Morgunblaðið - 16.08.1994, Side 21

Morgunblaðið - 16.08.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 21 LISTIR sjálf, er hennar eigið, í veröld sem er blanda draums og veruleika. Þar bregður fyrir englum og svo létt er yfir sumu fólki að það svífur í lausu lofti. Stundum eru hlutföll önnur en í raunveruleikanum, hús geta verið lítil og fólk risavaxið. Enginn sannur listamaður sér hlutina eins og þeir eru, sagði Oscar Wilde. Það er einmitt sú veröld sem Karólína skapar og sýnir í myndum sínum, sem heiliar og gerir áhorfand- ann uppnuminn. Joseph Williams orðar það þannig í grein sinni um Karólínu í Modern Painters, að ver- öld hennar sé „lækningameðal fyrir þjakaða hugi - uppbyggjandi hvíld- arstaður" (a balm to hurt minds, a salubrious resting-place). Opnunargestir á þessari sýningu Karólínu ræddu mikið um myndir hennar og áttu margir þeirra fljót- lega sínar uppáhaldsmyndir; Hæfi- leikaríka kokkinn (sem spilar á fiðlu fyrir par, sem situr við veisluborð, einhvers staðar utandyra í góðu veðri), Parið dansar í garðinum sín- um eða Sprungið á reiðhjóli póstsins, Engillinn spjallar í eldhúsinu eða Mennirnir bera regnbogann. Karólína nefnir Ásgrím Jónsson og Jóhannes Kjarval sem þá málara íslenska sem mest áhrif hafí haft á sig. Ásgrímur og Tómas Guðmunds- son Reykjavíkurskáld ræddu stund- um saman um drauma og segir Tóm- as, í samtalsbókinni Svo kvað Tóm- as, þá hafa haft af þeim mjög svip- aða reynslu. í sumum draumum birt- ust landslög svo yfírnáttúrulega fög- ur eða svo stór og framandleg í snið- um, að þeim yrði ekki lýst með nein- um tiltækum orðum. Slíkir draumar, sagði Tómas, bæta miklu við tiiver- una. Þannig er list Karólínu Lárusdótt- ur. Verk hennar eru meira en falleg- ar myndir að horfa á - þau eru við- bót við tilveruna. Magnús Ingvar Torfason. (Sýningunni í Cambridge lauk undir lok júlímánaðar. Hún verður sett upp víðar í sýningarsölum CCA Galleries, á þessu ári og því næsta.) Sónötur og slavneskir dansar SIGRÚN Eðvaldsdóttir fiðluleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleik- ari leika í Listasafni Sigutjóns Ólafs- sonar í kvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30 og standa í um það bil klukkustund. Á efnisskrá eru eft- irtalin verk: sónata fyrir fíðlu og píanó eftir Leos Janaceks, þrír slav- neskir dansar eftir Dvorak og Keisl- er, og sónata fyrir fiðlu og píanó eftir Maurice Ravel. ------------ Heimur sál- arinnar HALLA Sigurgeirsdóttir heldur sýn- ingu í sal Píramídans, Dugguvogi 2. Sýningin ber yfirskriftina Innra landslag og túlka myndirnar sýn inn í heim sálarinnar, segir í fréttatil- kynningu. Sýningin stendur til 5. september og er opin klukkan 14-18 virka daga og 14-17 um helgar. Aðgangseyrir er kr. 250. Þrír vandaðir farsímar fyrir nýja GSM farsímakerfið Ericsson Pocket GH 337 Léttur og handhægur GSM farsími, hentugur í vasa og veski. Ericsson Pocket vegur aðeins um 197 gr og sendistyrkurinn er 2 wött. Minni fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöðu. A Motorola 7200 Lítill og léttur GSM farslmi áfl frá Motorola á góðu verði. Sendistyrkurinn er 2 wött. Símanum fylgir innbyggt, óbrjótanlegt loftnet sem draga má út. Flipi er á símanum sem lokartakkaborðinu. 100 númera skammvalsminni er í slmanum. Aukarafhlaða og fullkomið borðhleðslutæki fylgir. Hagenuk MT 2000 Hagenuk slminn er ódýr og sterkur GSM farsími með innbyggðum sím- svara fyrir nöfn og talnaboð. Stminn er einfaldur í notkun. Síminn hefur 99 númera skammvalsminni, bæði fyrir númer og nöfn. Hleðsluspennir fyrir rafhlöðu. M Fjöldi fylgihluta er fáanlegur. Traust viðgerðar- og varahlutaþjónusta PÓSTUR OG SÍMI Söludeild Ármúla 27, sími 91-63 66 80 Söludeild Kringlunni, sími 91-63 66 90 Söludeild Kirkjustræti, 91-63 66 70 og á póst- og símstöðvum um land allt. VISA og Eurocard raðgreiðslur. EBICSSÓN Blab allra landsmanna! - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.