Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 21 hygli hér á, því ég hef lengi undr- ast hve okkur hér á útskerinu er tamt að sjást yfir velgengni ein- stakra á erlendri grund, en hampa öðrum, og einkum ef viðkomandi hafa svipaðar skoðanir í listum. Um langt árabil átti t.d. Guðmund- ur Erró engan veginn upp á pall- borðið hjá obbanum af íslenzkum myndlistarmönnum og þeir tóku sumir hveijir eindregna afstöðu gegn myndlist hans, þrátt fyrir umtalsverða frægð listamannsins í Frakklandi og víðar. Þá vanrækti Listasafn Islands, sem önnur söfn, að festa sér öndvegisverk frá hans hendi, sem nú eru að fullu glötuð til erlendra safna. Jafnframt hefur lánleysi íslenzkra stjórnmálamanna á síðustu árum varðandi byggingu yfir málverkagjöf hans, illu heilli vakið upp andúð í garð hugmyndar- innar hjá ýmsum fulltrúum yngstu kynslóðarinnar. Mér er kunnugt um að Karólína er í svipaðri aðstöðu núna og hér gengur íslendirigum auðsjáanlega illa að læra af reynslunni, því að um er að ræða þröngsýni af svipuð- um toga. Við þetta má bæta, að fyrrnefnd Elínbjört, sem var stödd í London, gerði sér ferð til Cambridge og skoðaði sýninguna. Hitti þar fyrir listakonuna sjálfa, sem sagðist ekki í annan tíma hafa fengið jafn góð- ar viðtökur á Englandi, hvorki hvað fjölmiðla né sölu snerti, en af 54 myndverkum á sýningunni, sem skiptust í málverk, grafík, og vatnslitamyndir, voru einungis 6 óseld! Skyldi þessi sala og velgengni ekki vera heilbrigðari og vega þyngra en allar opinberar flipp og flugeldasýningar Islendinga á Þjóð- hátíðarári í Lundúnarborg? í ljósi þessa þurfa væntanlega einhveijir að líta sér nær. Bragi Ásgeirsson Sumarmisseri er handan við homið HÁSKÓLARÁÐ samþykkti síðastliðinn fimmtudag tillögu stúdenta um að stefna að kennslu yfir sumar- tímann við Háskóla ís- lands, til reynslu sum- arið 1995. Um yrði að ræða vísi að sumar- misseri, sem þó yrði miklu minna í sniðum en venjulegt kennslu- misseri að vetri. Ráð- gert er að Háskólinn taki á sig fastan kostn- að við sumarnámskeið svo sem kostnað við húsnæði, ræstingu og umsýslu. Sérstökum sjóði er hins vegar ætlað að standa straum af kostnaði við kennslu. Sumarnámskeið verða að veruleika takist stúdentum að afla fjár í þennan sjóð um sumarmisseri. Leitað hefur verið til ráðuneyta menntamála og félagsmála auk Reykjavíkurborgar og hefur mark- ið verið sett á að tryggja þessari tilraun 30 milljónir króna. Það velt- ur nú á þessum aðilum hvort af sumarmisseri verður. Nám í stað aðgerðaleysis Sumarmisseri myndi gera at- vinnulausum stúdentum kleift að stunda nám yfir sumartímann í stað þess að sitja auðum höndum eða nýta sér kostnaðarsama at- vinnubótavinnu. Ekki ætti að standa á áhuga stúdenta sem hafa Kjartan Örn Ólafsson þegar sýnt að þeir vilja nýta sumarið til vinnu í tengslum við námið með mikilli ásókn í Nýsköpunar- sjóð námsmanna. Ekki væri þó um laun- aða vinnu að ræða á sumarmisseri heldur lánshæft nám, fullgilt til eininga. Sumarmisseri nýt- ist ekki eingöngu at- vinnulausum stúdent- um. Það opnar leið til að dreifa vinnuálagi vegna háskólanáms yfir allt árið og auð- veldar námsmönnum að mæta síauknum kröfum Lána- sjóðs íslenskra námsmanna um námsframvindu, auk þess sem það flýtir fyrir útskrift, styttir náms- tíma og hraðar þannig ferðinni út á almennan vinnumarkað. Oðruvísi námskeið Námskeið á sumarmisseri verða styttri en gengur og gerist á haust- og vormisseri og miðast meira við sjálfsnám. Þannig líta stúdentar á sumarmisserið sem fyrsta skrefið í átt til breyttra kennsluhátta og Sumarnámskeið við Háskólann verða að veruleika, segir Kjart- •• * an Orn Olafsson, tak- ist stúdentum að afla fjár í sjóð til þeirrar starfsemi. sjálfstæðari vinnubragða náms- manna. Nám á sumarmisseri verð- ur fullgildur hluti háskólanáms, gerðar verða sömu kröfur til nem- enda og kennara eins og á vetr- arnámskeiðum og námskeiðum sumarsins þarf að ljúka með sams konar námsmati, þ.e. haustprófum, ritgerð eða lokaverkefni. Sjóður um sumarmisseri Með samþykkt Háskólaráðs hef- ur verið búið svo um hnútana að allt það fé sem rennur í sjóð um sumarmisseri nýtist til að greiða kennurum laun en fer ekki í skrif- stofuhald og stofnkostnað. Pram- lag til sjóðs um sumarmisseri mun Vísual Basic námskeið Tölvu- og verkfræöiþjónustan Tölvuskóli Halldórs Kristjanssonar 94023 5 Grensásvegi 16 • © 68 80 90 því gjömýtast skólafólki og at- vinnulausum, þeim sem námskeið- in eru ætluð. Auk þess gæti sumar- misserið orðið liður í endurmennt- unarstefnu stjórnvalda. Þrjátíu milljónir Sumarmisseri er ekki hugsað sem allsherjarlausn á atvinnuvand- anum heldur sem ein leið til að taka kúfinn af offramboði á vinnu- afli yfir sumartímann og draga þannig úr atvinnuleysi. Stúdentar hafa lagt á sig mikla vinnu til að koma þessu máli fram. Sumarmiss- eri er handan við hornið. Það er í valdi fjárveitingavaldsins hvort fleiri skref verða stigin, hvórt kennt verður á sumarmisseri við Háskóla íslands. Höfundur er varaformaður Stúdentaráðs Háskóla Islands. SERTILBOÐ ó 15 og 18 gíra fjallahjólum. Fóein eintök af metsölufjaliahjólinu JAZZ by TREK. Dæmi: TREK USA, Model 800 (18 gíra Shimano, krómólý stell í mörgum stærbum, 26" gjarbir og ótaksbremsur) ó kr. 22.054 stgr. (óbur kr. 27.935 stgr.). JAZZ fjallohjc Mjúkur findcL Krómólý létt- mafmstel/ með Beint *vilangri óbyrgð \ Átafes- bremsur TREK USA, Model 820 (21 gírs, grípskiftir krómólý stell í mörgum stærbum,26" gjarbir og ótaksbremsur) ó 27.527.stgr. (óbur 34.868.stgr.) EINNIG MARGAR FLEIRI GERÐIR FJALLAHJOLA, GÖTUFJALLAHJÓLA, HEFÐBUNDINNA HJÓLA OG BARNAHJÓLA FRÁ BANDARÍKJUNUM, ÞÝSKALANDLFRAKKLANDI, DANMÖRKU OG HOLLANDI. Breið gróf- mynsfruð Sterkar ólfelt SUMARTILBOÐIÐ STENDUR AÐEINS í 10 DAGA ORNINNP' SKEIFUNNI V V VERSLUN SÍMI889890 VERKSTÆÐISÍMI889891 OPIÐ LAUGARDAGA KL. 10-14 RAÐGREIÐSLUR ALVEG EINSTAKT TÆKIFÆRI TIL AÐ EIGNAST KJORGRIP A TOMBOLUVERÐI 7 \ 3» 1 ( mÆ 3 I / ssl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.