Morgunblaðið - 16.08.1994, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
MYNDIN sýnir átta af þeim ellefu byggingum sem Inga Dagfinnsdóttir og Tom Heneghan hönn-
uðu fyrir japanska rannsóknarmiðstöð í landbúnaði. Langa húsið neðst til vinstri er fyrir naut-
gripi, minna húsið hægra megin við það fyrir kálfa og neðst til hægri er hlaða. Næst fyrir ofan
hlöðuna er hesthús, ljósa húsið ofarlega á myndinni er haughús og efst á myndinni, hægra megin
við miðju, er mjólkurbú ásamt tveimur vélageymslum.
íslenskur arkitekt fær
fyrstu verðlaun í Japan
ARKITEKTARNIR Tom Heneghan og Inga Dagfinnsdóttir.
INGA Dagfinnsdóttir arkitekt hef-
ur ásamt Bretanum Tom Heneg-
han fengið æðstu verðlaun Jap-
anska arkitektafélagsins, svo-
nefnd Gakkal Shoh-verðlaun, fyrir
byggingar sem þau hönnuðu og
voru reistar í Japan. Áður hefur
aðeins einn erlendur arkitekt hlot-
ið slíkan heiður, en tilnefningar
til verðlaunanna að þessu sinni
voru tæplega 400. Verðlaunin eru
hin æðstu, sem veitt eru í Japan
fyrir byggingarlist.
Inga nam byggingarlist í Arc-
hitectural Association School of
Architecture, AA, í London. Þaðan
lauk hún námi 1985, starfaði um
tíma í London og jafnframt hér á
landi. Hún fékk eins árs rann-
sóknarstyrk frá japanska ríkinu
og nam við Tókíó-háskóla, en í
framhaldi af þeirri dvöl setti hún
á laggimar vinnustofu í Tókíó, í
félagi við Tom Heneghan. Teikni-
stofu sína, The Architecture Fact-
ory, reka þau einnig í London og
Reykjavík. Á stofunni í Japan
starfar arkitektinn Ando, en fTeiri
starfsmönnum er bætt við eftir
því sem þörf krefur.
Rannsóknarmiðstöð í
landbúnaði
Byggingarnar, sem Inga og
Tom voru verðlaunuð fyrir, eru
11 hús rannsóknarmiðstöðvar í
landbúnaði, en lokið var við að
reisa þau á síðasta ári. Hönnunin
var hluti af svokölluðu Art-Polis
verkefni, sem í fólst hönnun og
bygging fjölda opinberra bygginga
og stofnana í Kumamoto-fylki á
eyjunni Kyushu. Fjöldi virtra jap-
anskra arkitekta tók þátt í verk-
efninu, sem og erlendir arkitektar
sem leitað var sérstaklega til. Alls
vora hannaðar og reistar hátt í
þrjátíu byggingar.
Byggingarnar ellefu í rann-
sóknarmiðstöðinni era misstórar
og þjóna mismunandi kröfum, en
þær standa innan þjóðgarðs í
Kumamoto. Þjóðgarðurinn liggur
mjög hátt, umlukinn fjöllum og
skammt utan hans gnæfír virkt
eldfjall, Aso, sem á það til að spúa
eldi og eimyiju yfir nágrennið.
„Japanir eru mjög framarlega í
öllum rannsóknum á sviði land-
búnaðar," sagði Inga. „Þessi rann-
sóknarstöð er afar tæknivædd og
þangað kemur fjöldi fræðimanna
á hverju ári hvaðanæva að úr
heiminum til að kynna sér ýmsar
merkar nýjungar. Þá er einnig
rekinn þarna landbúnaðarskóli.
Ákveðið var að reisa 11 nýjar
byggingar fyrir miðstöðina og þær
vora af ýmsum toga, til dæmis
rannsóknarstofur, mjólkurbú,
gripahús, hlöður og haughús,
ásamt véla- og tækjageymslum.“
Samið við þjóðgarðsnefndina
Inga sagði að arkitektarnir
hefðu haft misfijálsar hendur við
hönnunina. „Japanir hafa hingað
til byggt sín sveitahús í hefð-
bundnum stíl og þjóðgarðsnefndin
var því ekki alltaf sátt við þær
leiðir sem við vildum fara,“ sagði
hún. „Þá náðist samkomulag um
að hafa óhefðbundnari byggingar
fjær aðalveginum, sem liggur um
þjóðgarðinn. Við urðum einnig að
taka tillit til þess að töluvert ösku-
fall er á svæðinu og askan varð
að skolast auðveldlega af húsun-
um. Við notuðum við, stál, steypu,
gler og plexigler. Þótt húsin séu
ólík bera þau samt sterkan keim-
líkan svip, sem myndar heild í
landslaginu."
Inga sagði að veðurfarið hefði
einnig haft mikil áhrif á hönnun-
ina. „Nautgripahúsin era til dæm-
is hönnuð á þann hátt að dýrin
geta verið utan dyra, en þó ávallt
notið skjóls, jafnt fyrir brennandi
sól sem snjókomu. Mikilfenglegur
fjallahringurinn setti svip sinn á
húsin og taka mænir tveggja hús-
anna svip af því. Loks varð svo
að hafa í huga, að húsin varð að
aðskilja vegna smithættu."
Hönnun í framandi landi
Inga sagði að mjög spennandi
væri að spreyta sig á hönnun
bygginga í framandi landi. „Þessi
heiður, sem okkur hefur hlotnast,
á vonandi eftir að skila frekari
verkefnum. Þá hefur verið fjallað
lofsamlega um byggingarnar í öll-
um helstu byggingarlistartímarit-
um heims og prýða þær meðal
annars forsíður Architectural
Review og Japan Architect. Við
þurfum því ekki að kvarta yfir
móttökunum, en sá heiður sem
okkur hefur nú verið sýndur vegur
þyngst."
Sterkum lyfjum stolið
í innbroti í apótek
MIKLU af morfíni og róandi lyfj-
um var stolið í innbroti í apótekið
á Reyðarfirði aðfaranótt laugar-
dags.
Innbrotið uppgötvaðist á
laugardagsmorgun. Farið hafði
verið inn í apótekið og stolið um
2.000 pillum af díazepam, moga-
don og fleiri lyfjum, svo og fjölda
ampúla sem innihéldu morfín og
önnur sterk lyf. Einnig voru tekn-
ar sprautur.
Lögreglan á Eskifirði segir að
fagmannlega hafi verið að verki
staðið við innbrotið, ekki síst við
val á þeim lyfjum sem þjófarnir
höfðu á brott með sér og ekki sé
vafi á að þeir hafi vitað að hveiju
þeir voru að leita.
Einnig var brotist inn í heilsu-
gæslustöð og hárgreiðslustofu sem
era í sama húsi og apótekið og
m.a. stolið nokkra af peningum
og dýrum hárskurðarskæram. Þá
var sömu nótt brotist inn í Kaupfé-
lagið á Reyðarfírði og er talið víst
að sömu menn hafi verið þar að
verki og í apótekinu.
Lögreglan á Eskifirði hefur
málið til rannsóknar en ekki er
vitað hveijir voru að verki. Ekki
var þjófavarnarkerfi í apótekinu
eða öðrum þeim fyrirtækjum sem
brotist var inn í.
KAÞÓLSKA kirkjan í Hafnarfirði.
Kveikt í kirkju
kaþólskra
REYNT var að kveikja í kaþólsku
kirkjunni í Hafnarfirði á sunnu-
dagsmorgun. Talið er að eldfim-
um vökvum hafi verið skvett á
gólf og eldur borinn að en hann
náði ekki að breiðast út og ber-
ast í nærliggjandi tréverk. Ekki
er vitað hver var að verki.
Nunna kom að kirkjunni
ólæstri á sunnudagsmorgun og
sá að farið hafði verið inn í miðja
kirkjuna á gluggalausan gang
sem liggur að stiga. Þar voru
sviðnar gólfflísar og sótsvartar;
talið er víst að eldfimum vökva
hafi verið stökkt þar á og eldur
lagður að. Hann hafi hins vegar
kafnað af sjálfsdáðum og ekki
náð að breiðast útí stigann og
viðarklætt loftið. Á gólfinu fund-
ust eldfæri.
Skemmdir voru ekki miklar að
sögn lögreglu en hæglega hefði
getað farið verr. Málið er til rann-
sóknar hjá RLR en ekki er vitað
hveijir vora að verki. Lögreglan
þiggur með þökkum ábendingar
Morgunblaðið/Golli
ÁSGEIR Sörensen, formaður
stjórnar kaþólska safnað-
arins í Hafnarfirði vð staðinn
þar sem eldurinn kom upp.
um mannaferðir í grennd við
kirkjuna aðfaranótt sunnudags
og sunnudagsmorgun.
Unnar Þór Böðvars-
son settur skólasljóri
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef-
ur sett til eins árs í stöðu skóla-
stjóra Hvolsskóla Unnar Þór Böð-
varsson, skólastjóra Reykholtsskóla
í Biskupsstungum.
í fréttatilkynningu frá ráðuneyt-
inu segir: „Svo sem kunnugt er af
fréttum setti ráðherra Jónínu
Tryggvadóttur í þetta starf fyrir
nokkru á grundvelli þess að hún
hefði mestu menntunina og Ijöl-
þættasta reynslu hinna 12 umsækj-
enda. Skólanefnd og fræðslustjóri
höfðu hins vegar mælt með Unnari
Þór Böðvarssyni.
Vegna ályktana og mótmæla
skólanefndar og Skólastjórafélags
Suðurlands treysti Jónína sér ekki
til að taka stöðunni. Miðað við af-
stöðu skólanefndar, fræðslustjóra
og Skólatjórafélags Suðurlands,
hefur ráðherra ákveðið að kanna
ekki hug þeirra níu umsækjenda
sem eftir eru með meiri menntun
en Unnar Þór en áréttar fyrri yfir-
lýsingar sínar að hann munu beita
sér fyrir því að lög kveði á um fag-
leg vinnubrögð við ráðningar skóla-
stjóra með markvissari hætti en nú
er.“
f
(í
fl
(
r
fl
fl
c
fl
c
I
í
4
\i
\i
c
i