Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 6

Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Akureyrskar Sylvíur koma í heiminn með stuttu millibili A réttri leið SYLVÍA er ekki algengt nafn á Islandi. Engu síður vildi svo til að tvö stúlkubörn voru með stuttu millibili, skömmu eftir fæðingu á Landspítalanum í vor, nefnd þessu nafni. Þar að auki eru foreldrar beggja stúlk- anna frá Akureyri og fæðingar- þyngd beggja undir einu kílói eða fjórum mörkum. Nöfnurnar voru í nokkrar vikur báðar á vökudeild Landspítalans. En nú hefur Sylvía Smáradóttir, sú eldri, fengið að fara heim. Arnheiður Tryggvadóttir, móð- ir Sylvíu, segir að hún hafi ver- ið tekin með keisaraskurði þann 29. apríl síðastliðinn eftir 28 vikna meðgöngu. Sylvía hafi þá verið 930 g að þyngd og 37 sm löng en hafi léttust orðið 750 g. „Hún var sett í öndunar- vél og til að byija með gekk allt vel. En tæplega hálfs mán- aða fékk hún í lungun og það sem kallað er krónískar lungna- breytingar uppúr því. Með hjálp steralyfa hristi hún svo þetta af sér á stuttum tíma og hefur með smá hnökrum haldið áfram að braggast," segir Arnheiður. Hún segir að eftir að Sylvía hafi náð 1.000 g hafi hún þyngst hratt og mælist nú um 15 merkur eða 3.800 g og um 50 sm. Ásta Garðarsdóttir er móðir Sylvíu Bjarkar Aðalsteinsdóttur sem fæddist eðlilega á Landspít- alanum 10. maí siðastliðinn. Ekki er vitað hvað bar út af en Sylvía Björk kom í heiminn eft- ir 25 vikna meðgöngu. Hún vóg 805 grömm og var 33 sm þegar hún fæddist. Ásta segir að Sylvíu Björk fari hægt fram. Hún sé nú orðin 1.515 g og 40 sm. Sylvíu var, eins og nöfnu hennar, gefið nafnið út I loftið en síðari nafn- inu heitir hún eftir móðursystur sinni. Á Akureyri á Sylvía Björk tveggja og hálfs árs hálfsystur. Bæði Ásta og Amheiður óskuðu eftir að koma á framfæri kæru þakklæti til starfsfólks vöku- deildar Landspitala fyrir frá- bært starf og einstakan hlýhug. * Idag ARNHEIÐUR með Sylvíu Smáradótt- ur rúmlega þriggja mánaða. Morgunblaðið/ Björn Gíslason Eftirfæðingu SYLVÍA Smáradóttir var 930 g og 37 sm að lengd við fæðingu. Eftir fæðingu SYLVÍA Björk var 805 g og 33 sm þegar hún fæddist. Morgunblaðið/Þorkell SYLVÍA Björk sem er rúmlega 1.500 g núna er enn á vökudeild Landspítalans. * Idag Banka- eftirlitið kannar at- hugasemd ÞÓRÐUR Ólafsson, forstöðumað- ur bankaeftirlits Seðlabankans, segir að bankaeftirlitið muni kanna þau atriði sem fram komu í leiðara Morgunblaðsins sl. sunnu- dag. Þar er þess krafist að bankar og bankaeftirlit upplýsi til hvaða ráðstafana verði gripið til þess að koma í veg fyrir endurtekin trún- aðarbrot kortafyrirtækja. í leiðaranum er greint frá því að kortafyrirtækin tvö hafi opin- berað einkamál fólks, annað með því að gefa upplýsingar um nafn- greindan einstakling, hitt með því að senda fjölmiðlum úttektarlista með númerum debetkorta. Bankaleynd í leiðaranum segir m.a.: „Nái lög og reglur um bankaleynd ekki til kortafyrirtækja er ljóst, að þau eiga ekki að hafa aðgang að upp- lýsingum, sem þau bersýnilega hafa aðgang að. Annað hvort verð- ur að loka fyrir þann aðgang eða tryggja að bankaleynd nái yfir kortafyrirtækin. Það er óafsakanlegt að þessi fyrirtæki skuli hafa sent frá sér framangreindar upplýsingar. Þessi upplýsingagjöf vekur upp spurn- ingar um starfshætti þessara fyr- irtækja. Kortafyrirtækin eru bæði í eigu bankanna. Eigendurnir bera ábyrgð á starfsemi þeirra og starfsháttum og hljóta að þessu gefna tilefni að endurskoða þá starfshætti. Bankaeftirlit Seðla- bankans hlýtur að gera þær ráð- stafanir, sem duga í þessum efn- um.“ Tekið til athugunar Þórður Ólafsson vildi ekki tjá sig um þær athugasemdir sem fram komu í leiðaranum að öðru leyti en því að bankaeftirlitið myndi taka þær til athugunar. IfH C'EST FOU LE SUCCÉS QU'ON A PARÍSARbúðin Austurstræti 8, sími 14266 Stórir strandbolir 1.500, - Herranáttföt 2.500, - Telpnanáttföt 1.200,- Barnanærfatasett 390,- Sokkabuxur 300,- Stjórnarandstöðuleiðtogar áttu fund með forsætisráðherra Ekki einróma afstaða til kosninga DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra kannaði hug forystumanna stjórnar- andstöðuflokkanna til haustkosn- inga í gær. Afstaða forystumanna þessara flokka til haustkosninga er ekki einróma. Kvennalistinn telur ekki ástæðu til þingrofs ef stjórnar- meirihlutinn stendur enn og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þing- flokksformaður listans, sagðist eftir fundinn telja ólíklegt að til haust- kosninga kæmi. Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, segir framsóknarmenn vilja haust- kosningar en ríkisstjómin eigi þó fyrst að leggja fram fjárlagafrum- varp. Hann telur að dregið hafi úr líkum á að kosið verði í haust. Ólaf- ur Ragnar Grímsson, formaður Al- þýðubandalagsins, segir alþýðu- bandalagsmenn vilja haustkosningar og geri ekki að skilyrði að fjárlaga- frumvarp verði lagt fram áður en kæmi til kosninga. Ólafur Ragnar gekk fyrstur á fund forsætisráðherra kl. 9 í gær- morgun og greindi þar frá þeirri afstöðu Alþýðubandalagsins að skynsamlegast væri að efna til kosn- inga í haust. Stóð fundur þeirra yfir í um klukkustund. „Ég útskýrði þá afstöðu Alþýðubandalagsins að það blöstu við slík verkefni að nauðsyn- legt væri að nýtt þing með trausta landsstjórn gæti tekið á þeim. Það væri ljóst að ef ekki yrði kosið í haust og þingið kæmi saman yrði þar slík upplausn og óróleiki að það væri ekki skynsamlegt með tilliti til efnahags- og atvinnumála að leiða þjóðina í gegnum slíkan óvissuvet- ur,“ sagði hann. Ólafur sagðist ekki geta metið hvort líkur á haustkosningum væru að minnka. „Mér finnst skrítið ef kosningahræðsla í því flokksbroti Alþýðuflokksins sem enn hangir með Jóni Baldvin á að ráða því hvort mikill meirihlutavilji þjóðar og þings nær fram að ganga. Eins finnst mér það ekki vera nauðsýnleg forsenda að lagt verði fram fjárlagafrumvarp eins og formaður Framsóknarflokks- ins hefur verið að setja sem skilyrði fyrir þingrofi," sagði Olafur Ragnar. Framsókn vill sjá fjárlagafrumvarp fyrir kosningar Halldór Ásgrímsson var boðaður á fund Davíðs kl. hálfellefu og greindi honum frá því að framsókn- armenn vildu að kosið yrði í haust en teldu eðlilegt að ríkisstjórnin legði fram fjárlagafrumvarp, áður en til haustkosninga kæmi. Halldór sagð- ist í samtali við Morgunblaðið telja að heldur hafi dregið úr líkum á kosningum í haust vegna andstöðu Alþýðuflokksins. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir og Guðrún Halldórsdóttir alþingismaður gengu á fund forsætisráðherra kl. 13. Jóna Valgerður sagði að þær hefðu greint forsætisráðherra frá þeirri skoðun kvennalistakvenna að veðurlag í mars og apríl væri ekki nægilegt tilefni til þingrofs nú. Að- spurð hvort Kvennalistinn vildi haust- kosningar sagði Jóna Valgerður að það væri fyrst og fremst ríkisstjórn- arflokkanna að ákveða hvort þeir gætu unnið saman en Kvennalistinn teldi að ríkisstjómin væri óstarfhæf. „Við lögðum áherslu á að það væri þá spurning um hvort meirihlutinn væri fallinn í þinginu og teljum ekki ástæðu til þingrofs ef stjórnarmeiri- hlutinn stendur ennþá," sagði Jóna Valgerður. Hún sagðist telja ólíklegt að gengið verði til þingkosninga í haust vegna andstöðu forystu Al- þýðuflokksins. „Forsætisráðherra hefur einn þetta vald og hann vildi ekkert gefa upp um það núna hvem- ig hann vill beita því.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.