Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 31
MIIMNING
EBBA KRISTÍN
EDWARDSDÓTTIR
allar dyr opnar. Um störf mín með
Þórði er það að segja að allt, sem
hann gat vel gert til að auka velfarn-
að okkar, sem með honum störfuðu
gerði hann af fúsum vilja, sem stuðl-
aði að góðum starfsanda við stofnun-
ina, sem hann stjórnaði.
Fyrstu árin, sem Þórður starfaði
við eftirlitið voru oft erfið vegna erf-
iðra samgangna um landið. Þá varð
hann oft að láta sér nægja hinn frum-
stæðasta ferðamáta, sem var erfiður
og tímafrekur. Allt þetta eins og
önnur brautryðjendastörf var ólíkt
erfiðara en síðar varð, þegar búið
var að „hasla völlinn", bæði hvað
varðar samgöngur( starfsmenn og
tækjabúnað.
Það var gott að gleðjast með Þórði
og Sigríði. Við starfsmenn hans nut-
um þess oft með mökum okkar í rík-
um mæli er þau hjónin buðu okkur
heim til þeirra fallega heimilis. Það
er okkur eftirminnilegar gleðistundir,
þar sepi allir nutu vinsemdar og gest-
risni þeirra hjóna. Á þessum stundum
var Þórður hrókur alls fagnaðar og
tók því með gleði og þökkum, sem
aðrir vildu leggja til aukinnar
skemmtunar. Þórður var mjög
smekkvís maður í öllu sínu fasi og
framkvæmd, snyrtimenni út í æsar
og mjög listrænn. Þær eru margar
fallegar myndirnar, sem ýmsir eiga
málaðar eftir Þórð. Þórður var heið-
ursfélagi í Oddfellowreglunni, en þar
hefur hann verið félagi síðan 1931.
Við félagar hans þar þökkum honum
góða aðstoð og mikið starf í langan
tíma. Nú kveðjum við hann öll með
söknuði.
Aðstandendum Þórðar vottum við
innilega samúð.
Friðgeir Grímsson.
Látinn er í hárri elli Þórður Run-
ólfsson fyrrv. öryggismálastjóri, en
hann var einn helsti brautryðjandi
slysavarna á vinnustöðum og vinnu-
verndar á íslandi.
Sem ungur maður gerði hann sér
fljótt grein fyrir því að með hugviti
og útsjónarsemi mætti margt bæta
hvað snerti öryggi og aðbúnað á
vinnustöðum. Þegar á námsárum
hans í Þýskalandi vaknaði áhugi
hans á þessum málum, en þar kynnt-
ist hann öryggiseftirliti á vinnustöð-
um, sem hér á íslandi var þá óþekkt.
Eftir heimkomu frá námi í vélfræði,
1924, starfaði hann í Vestmannaeyj-
um við fiskimjölsverksmiðju þar, en
1926 flutti hann til Reykjavíkur og
nokkru seinna var hann fenginn
ásamt fleirum til að undirbúa frum-
varp að lögum um eftirlit með verk-
smiðjum og vélum. Það var lagt fram
á Alþingi sem setti lög um þetta
efni sem öðluðust gildi 1. júlí 1928.
Einnig sá hann um samningu reglu-
gerðar um eftirlit með verksmiðjum
og vélum skv. lögunum. í framhaldi
af gildistöku hennar 16. febrúar
1929 hófst vinna að reglulegu ör-
yggiseftirliti á vinnustöðum hér á
landi. Á Bretlandi hófst slíkt eftirlit
hins vegar um 1833 og í Danmörku
1874.
Margt hefur breyst síðan þetta
gerðist. Gífurleg iðn- og tækniþróun
hefur átt sér stað í heiminum og
ekki hvað síst á íslandi þar sem
breytingarnar urðu jafnvel hraðari
en víðast annars staðar. Þórður var
skipaður fyrsti skoðunarmaður rík-
isins á þessu sviði 1929 og helgaði
starfskrafta sína þvi markmiði að
vernda hinn vinnandi mann gegn
slysum og heilsuvá vegna vinnunnar
og aðstæðna á vinnustað. Hann beitti
sér fyrir því að lögin frá 1928 væru
endurskoðuð eftir stríðið og árið
1952 gengu í gildi lög um öryggis-
ráðstafanir á vinnustöðum sem komu
í stað gömlu laganna frá 1928.
Þórður starfaði að vinnuvernd alla
sína starfsævi og má segja að starfs-
tíminn hafi skipst í tvo kafla. Árin
1928-1951 með lögunum frá 1928
og árin 1952-1969 ineð lögunum frá
1952. í lok árs 1969 lét Þórður af
störfum fyrir aldurs sakir og hafði
þá starfað óslitið á þessum málum í
42 ár. Fyrstu árin var hann eini
starfsmaðurinn en seinna jókst starf-
ið og fleiri komu til starfa með hon-
um. Þórður var mikill embættismað-
ur, mjög vinnusamur, ritfær vel,
nákvæmur og rökfastur. Álits Þórðar
var oft leitað í erfiðum málum m.a.
af Hæstarétti. Þórður tók þátt í
Norðurlandasamstarfi fyrir hönd
stofnunar sinnar og naut mikils álits
hjá starfsbræðrum sínum þar.
Þórður var listhneigður, — teikn-
aði og málaði. M.a. teiknaði hann
hurðarbúnaðinn (húninn og læsing-
una) á kirkjunni að Bessastöðum.
Allmörg málverk eru til eftir hann.
Eftir að Þórður missti sína ágætu
konu Sigríði Gísladóttur, en henni
kynntist hann í Vestmannaeyjum,
bjó hann einn að Tómasarhaga 11
þar til fyrir tæpu ári að hann fór á
Hrafnistu þar sem hann lést 31. júlí
sl. Sigurður bjó fjölskyldu sinni fal-
legt heimili bæði meðan þau bjuggu
á Hávallagötu 27 og eins eftir að
þau fluttu á Tómasarhagann. Á báð-
um þessum stöðum tóku þau á móti
gestum með rausn og hlýju sem
ávallt fylgdi þeim og heimili þeirra.
Við þökkum af alhug hans braut-
ryðjandastarf sem oft á tíðum var
erfitt og stundum vanþakkað. Bless-
uð veri minning hans.
Jórunn Ásta Guðmundsdóttir,
Eyjólfur Sæmundsson.
Aðrir munu lýsa hér æviferli Þórð-
ar Runólfssonar, fyrrverandi örygg-
ismálastjóra. Dagsbrún stendur í
mikilli þakkarskuld við þennan látna
heiðursmann. Ég kynntist þessum
manni ekki fyrr en upp úr 1950 þeg-
ar ég kom í stjóm Dagsbrúnar. Það
sem vakti strax atygli mína, var
skörp hugsun og sjálfstæði, seinna
áttum við eftir að starfa mikið sam-
an. Þá var búið að breyta nafni á
embætti hans í Öryggismálastjóri,
áður hét það Véla- og verksmiðjueft-
irlit ríkisins. 1928 var hann fenginn
til að semja lög um þessa fyrirhug-
uðu stofnun og verksvið hennar, var
svo skipaður forstjóri 1929. Strax
mættu honum gífurlegir erfiðleikar
í starfi, skilningur atvinnurekenda
og því miður verkafólks var mjög
takmarkaður og í sumum tilvikum
beinlínis neikvæður. Fyrst var hann
einn, sem starfsmaður stofnunarinn-
ar, síðan bættust þetta einn og tveir
við.
Ég lenti í stjórn svokallaðs Öryggi-
seftirlits 1955. Það var ákaflega
dýrmætur skóli. Þórður úrskýrði fyr-
ir mér með skýrum og einföldum
rökum gildi öryggis á vinnustað og
hvað mikið væri af slysum sem bæði
fylgdi örkuml og dauði sem auðveld-
lega hefði mátt afstýra, en fyrst og
fremst var verkefni hans að afstýra
slysum og koma mönnum beggja
megin frá í skilning um gildi þess
að hlýða lögum og reglum. Þetta er
einn besti skóli sem ég hef fengið,
maðurinn var gæddur fágætum
hæfileikum, hann samdi lög eða upp-
kast að lögum um flóknustu atriði
sem voru svo skýr og greinargóð að
ég þekki engan sem hefði það eftir
leikið. Ef slys hafði átt sér stað og
Þórður gaf umsögn un orsakir þess,
dró hann saman svo skýr og afger-
andi aðalatriði að umsögn hans
stóðst nær undantekningarlaust fyrir
Hæstarétti. Hugsunin var svo skýr.
Það þýddi ekkert fyrir nokkurn aðila
að hafa áhrif á niðurstöður eða um-
sögn Þórðar nema það væru upplýs-
ingar sem breyttu atburðarás. Gegn-
um árin var umsögn Þórðar sem ör-
yggismálastjóra lögð til grundvallar
í skaðabótakröfum, það var ekki oft
að tryggingarfélög legðu til atlögu
við umsögn Þórðar.
Ég dreg ekki dul á það að hann
bar hlýjan hug til Dagsbrúnar. Faðir
hans hafði verið einn af stofnendum
félagsins og verið einn af fímm sem
höfðu verið fengnir til að semja lög
þess, hann var þriðji maður sem
skrifaði undir stofnskrá Dagsbrúnar.
Þórður lét af embætti fyrir aldurs
sakir um áramótin 1969-70. Ég varð
var við það að stéttarbræður hans á
Norðurlöndum báru til hans ákaflega
mikið traust og oftar en einu sinni
var óskað eftir honum í alþjóðlegar
nefndir, en ríkið taldi fé betur varið
en til slíks og Þórður sat heima í
starfi sínu.
Um 1960 var hér haldin norræn
ráðstefna öryggismálastjóra. Þórður
fékk þá miklu heiðursmenn Eðvarð
Sigurðsson og Benedikt Gröndal til
að vera forseta fyrir þessari ráð-
stefnu. Ég kom nokkrum sinnum á
ráðstefnu þessa og fann þar þaö
traust sem Þórður hafði og hvað
þeir spurðu hann oft álits í flóknum
málum. Eins fannst þeim mikið til
koma hvað samstarf Eðvarðs og
Benedikts við Þórð var gott. Ráð-
stefna þessi var Islandi til sóma og
álitsauka.
Við Eðvarð Sigurðsson leituðuin
oft til Þórðar og nutum margvfslegr-
ar aðstoðar hans og Dagsbrún skuld-
ar honum mikið þakklæti fyrir. Hann
var einn af velunnurum félagsins,
þó hallaði hann aldrei réttu máli til
að gera okkur til geðs.
Ævistarf þessa manns fór ekki
hátt en hann var brautryðjandi í ör-
yggismálum á vinnustöðum á þeim
tíma er tæknin flæddi yfir og í öllum
flóknustu tæknimálum virtist hann
vera jafnvel heima.
Hann verður lagður til moldar í
dag. Frá Dagsbrún fylgir honum hlýr
hugur og þakklæti og aðstandendum
hans öllum, óskum við blessunar, það
var fengur fyrir verkafólk og íslenskt
atvinnulíf að eiga þennan mann að.
Guðmundur J. Guðmundsson.
■4- Ebba Kristín
* Edwardsdóttir,
talmeinafræðing-
ur, fæddist í
Reykjavík 18. maí
1941. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítalans 2.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
rún Halldórsdóttir,
d. 12. júní 1949 og
Edward Jónsson,
stýrimaður, d. 29.
nóvember 1981.
Ebba tók almennt
kennarapróf frá
Kennaraskóla Islands 1963,
tónmenntakennarapróf frá
Kennaraháskóla Danmerkur
1964, stúdentspróf frá Kenn-
araháskólanum í Árósum og
lauk prófi þaðan 1971. Hún
fékk MS gráðu í talmeinafræði
frá Illinois-háskóla 1978. Hún
starfaði sem almennur kennari
við Landakotsskóla í 3 ár, við
Hagaskóla í 1 ár, sem talmeina-
og heyrnarfræðingur við Borg-
arspítala 1972 til 1976 og við
Grensásdeild frá 1978 til 1983.
Frá 1984 hefur hún verið tal-
meinafræðingur við Heyrnar-
og talmeinastöð Islands.
EBBA var alinn upp hjá afabróður
mínum Edward Jónssyni frá Mörk
við Bræðraborgarstíg.
Eftir að ég komst að þessu fyrir
um það bil 20 árum kallaði ég hana
frænku. Hlutskipti okkar í lífinu var
með svipuðum hætti þ.e. að sjá um
meðferð heyrnar- og talskertra og
ErOdnkkjur
Glæsileg kíiffi-
hlaðborð fallegir
Sidir og nijög
gíkl þjónusta.
Upplýsingar
ísíma22322
FLUGLEIDIR
léTGL LtFTLEIIIK
Krossar
I PT-áleiai
I viSarlitoq máloöir.
Mismunanai mynslur, vönauo vinna.
Slmi 91-35929 oq 35735
spila á orgel í kirkjum.
Það var einmitt
þannig, sem við kynnt-
umst fyrst, þ.e. í gegn-
um hljómlistina. Við
spiluðum saman í
skólahljómsveit
Kennaraskólans, hún á
píanó og_ég á harmón-
ikku. Ég heimsótti
hana stundum á Fram-
nesveginn á þessum
árum og spiluðum við
þá hvor fyrir aðra á
nikkuna hennar, en
hún átti forkunn-
arfagra harmónikku,
sem henni þótti undur
vænt um.
Ebba var afskaplega glaðvær á
skólaárunum í Kennaraskólanum
gamla, með geislandi augu og sóp:
aði að henni hvar sem hún fór. í
mörg ár átti hún við erfiðan sjúk-
dóm að glíma og gekk nánast aldr-
ei heil til skógar þann tíma sem
hún vann á Heyrnar- og talmeina-
stöð íslands, en alltaf var stutt í
glaðværðina og hláturinn þó svo
að dimmir skuggar sjúkdóma
fylgdu henni. Ég talaði síðast við
hana fyrir tveimur vikum og var
hún þá flutt af Framnesveginum
og í Sörlaskjól og lét hún þess get-
ið að nú liði sér vel. Hún hafði þá
verið frá vinnu í nærri ár vegiia
veikinda. En ósýnileg minning mín
man átján ára gamla stúlku glað-
væra og glettna á svip.
Hafðu þökk fyrir öll góðu árin,
sem við áttum saman og ég vona
að þú sért loksins búin að hitta
pabba þinn aftur, sem þú þráðir svo
heitt.
Birgir Ás.
Friöjinns
Suöuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sfmi 31099
Opið 5II kvöld
tíl kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
FjÁRFESTING í TÖLVUNÁMI VEITIR
VINNUMARKAÐINUM!
82 klst. starfsmenntunarnámskeið með áherslu á
undirbúning fyrir störf á nútíma skrifstofum.
Verð aðeins
58.600.-
kr. stgr.
Afb.verð kr. 61.700.- eða 3.943 •" kr. á mánuði!
Skuldabréf í 19 mánuði, allt innifalið.
ÞÉR FORSKOT Á
KENNSLUGREINAR: ; ‘
- Almenn tölvufræði . stM Mar^ÍNcask;öi •
- MS-DOS og Windows .T.£*jÐÁ
- Ritvinnsla
- Töflureiknir og áætlanagerð
- Glærugerð og auglýsingar
- Tölvufjarskipti
- Umbrotstækni
Innritun fyrir haustönn er hafin. Hringdu og fáðu sendan
bækling eða kíktu til okkar í kaffi.
I Tölvuskóli Reykiavíkur
p.v.v.v.vj ■ BORGARTÚNI 28. 105 REVKJAUÍK. simi 616699. fax 616696