Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994
MINNING
MORGUNBLAÐIÐ
+ Þórður Run-
ólfsson fæddist
i Saltvík á Kjalar-
nesi 15. september
1899. Hann lést á
Hrafnistu í Reykja-
vík 31. júlí 1994.
Foreldrar hans
voru Runólfur
Þórðarson bóndi
þar og kona hans
Kristín Jónsdóttir.
Hann var næstelst-
ur af sjö börnum
þeirra hjóna. Þórð-
ur kvæntist 3. júlí
1906 Sigríði Gísla-
dóttur, f. 27. júlí.
1904, d. 7. október 1991. Sigríð-
ur var dóttir hjónanna Gísla
Geirmundssonar útvegsbónda í
Vestmannaeyjum og konu hans
Jakobínu Hafiiðadótt.ur. Þórður
og Sigríður áttu tvö börn, Run-
ólf efnaverkfræðing, verk-
smiðjustjóra í Áburðarverk-
smiðjunni, en kona hans er Hild-
ur Halldórsdóttir, og Jakobínu,
deildarstjóra hjá Rauða krossi
íslands. Barnabörn, barna-
barnabörn og barnabama-
barnabörn Þórðar eru 27. Þórð-
ur lauk sveinsprófi í járnsmíði
1920, vélsljóraprófi frá Vélskóla
Islands 1921. Hann stundaði síð-
an véltækninám við Mittweida
Technikum í Saxlandi og lauk
þaðan véltæknifræðiprófi 1925.
Þórður var verksmiðjustjóri í
fiskimjölsverksmiðju Gísla J.
Johnsen í Vestmannaeyjum
1925-1926, kenndi við mót-
ornámskeið Fiskifélags íslands
ÞEGAR Runólfur frændi minn hringdi
í mig á sunnudagsmorgni 31. júlí sl.
og skýrði mér frá andláti Þórðar föður
síns og föðurbróður míns þá um nótt-
ina mætti ætla að sú fregn hafi ekki
átt að koma mér á óvart. Þórður var
orðinn háaldraður maður, rúmur mán-
uður í 95 ára afmælið sem er hærri
aldur en flestir ná nú til dags. Og þó,
hann var alltaf svo hress í bragði,
teinréttur og hnarreistur, hugurinn
skýr og fijór til hins síðasta og ekk-
ert sem benti til þess að endalokin
væru í nánd.
Ég minnist þess sem ungur dreng-
ur í Keflavík að heimili Þórðar og
fjölskyldu hans í Reykjavík var jafn-
an áningastaður minnar fjölskyldu,
þegar reka þurfti einhver erindi í
höfuðstaðnum, innfrá eða inni í
Reykjavík eins og það kallast þar
suður frá. Og elsta minning mín frá
höfuðstaðnum er frá því er ég, lík-
lega sex eða sjö ára að aldri, var
sendur í fyrsta sinn til tannlæknis
og dvaldist þá nokkra daga á heim-
ili hans við Bárugötu 9. Ekki man
ég sérstaklega eftir því að ég kynnt-
ist Þórði mikið í það skiptið, kannski
hefur hann ekki verið í bænum - á
þeim árum var hann mikið á ferða-
lögum um landið vítt og breitt í starfi
sínu sem vélaeftirlitsmaður ríkisins.
En ég man vel eftir því, þegar
hann kom til Keflavíkur í embættis-
erindum til að taka út fiskimjölsverk-
smiðju sem faðir minn rak á þessum
tíma. Þótti mér mikið kom til færni
frænda míns og þekkingar á öllum
þeim hjólum og öxlum, færiböndum
og sniglum, þurrkurum og blásurum
og öllum þeim tækjum öðrum sem
ég þekkti hvorki haus né sporð á.
Er mér ekki grunlaust um að á þeim
árum hafí tekið að mótast sú ákvörð-
un mín um starfsvettvang sem ég
síðan tók.
Við Þórður áttum síðan eftir að
kynnast miklu betur, þegar ég í byij-
un hemáms Breta 1940 hélt enn inn
eftir til að þreyta inntökupróf_ í
Menntaskólann í Reykjavík. Ég
stóðst prófið og var í menntaskólan-
um næstu sex árin. Af þeim var
heimili Þórðar mitt heimili í fjögur
ár, þangað til mínir foreldrar fluttust
til borgarinnar. Hlýnar mér alltaf um
hjartarætur þegar ég minnist þess-
ara fjögurra ára á fallegu og hlýlegu
heimili þeirra Þórðar og Sigríðar við
Hávallagötu 27. Fann ég aldrei ann-
að en að ég væri einn af fjölskyld-
unni og stæði jafnfætis bömum
þeirra, Runólfí og Jakobínu.
á árunum 1925-
1929 og í Vélskóla
íslands 1931-1934
og 1949-1975,
samdi reglugerðir
um verksmiðju- og
vélaeftirlit fyrir rík-
isstjórn íslands
1928- 1929, var eft-
irlitsmaður við
Verksmiðju- og
vélaeftirlit ríkisins
1929- 1940, verk-
smiðjuskoðun-
arstjóri 1940-1952
og öryggismála-
stjóri 1952-1970.
Hann teiknaði og
hafði eftirlit með byggingu Síld-
arverksmiðju ríkisins á Siglu-
firði 1934-1935, teiknaði og sá
um byggingu á síldarversmiðju
Ing ólfs hf. á Ingólfsfirði 1942-
1943 og var í byggingarnefnd
og teiknaði Síldarverksmiðjur
ríkisins á Siglufirði og Skaga-
strönd 1945-1946. Hann var
fulltrúi íslands í samstarfsnefnd
Norðurlanda um öryggisbúnað
við vinnu (NAPS) 1947-1962.
Þórður var sæmdur riddara-
krossi Dannebrogsorðunnar
1959 og riddarakrossi íslensku
Fálkaorðunnar 1969. Þórður
var virkur félagi í Oddfellow-
reglunni til dauðadags og hafði
verið sæmdur 60 ára fornliða-
merki reglunnar fyrir nokkrum
árum. Útför Þórðar fer fram frá
Dómkirkjunni þriðjudaginn 9.
ágúst kl. 14.30, en jarðsett verð-
ur í Fossvogskirkjugarði.
Á þessum árum var Þórður stór-
virkur við teikniborðið inni á Bolabás
eða Boló eins og vinnuherbergi hans
var kallað. Urðu þar til margar síld-
arverksmiðjur sem síðar voru reistar,
t.d. á Ingólfsfírði, Skagaströnd og
Siglufirði. Hann tók einnig þátt í
hugmyndasamkeppni sem efnt var
til af hálfu hins opinbera og hlaut
viðurkenningar fyrir. Voru þar á
meðal hugmyndir að 10 þúsund mála
síldarverksmiðju og íslenskum fram-
tíðartogara.
Þórður var framúrskarandi lista-
maður við teikniborðið og var ég
löngum stundum inni hjá honum og
fylgdist með honum við vinnu. Og
það hef ég fyrir satt, að í hugmynda-
samkeppni þar sem nafnleynd ríkti,
eins og þeim sem fyrr greinir frá,
hafí dómarar ekki þurft að velkjast
í vafa um höfundinn þegar Þórður
var annars vegar.
Með starfí sínu við Verksmiðju-
og vélaeftirlitið og síðar sem örygg-
ismálastjóri vann Þórður löngum við
kennslustörf, Iengt við Vélskóla ís-
lands þar sem hann kenndi allt til
75 ára aldurs. Þegar ég kom heim
frá námi kenndi ég í nokkur ár við
Vélskólann og kynntist þar þessari
hlið á störfum hans. Sá ég þá og
heyrði að hann var framúrskarandi
kennari, þótti strangur en var vel
metinn og dáður af sínum nemend-
um. Því að Þórður var ekki aðeins
kennari sinna nemenda heldur líka
góður félagi og vinur og það kunnu
þeir að meta.
Þórðir var létt um að tjá sig í
ræðu og riti, og eftir hann liggja
margar greinar í blöðum og tímarit-
um um örygismál, sem hann skrifar
í nafni embættis síns sem öryggis-
málastjóri. Þá liggja eftir hann
nokkrar bækur, einkum kennslu-
bækur, því að ekki var um auðugan
garð að gresja á þeim sviðum sem
hann kenndi. Má þar nefna kennslu-
bækur í Mótorfræði (1928) og í
Vatnsvélafræði (1952) auk Bókar-
innar um bílinn (1952), sem hann
þýddi og endursamdi að hluta. En
sú bók eftir hann sem er í mestum
metum hjá mér er handskrifuð út-
gáfa af Kennslubók í burðarþols-
fræði, kennsluefni sem hann tók
saman fyrir nemendur sína í Vélskó-
lanum og var gefíð út 1975, um það
leyti sem hann hætti kennslu við
skólann. Kemur þar vel fram hve vel
honum fórst úr' hendi framsetning
efnisins, mjög læsilega skrifað rit
með hans failegu rithönd ásamt skýr-
ingarmyndum sem hann teiknaði svo
snilldarlega, þá kominn á átt.ræðis-
aldur.
Listfengi Þórðar takmarkaðist
ekki við teikniborðið því að hann
hafði alltaf mikla unun af því að
mála, bæði olíulitum og vatnslitum.
Einkum fékkst hann við að mála
landslagsmyndir og munu skipta
hundruðum þær myndir eftir hann
sem prýða veggi ættingja og vina.
Málverkið var sú tómstundaiðja sem
hann undi glaður við á sínu ævi-
kvöldi og þykist ég þess fullvisss að
lífsánægja hans og góð heilsa fram
til hins síðasta hafí ekki síst verið
því að þakka.
Ég vil ljúka þessum fátæklegu
orðum mínum um Þórð færnda minn
með þökkum til hans fyrir allt sem
hann var mér alla tíð og ekki síst á
mínum mótunarárum. Börnum hans
og tengdadóttur, Runólfí, Jakobínu
og Hildi, og fjölskyldum þeirra sendi
ég mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Þorbjörn Karlsson.
Það er sárt að missa sína nán-
ustu, en það má segja að afi hafí
verið okkur systkinunum sem faðir.
Heimili afa og ömmu var okkar ann-
að heimili á uppvaxtarárunum og um
tíma þegar við systumar vorum í
menntaskóla bjuggum við hjá þeim.
Afí var tæplega 95 ára gamall
þegar hann andaðist, en þrátt fyrir
háan aldur var hann ótrúlega ern
og lífsglaður. Minningarnar eru
margar. Afí var einstaklega fróður
og vel menntaður maður. Hann sýndi
alltaf öllu þvi sem við tókum okkur
fyrir hendur mikinn áhuga og hafði
mikinn metnað fyrir okkar hönd.
Hann mat menntun mikils og var
hvatning hans og stuðningur í þeim
efnum ómetanlegur. Afí hafði einnig
góða kímnigáfu og frásagnargáfa
hans var einstök. Hann hafði frá svo
mörgu að segja og færri hefðu getað
sagt betur frá en hann. Það var því
gaman að bjóða honum í mat því
félagsskap hans kunnum við öll svo
vel að meta.
Við og fjölskyldur okkar eigum
eftir að sakna afa sárt en getum þó
huggað okkur við hve hann var lán-
samur að eldast svo vel sem raun
bar vitni og við að geta verið svona
lengi með honum. Afí, hafðu bestu
þakkir fýrir allt og allt.
Sigríður og Unnur.
Kveðja frá Vélskóla íslands
Skólabjallan glymur, dyr kennslu-
stofunnar opnast og inn gengur
kennarinn, spengilegur, virðulegur,
snyrtilega klæddur og farinn að
grána í vöngum. Nemendur spretta
úr sætum og standa teinréttir þar
til kennarinn gefur merki um að
þeir megi setjast.
Þetta var fyrsta hugsunin sem
skaut upp í huga minn þegar ég frétti
lát Þórðar Runólfssonar fyrrum
kennara míns og síðar samkennara
í Vélskóla íslands.
Lýst var upphafi kennslustundar
í vatnsvélafræði þar sem fram kemur
hin óttablandna virðing sem við bár-
um fyrir kennara okkar og hinum
sterka aga sem hann beitti í kennsl-
unni. Þórður gerði kröfu til þess að
við skildum megininnihald námsefn-
isins og að öll verkefni væru vel upp
sett og unnin. Sem dæmi má nefna
að ef láðst hafði að tvístrika undir
útkomu með reglustiku var gerð at-
hugasemd við það með rauðu.
Það var sannfæring Þórðar að
öguð vinnubrögð, vandvirkni og
þekking væru grundvallarforsendur
þess að við gætum orðið nýtir og
góðir vélstjórar og kennsla hans end-
urspeglaði þetta viðhorf.
Þórður Runólfsson lauk járn-
smíðanámi hjá Guðmundi Jónssyni í
Reykjavík árið 1919 og prófí frá
Vélskóla íslands (sem þá hét Vélstjó-
raskóli íslands) 1921. Véltækni-
fræðiprófí lauk Þórður frá tækniskó-
lanum í Mittweida í Þýskalandi 1925.
Kjörin menntun, mikilvæg starfs-
reynsla og góðir kennarahæfileikar
gerðu Þórð að hæfum og eftirminni-
legum kennara þrátt fyrir að kennsl-
an hafi löngum verið aukastarf sem
hann stundaði með annarri og krefj-
andi vinnu.
Árið 1926 hófst kennsluferill Þórð-
ar við mótornámskeið sem haldin
voru á veg^um Fiskifélags íslands og
var Þórður fenginn til að taka saman
bók í vélfræði sem heitir „Kennslu-
bók í mótorfræði". Fyrir utan „Leið-
arvísi um hirðingu og meðferð á
mótorum“ sem Ólafur Sveinsson vél-
stjóri skrifaði er þetta fyrsta vél-
fræðibókin sem gefín hefur verið út
á íslenskri tungu. Það er Ijóst að það
var ekki auðvelt verk á þessum tíma
að semja kennslubók um þetta efni
þar sem orð vantaði bæði yfír hluti
og hugtök. Þórður hafði gott vald á
íslensku máli og hann var einkar
laginn við að fínna góð orð sem festu
síðar rætur í námsefni og starfí vél-
stjóra. í formála bókarinnar segir
Þórður orðrétt:
„Óviðráðanlegustu örðugleikarnir,
sem jeg varð fyrir við samningu
kversins, stöfuðu af málinu. Jeg hef
notað þau nýyrði, sem jeg hefi getað
náð í, en mikið vantar á að orðaforði
sá sem til er sje fullkominn og víða
vantar tilfinnaniega í hann. Oft varð
að grípa til þess að búa til ný orð,
sem ekki er laust við að vera tölu-
verðum örðugleikum bundið.“
I þessum texta koma fram vissar
efasemdir um hvemig til muni tak-
ast en reynslan er besti dómarinn og
í dag þakkar skólinn Þórði fyrir hans
góða framlag varðandi nýyrði.
Árin 1932 til 1934 var Þórður við
stundakennslu í Vélskólanum og síð-
an á ámnum 1949 til 1975.
Þórður kenndi ýmsar vélfræði-
greinar og fagteikningu. Einnig
byggði hann upp kennslu í vatnsvéla-
fræði, tók saman mjög vandaða bók
í því fagi og kenndi vatnsvélafræði
um ára bil.
Þótt Þórður væri strangur kennari
sem gerði kröfur til nemenda sinna
og sjálfs sín var hann einnig góður
félagi á gleðistundum.
Auk þess að vera nemandi hjá
Þórði unnum við saman að kennslu-
málum í Vélskóla íslands um árabil
og var mjög gagnlegt að fá ábending-
ar og leiðsögn frá manni sem svo
víðtæka reynslu.
Þórður Runólfsson var einn af
þeim mætu mönnum sem mótuðu
vélstjóramenntunina í landinu af
framsýni og raunsæi og á hann þakk-
ir fyrir vel unnin störf.
Björgvin Þór Jóhannsson
skólameistari
Vélskóla íslands.
Þegar aldur leyfði, hóf Þórður járn-
smíðanám, er lauk með sveinsprófí.
Að loknu járnsmíðanámi hóf hann
nám í Vélstjóraskóla íslands, sem
skólinn hét þá, en skólinn var þá
fárra ára gamall, og lauk þaðan vél-
stjóraprófí.
Ekki lét Þórður hér staðar numið
á sinni menntabraut, heldur leitaði
út fyrir landsteinana til frekara náms
og lauk tæknifræðiprófí í Þýskalandi.
Þegar Þórður kom heim að námi
loknu, hóf hann strax tæknistörf, nóg
voru verkefnin, þjóðin var nýlega laus
undan erlendri áþján og var að vakna
til dáða á ný.
Lágkúruskapur og fásinna voru
ríkjandi hér á landi um þetta leyti,
sem von var, og var það einna erfíð-
ast viðureignar fyrir hinn unga mann
við tæknistörfín.
Þórður lagði gjörva hönd á margt
um sína daga. Hann kenndi mótor-
fræði við námskeið Fiskifélags ís-
lands um skeið og samdi kennslubók
í því sambandi, sem lengi var notuð
og eldri vélstjórar muna.
Snemma byrjaði Þórður á véla- og
verksmiðjueftirliti á vegum ríkisins
og stofnaði Verksmiðjueftirlit ríkisins
er seinna var breytt í Öryggiseftirlit
ríkisins og veitti hann því forstöðu,
það heitir nú Vinnueftirlit ríkisins.
Þórður hefur haft mikil afskipti af
síldar- og fískiðnaði landsmanna og
teiknað margar verksmiðjur. Hann
átti sæti í byggingamefnd Sfldarverk-
smiðja ríkisins þegar nýsköpun þeirra
hófst á sínum tíma og byggðar voru
hinar stóra og glæsilegu verksmiðjur
norðan lands.
Þegar hefja átti endurnýjun togara-
flotans eftir síðari heimsstyrjöld, tók
Þórður þátt í þeim undirbúningi; og
teiknáði díseltogara í samkeppni er
haldin var í því sambandi og hlaut
verðlaun fyrir.
ÞÓRÐUR RUNÓLFSSON
Þórður er því í hópi þeirra manna,
sem byggt hafa upp það tækniþjóð-
félag sem við lifum nú í og njótum
afraksturs af.
Þórður var lengi stundakennari við
Vélskóla íslands og ætla ég að það
starf hafí verið honum mjög hugfólg-
ið, Þórður var að allra dómi góður
kennari í orðsins bestu merkingu, var
mikilsvirtur af öllum sínum nemend-
um og samkennuram. I kennslustarfí
Þórðar komu skýrlega fram hans
mannkostir og þekking á vélum og
vélbúnaði. Þórður var kröfuharður
kennari og lagði mikið upp úr allri
snyrtimennsku. Hann sagði: „Góður
vélstjóri er snyrtimenni." Þórður var
snyrtimaður sjálfur svo af bar, var
listamaður í eðli sínu og málaði í frí-
stundum.
Þórður var prófdómari við Vélskól-
ann eftir að hann hætti kennslu.
Þórður var mikill smekkmaður á ís-
lenskt mál og skrifaði auk Mótor-
fræðinnar, kennslubók í vatnsvéla-
fræði og burðarþolsfræði til kennslu
við Vélskólann. Auk þess skrifaði
hann og þýddi bækur og greinar um
tækniefni á íslensku og fórst honum
það mjög vel úr hendi en eins og
kunnugt er er það ekki alltaf auðvelt
að skrifa tæknimál á íslensku. Þórður
átti því drjúgan þátt í myndun hins
íslenska tæknimáls.
Ég minnist Þórðar sem góðs félaga
og þakka liðnar samverustundir, sem
varpa yl og ljóma á liðna æfí hans
og kveð hann með þakklátum huga
og sendi aðstandendum hans hlýjar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Þórðar Run-
ólfssonar.
Andrés Guðjónsson.
Þegar vinur minn og fyrrverandi
yfírmaður, Þórður Runólfsson, er lát-
inn, verður ekki komist hjá þeirri
hugsun, hvort maður hafí vissulega
fært sér í nyt alla þá aðstoð og
fræðslu, sem hann vildi veita okkur,
sem með honum störfuðum.
Ég er ekki fær um að lýsa öllu
því, sem hann vildi vel gjöra öllum
þeim, sem vora í hans umsjá, en mér
reyndist hann sá bakhjarl, sem dugði
til velgengni í mfnu lífi.
Þórður lauk prófí frá Vélskóla ís-
lands í Reykjavík 1921 og síðar prófí
í vélfræði frá Höhere Technische
Lehranstalt Technikum í Mittweida
í Þýskalandi 1924. Ég heyrði M.E.
Jessen skólastjóra Vélskólans aldrei
hrifnari af nokkram nemanda sinna
frekar en Þórði og bar virðingu fyrir
hæfni hans fyrr og síðar sem kenn-
ara. Eftir námið í Þýskalandi tóku
við ýmis störf. Þar má nefna verk-
smiðjustjóm í fiskimjölsverksmiðju
Gísla J. Johnsens í Vestmannaeyjum
1925- 26, stundaði kennslu
1926- 28, samdi fyrir ríkisstjóm
reglugerð um verksmiðju og vélaeft-
irlit 1928-29, var skoðunarmaður
og verksmiðjuskoðunarstjóri ríkisins
frá þeim tíma til 1952 að hann með
breyttum lögum var skipaður öiygg-
ismálastjóri. Því starfi lauk hann
1970 vegna aldurs.
Auk þessara starfa hannaði Þórð-
ur og hafði umsjón með byggingu
síldarverksmiðju m.a. á Siglufírði,
Húsavík, Seyðisfírði, Akranesi, Nes-
kaupstað, Ingólfsfírði og Höfðakaup-
stað sbr. Verkfræðingatal, en hann
var í Verkfræðingafélagi íslands
vegna hæfni sinnar og lausnar á
vandasömum verkfræðistörfum.
Hann teiknaði og hannaði vélar og
tæki af ýmsu tagi og hlaut m.a. verð-
laun fyrir teikningu af tíu þúsund
mála síldarverksmiðju og af íslensk-
um framtíðartogara.
Fyrstu kynni mín af Þórði voru
þau að ég, árið 1937, leitaði á náðir
hans um fræðslu af skóla þeim í
Þýskalandi, sem ég hafði fengið
áhuga fyrir og frétt að Þórður hafði
sótt og lokið prófí frá. Þórður lét
mér í té alla fræðslu, sem hann gat
um skólann og lánaði mér öll helstu
námshefti, sem hann hafði skrifað í
skólanum meðan á hans námi stóð
þar. Þetta var mér mikil aðstoð til
undirbúnings og uppörvunar. Síðar
kom Þórður ásamt konu sinni Sigríði
Gísladóttur í heimsókn til síns gamla
skóla í Mittweida. Þá kom strax í
ljós hans innri glaðværð og vinsemd
við allt vaxandi líf og atgervi. Þá
voru lögð drög að því, að ég yrði
með honum í starfi heima. Það stóðst.
Er heim kom haustið 1940 vora mér