrirtæki hafa verið tilbúið til að jafna það. Eftir því hafi verið óskað. „Þá var svarið nei! Þeir sögð- ust vera búnir að semja,“ segir hann. Valdimar segir forráðamönn- um Þuríðar hafa verið mjög brugð- ið því þarna hafi um 20 bæjarbúar orðið af þriggja mánaða atvinnu. Hann fullyrðir að þetta hafi verið hálfgert rothögg fyrir rækjuvinnsl- una á Bolungarvík því hún hafi fastlega gert ráð fyrir að ná samn- ingum við Ósvör og því ekki borið sig sérstaklega eftir viðskiptum við aðra. Valdimar telur það undarlega atvinnustefnu að gefa heimaaðila ekki tækifæri til að jafna tilboð sem þetta. Hann bendir á að sú regla sé við lýði hjá Togaraútgerð ísa- fjarðar, sem sé með rækjuskip, að bannað sé að selja aðilum utan bæjarins rækju. Selfoss Stefnt að prestkosn- ingum 10. september STEFNT er að prestkosning- um á Selfossi sunnudaginn 10. september, að ósk á níunda hundrað sóknarbarna. Síðla á fimmtudagskvöld voru Tómasi Guðmundssyni, prófasti í Árnesprófasts- dæmi, afhentar undirskriftir 855 manns er óska eftir al- mennum prestkosningum. Tómas sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir helgi að á móti hefðu honum borist ósk- ir um 15 útstrikanir af listan- um. Eftir stæðu 840 undir- skriftir og útlit væri fyrir að allt að 10 til viðbótar yrðu strikaðar út af ýmsum sök- um. Engu að síður hefði væntanlega náðst tilskilin ijöldi undirskrifta, þ.e. fjórð- ungs sóknarbarna, eða um það bil 760 manns. Prófastur lét þess getið að forsvars- menn undirskriftalistans væru mikið kirkjuáhugafólk og sæktu kirkju hvern helgan dag. Umsækjendur messa Sex sóttu um embætti sóknarprests á Selfossi. Einn þeirra, séra Jón Ragnarsson í Reykjavík, hefur nú dregið umsókn sína til baka. Ráð- gert er að umsækjenöur um stöðuna kynni sig í kvöld- messum í Selfosskirkju í ág- úst. Á sunnudögum messar séra Kristinn Agúst Frið- finnsson, sóknarprestur í Hraungerði og settur sóknar- prestur á Selfossi. Að undir- búningi kosninganna standa yfirkjörstjórn á vegum próf- astsdæmisins og kjörstjórn skipuð af sóknarnefnd. Stefnt er að því að kosið verði sunnudaginn 10. september næstkomandi. r : Verðið hagstæð- arahérálandi i i í Hækkun á timbri frá Norðurlöndum i !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.