Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 15

Morgunblaðið - 09.08.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 15 Yfirmaður friðargæsluliðsins í Bosníu með nýja tillögu Vill herlaust svæði umhverfis Sarajevo Sar^jevo, Belgrad. Reuter, The Daily Telegraph. SIR Michael Rose, yfirmaður friðar- gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna í Bosníu, iagði til í gær að myndað yrði herlaust svæði umhverfis Sarajevo til að binda enda á árásir leyniskyttna á borgina. Rose reyndi í gær að koma á fundi við yfirmann hersveita Bosníu-Serba, Ratko Mladic hershöfðingja, til að ræða tillöguna. Rose leggur til að allir hermenn verði fluttir á brott af svæðinu og að þeir geti tekið vopn sín með sér. Áður höfðu Sameinuðu þjóðimar bannað öll þungavopn innan við 20 km frá Sarajevo. „Rose hershöfðingi telur að þetta myndi auka öryggi Sarajevo-borgar til muna,“ sagði Claire Grimes, tals- maður Sameinuðu þjóðanna. Mladic hafði ekki svarað tillög- unni í gær. Serbneskar leyniskyttur hafa haft sig mjög í frammi að und- anförnu í grennd við Sarajevo. Heim- ildarmenn í Sarajevo sögðu í gær að skyttur Sameinuðu þjóðanna hefðu drepið eina eða tvær serbnesk- ar leyniskyttur um helgina. Serb- nesku skytturnar hefðu hætt að skjóta á borgina eftir það. Mikil spenna hefur verið í Sarajevo frá því Atlantshafsbanda- lagið gerði loftárás á Serba á föstu- dag til að refsa þeim fyrir að taka þungavopn af friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna í Sarajevo. Bosníu-Serbar hafa einangrast vegna þeirrar ákvörðunar Slobodans Milosevics, forseta Serbíu, að slíta sambandi við þá til að knýja þá til að undirrita friðaráætlun sem fimm ríki hafa beitt sér fyrir. Hundruð vörubíla hafa þurft að snúa við til Serbíu frá landamærunum að Bosníu frá því þeim var lokað í vikunni sem leið. Radovan Karadzic, leiðtogi Bos- níu-Serba, hefur fyrirskipað þegn- skylduvinnu til að bæta upp við- skiptabannið. DQUpHIN *‘r». Varahluta -og viðgerðaþjónusta. Stólarnir eru settir saman hjá Pennanum og einnig bólstraðir hérlendis eftir óskum kaupenda t.d. með íslensku áklæði, já - takk! SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Hallarmúla 2, 108 Reykjavík ■ff 813509, 813211. Fax 689315 ERLENT Hundruð þúsunda styðja Fidel Kastró ALLT að sex hundruð þúsund Kúbverjar söfnuðust saman á Byltingartorginu í Havana, höf- uðborg Kúbu, á sunnudag til að sýna stjórn Fidels Kastró stuðning sinn og votta aðstandendum lög- reglumanns, sem lét lífið er ferju var rænt á föstudag, samúð sína. Mannfjöldinn veifaði fánum, söng byltingarsöngva og þjóð- söng Kúbu. Ulises Rosales, varn- armálaráðherra landsins, hélt ræðu, þar sem hann sakaði Bandarikjamenn um að ýta undir óróleika í landinu og reyna að efna þar til „blóðbaðs". Boðað hafði verið til fundarins til að heiðra minningu nílján ára gamals lögreglumanns, Lamoths Caballeros, sem féll á fimmtudag er ferju var rænt við Kúbu og reynt að sigla henni til Bandaríkj- anna. Tilgangur fundarins var hins vegar einnig að reyna að sýna styrk stjórnarinnar eftir hörð átök lögreglu og mótmælenda í borginni á föstudag þar sem 35 særðust, þar á meðal tíu lögreglu- menn. Sarajevo-búar skýla sér á bak við bryndreka franskra friðar- gæsluliða vegna árásar serbneskra leyniskyttna. Meiri Gæði Lægra Verð Nú er ódýrara en áður að auka afköst og vellíðan starfsfólksins. 23.900kr á3JJríSJí58,’ 29.900kr áð1ir-t2S47‘' 174.700 leður. 26.900 áðUr35Æ?8‘' 82.538kr áðjjrfSÆfS ‘" jSÖStórlækkað verð vegna hagstæðra magnkaupa og betri samninga. jfflFullkomnari stólar á betra verði en nokkru sinni. jÖTil afgreiðslu samdægurs. t»sjö daga reynslutími. 114.914kr leður 141.539“ 39.873kr áðutS&4SÍ“ N-Kórea ennán forseta Seoul. Reuter. MÁNUÐI eftir andlát Kims II- sungs, „leiðtogans mikla“ í Norður-Kóreu, hefur eftirmað- ur hans ekki enn verið settur formlega í embætti forseta og flokksleiðtoga. Leiðtogar landsins komu saman við hátíðlega athöfn fyr- ir framan risastóra styttu af Kim Il-sung í Pyongyang í gær og lofuðu að „hafa félaga Kim Jong-il [son leiðtogans fyrrver- andi] í hávegum í forystu flokks, ríkis og hers“. Þeir til- nefndu hann þó ekki í embætti forseta og leiðtoga flokksins, sem faðir hans gegndi. „Þessi yfirlýsing staðfestir að Kim Jong-il er enn í æðstu forystusveitinni en hvað sem veldur þessu er það óvenjulegt fyrir hvaða land sem er að hafa ekki forseta," sagði Cha Yo- ung-koo, hjá rannsóknarstofn- un á sviði varnarmála í Seoul. „Svo virðist sem Norður-Kóreu- menn eigi enn eftir að leysa einhverjar innanríkisdeilur.“ Að sögn embættismanns í sameiningarráðuneyti Suður- Kóreu hafa komið fram vís- bendingar um að nokkrir menn innan hersins stigi hratt upp valdastigann.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.