Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 9

Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR ÁGÚST Pétursson með fallega kvöldveiði úr „Bakkanum“ í Haffjarðará fyrir nokkru. Góðar tölur MENN eru að fá prýðisafla víða þessa daganna, ekki síst í „Reykja- víkuráunum" þremur sem við get- um kallað svo, Elliðaánum, Úlfarsá og Leii-vogsá. Sú síðastnefnda er með bestu útkomuna þótt talan sé hærri í Elliðaánum. Miðum við þá við meðalveiði á hveija stöng. En lítum á tölurnar. Lakara í EUiðaánum Veiðin í Elliðaánum er nokkuð lakari heldur en á sama tíma í fyrra og samkvæmt teljara hefur einnig gengið talsvert minna af laxi held- ur en í fyrra. Engu að síður verður veiðjn að teljast góð á heildina lit- ið. Á sunnudagskvöld voru komnir 710 laxar á land miðað við 882 á sama tíma í fyrra. Um teljarann höfðu farið 1.830 laxar á móti 2.413 löxum á sama tíma í fyrra. Það eru ávallt sveiflur- í göngum og þrátt fyrir þennan mun er nóg af laxi í ánum og veiði verið góð. Nokkuð hefur þó dregið úr uppgrip- um að undanförnu, algengt er nú að dagveiðin sé 12-15 laxar, en var á besta tímanum 20-30 laxar á dag. Leirvogsá mjög góð „Þetta gengur mjög vel, stang- irnar tvær hafa veitt 270 laxa það sem af er,“ sagði Skúli Skarphéð- insson veiðivörður við Leirvogsá í gærdag. Veiði hófst í ánni 25. júní og er þetta einhver besta útkoma í íslenskri laxveiðiá á þessari ver- tíð. Skúli þakkaði því helst, að flest- ir veiðimanna í ánni væru kunnug- ir staðháttum og svo hefðu miklar fannir í Esjunni haldið vatnsborði árinnar boðlegu fram eftir öllu sumri. „Þá hefur skilað sér vel úr gönguseiðasleppingu frá síðasta ári. Við slepptum 7.000 seiðum og var helmingur þeirra merktur. Nú þegar hafa um 40 merktir laxar veiðst og má því reikna með að um 80 laxar í aflanum sé úr slepp- ingunni og er augljóst að það mun- ar um minna,“ bætti Skúli við. Skúli sagði laxinn að vanda yfir- leitt smáan, stærsti í sumar var 12.5 pund. „Það er talsvert af boltafiski, en þeir eru allir inni í Gljúfrum. Þar er vegna aðstæða ógerningur að ná til þeirra. Þeir gengu snemma og fóru alveg inn úr. Við erum að vona að þeir sakki niður ána þegar styttist í hrygning- una og þá veiðist einhveijir þeirra," sagði Skúli. Korpa þokkaleg Þokkaleg útkoma hefur verið í Úlfarsá, eða Korpu. í gærmorgun voru komnir 180 laxar á land og hefur veiði verið nokkuð góð að undanförnu, oft þetta 3-8 laxar á dag, mest 31. júlí, er 10 laxar komu á land. Úlfarsá hefur verið afar vatnslítil að undanförnu. Laxinn er allur smár í ánni, mikið af 3 til 4.5 punda laxi. Svartá á góðu róli Prýðilega gengur í Svartá þrátt fyrir að lítið sjáist enn af smálaxi. í gær voru komnir 135 laxar úr ánni miðað við 170 á sama tíma í fyrra. Að sögn Jörundar Markúson- ar leigutaka hafa hollin verið að rejita upp fisk, þetta 7 til 19 fiska hvert. Veitt er með þremur stöng- um, en hollin ýmist í tvo daga eða þijá. „Þetta er minna en í fyrra og spurning með framhaldið. Aftur á móti bætir það mörgum upp færri laxa, að meðalþyngdin er mjög góð. Þegar ég athugaði það síðast fyrir um tveimur vikum, var meðalvigtin um 11-12 pund og flestir laxarnir sem hafa verið að veiðast eru á bilinu 10 til 15 pund. Tæplega 700 laxar hafa gengið um teljarann í Ennisflúðum í Blöndu og alltaf fer eitthvað flúðirnar sjálf- ar. Af þessu hafa 135 veiðst í Svartá og einhver reytingur í Blöndu ofan flúða.“ Sagði Jörundur að göngurnar væru mjög kraftlitlar þessa dagana, ekki nema 2-4 fisk- ar á sólarhring. Menn fá ’ann í Núpá Um það bil 160 laxar hafa veiðst í Núpá á Snæfellsnesi, en í hana gengur heimastofn auk þess sem leigutakar sleppa í hana laxi af Lárósstofni. Hefur verið sleppt 270 löxum í sumar. Eitthvað telja menn heimastofninn hafa verið að sýna sig að undanförnu, þannig veiddust 5 laxar morgun einn fyrir stuttu sem voru nýrunnir, en hafði þó ekki verið sleppt í rúma viku. Jakob er diplómat í VIKUNNI sem leið birtist frétt í einu dagblaðanna um að tilnefning Jakobs Frímanns Magnússonar, menningarfulltrúa, í starf forstöðu- manns sendiráðsins í London sé hugsanlegt brot á Vínarsamningn- um um stjórnmálasamband frá 18. apríl 1961, segir í frétt frá utan- ríkisráðuneytinu. Þá segir í frétt utanríkisráðu- neytisins: „í frétt dagblaðsins segir að sá sem skipaður er í stöðu for- stöðumanns sendiráðs verði að til- heyra diplómatísku starfsliði sendi- ráðsins og að Jakob Frímann Magn- ússon uppfylli ekki þau skilyrði. í maí 1991 var Jakob Frímann Magnússon ráðinn í starf íslensks menningarfulltrúa ^ (Cultural Att- aché) við sendiráð íslands í London. Fékk hann í hendur diplómatavega- bréf útgefið af utanríkisráðuneyt- inu. Jafnframt er hann skráður sem diplómat við sendiráðið í London eins og fram kemur á bls. 30 í dipló- matalista breskra stjórnvalda. Jak- ob Frímann Magnússon er því dipló- mat og uppfyllir skilyrði um að vera forstöðumaður sendiráðs." vEVO-STIK ELDVARNARKÍTTI Þenst út viö hita og hindrar útbreyöslu reyks og elds. ÁRVlK ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK • SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295 Skoðanakannanir DV og Gallup Framboð Jóhönnu fengi 5 - 6,6% HUGSANLEGT framboð Jóhönnu :Sigurðardóttur til Alþingis nýtur S5% stuðnings svarenda í skoðana- könnun, sem ÍM Gallup hefur gert fyrir Ríkissjónvarpið. I könnun, sem DV hefur gert, kemur fram að framboð Jóhönnu gæti notið 6,6% stuðnings ef nú væri gengið til kosninga. í könnun Gallup fær Alþýðu- flokkur 8,7% stuðning, Framsókn- arflokkur 20,7%, Sjálfstæðisfiokk- ur 38%, Alþýðubandalag 13,7% og Kvennalisti 12%, auk þess sem hugsanlegt sérframboð Jóhönnu fær 5% fylgi þeirra, sem afstöðu tóku. 30,7% ef spurt er sérstaklega um framboð Jóhönnu f könnun DV var fyrst spurt: „Hvaða lista myndir þú kjósa ef þingkosningar færu fram núna?“ Sögðust þá 11,3% þeirra sem af- stöðu tóku myndu kjósa Alþýðu- flokk, 20,8% Framsóknarflokk, 39,6% Sjálfstæðisflokk, 12,7% Al- þýðubandalag, 9% Kvennalistann og 6,6% framboð Jóhönnu Sigurð- ardóttur. DV spurði síðan annarrar spurningar, þar sem framboð Jó- hönnu var tekið eitt út úr, en ekki minnzt á aðra flokka: „En ef Jó- hanna Sigurðardóttir byði fram sérstakan lista?“ Með þessum hætti fær blaðið þá útkomu að Jóhanna fengi 30,7% atkvæða, hálfu prósentustigi meira en Sjálf- stæðisflokkurinn, sem fengi þá 30,2%. í svörum við báðum spurningum var um þriðjungur svarenda óákveðinn. ÚTSALAN HEFST í DAG verslunin Guðrún Rauðarárstíg Nýtt útbob spariskírteina ríkissjóbs fer fram mibvikudaginn 10. ágúst Á morgun kl. 14:00 fer fram nýtt útboð á spariskírteinum ríkissjóðs. Um er að ræða hefðbundin, verðtryggð spariskírteini í eftirfarandi flokkum: llokkur I l.fl.D 1994 l.fl.D 1994 5 ár 10. feb. 1999 10 ár 10. apr. 2004 Þessir flokkar eru skráðir á Verðbréfa- þingi íslands og er Seðlabanki íslands viðskiptavaki þeirra. Spariskírteinin verða seld með tilboðs- fyrirkomulagi. Aðilum að Verðbréfa- þingi íslands er einum heimilt að gera tilboð í spariskírteinin samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Lágmarks- tilboð er kr. 5.000.000 að nafnverði. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í spariskírteinin eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Öll tilboð í spariskírteinin þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14:00 miðvikudaginn 10. ágúst. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. LÁNASÝSLA RÍKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.