Morgunblaðið - 09.08.1994, Síða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/Reykjanesbraut
Kopavogi, sími
571son
MMC Galant GTi 16v Dynamic 4 x 4 '91,
hvítur, 5 g., ek. 55 þ. km., álfelgur, ABS,
hleðslujöfnun, 4 hjólastýri o.fl. V. 1750
þús.
MMC Lancer GLXi hlaðbakur '91, rauð-
ur, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í öllu o.fl.
V. 990 þús.
M. Benz 200 '86, grásans, sjálfsk., ek.
162 þ. km., (uppt. vél), sóllúga, rafm. f
öllu, hiti í sætum o.fl.
V. 1500 þús.
Toyota Corolla XL '91, 5 dyra, hvítur, 5
g., ek. 83 þ. km. V. 750 þús.
MMC Colt GL '90, 5 g., ek. 80 þ. km.
V. 650 þús. Einnig MMC Colt GLX '89,
ek. 94 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 590
þús.
Toyota Corolla GL '91, 5 dyra, 5 g., ek
60 þ. km., rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl.
V. 790 þús. Sk. ód.
Honda Civic GL '88, sjálfsk., 3 dyra, ek.
66 þ. km. V. 590 þús.
Toyota Corolla DX '87, 5 dyra, rauður, 4
g., ek. 97 þ. Gott eintak. V. 370 þús.
Wagoneer LTD 4.0 L '87, sjálfsk., ek. 100
þ. km., sóllúga, rafm. í öllu o.fl. V. 1.580
þús.
MMC Lancer GLX hlaðbakur '90, 5 g.,
ek. 105 þ. km. Gott ástand. V. 770 þús.
Mazda 323 GLX Sedan ’SS, 5 g., ek. 88
þ. km., sóllúga o.fl. V. 580 þús.
Chevrolet Blazer S-10 4.3I '88, sjálfsk.,
ek. 105 þ. Toppeintak.
V. 1480 þús.
MMC Pajero diesel, langur, '86, 5 g.,
vél+gírkassi o.fl. upptekið. V. 900 þús.,
sk. á ód.
MMC Lancer GLXi hlaðbakur '92, grá-
sans, sjálfsk., ek. aöeins 13 þ. km., rafm.
í öllu o.fl. V. 1180 þús.
Citroen BX 14 '87, 5 dyra, ek. 118 þ.
km., nýskoðaður. Tilboðsverð kr. 260 þús.
Toyota Hilux Ex-Cap SR5 '91, bensín,
vsk-bíll, 5 g., ek. 120 þ. km. V. 1250 þús.,
sk. á ód.
Nissan Patrol turbo, diesel, (langur), '86,
upphækkaður, 4:37 hlutföll o.fl. Óvenju
gott eintak. V. 1650 þús.
MMC Colt GLX 1500 '89, 5 g., ek. 94 þ.
km., rafm. í rúðum o.fl. Tilþoðsverð kr.
590 þús.
Cherokee Laredo 4.0L '88, 4 dyra,
sjálfsk., ek. 115 þ. km., m/spili o.fl. Top-
peintak. V. 1550 þús.
Suzuki Fox 413 árg. '87, 5 g., ek. 84 þ.
km., nýskoðaður. Tilboðsverð kr. 430 þús.
Daihatsu Rocky 2.0 bensín '85, 5 g., ek.
141 þ. km. Tilboðsverð kr. 540 þús.
M. Benz 190E '93, sjálfsk., ek. aðeins 23
þ. km., álflegur, sóllúga o.fl. V. 2.9 millj.
Toyota Corolla STD '89, 3ja dyra, ek. 76
þ. km. V. 540 þús.
Honda Civic LSi '92, 3ja dyra, sjálfsk.,
ek. 17 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1180
þús.
- kjarni málsins!
VIÐSKiPTI
Mikill munur á ávöxtun gjaldeyrisreikninga eftir myntum á fyrri árshelmingi
Raunávöxtun
reikninga með
jenum 15%
RAUNÁVÖXTUN gjaldeyrisreikn-
inga var allt að 15% á ársgrund-
velli fyrstu sex mánuði þessa árs.
Mest var ávöxtunin á reikningum
í japönskum jenum, 14,6 til 14,9%.
Þetta kemur fram í nýjasta tölu-
blaði Vísbendingar, vikuriti um við-
skipti og efnahagsmál. Þá var raun-
ávöxtun gjaldeyrisreikninga sem
hljóða á bandaríkjadollar neikvæð
um 9,2-9,5% á ársgrundvelli.
Það sem mestu ræður um raun-
vaxtaþróun gjaldeyrisreikninga er
gengi viðkomandi gjaldeyris gagn-
vart krónunni. Þannig lækkaði gengi
dollars með 9,9% árshraða fyrstu
sex mánuðina, og gengi jens hækk-
aði um 15,1%. Þá þróuðust reikning-
ar í evrópskum myntum hagstætt í
kjölfar gengishækkunar þeirra, um-
fram allt finnsks og þýsks marks,
sænsku krónunnar og svissneska
frankans. Athygli vekur hve þróun
reikninga í breskum pundum var
óhagstæð, en pundreikningar voru
auk dollars einu reikningarnir sem
báru neikvæða ávöxtun á ársgrund-
velli fyrstu sex mánuði ársins.
Verðbréfamarkaður
Framhald á verð-
hækkun hlutabréfa
NOKKUR hækkun hefur orðið á
gengi hlutabréfa á Verðbréfaþingi
að undanförnu. Var þingvísitala
hlutabréfa 895,61 stig í lok júlí sem
er 3,31% hækkun frá fyrra mánuði
og 7,93% hækkun frá áramótum,
að því er fram kernur í fréttabréfi
Verðbréfaþings. Ávöxtun skulda-
bréfa hækkaði í júlí og var áætluð
meðalávöxtun húsbréfa í mánuðin-
um 5,24% og 3-5 ára spariskírteina
4,98%, en samsvárandi tölur voru
5,02% og 4,79% í júní.
Heildarviðskipti í júlí á Verðbréfa-
þingi námu alls um 9,5 milljörðum
króna, en þar af urðu viðskipti með
hlutabréf rúmlega 38 milljónir. Vega
þar þyngst viðskipti með hlutabréf
í Granda hf., en seld voru bréf í
félaginu fyrir 21 milljón í mánuðin-
um. Viðskipti með hlutabréf fyrstu
sjö mánuði ársins námu alls um 415
milljónum. Til samanburðar má
nefna að heildarviðskipti í fyrra
námu alls um 1 milljarði en þar af
voru viðskiptin í desember 400 millj-
Framhald varð á verðhækkunum
hlutabréfa í fyrstu viku ágústmán-
aðar að því er fram kemur í yfirliti
frá Landsbréfum. Þar kemur fram
að hlutabréfaviðskipti gegnum við-
skiptakerfi þingsins urðu nokkuð
minni í vikunni en undanfarnar vikur
og námu alls 11,6 milljónum.
Stærstu viðskiptin urðu með hluta-
bréf í Skeljungi en mestur fjöldi við-
skipta með hlutabréf í íslandsbanka.
Hins vegar hækkaði verð í 8 fé-
lögum milli vikna en í 3 félögum
stóð verðið í stað. Mestar hækkanir
urðu í Olís þar sem verð hækkaði
um 15% milli vikna. Þá hækkuðu
bréf í Sjóvá-Almennum um 8% og
bréf í Islandsbanka um 5%. Um
ástæður þessara hækkana segir
m.a. í yfirliti Landsbréfa: „Aukna
eftirspurn eftir hlutabréfum og
hækkandi verð undanfarið má
væntanlega rekja til væntinga fjár-
festa um að verð hlutabréfa geti
hækkað frekar í kjölfar milliupp-
gjöra, sem vænst er að sýni bætta
afkomu margra félaga á þessu ári.“
Þingvísitala hlutabréfa 1993-94
1. jan. 1990 = 1000 (Helmild: Verðbréfaþing Islands)
1000
920,88
1993 Fyrsta gildi hvere mánaðar 1 (—I 1 ( ( (-T+-4--I—I— 1994 I I i ) ) h
Raunávöxtun óbundinna gjaldeyrisreikninga
og gengisbundinna krónureikninga
fyrri hluta árs 1994 (% á ári)
Bandaríkja-
dollarar
L í B S
Bresk pund
L í B S
WWM 1.2—j EdSa r i
-0,6 -0,4 -0,4 -0,5
Norskar krónur
L I B S
Franskir frankar
L I B S
Danskar krónur
R4 8 5 9’1 8 4
L I B S
Hollensk gyllini
8,3 8’8 87
L I B S
Þýsk mörk Sænskar krónur
Svissn. frankar
Evrópumynt
9,0 9’1 9’3 8,9
|[
B S
L I
Finnsk mörk
11,8
L I B S
SDR: Sérstök
dráttarréttindi
!,« » « M
ÍLjID
L í B S
Japönsk jen
Raunávöxtun að teknu tilliti til gengisþróunar
og verðlagsbreytinga skv. lánskjaravísitölu.
Heimild:
Vísbending, 30. tbl. 12. árg. 8.ág.'94
Fjármál
Formleg kvörtun
vegna sölu Sólar
HANDSAL hf. hefur sent Iðnlána-
sjóði formlega kvörtun vegna vinnu-
bragða við sölu Sólar/Smjörlíkis, þar
sem ekki hafi verið tekið tillit til
skjólstæðinga Handsals við söluna.
Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlána-
sjóðs, telur gagnrýnina ekki á rökum
reista.
Edda Helgason framkvæmdastjóri
Handsals vildi ekki tjá sig í fjölmiðl-
um um innihald bréfsins og tók fram
að gagnrýnin beindist einungis gegn
vinnubrögðum við söiuna. „í þessu
felst ekki dómur yfir nýjum eigend-
um Sólar, síður en svo,“ sagði Edda.
„Við fögnum því að fyrirtækið er
komið í hendur nýrra og líklega
traustra eigenda."
Einróma álit allra að taka
tilboðinu
Bragi Hannesson forstjóri Iðn-
lánasjóðs sagði að hann teldi undar-
legt að gagnrýni Handsals beinist
gegn Iðnlánasjóði einum. „Ég hlýt
að spyija hvers vegna Iðnþróunar-
sjóður hljóti ekki sömu gagnrýni,"
sagði Bragi. „Auk þess komu að
málinu fjölmargir menn frá þeim fjór-
um aðilum sem voru í forsvari fyrir
sölunni, íslandsbanka, Glitni, Iðnlána-
sjóði og Iðnþróunarsjóði. Allir þessir
menn voru á einu máli um að taka
tilboðinu. Ástæður þess liggja á borð-
inu. í fyrsta lagi var fyrirtækið þann-
ig selt í einum pakka, og í öðru lagi
til flárhagslega sterkra aðila. Þama
höfðum við fast land undir fótum, og
töldum ekki forsvaranlegt að kasta
frá okkur góðu tækifæri til að losna
út úr þessu erfiða máli.“
Bragi sagði að það hafi aldrei
komið fram hver umbjóðandi Hand-
sals hafi verið. „Ég vil benda á að
Sól var búið að vera til sölu í heilt
ár og því höfðu þessir aðilar ekki
kannað málið fyrr? Þetta á ekki að-
eins við um Handsal," sagði Bragi.
„Einnig hefur komið fram að fram-
kvæmdastjóri Handsals átti símtal
við stjórnarformann Iðnlánasjóðs.
Hann benti henni á að hafa samband
við mig og fleiri. Mér er hins vegar
ekki kunnugt um að Handsal hafi
reynt að ná sambandi við mig í
tengslum við þetta mál.“
740 fiini
T
AMM NN
SMAGROFUR
Þær fullkomnustu á markaðnum í dag, hlaðnar nýjungum!
Eigum eftirtaldar gerðir á lager til afgreiðslu STRAX
á hagstæðu verði:
B 19, þyngd 2,1 tonn, langur og breíður undirvagn.
B 08, þyngd 850 kg með stillanlegum undirvagni.
AMMANN YANMAR gröfurnar hafa nú þegar sannað
ágæti sitt við fjölbreyttar aðstæður hér á landi.
Ráðgjöf^- Sala - Þjónusta
Skútuvogi 12A, 104 Reykjavík Sími 812530