Morgunblaðið - 09.08.1994, Síða 14

Morgunblaðið - 09.08.1994, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Tæplega hálfrar aldar formlegu stríðsástandi hefur verið aflétt Landamærufn ísraels og Jórdaníu. Reuter. ÍSRAELAR og Jórdanir opnuðu landamærin milli ríkja sinna í gær, og bundu þar með formlega enda á 46 ára stríðsástand. Yitz- hak Rabin, forsætisráðherra ísra- els, og Hassan, krónprins af Jórd- aníu, klipptu á borða á landa- mæmnum um þremur km norðan við hafnarbæina Aquaba í Jórd- aníu og Eilat í ísrael. Að athöfn- inni lokinni fór Rabin yfir landa- mærin og til Aquaba og ræddi þar við Hussein Jórdaníukonung. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, var við- staddur athöfnina á landamær- unum. Sameiginleg yfirlýsing Israel og Jórdanía gáfu sameig- inlega út yfirlýsingu um frið milli landanna í Washington í síðasta mánuði, þar sem stríðsástandi var aflétt. Níu fjölskyldur fallinna her- manna frá hvom ríki hittust á landamæranum í gær, tókust í hendur og skiptust á gjöfum. Gamlir hermenn og háttsettir embættismenn beggja ríkja gerðu slíkt hið sama. „Getum ekki beðið“ „Fólk segir við okkur, atburða- rásin er of hröð, við getum ekki fylgst með, farið hægar,“ sagði Rabin við embættis- og frétta- menn í gær. „Yðar hátign, kæru vinir í konungdæmi Hasemíta í Jórdaníu, við höfum beðið í 46 ár. Við höfum átt í stríði, liðið kvalir Landamæri Jórdaníu og ísraels opnuð og þjáningar. Til að koma í veg fyrir frekari missi getum við ekki beðið svo mikið sem einn dag í viðbót." Að sögn við- staddra var Rab- in óvenju glað- legur, brosti og veifaði ásamt krónprinsinum þegar þeir óku hjá í bílalest, sem kom nokkr- um mínútum síð- ar til hallar kon- ungsins í Aqu- aba. Vinna framundan Við athöfnina við landamærin LANDAMÆRI ISRAELS OG JÓRDANÍU OPNUÐ Israelar og Jórdanir opnuöu hlið á landamærum ríkja sinna eftir 46 ára formlegt stríö. Arava-hliöiö / reisl á þrem dögum at verkamönnum beggja ríkjanna, og veröuropiö teröamönnum frá öörum rikjum. vitnaði Hassan í Biblíuna á hebr- esku. Hann sagði að ríkin tvö væru að breyta „dimm- um dal í bjarta von. Látum opn- un þessa landa- mærahliðs á þessum stað verða undirstöð- una sem við byggjum sam- eiginlega fram- tíð okkar á,“ sagði krónprins- inn. Hann bætti því við, að vinna væri enn fram- undan við óleyst ágreiningsatriði, svo sem við að merkja landa- mærin, sem stæðu í vegi friðar- samkomulags. Christopher er á ferð um Aust- urlönd nær í þeim tilgangi að ýta undir friðarviðræður milli ísraela og Sýrlendinga, sem hafa verið hvað einarðastir í andstöðu araba- ríkja við ísraela. „Múr hefur hrunið“ Við opnunarathöfnina sagði Christopher að ísraelar og Jórdan- ir hefðu minnt íbúa þessa heims- hluta á það hugrekki, samúð og fórnir sem tvær þjóðir gætu sýnt í leit sinni að friði. „Múr hefur hrunið,“ sagði hann. ísraelum verður nú í fyrsta skipti kleift að ferðast opinberlega yfir landamærin til Jórdaníu, svo fremi sem þeir nota vegabréf frá öðru landi. Hússein í landhelgi ísraela Hússein, konungur Jórdaníu, bauð Rabin í siglingu á konungs- snekkjunni eftir fund þeirra í gær, og sigldu þeir inn í landhelgi Isra- els á Aqaba-flóa í Rauðahafinu. ísraelskir varðbátar fylgdu kon- ungissnekkjunni, þar sem fánar beggja landa voru við hún. Þetta er í fyrsta sinn sem konungurinn siglir opinberlega í landhelgi Isra- els. Hann sagði við fréttamenn, áð- ur en lagt var upp í siglinguna, að hann vonaðist til þess að leggja leið sína til ísraels áður en langt um liði, þótt ekki hefði verið ákveðið hvenær það yrði. Túnfiskstríðið Bretar til veiða á ný BRESK fiskiskip héldu í gær á ný til túnfisksveiða á Biscaya-flóa en þar hefur geysað túnfiskstríð undan- farnar vikur. Spánveijar, sem veiða túnfisk á línu, hafa mótmælt rek- netaveiðum Breta, Frakka og íra og reynt að t'rufla veiðar þeirra. Hafa tvö skip frá breska flotanum verið send á miðin til að vernda fiskiskipin. Spænskir sjómenn sögðu í gær að þeir myndu halda áfram að reyna að vernda miðin þó svo að það þýddi að þeir yrðu að skera á net annarra skipa. Þá hafa þeir sakað Breta og Frakka um að nota stærri reknet en leyfilegt er. Spánveijar njóta stuðnings umhverfissamtakanna Greenpeace í þessu máli, sem telja að auk túnfisks komi þúsundir há- karla og höfrunga í reknetin. Hefur skip samtakanna, Rainbow Warrior, verið sent á svæðið. Elizabeth Stevenson, útgerðar- maður í Cornwall í suðvesturhluta Englands, sagði í samtali við BBC í gær að sjómenn héldu nú á miðin á ný með sömu löglegu net og þeir hefðu ávallt notað. William Walde- grave, landbúnaðarráðherra (sem fer með sjávarútvegsmál), sagðist hafa varað spænsk stjómvöld við því að frekari aðgerðir gegn bresk- um skipum væru aigjörlega óásætt- anlegar. „Þeir hafa fullan stuðning bresku stjórnarinnar til löglegra veiða. Á meðan þeir nota lögleg net eiga þeir allan rétt til veiða á svæð- inu,“ sagði Waldegrave. Breskir sjómenn hafa hins vegar kvartað yfir því að breski flotinn virðist hafa meiri áhyggjur af að stærð netanna sé ekki meiri en regl- ur Evrópusambandsins segja til um heldur en öryggi bresku sjómann- anna. Um helgina var togarinn Charisma færður til hafnar á Eng- landi vegna gruns um að net um borð væru of stór. Við rannsókn kom hins vegar í ljós að þau væru innan skekkjumarka og var togaranum leyft að fara úr höfn á ný án þess að kæra væri lögð fram. Reuter Hassan, krónprins af Jórdaníu, t.h., og Yitzhak Rabin, forsætisráðherra ísraels, klippa á borða á landamærum ríkjanna. Á milli þeirra stendur Warren Christopher, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Ummæli Kohls um stóra sam- steypustjórn valda titringi Bonn. Reuter. KLAUS Kinkel, formaður Fijáls- lynda demókrataflokksins (FDP) og utanríkisráðherra Þýskalands, gagn- rýndi Helmut Kohl kanslara harð- lega um helgina fyrir að gæla við þá hugmynd að Kristilegi demó- krataflokkurinn (CDU) myndaði samsteypustjöm með Jafnaðar- mannaflokknum (SPD) eftir kosn- ingarnar þann 16. október nk. CDU og FDP hafa myndað stjórn saman undanfarin þijú kjörtímabil eða í tólf ár og fyrr á árinu lýstu flokkarn- ir því yfir að þeir hefðu hug á að halda samstarfinu áfram á næsta kjörtímabili. CDU og SPD, tveir stærstu flokkar Þýskalands, hafa einungis einu sinni starfað saman í svokallaðri „stórri samsteypustjórn“ frá stríðslokum. Kinkel sagði óskiljanlegt að kansl- arinn hefði rætt þennan möguleika opinberlega. „Þegar öllu er á botninn hvolft þá hefur hann lagt spil sín á borðið og lýst því yfir að hann vilji áframhaldandi samstarf við FDP og að hann telji það vera framkvæman- legt,“ sagði Kinkel í viðtali við þýska útvarpið á sunnudag. Kohl er nú í sumarfríi í Austur- ríki en í viðtali við austurríska sjón- varpsstöð í síðustu viku sagði hann að æskilegustu úrslitin væru að nú- verandi stjórnarsamstarf gæti hald- ist en að „allir lýðræðisflokkarnir" ættu í raun að geta starfað saman. Þó að kanslarinn hafí síðar lýst því yfir að allar vangaveltur vegna þess- ara ummælu séu „út í hött“ gætir mikils titrings innnan FDP. Jafnaðarmenn hafa hins vegar tekið kanslarann á orðinu og sagt að greinilega telji hann orðið tíma- bært að þeir komist til valda og að hann telji ólíklegt að stjórn hans vinni sigur í október. Hins vegar útiloka þeir samstarf við kristilega demókrata. „CDU hefur orðið fyrir miklu fylgistapi og varaskeifa sam- steypustjórnarinnar, FDP, er ónýt. Við viljum ekki taka að okkur hlut- verk hinnar ónýtu varaskeifu," sagði Rudolf Scharping, formaður SPD. Staða Kútsjma styrkist STAÐA Leoníds Kútsjma, ný- kjörins forseta Úkraínu, er tal- in hafa styrkst á þingi landsins í aukakosningum sem fram fóru um helgina. Kosið var í 27 þingsæti og flest þeirra féllu í skaut óháðra frambjóðenda, framkvæmdastjóra ríkisfyrir- tækja og sveitarstjórnamanna, og aðeins þrír eru skráðir í kommúnistaflokknum. Bananabanni aflétt SÝRLENSKIR kaupmenn geta nú flutt inn banana í fyrsta sinn í 20 ár. Ráðuneyti utan- ríkisviðskipta tilkynnti í gær að bann við slíkum innflutningi hefði verið aflétt. Stjórnvöld í Sýrlandi höfðu aldrei gefið upp ástæðu bannsins. Samper sver forsetaeið ERNESTO Samper sór embættiseið sem forseti Kólumbíu á sunnudag og boðaði harð- ari aðgerðir gegn eitur- lyfjasmygli og herferð gegn morðum í landinu. Ljóst er að hann á erfitt verk fyrir höndum því að jafnaði er morð framið með 20 mínútna milli- bili í landinu og þijú mannrán á dag, auk þess sem eiturlyfja- smyglhringar tröllríða þjóðfé- laginu. Gamsky sigr- ar Anand BANDARÍSKI skákmeistarinn Gata Kamsky sigraði Indveij- ann Vishwanathan Anand í bráðabana og tryggði sér þar með rétt til þátttöku í undan- úrslitum áskorendaeinvígja Al- þjóðaskáksambandsins (FIDE). Skákmennirnir voru jafnir, með fjóra vinninga hvor, að aflokn- um átta skákum og urðu því að fara í bráðabana. Fyrir ein- vígið hafði Anand sigrað Kam- sky sex sinnum og aðeins tapað einu sinni. Yopnin sýnd SVEIT lögreglumanna í Lund- únum, sem gegnir því hlut- verki að vernda stjórnmála- menn og stjórnarerindreka, fékk í fyrsta sinn í gær að ganga með skammbyssur ut- anklæða. Undanfarin tuttugu ár hefur sveitin aðeins mátt bera vopnin innanklæða, þann- ig að enginn sæi þau. Kynlíf ráð við höfuðverk ENGIN ástæða er til að hafna kynmökum sökum höfuðverkj- ar, að sögn breska sérfræð- ingsins Kaye Wellings, sem skrifar um þetta grein í tíma- ritið Which Way to Health. Hún segir reyndar að kynlíf geti verið jafn gott ráð við höfuðverk og aspirín. Hormón- ar sem framleiddir eru við kynmök hafi kvalastillandi áhrif og skapi sælutilfinningu. Samper

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.