Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 11

Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 11 LANDIÐ í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Morgunblaðið/Atli Vigfússon Fuglum farnast vel TÍÐARFARIÐ í júlí og það sem af er ágúst hefur verið hagstætt öllu fuglalífi og Htur út fyrir að enginn ungadauði verði af völd- um vondra veðra á þessu sumri. Víða má sjá uppkomna unga og eru þeir flestir að verða fleygir. Þessi þingeyska önd, sem ungaði bæði út í apríl og júlí, var bjart- sýn á afkomuna og sést hér með seinni hópinn, sem byrjaður er að vaxa úr grasi. Snyrtilegir kirkju- garðar í Arnessýslu verðlaunaðir Hellu - Nýlega kom garðyrkju- nefnd 'Sambands sunnlenskra kvenna saman til að veita viður- kenningar fyrir snyrtilega umhirðu kirkjugarða í Árnessýslu. Á síðasta ári voru veittar viðurkenningar til kirkjugarða í Rangárvallasýslu, en nefndin vinnur eftir tíu ára áætlun fram til ársins 2002, en á því tíma- bili munu verða veittar viðurkenn- ingar til skiptis í Árnes- og Rangár- vallasýslu fyrir matjurtaræktun, skrúðgarðarækt í dreifbýli og þétt- býli, garðyrkjustöðvar og félags- heimili. Viðurkenningar þessar eru veitt- ar úr svokölluðum Rögnusjóði sem stofnaður var 1981 til minningar um Rögnu Sigurðardóttur í Kjarri, en hún var mikil baráttukona á sviði hvers kyns ræktunar og hvatti fólk til þess að rækta og snyrta til í kringum sig og koma sér upp görðum við hús sin. Hún var einnig formaður SSK um árabil. Það voru rangæsku nefndarkon- urnar sem skoðuðu alla kirkjugarða sem til greina komu í Árnessýslu ásamt Kjartani Ólafssyni, garð- Off nú er hann tvöfakliir! yrkjuráðunaut Búnaðarsambands Suðurlands, en alls voru tilnefndir níu garðar. Við stutta athöfn í safn- aðarheimili Oddakirkju á Rangár- völlum, en Oddakirkjugarður var einn þeirra sem hlaut verðlaun í fyrra, voru þrír kirkjugarðar verð- launaðir. Kotstrandarkirkjugarður, Stokkseyrarkirkjugarður og Hruna- kirkjugarður. Núverandi formaður Sambands sunnlenskra kvenna er Guðrún Jónsdóttir á Selfossi. Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir FULLTRUAR þeirra kirkjugarða sem viðurkenningar hlutu, f.v. Guðmundur og Snorri Baldurssyn- ir fyrir Kotstrandarkirkjugarð, Fjóla Ægisdóttir fyrir Stokkseyrarkirkjugarð og Jóhannes Helga- son fyrir Hrunakirkjugarð. Veröur hann milljónir? Milljónauppskrift Emils: 1. Skundaðu á næsta sölustað íslenskrar getspár. 2. Veldu réttu milljónatölurnar eða láttu sjálivalið um getspekina. 3. Snaraðu út20krónum fyrir hverja röð sem þú velur. 4. Sestu íþægilegasta stólinn í stofunniá miðvikudagskvöldið og horfðu á happatölumar þínarkrauma í Víkingalottó- pottinum í sjónvarpinu. 5. Hugsaðu um allt það sem hægt er að gera fyrir 90 milljónir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.