Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 09.08.1994, Qupperneq 48
MORGUNBLABIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK SlMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85 ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 1994 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Útgerð Hágangs II ekki kærð fyrir ólöglegar veiðar en verður að greiða sekt Jens Evensen hvetur til við- ræðna við Islendinga strax Tromsö. Morgunblaðið. JENS Evensen, fyrrverandi viðskipta- og hafréttarráðherra Norðmanna og fremsti sérfræðingur þeirra á sviði hafréttar, hvetur til þess að norsk stjórnvöld leiti þegar í stað eftir viðræðum við íslendinga um lausn Svalbarðadeilunnar. Togarinn Hágangur II, sem færður var til hafnar í Tromsö á sunnudag vegna meintrar skotárásar eins skipveija á norska strandgæzlumenn, fékk að láta úr höfn að nýju síðdegis í gær og ekki verður höfðað mál á hendur útgerð togarans vegna ólöglegra fiskveiða. Stýrimaður skipsins hefur hins vegar verið ákærður fyrir að 1 ógna opinberum starfsmönnum og skipstjórinn og útgerðin sektuð um tvær milljónir íslenzkra króna fyrir að neita skipunum um að stöðva skipið og hleypa strandgæzlumönnum um borð. Dómari í Tromsö úr- skurðaði í gærkvöldi að ekki væri ástæða til að halda stýrimanninum í gæzluvarðhaldi. Lögregla áfrýjaði hins vegar úrskurðinum og komst stýrimaður ekki úr landi með skipsfélögum sínum. Kristján Ragnars- son, formaður Landssambands útvegsmanna, segir þessa niðurstöðu mála munu ýta undir sókn íslendinga á Svalbarðasvæðið og í Smuguna. Jens Evensen er fremsti hafréttarsér- fræðingur Norðmanna og hefur nýlega hætt störfum sem dómari við Alþjóðadómstólinn í Haag. Hann var yfir- smiður stefnu Norð- manna varðandi fisk- veiðar í Barentshafi og átti frumkvæði að samningunum um „gráa svæðið" svokall- aða við Rússa, auk þess að eiga mikinn þátt í niðurstöðu haf- réttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Hann segir í samtali við fréttaritara Morgun- blaðsins í Noregi að íslendingar og Norðmenn eigi nú að sjá sig um hönd og setjast að samningaborði. Stríð leysir engan vanda „Eg legg til að deilan verði leyst með pólitískum samtölum og samn- ingaviðræðum," segir Evensen. „Ég vitna til stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, þar sem segir skýrt og greinilega að óheimilt sé að beita valdi eða hóta valdbeitingu. Stríð leysir engan vanda." Evensen leggur til að önnur hvor ríkisstjórnin, sú norska eða sú ís- Jens Evensen fyrr- um hafréttarráð- herra Norðmanna. lenzka, taki frumkvæð- ið að viðræðum, eða jafnvel að farið verði með deiluna fyrir Al- þjóðadómstólinn í Haag. Erfitt að vinna mál um ólöglegar veiðar Ríkissaksóknarinn í Troms og Finnmörku, Tormod Bakke, segir í samtali við fréttastof- una NTB að erfitt geti reynzt að benda á sekt útgerðar Hágangs II og þar með að vinna dómsmál gegn henni sem höfðað væri vegna ólöglegra veiða. „Það þarf að yfirfara allt lagakerfið [um veiðar á verndarsvæðinu við Sval- barða] í þjóðréttarlegu samhengi, og mér skilst að slík vinna standi nú yfir í sjávarútvegs- og utanríkis- ráðuneytunum," segir Bakke. Hann segir það hins vegar liggja ljóst fyrir að skipstjórinn á Hágangi og útgerð hans hafi skirrzt við að hleypa eftirlitsmanni um borð í skipið og að hlýða fyrirskipunum strandgæzlunnar um að sigla til lands. Morgun- verður arn- arungans Þessi stálpaði arnarungi var nýbúinn að gæða sér á ný- veiddum laxi, sem foreldrar hans höfðu fært honum, er ljós- myndarann bar að og lét hann ekki trufla sig frá málsverðin- um nema augnablik. Vegna friðunarákvæða má eigi geta þess, hvar myndin er tekin, til að koma í veg fyrir átroðning fólks við hreiður arnarhjón- Morgunblaðið/Birgir Hágangsmálið/4 anna. Smíði lóðsbáts fyrir Vestmannaeyjar Þorgeir og Ellert með lægstu tilboð SKIPASMIÐASTOÐ Þorgeirs og Ellerts á Akranesi var með lægstu tilboð í smíði nýs lóðsbáts fyrir Vest- mannaeyjar, en fyrirtækið var með tvö tilboð miðuð við mismunandi vélarstærðir. Að sögn Þorgeirs Jós- efssonar framkvæmdastjóra skipa- smíðastöðvarinnar hljóðar lægra til- boðið upp á 98 milljónir króna en hið hærra upp á 115 milljónir. Skipa- lyftan í Vestmannaeyjum var síðan Mínnkandi líkur eru á Dýr keppnisbíll EKKI hefur komið dýrari bíll . til landsins en sá að ofan. Eig- andinn Peter Vassala ætlar að keppa á honum í rallíi hér á landi í byrjun september. Bílinn kostar í Bretlandi 150.000 sterl- ingspund, um 15 milljónir ísl. króna. Hann kostaði hins vegar um 27 milljónir á götuna yrði hann tollafgreiddur hér. ■ 27 milljón/C8 að kosið verði í haust JÓN Baldvin Hannibalsson, for- maður Alþýðuflokksins, greindi Davíð Oddssyni forsætisráðherra í gær frá niðurstöðu meirihluta þing- flokks, framkvæmdastjórnar og formanna kjördæmisráða Alþýðu- flokksins á laugardag að ekki væri tilefni til að ganga til alþingiskosn- inga í haust. Davíð átti einnig við- ræður við forystumenn stjórnarand- stöðunnar um hugsanlegar haust- kosningar í gær. Andstaða Alþýðuflokks Davíð sagði að viðræðunum lokn- um að verulega hefði dregið úr lík- unum á að þing verði rofið og boð- að til kosninga í haust, einkum Lokaákvörð- un fyrir fimmtudag vegna andstöðu Alþýðuflokksins en forsætisráðherra ætlar að taka end- anlega ákvörðun fyrir næstkomandi fimmtudag. Davíð sagðist sjálfur hafa séð fleiri kosti en galla við haustkosningar. Á fundum hans með forystumönnum stjórnarand- stöðuflokkanna í gær hefði komið fram að stjórnarandstaðan væri ekki sammála þeim annmörkum sem hann hefði bent á að fylgt gætu kosningabaráttu í febrúar og mars en vildi af öðrum ástæðum að ríkisstjórnin færi frá og gengið yrði til kosninga Sjálfstæðisflokkur yrði að axla ábyrgðina Jón Baldvin sagði í gær að ef vilji alþýðuflokksmanna yrði snið- genginn og frekar farið að óskum stjórnarandstöðunnar væru það ákveðin skilaboð og Sjálfstæðis- flokkurinn yrði þá einn að axla ábyrgð af því og skýra fyrir kjós- endum hvers vegna hann kysi að láta stjórnarsamstarfinu lokið. Líkur á haustkosningum/6 og 8 með tilboð sem hljóðar upp á 118 milljónir króna. Þorgeir sagði að tilboð Þorgeirs og Ellerts væri í 20 metra langt skip og væri lægra tilboðið miðað við 885 hestafla vélarstærð en hærra tilboðið 1.000 hestöfl. Tilboð Skipalyftunnar er hins vegar í 22 metra langt skip. „Ef við fáum verkið erum við með mjög sterkan grunn til að byggja á næstu 10 mánuðina. Við erum nú í breytingum á einu skipi og að smíða fiskvinnslubúnað. Við erum að klára tvær línur sem eru að fara til Noregs og okkur skilst á samstarfsaðila okk- ar, Marel hf., að það sé meira á leið- inni,“ sagði Þorgeir. Þarf lagabreytingu fyrir loðnuskip I burðarliðnum er samningur Þor- geirs og Ellerts hf. um smíði á 1.300 lesta nótaskipi fyrir Fiskimjöl og lýsi hf. í Grindavík. Fyrir liggur vilja- yfirlýsing um smíðina, sem háð er ákveðnum skilyrðum. Þar er fyrst og fremst um að ræða að lögum um úreldingu verði breytt og að fjár- mögnun verksins takist á meðan á smíðinni stendur. Þorgeir sagði að þetta mál væri nú til athugunar hjá þremur ráðuneytum. „I dag eru lög og reglugerðir þannig að það þarf að úrelda rúmmetra á móti rúm- metra, en svona lög eru auðvitað óþörf þegar ákveðnar ótímabundnar reglur gilda um kvótakerfi. Ef út- gerðarmaður á einhvern kvóta, er það ekki ríkisvaldsins að ákveða hvort hann telji hagkvæmt að ná í hann á stóru eða litlu skipi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.