Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 45

Morgunblaðið - 09.08.1994, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 45 UNGLINGAR Ætlar þú að flylja til Reykjavíkur þegar þú verður stór? Spurt í Borgarnesi Dagmar 16 ára Ég bara veit það ekki. Mig langar það, en ætli maður verði ekki bara hér. Helena Sif 14 ára Nei, ég ætla að búa hér. Sigurvin 16 ára Dagmar Nei, ég ætla að búa héma í heimabyggð, hjá Helenu. Helena 14 ára Já, örugglega. Það er skemmtilegra þar en hér. Helena Sif Sigurvin I I I I I Hættu að bögga mig Maður sem böggar „Böggur“ : Marsibil Maður 1 sem er búínn að vera of lengi Einar Strákur sem lætur asm og ems sundi Drífa <D 3 Q> :o '3 co c Skemmtilegast að grúska Nafn: Halldór Torfason. Heima: Borgarnesi. Aldur: 15 ára. ( Skóli: Grunnskóli Borgamess. ^ Helstu áhugamál: íþróttir, bílar , og stelpur. * Uppáhalds hyómsveit: Metallica Uppáhalds kvikmynd: Engin sérstök. Mér finnast spennumynd- ir skemmtilegastar. Byssumyndir. Uppáhalds sjónvarpsefnið: Ég horfi svo lítið á sjónvarp, bara bíómyndir. Jú og Simpson fjöl- skylduna. ( Besta bókin: Ég held ég hafi aldr- | ei klárað bók. Ég nenni því ekki. á Að lesa er mesta tímasóun sem * ég veit um. Ég les bara námsbæk- Hvað viltu ráðleggja þeim sem umgangast unglinga? Ég kann það ekki. Flestir full- orðnir eru allt í lagi. Sumir telja sig þó hafa forgang bara fyrir að vera fullorðnir, eins og t.d. í búðum. Hvað viltu segja að lokum? Vertu þú sjálf- ur. Hver myndir þú vilja vera ef þú værir ekki þú? Eg veit það ekki. Allavega ekki mamma. Hvemig er að vera unglingur í dag? Það er allt í lagi. Mér líður ágætlega. Maður er ekki jafn inni- lokaður og unglingar voru áður. Hverju myndir þú vilja breyta í þjóðfélaginu? Engu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að gera við ýmsa hluti eins og bíla og yórhjól og grúska í ein- hverju. Hvað er það leiðin- legasta sem þú gerir? Að gera ekki neitt. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verð- ur stór? Ætli ég verði ekki bifvélavirki. Það er það eina sem ég hef áhuga á að læra. I DAí ur. KONRÁÐ Jóhann Bryiyarsson ísland eftir 1.000 ár HVERNIG verður ísland eftir 1.000 ár? Við erum víst blessunarlega laus við að vita það. En við getum þó látið okkur detta ýmislegt í hug ... Við erum stödd á íslandi, árið er 2994. íslendingar hafa ekki breyst mikið en samt svolítið. Landið er orðið að fjölsóttum ferðamannastað sem býður ferðamönnunum upp á svokallaðar Landgræðsluferðir. í þessum ferðum eru þægindaþreyttir ferðamenn látnir vinna að uppgræðslu á melum landsins. Tíu árum síðar er þeim boðið í fjögurra daga ferð, ókeypis, til þess að skoða árangur erfiðis síns. Þessar „pakkaferðir" eru mjög vinsæl- ar hjá fólki sem er þreytt á því að sitja heima og fá allt upp í hendurnar. Farartæki á íslandi hafa breyst mikið síðustu 1.000 ár. Fljótlega uppúr 2000 voru bensínbílar teknir úr notkun og rafmagnsMI- ar komu í staðinn. Núna 2994 eru bílar alveg horfnir af sjónarsviðinu. í staðinn eru komin svifbelti sem menn hafa um sig miðja og gera þeim kleift að svífa á þægilegum hraða á milli staða. Stjórnmálamenn eins og þeir þekktust fyrir 1.000 árum eru úr sögunni. í staðin er forseti og 20 þingmenn kosnir árlega. Þeirra hlutverk er að breyta og bæta gildandi lög- um_ og sníða þau eftir aðstæðum í landinu hvetju sinni. Árið 2484, eða fyrir 500 árum, var tekin upp sameigin- leg mynt fyrir allt sólkerfíð. Myntin er kölluð Sóldalur. Ekki þarf að fjölyrða um þægindi þessarar breytingar. Núna, árið 2984, höldum við íslendingar upp á 1.050 ára afmæli Lýðveldisins íslands á Þingvöllum. Þar sem bílar hafa verið lagðir niður er ekki hætta á umferðaröng- þveiti í líkingu við það sem varð forðum daga þegar lýð- veldið ísland varð 50 ára. Þannig að úrelding bfla hefur haft marga kosti í för með sér. Ætli ísland verði svona eftir 1.000 ár? Nei, ætli það, en kannski ... Hver veit??? Konráð Jóhann Brynjarsson, Borgarnesi. Komin eru svif- belti sem menn hafa um sig miðja og gera þeim kleift að svífa á þægileg- um hraða á milli staða Sjábu hlutina í víbara samhengi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.