Morgunblaðið - 16.08.1994, Síða 16

Morgunblaðið - 16.08.1994, Síða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ __________________________________ERLEiMT___________________________________ Einn alræmdasti hryðjuverkamaður síðari tíma handtekinn og framseldur til Frakklands Er sögnnni um Sjakalann lokið? TUTTUGASTI og annar desember 1975. Sex hryðjuverkamenn, sem höfðu tekið 11 ráðherra OPEC- landa í gíslingu, fara um borð í DC-9 flugvél á flugvellinum í Vín. Þeir létu fljúga með sig til Alsír, þar sem þeir gáfust síðar upp. Sjakalinn Carlos skipulagði mannránið. Hryðjuverkamaðurínn Carlos Martinez, stundum nefndur Sjakalinn, er löngu orðinn goð- sögn. Um hann hafa veríð skríf- aðar bækur. Hann var af ríku foreldri og naut góðrar menntun- ar. Ferill hans er blóðugur, og vestræn yfírvöld hafa leitað hans árum saman. í gær var hann handtekinn í Súdan-og framseld- ur til Frakklands. Var hann kald- rifjaður morðingi, eða faglegur byltingarmaður? ILLICH Ramirez Sanches; Carlos Martinez; Sjakalinn. Þetta er vel þekkt ljósmynd af honum. SJAKALINN dró bestu leyniþjón- ustumenn Vesturlanda á asnaeyr- unum í tvo áratugi, og rann þeim úr greipum hvað eftir annað. En í gær greindu Súdanir frá því að þeir hefðu tekið hann höndum og fram- selt til Frakklands. Stjórnvöld þar í landi sögðu hann myndi koma fyrir yfirvöld dómsmála þá um daginn. Sjakalinn var líka þekktur undir nafninu Carlos, og tengdist mörgum áberandi hryðjuverkum á áttunda áratugnum, þar á meðal ráninu á ellefu ráðherrum á fundi Samtaka olíusöluríkja (OPEC) í Vín 1975. Carlos viðurkenndi hlutdeild sína í sumum hryðjuverkunum, en goð- sögnin sem fljótlega spratt upp í kringum þennan dularfulla mann varð til þess að fjölmiðlar gleyptu í sig allt sem hann gerði, eða var sagð- ur hafa gert. Þó bar minna á honum nú á síðari árum, og ísraelskt dag- blað greindi frá því árið 1986 að hann væri látinn, útsendarar Lýbíu- stjórnar hefðu ráðið hann af dögum vegna þess að hann hefði vitað of, mikið um leyniþjónustunet Araba- ríkjanna. En í byijun þessa áratugar bárust fréttir af honum lifandi. Rithöfundur- inn David Yallop, sem gaf út bók um Carlos í fyrra, sagði að hann byggi í Damaskus, sem gestur sýr- lensku sfjómarinnar, ásamt konu sinni, þýsku byltingarkonunni Magdalenu Kopp og börnum þeirra tveim, og gæfi sig út fyrir að vera mexíkóskur kaupsýslumaður. Ung- veijar viðurkenndu að kommúnista- stjómin sem áður sat þar í landi skaut skjólshúsi yfir hann seint á áttunda áratugnum og í byijun þess níunda. í höfuðið á Lenín Carlos Martinez var bara eitt af dulnefnunum sem Illich Ramirez Sanchez notaði á meðan hann var lykilmaðurinn í hermdaverkastarf- semi í Vestur-Evrópu, Austurlöndum nær og Japan. Hann fæddist í Venezúela árið 1950, sonur lögfræð- ings sem var eindreginn vinstrisinni og skírði syni sína í höfuðið á Lenín, Illich, Vladimir og Lenín. í kjölfar fyrstu hermdaverka Carlosar tóku fjölmiðlar upp á því að kalla hann Sjakalann, eftir leigumorðingjanum sem er fenginn til að myrða Charles de Gaulle, Frakklandsforseta, í skáldsögu Fredericks Forsyths, Dag- ur sjakalans. Tuttugasta og fyrsta desember 1975 braust Carlos og sveit hans, skipuð palestínskum og vestur-þýsk- um hryðjuverkamönnum, inn á skrif- stofur OPEC-ríkjanna í Vín, þar sem stóð yfir fundur ráðherra. Þrír féllu í árásinni, þar á meðal austurrískur lögreglumaður, en eftir heiftarlegan skotbardaga höfðu hryðjuverka- mennimir skrifstofuna á valdi sínu og héldu ráðherrunum í gíslingu. Þeir kröfðust þess að fá bíl svo þeir kæmust með gísla sína til flugvallar- ins. Austurríska stjórnin varð við þeirri kröfu. Þeir flugu fyrst til Als- ír, þar sem flestum gíslunum var sleppt, síðan til Trípólí, höfuðborgar Lýbíu, og svo aftur til Alsír þar sem þeir gáfust upp. Þeir fengu að fara frjálsir ferða sinna eftir nokkra daga. Gíslatakan var hámark hálfsárs atburðarásar sem hófst í París, þar sem Carlos myrti tvo franska gagn- njósnara og aðstoðarmann sinn, sem hafði gerst uppljóstrari. Frönsk yfir- völd birtu lista yfir verk Carlosar, og eru þar á meðal sprengjuárás á lyfjabúð í París í desember 1974, þar sem tveir létust og 30 særðust. Dagur Sjakalans En ýmsir hafa efast um sannleiks- gildi sagnanna sem farið hafa af Sjakalanum. Yallop segir, að í raun og veru hafí Carlos verið vanhæfur morðingi. í bók sinni Til endimarka jarðarinnar lýsir Yallop Carlosi sem manni sem langaði til að verða bylt- ingarmaður, en skorti alla hæfileika, og myrti oftar en ekki vegna eigin hræðslu. Yallop segir að goðsögnin um Carlos sem kaldrifjaðan morð- ingja hafi verið sköpuð af banda- rísku, bresku og frönsku leyniþjón- ustunum, sem fyrir mistök töldu hann vera þjálfaðan af rússnesku leyniþjónustunni, KGB. Carlosi var gefið að sök að hafa skipulagt yfirtöku „Rauða hersins" japanska á franska sendiráðinu í Haag í desember 1974; flugskeyta- árás á flugvél á Orly-flugvelli við París, auk samsæra um að myrða kaupsýslumenn og stjómmálaleið- toga. Frumraun Carlosar var morð- tilraun við breska zíonistann Edward Sieff í London árið 1973. Eftir að OPEC-ráðherrarnir voru teknir hvarf hann að mestu af sjónarsviðinu, en var grunaður um nánast öll hryðju- verk sem unnin voru. Hann skaut aftur upp kollinum árið 1979 í viðtali við arabískt tíma- rit, gefið út í París. Þar gortaði hann af því að uppáhalds aðferð sín við að drepa fórnarlömb væri að skjóta þau í andlitið. Svo fundust fingraför hans á bréfi sem hann sendi Gaston Defferre, innanríkisráðherra Frakk- lands, í mars 1982, og hótaði þar öllu illu ef Kopp, og öðrum hryðju- verkamanni, Bruno Breguet, yrði ekki sleppt úr haldi. Daginn sem franskur dómstóll dæmdi þau í fimm og fjögurra ára fangelsi fyrir glæpa- starfsemi sprakk bílsprengja í París og varð einum manni að bana og særði 60. Carlos gekkst ekki við því að vera ábyrgur fyrir þeirri spreng- ingu, en hún þótti bera keim af hand- bragði hans. Hins vegar viðurkenndi hann að hafa staðið fyrir sprengingu í franskri menningarmiðstöð í Vest- ur-Berlín í ágúst 1983. Nokkrum mánuðum síðar, á gamlárskvöld, slösuðust 50 manns þegar sprengjur sprungu á lestarstöð í Marseilles og um borð í hraðlest. Tvö bréf, þar sem ábyrgð var lýst á tilræðunum, voru rakin til Carlosar, annað vegna rit- handarinnar og hitt vegna fingra- fara. Fingraför hans hafa verið þekkt frá því hann myrti frönsku njósnar- ana tvo árið 1975, og lýsti eftir það yfir stríði á hendur „zíonistum og stórveldasinnum um allan heim“. Franskur dómstóll dæmdi hann í júní 1992 til ævilangrar fangelsisvistar fyrir morðið. Til Moskvu Samkvæmt fregnum breska blaðs- ins Observer lýsti vellríkur faðir Car- losar, Jose Altagarcia Ramirez Nav- as, því stoltur árið 1976 hvernig son- urinn hefði verið á sífelldum ferða- lögum um Rómönsku Ameríku, Karíbahafið og Bandaríkin fram að 12 ára aldri, og ætíð notið leiðsagnar einkakennara. Seinna menntaðist hann í London, áður en faðir hans ákvað að bræðurnir Illich og Lenín skyldu fara í Patrica Lumumba- háskóla í Moskvu. En Illich (þ.e. Carlos) féll í ónáð hjá rússneskum yfírvöldum fyrir að taka þátt í mót- mælaaðgerðum, og var rekinn. Hann ferðaðist um Austuríond nær, en hélt svo til Englands og settist á skólabekk í London School of Ec- onomics, en árið 1973 lýsti hann því yfir að formlegri menntun sinni væri lokið. OPEC-gíslarnir, sem hann tók árið 1979, tóku til þess að hann gat talað ensku, spænsku, frönsku, þýsku og arabísku. Honum hefur verið kennt um morðin á ísraelsku íþróttamönnunum á Ólympíuleikunum í Munchen 1972 og flugránið á Entebbe 1976. En Yigal Carmon, helsti ráðgjafi Yitz- haks Shamirs, fyrrum forsætisráð- herra ísraels, fullyrðir að Carlos hafi ekki komið nálægt atburðunum í Múnchen. Það olli nokkrum úlfaþyt árið 1984 þegar enskt blað birti fréttir um að Israelar hefðu handtekið Carlos, en forsætisráðherra ísraels, Yitzhak Shamir, bar þær fréttir til baka. Goðsögnin Höfundar sem skrifað hafa bækur um Carlos eru sammála um að verk hans hafí ekki verið í samræmi við sögurnar sem af honum fóru. Hann hefði kunnað við sig í ljómanum sem stafaði af hryðjuverkastarfsemi, en var fráleitt að sér í tækninni - palest- ínskir öfgasinnar kenndu honum til hryðjuverka. Ronnie Payne, rithöfundur seni skrifað hefur bók um Carlos, segir hann hafa verið meira en kaldlyndan morðingja. „Hann var faglegur bylt- ingarmaður," sagði Payne. „Eg held að það sé ekki rétt að kalla hann „sjakala“. Hann var ekki leigumorð- ingi. Hann var rekinn áfram af grimmilegri hugmyndafræði." Word námskeið og verkfræöiþjónustan i/uskóli Halldórs Kristjánssonar Töivu- Tölvuskóli Halldórs Kristjá Grensásvegi 16 • ® 68 80 90 Ekki týna lykliniim 18. ágúst +

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.