Morgunblaðið - 16.08.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 16.08.1994, Qupperneq 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Þessar ferðalagamyndir EINAR Falur Ingólfsson: New York. 1989. MYNPLIST Gallcrí Einn Einn LJÓSMYNDIR Einar Falur Ingólfsson. Opið alla daga (nema mánudaga)! 3-18 til 25. ágúst Aðgangur ókeypis. Sýningar- skrá 100 kr. UÓSMYNDAVÉLIN er löngu orðin almenningseign, og allir eiga í skúffum eða möppum kynstur öll af myndum, sem öðru fremur eru heimildir um ferðir manna og sýn á framandi umhverfi. Þrátt fyrir þetta eru ferðamyndir æði oft frem- ur tætingslegar og lítið augnayndi öðrum en ferðalöngunum sjálfum, sem tengja við þær sterkar minn- ingar; þær skortir þá snerpu sem markar gott myndverk. Öðru hverja verða síðan stakir listamenn til að vekja athygli okkar á ný á ljósmyndinni sem listmiðli, og þar með einnig ferðamyndinni; það þarf gott auga fyrir aðstæðum og formbyggingu til að breyta myndefni í verðugt listaverk og af sýningunni hér má vera ljóst að Einar Falur fyllir hóp þeirra ljós- myndara sem hafa slíkt á valdi sínu. Einar Falur Ingólfsson hefur unnið að ljósmyndun um árabil, þó ungur sé (f. 1966). Hann hefur starfað fyrir dagblöð og tímarit, og bæði skrifað greinar og tekið myndir. Hann hefur einnig átt myndir á sýningum íslenskra fréttaljósmyndara mörg undanfar- in ár og vakið þar nokkra eftir- tekt. Einar Falur stundaði nám í bókmenntum við Háskóla íslands, en hefur nú nýlokið framhaldsnámi í ljósmyndun við School of Visual Arts í New York, og má ef til vill segja að þessi fyrsta einkasýning hans tengist þeim námslokum með óbeinum hætti. í sýningarskrá lýsir Einar Falur viðhorfi sínu til myndanna m.a. með eftirfarandi hætti: „Myndavélin er penninn sem ég nota til að skrifa dagbókina mína. Sérhver mynd sem ég tek er eins og dagbókarfærsla; hún inniheldur persónulegar upplýsingar, skoðanir og lýsir upplifunum. ... Þetta eru heimildir, eitthvað sem gerðist, þótt túlkunin sé hvers og eins. Sýnin í þessum ljósmyndum er ferðamannsins, útlendingsins sem undrast það sem hann sér og heill- ast af því um leið.“ Með þessum penna, Ijósmynda- vélinni, hefur Éinar Falur skráð niður fjölskrúðuga heimsmynd í þeim þijátíu og sex svart-hvítum myndum, sem prýða veggina. Fjöl- breyttir staðir, ólíkt fólk við hvers- dagslegar aðstæður, skarplega mótuð form og línur í umhverfinu, allt skilar þetta sér með ágætum. Nokkur atriði varðandi ljós- myndunina sjálfa verða helst til að draga athygli áhorfandans sérstak- lega að þessum ferðalagamyndum. Hið fyrsta er sjónarhomið, sem bendir til að þetta séu augnabliks- myndir, teknar innan úr þvögu mannlífsins, yfir öxlina á náungan- um eða að baki honum (sbr. mynd- ir nr. 2, 3, 10, 26 og 32); undan- tekningin frá Helsinki (nr. 21) þar sem stúlkan gjóir snöggt augunum að ljósmyndaranum, verður nánast til að sanna regluna. Staða ljósmyndarans sem áhorf- anda verður enn skýrari þegar litið er til þeirra mynda sem eru teknar út um bílrúður (nr. 4, 20) eða inn um glugga (nr. 11, 30); þarna er augnablikið gripið, án þess að ljós- myndarinn ráði nokkru um það sem er handan glersins. Myndbygging getur verið erfið þegar slíkar tilviljanir ráða mynd- efninu, og því er athyglisvert að sjá á hvern hátt Einar Falur notar myndavélina oftar en ekki til að þrengja myndsviðið, skera það nið- ur þannig að sú sýn sem er gripin tapist ekki í víðáttum umhverfisins. Það sem er utan rammans er þó oftar en ekki gert að virkum þætti í myndinni með tengingum inn á sviðið. Hönd viðmælandans kemur inn í rammann efst til vinstri í „NewYork“ (nr. 15); skuggarkyrr- stæðra áhorfenda frysta kapphlaup hundanna í miðju stökki. Á sama hátt má segja að Einar Falur noti tilbrigði við hefðbundna myndbyggingu með óvæntum árangri í mörgum myndanna. Þannig verður nálægð hestanna afar sterk í „Biskupstungur, júní 1993“ (nr. 4), en fjarlægðin óræð (nr. 1) eða tilfinningalegs eðlis líkt og í „New York, 1989“ (nr. 2), þar sem jafnvægið er nær fullkomið. Með sýningunni er gefín út lítil en falleg sýningarskrá, sem hefur að geyma nokkrar myndanna á sýningunni auk inngangs lista- mannsins. Hins vegar er óvenjulegt við skrána - sem um leið gerir hana eftirminnilegri - og í stað lengri texta og útlistana um ljós- myndirnar fylgja þeim ljóð eftir tiu höfunda, sem öll fjalla um ferðalög og ferðahug, og tengjast þannig kjarna sýningarinnar með skemmtilegum hætti. í inngangi sínum bendir Einar Falur á að ferðalangar síðustu ald- ar hafi oft korriið heim með ljós- myndir, minningar sem veittu inn- sýn í áður óþekkta beima, furður landa og þjóða, sem hafi vakið undran og áhuga; þar sé komið innsta eðli ferðalagamynda: „ ... vona ég alltaf að ljósmyndirn- ar geti verið einhveijum álíka upp- lifun og þeim sem sáu íjarlæga heima á silfruðum plötum um síð- ustu öld miðja. Ljósmyndirnar eru einstakar þótt vera mín á staðnum sé það ekki.“ Ér rétt að benda áhugafólki um ljósmyndun og öðrum listunnend- um á að láta sýninguna ekki fram hjá sér fara. Eiríkur Þorláksson UTSALA Hl It Náttkjólar 1.200,- Dömuundirbuxur 395,- Sokkabuxur 300,- Barnanærfatasett 390,- Unglinganáttföt 1.900,- PARÍSARbúðin Brjóstahaldarasett Austurstræti 8, sími 14266 1.500,- CALIDA T “R )»é“ IX)l C EST FOU LE SUCCfcS QU’ON A írönsk mynd hlaut Gullhlébarðann Locarno. Morgunblaðid. ÍRANSKAR myndir hrepptu tvenn helstu verðlaunin í keppni kvik- myndahátíðarinnar í Locarno á sunnudagskvöld. Kvikmynd Ebra- hims Foruzesh Khomrehs, Krukk- an, hlaut Gullhlébarðann og Abad- ani-Ile, eða Mennirnir frá Abad- ani, eftir Kiyanush Ayyari Silfur- hlébarðann. Bronshlébarðinn féll í skaut franska leikstjóranum Christinu Carriére fyrir fyrstu mynd hennar, Rosine. Aðrar verðlaunamyndir eru Per- sonne ne m’aime, eða Enginn elsk- ar mig, eftir Marion Vernoux frá Frakklandi fyrir leik fimm leik- kvenna, Emmene-moi, eða Taktu mig, eftir Michel Spinosa fyrir kvikmyndatöku og Ermo eftir Zhou Xiaowen frá Kína fyrir „bestu túlkun á samskiptum milli ólíkra þjóða og menningarsamfé- laga“. Búinn með samúðarkvóta nýgræðingsins Því má segja að íranir og Frakk- ar hafi sópað til sín verðlaununum hér í Locarno og íslenska myndin Bíódagar fer verðlaunalaus heim, enda hafði leikstjóri hennar spáð því í samtali við Morgunblaðið á laugardag. „Ég fann það strax og ég kom hingað að ég myndi ekki vinna,“ sagði Friðrik Þór Friðriks- son í samtali við Morgunblaðið á sunnudagskvöld. „En val á þátt- töku í svona keppni er ævinlega áhættusamt og í sjálfu sér áfangi að komast að. Þátttakan hér hefur skilað sínu; um 4.000 manns hafa séð myndina, þar af kannski um 500 áhrifavaldar sem með áliti sínu og kynningu munu stuðla að frekari dreifingu hennar. Kynningin í fjölmiðlum og við- brögð gagnrýnenda hafa almennt verið uppörvandi. Hátíðin hér í Locarno hefur frá upphafi einbeitt sér að því að uppgötva nýtt hæfi- leikafólk og hér voru Skytturnar uppgötvaðar á sínum tíma. Ég fínn að ég er búinn með samúðarkvóta nýgræðingsins en hátíðin hér er hins vegar kjörinn vettvangur í framtíðinni fyrir unga leikstjóra á íslandi." Þess má geta að á listum yfir stjömugjöf gagnrýnenda í Þýska- landi og Italíu fyrir myndir á Loc- amohátíðinni hafa Bíódagar hlotið sæti vel yfír meðallagi og á þeim ítalska var hún í þriðja sæti. Krist- jáni vel tekið íÓsló Á TÓNLEIKUM sem Kristján Jóhannsson og Galina Kalin- ina héldu í Ósló 11. ágúst sl., ásamt filharmóníuhljómsveit Óslóar undir stjórn Maurizios Barbazinis, fengu þau góðar undirtektir. Gagnrýnandi Aft- enposten, Arvid 0. Vollsenes, er hrifínn af frammistöðu tón- listarfólksins og segir að ít- alska hljómsveitarstjóranum Barbazini hafí tekist að breyta fílharmóníuhljómsveit Óslóar í ítalska óperuhljóm- sveit í eina kvöldstund. Vollsenes segir að með vax- andi óperuáhuga Norðmanna hafi fylgt stjömudýrkun og norskir áheyrendur hafí greinilega viljað hylla Kristján og Galinu. Kristján hafi líkað átt klappið vel skilið. Röddin hafi verið skýr og söngur hans tjáningarríkur. Galina Kalinina fær einnig jákvæða dóma hjá Vollsenes og það eina sem hann kvartar undan er að tónleikar af þessu tagi slíti aríumar úr samhengi og áheyrandinn sé rétt farinn að njóta þeirra þegar skipt er yfir í næstu aríu. Sam- keppni umúti- listaverk VERK Jóhönnu Þórðardóttur Sjávarminni hefur verið valið af dómnefnd til frekari út- færslu og framkvæmda í sam- keppni um útilistaverk á Djúpavogi. Dómnefnd sem var skipuð af hreppsnefnd Djúpa- vogshrepps og Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna valdi þijá listamenn til þátt- töku í lokaðri samkeppni að undangenginni auglýsingu eftir áhugasömum mynd- listarmönnum. Það voru þau Gunnar Árnason, Gunnsteinn Gíslason og Jóhanna Þórðar- dóttir. Þau skiluðu inn tillög- um 10. maí sl. Dómnefnd skipuð Ólafí Ragnarssyni, Valgerði Hauks- dóttur og Pétri Bjarnasyni hefur nú lokið störfum og mælir með verki Jóhönnu. Gert er ráð fyrir að verkinu verði komið fyrir á opnu svæði sem markast af Hammers- minni og Vogalandi á Djúpa- vogi. Áætlað er að verkið verði sett upp næsta vor. Verkefni þetta er samstarfsverkefni Djúpavogshrepps og List- skreytingasjóðs ríkisins. Haldin verður sýning á til- lögunum á Djúpavogi dagana 8. til 11. september í Sambúð, Mörk 12. Sýningin verður opnuð klukkan 21.00 þann 8. september. Hún verður opin milli kl. 17.00-19.00. W Hafnfiröingar og nágrannar UTSALA Lœkjargata 34c,®:652592

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.