Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 17
LISTIR
Til Þorvaldar Þorsteinssonar
LISTRÝNIRINN þakkar ábend-
ingu með virktum, þó af frekar
afleitu tilefni sé, því jafnan er leið-
inlegt að sjá ranglega farið með
nöfn sín á opinberum vettvangi,
en það er þó sýnu neyðarlegra
fyrir þann sem skrifar að fremja
slík ósköp.
Þetta reyna allir sem í blöð
skrifa að varast, en það getur kom-
ið fyrir að menn leiki af sér og þá
ber að leiðrétta það, en mér hafði
ekki borist nein ábending og þann-
ig illu heilli ekki fengið tækifæri
til þess. Svona mistök verða eink-
um, þegar maður er í þeirri trú,
að útilokað sé að þau geti komið
fyrir. Þetta er eins og í umferð-
inni, en slysin verða helst þar sem
menn ugga ekki að sér.
Fyrrum kom það fyrir, að nöfn
brengluðust á leiðinni á síður
SÝNING á kveðskap Egils Skalla-
grímssonar verður opnuð að Kjarv-
alsstöðum miðvikudaginn 10. ágúst
klukkan 17.00. Egilssaga rekur ævi
Egils Skallagrímssonar. Sagan rís
hæst í þeim kveðskap sem eignaður
er hinni stríðlunduðu hetju. Hann
orti dróttkvæði sem eru með glæsi-
legustum skáldskap af þeim meiði.
Sú braglist var flókin og fólu skáldin
merkinguna í torskildum kenningum
og orðaflækjum. Vísa var ekki skilin
nema ratað væri um völundarhús
heiðinnar goðafræði og flókið lík-
ingamál ráðið.
blaðsins, einkum væru þau óvenju-
leg og flókin, en nú á tímum tölvu-
tækni er í flestum tilvikum við
okkur höfundana eina að sakast.
Hér er ég þannig í hlutverki söku-
dólgsins og bið Þorvald Þorsteins-
son vitaskuld afsökunar, einnig
Þórdísi Þorvaldsdóttur. Verður
þetta áreiðanlega til að ég gæti
mín betur í framtíðinni. Hins vegar
vil ég koma því á framfæri, að
möguleikinn á slíkum mistökum
telst margfalt minni ef menn hafa
skilvirka sýningarskrá milli hand-
anna til að styðjast við. Spurðist
ég strax fyrir um skrá eða ein-
hveijar upplýsingar í fyrstu heim-
sókn af fjórum, og fékk þau svör
að allar upplýsingarnar væru á
skilti við innganginn. Ágæt fram-
kvæmd en ekki nóg og auk þess
hvergi tæmandi.
Egill orti til Eiríks konungs blóð-
axar í Jórvík, Arinbjarnarkviðu lof-
kvæði um góðvin sinn, og Sonatorrek
erfikvæði um syni sína. Einnig eru
varðveitt brot úr þremur drápum og
fjölmargar lausavísur eignaðar Agli.
List dróttkvæða er framandi nú-
tímamanninum. Hann verður að læra
að ferðast um nýjan myndheim, gefa
sig á vald hinni einkennilega heill-
andi hrynjandi og hrífast.
Sýningin er opin daglega til 11.
september frá klukkan 10.00-18.00.
Kaffistofa Kjarvalsstaða verður opin
á sama tíma.
í annarri heimsókn bað ég stúlk-
una á pósthúsinu að stimpla fyrir
mig á ljóðakort sem hún gerði fús-
lega, en það tók hana nokkurn tíma
og margar tilraunir, að ná fram
sæmilega skýrum stimpli og birt-
ingarhæfan í blaðið.
Að lokum vil ég vísa því á bug,
að svo hafi virst af skrifum mínum,
að sýningin á stigapallinum tengd-
ist sýningu þinni, því ég tók hana
sérstaklega til meðferðar í lokin,
og greinilega er tekið fram í upp-
hafí að höfundar framkvæmdanna
eru þrír.
Lína til Þorfinns
Sigurgeirssonar
Hvað Þorfinn Sigurgeirsson
áhrærir, biðst ég ekki afsökunar á
að hafa skoðanir, enda var ég ráð-
in til biaðsins fyrir margt löngu til
að láta ljós mitt skína á vettvangi
myndlistar. Það virðist þó hafa far-
ið framhjá einhverjum, og einkum
þeirri kynslóð sem heidur að listin
hafi byijað með þeim, en á undan
hafi einungis verið tóm.
En hvað listaskóla snertir, væri
ýmsum hollt að fara úr fyrir mörk
skólalóðarinnar og hlýjunnar þar
inni, skoða söfn og glugga í skrif
um listir, og skyldu menn þá ekki
uppgötva að miklar umræður hafa
átt sér stað um stöðu listaskóla á
undanförnum árum?
Það á ekki skylt við neinn pirr-
ing, en staðreyndin er sú að sumum
myndlistarskólum hefur verið
breytt úr leikskólum og „cosy corn-
er“ fáránleikans, í alvöru listaskóla
þar sem m.a er kennd teikning, lita-
fræði og myndbygging og nemend-
um er haldið við efnið allann lið-
langan daginn!
Bragi Ásgeirsson
Nýr fram-
kvæmdastjóri
Islenska dans-
flokksins
VILBORG
Gunnarsdóttir
hefur verið ráðin
framkvæmda-
stjóri íslenska
dansflokksins
frá 1. september
næstkomandi.
Vilborg lauk
prófi í viðskipta-
fræði af endur-
skoðunarsviði viðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla íslands í júní
1992. Frá 1. janúar 1993 starfaði
hún sem viðskiptafræðingur hjá
Skattstjóranum í Reykjavík.
Vilborg er gift Lárusi Bjöms-
syni, ljósameistara Borgarleik-
hússins, og eiga þau tvær dætur.
Nýjar bækur
■ Die Kiiche Islands eftir Ma-
ritu Bergsson er komin út hjá
Mál og menningu. Hér er um að
ræða kver með íslenskum upp-
skriftum ætlað þýskumælandi
ferðamönnum og áhugafólki. Höf-
undur telur að sérkenni íslenska
eldhússins sé fólgið í í hve hráefn-
ið sé iðulega ferskt og gott. í
bókinni er því lögð áhersla á fisk-
og lambakjötsrétti en einnig eru
í henni smáréttir, súpur, græn-
metisréttir, brauð og kökur. Sýnt
er hvernig á að baka kleinur og
skera út laufabrauð. Marita
Bergsson er Þjóðveiji, búsett í
Diisseldorf ásamt íslenkum eigin-
manni sínum. Hún starfar sem
kennari en hefur einnig fengist
við þýðingu íslenskra bókmennta
á þýsku. Die Kuche Islands er
64 blaðsíður að stærð, , mynd-
skreytt af Erlingi Páli Ingvarssyni
og unnin í Prentsmiðjunni Odda
h.f. Hún Kostar 590 kr.
PowerPoint námskeið
94028
Tölvu- og verkfræðibjónustan
Tölvuskóli Halldórs Krisljanssonar
Grensásvegi 16 • © 68 80 90
611720
Kveðskapur Egils
Skallagrímssonar
Vilborg
Gunnarsdóttir
URVAL NOTAÐRA BILA
HONDA ACCORD EXI 2000, árg.
'91, sjálfsk., 4ra dyra, rauöur,
ek. 53 þ. km. Verö 1.380 þús.
TOYOTA COROLLA 1300, árg.
'89, 5 gfra, 4ra dyra, gullsans.,
ek. 76 þ. km. Verö 590 þús.
NISSAN SUNNY 1500, árg. '88,
5 gíra, 4ra dyra, rauöur,
ek. 73 þ. km. Verö 490 þús.
MMC GALANT 2000, árg. '89,
sjálfsk., 4ra dyra, hvítur,
ek. 55 þ. km. Verö 890 þús.
DAIHATSU CHARADE 1300,
árg. '93, 5 gíra, 4ra dyra, grænn,
ek. 4 þ. km. Verö 940 þús.
DAIHATSU CHARADE 1300,
árg. '90,5 gíra, 4ra dyra, blár,
ek. 30 þ. km. Verö. 680 þús.
OPEL KADETT, árg. '88, 5 gfra,
5 dyra, brúnn, ek. 71 þ. km.
Verö 390 þús.
LADA SAMARA 1500, árg. '91,
5 gfra, 5 dyra, vfnrauöur,
ek 32 þ. km. Verö 420 þús.
LADA STATION 1500, árg. '91,
5 gfra, 5 dyra, hvítur,
ek. 46 þ. km. Verö 370 þús.
FORD ORION, árg. '87, sjálfsk.,
4ra dyra, brúnn, ek. 109 þ. km.
Verö 350 þús.
DAIHATSU CHARADE 1000,
árg. '88, S gfra, 5 dyra, rauöur,
ek. 91 þ. km. Verö 350 þús.
MMC LANCER 1500, árg. '91,
5 gfra, 5 dyra, brúnn,
ek. 43 þ. km. Verö 980 þús.
BMW 316 1800, árg. '87, 5 gfra,
4ra dyra, hvftur, ek. 73 þús km.
Verö 590 þús.
HYUNDAI SONATA 2000, árg.
'93, sjálfsk., 4ra dyra, vínrauöur,
ek. 53 þ. km. Verö 1.250 þús.
LADA SPORT 1600, árg. '93,
5 gfra, 3ja dyra, vinrauöur,
ek. 15. þ. km. Verö 740 þús.
Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar
irS 1 yUII KifeRrli
Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga kl. 10-14.
I»> NOTAÐIR
BIIAR
814060/681200
LADA