Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.08.1994, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 13 VIÐSKIPTI Orkumál Norsk Hydro vill hag- nýta gas á Barentshafi Moskvu. Reuter. NORSK Hydro vill endurlífga kostn- aðarsama áætlun um hagnýtingu á gasi á Shtokman- svæðinu á Bar- entshafi ásamt rússneska fyrirtæk- inu Gazprom samkvæmt heimildum í Moskvu. Norsk Hydro tók þátt í áætluninni fyrir tveimur árum og bauð sam- vinnu á svæðinu í framtíðinni ef Rússar ákvæðu að hefja umsvif þar Renault stefnir að einka- væðingn París. Reuter. FRÖNSKU bifreiðaverksmiðj- urnar Renault virðast stefna að takmarkaðri einkavæðingu þegar í nóvember að mati sér- fræðinga. Hlutur hægri stjórnar Edou- ards Balladurs forsætisráð- herra í fyrirtækinu — sem er metinn á allt að 50 milljarða franskra franka — kann að verða skorinn niður í aðeins 34% úr 80% og afgangurinn verður ef til vill seldur á næsta ári. Einkavæðingarátak fyrir nóvemberlok gæti gert sænsku Volvo-bílasmiðjunum — sem hættu við samruna við Renault í fyrra — kleift að minnka hlut sinn í 8% úr 20% og eignast í staðinn 45% hlut Renaults í vörubíladeild Volvos. Ef einkavæðing Renaults hefst ekki fyrir 30. nóvember kann svo að fara að endurskoða verði flókið aðskilnaðarsam- komulag fyrirtækjanna að dómi sérfræðinga. „Hagstætt er að selja núna,“ sagði einn sérfræðingurinn. „Fyrirtækið gengur vel, mark- aðurinn er stöðugur og málið verður úr sögunni talsvert löngu áður en gengið verður tl forsetakosninga (í maí 1995).“ Hann benti á að Re- nault væri ein fárra arðsamra bifreiðaverksmiðja Evrópu. Aukinn hagnaður British Airways London. Reuter. HAGNAÐUR brezka flugfé- lagsins British Airways jókst um 39.7% fyrir skatta í 88 milljónir punda á öðrum árs- fjórðungi. Sala jókst um 11.4% í 1.52 milljarða punda. Félagið er vongótt um góða útkomu á árinu í heild, þar sem enn er mikið um bókanir og flugfrakt hefur aukizt. Farþegum á viðskipta- og fyrsta farrými fjölgaði um 12% án þess að afsláttur væri í boði. Meðalfargjald á kílómetra hækkaði því um 3.4% í 6.38 pens. Sérfræðingar telja að 1% hreyfing á þessari tölu geti breytt hagnaði fyrir skatta um tugmilljónir punda. Alls fjölgaði farþegum um 6.9% miðað við árið á undan og BA flutti 2.77 milljónir far- þega á ársfjórðungnum. á ný að sögn fulltrúa norska fyrir- tækisins í Moskvu, Magne Reed. Borís Jeltsín forseti veitti rúss- neska fyrirtækinu Rosshelf rétt til þess að hagnýta Shtokman-svæðið síðla árs 1992, en síðan hefur verk- inu lítið miðað áfram, enda er þörf á rúmlega 10 milljóna dollara fjár- festingu. Gazprom á 51% hlut í Rosshelf, sem nýtur stuðnings rússneska hern- aðar- og iðnaðarbáknsins og fékk Ieyfið þrátt fyrir samkeppni frá Norsk Hydro og fleiri vestrænum fyrirtækjum. Rússneska fréttastofan Itar-Tass segir að á svæðinu sé sennilega að finna allt að þrjár trilljónir rúm- metra af gasi og að mikill hluti þess gass, sem þörf sé fyrir í Evrópu, muni koma þaðan. „Áhuga erlendra fyrirtækja á hagnýtingu þessarar auðlindar má skýra með auðveldum samgöngum og tiltölulega litlum kostnaði við að útvega útbúnað," sagði Tass. Shtokman-svæðið hefur ekki verið að fullu rannsakap og er um 600 km norðaustur af Murmansk. Norsk Hydro vann að hagkvæmn- isathugun og keppti um rétt til þess að hagnýta svæðið 1992 sem aðili að fyrirtækjasamsteypu ásamt bandaríska fyrirtækinu Conoco, sem er deild í E.I. Du Pont de Nemours & Co, og nokkrum finnskum fyrir- tækjum. í viðræðunum í Moskvu lét Norsk Hydro einnig í ljós áhuga á Tíman- Petsjóra-svæðinu á norðurslóðum Rússlands. Norsk Hydro komst að samkomu- lagi við Ámoco-fyrirtækið fyrr á þessu ári um samvinnu um mat á olíu- og gasleit á suðurhluta rússn- eska svæðisins á Barentshafi og Petsjórahafi. Norsk Hydro, Amoco, Texaco og Exxon hafa komið á fót Timan Pec- hora-fyrirtækinu, sem á nú í samn- ingum um framleiðsluskiptingu á samnefndu strandsvæði. Hefur þú fengið námskeiðaskrá Prenttæknistofnunar? Hringdu og við sendum þér námskeiðaskrá • Photoshop hönnun • QuarkXPress umbrot • FreeHand tölvuteiknun • Macintosh grunnur • Merkjahönnun • Gæöastýring í offsetprentun • Brot og brotvélar Prenttæknistofnun Háaleitisbraut 58-60, sími 680740 Morgunverdarf undur föstudaginn 12. ágúst 1994 i Skálanum, Hótel Sögu kl. 08.00 - 09.30 HVARA ÍSLAND HEIMA? Staða íslands í heimi samstarfs og samtaka, um viðskipti, öryggismál, menningu, félagsmál og stjórnmál er brýnt umræðuefni. Þróunin er hröð og Islendingar þurfa sífellt að meta og endurmeta stöðu sína. F'ummælandi: Jónas Haralz, fyrrv. bankastjóri. Alit og þótttakendur í pallborði: Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Tökum þátt í umræðunni um framtíð íslands. Fundurinn er opinn en tilkynna verður þátttöku fyrirfram í síma V7, 886666 (kl. 08-16). Fundargjald með inniföldum morgunverði erkr. 1.500. VERSLUNARRAÐ ISLANDS ænm FuHt af brakandi fersku t rænm@f9 ® fil®i Blómkál krVkg Hvítkál krVkg Tómatar krAg Gulrófur krJkg Spergilkál krVkg Kartöflur krJkg Byggið ykkur upp með hollu og næringaríku grænmeti ffflp 1 r W Grensásvegi Rofabæ Eddufelli Þverbrekku ÁHaskeiði OPIÐ AIM DAGA TIL KL. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.