Morgunblaðið - 16.08.1994, Page 32

Morgunblaðið - 16.08.1994, Page 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ERFIDRYKKJUR dab P E R L A N sími 620200 HARALDUR AGUSTSSON | 1 I ' " I " Krossar á leiði I viöariit og málpöir Mismunandi mynslur, vönduo vinna. Siml 91-35929 eg 35735 Vcindaðar útfararskreytingar. Kransar, krossai; kistuskreytingar. Sími: 681222 Erfidrykkjur Glæsileg kíifli- hlaöborð hillegir síflir og nijiig giíö þjónustíL Iþplvsingiir ísmia 22322 FLUGLEIDIR HB'II I II IÍ T I L' l fíiðftnns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytingar við öll tilefni. Gjafavörur. w + Haraldur Ág- ústsson, skip- stjóri og útgerðar- maður, Háaleitis- braut 143, Reykja- vík, var fæddur að Hvalsá í Stein- grímsfirði 24. júní 1930. Hann lést af slysförum 7. ágúst siðastliðinn. Har- aldur var sonur hjónanna Guðrúnar Þ. Einarsdóttur, f. 5. janúar 1908 og Ágústs Benedikts- sonar, f. 11. ágúst 1900, en þau búa nú í Reykja- vík. Haraldur var elstur sjö bræðra. 17. júní 1950 kvæntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni Guðbjörgu Gunnarsdótt- ur, f. 27. mars 1930, frá Hólma- vík. Foreldar hennar voru Jak- obína Guðmundsdóttir, f. 7. apríl 1902 og Gunnar Guð- mundsson, f. 12. júlí 1907, út- gerðarmaður frá Hólmavík. Börn Haraldar og Guðbjargar eru fjögur: Guðrún Júlia, f. 13. október 1949, gift Bergi Hjalta- syni, f. 20. febrúar 1948 og eiga þau eitt barn auk þess sem Guðrún á tvær dætur frá fyrra hjónabandi; Gunnar Jakob, f. 13. maí 1953, kvæntur Soffíu S. Egilsdóttur, f. 7. mars 1953 og eiga þau þrjú börn; Rafn, f. 25. júlí 1957, kvæntur Elsu Maríu Björnsdóttur, f. 24. des- ember 1957, og eiga þau þijú börn; Haraldur f. 1. janúar 1960, kvæntur Kristrúnu Ing- varsdóttur, f. 11. júlí 1958 og eiga þau eitt barn auk þess sem Haraldur gengur dóttur Krist- rúnar i föður stað. Haraldur stundaði sjómennsku frá unga aldri, fyrst með föður sínum á opnum bátum. Frá fermingar- aldri var hann á ýmsum bátum uns hann réðst til tengdaföður síns á mb. Frigg, fyrst sem vélsljóri og síðan sem formaður GÓÐUR MAÐUR er genginn. Tengdafaðir minn, Haraldur Ágústsson skipstjóri og útgerðar- maður, lést af slysförum aðfaranótt 7. ágúst sl. Fjölskyldan situr eftir hnípin. Engin orð eru til. Minning- arnar um góðan dreng hrannast upp. Fundum okkar bar fyrst saman er kynni tókust með mér og dóttur hans. Frá upphafi tók hann mér af þeirri ljúfmennsku sem honum var lagið. Á þeim árum var hann enn skipstjóri á Sigurði RE/ Hann var mikið að heiman, en með árunum ákvað hann að draga sig úr fremstu röð loðnuskipstjóra og fara í land. Á seinni árum gerði hann út Reykjaborg RE 25. Eg minnist síð- ustu sjóferðar minnar með honum, þegar við sóttum Reykjaborgina í slipp í Garðabæ og færðum hana til Reykjavíkur. Sjóferðin var stutt, en þar stóð maður við stýrið sem hafði engu gleymt. Athyglin og áhuginn eins og í öllu sem hann tók sér fyrir hendur. Haraldur var í gegnum sinn skipstjórnarferil ein- staklega heppinn maður. Hann var Minnismerki úr steini Steinn er kjörið efni i allskonar minnismerki. Veitum alla faglega ráðgjöf varðandi hverskonar minnismerki. Áralöng reynsla. BIS. HELGASON HF ISTEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 91-76677 frá 1950. Það ár hófu þau hjón bú- skap á Skaga- strönd, en fluttu til Reykjavíkur 1953 og hafa búið þar síðan. Haraldur lauk prófi frá Stýri- mannaskólanum í Reykjavík 1955. Þá tók hann við Heið- rúnu frá Bolung- arvík og frá 1958 Guðmundi Þórðar- syni RE 70, en það _________var fyrsta stóra stálskipið sem Is- lendingar létu smíða til alhliða fiskveiða. Þess má geta að Har- aldur, ásamt skipshöfn sinni, var fyrstur manna til að ná árangri með kraftblökk á því skipi, en það olli byltingu í síld- veiðum. 1964 smíðaði Haraldur, ásamt Baldri Guðmundssyni, Reykjaborg RE 25. Haraldur varð fyrstur til að láta byggja yfir þilfarið á því skipi, og einn- ig fyrstur til að nota dælu til að losa afla úr nót. Haraldur leysti af á ýmsum skipum uns hann varð annar af tveimur skipstjórum á aflaskipinu Sig- urði RE 4,1975 til 1988. Harald- ur var alla tið meðal mestu afla- manna á öllum veiðum og for- vígismaður um nýjungar í bún- aði skipa og veiðarfæra. Seinni ár gerði hann út 30 tonna bát, Reykjaborg RE 25. Hann var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1970-1974, sat í hafnarstjóm Reykjavíkur og i útgerðarráði BÚR á sama tíma. Haraldur sat í stjórn skipstjóra- og stýri- mannafélagsins Öldunnar 1966-1977 og síðustu ár í stjórn vélbátaábyrgðarfélagsins Gróttu. Arið 1979 var hann sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf að sjávarútvegsmálum. Útför hans fer fram frá Bústaða- kirkju í dag. orðlagður aflamaður, og þakkaði Guði fyrir að hafa aldrei misst mann fyrir borð. Hann var veiðimaður í eðli sínu, enda alinn upp við veiðar frá blautu barnsbeini. Fjórtán ára fór hann að heiman til sjós, en hafði róið með föður sínum frá barnæsku. Hann þekkti duttlunga Ægis, en sótti gull í greipar hans. Eljusemi hans og dugnaður var óþtjótandi. Sama hvort vár heima, í verbúðinni eða í sumarbústaðnum, alltaf var sami áhuginn. Haft var að gamni að ferðir með þeim hjónum í sumarbústaðinn væru ekki hvíldar- ferðir. Oftast kom maður þreyttari heim, en ríkari af eldmóði hans og áhuga fyrir umhverfínu og náttúr- unni. Hann ferðaðist mikið um landið á seinni árum með konu sinni og vinum. Hann dáði náttúru landsins og var víða kunnungur. Einnig höfðu þau víða lagt leið sína erlend- is. Nú var komið að því hjá þeim hjónum að njóta efri áranna. Þau höfðu fest kaup á íbúð á sólar- strönd, og draumur þeirra var að eyða tíma sínum þar í auknum mæli. Haraldur var sólskinsbarn og í sólinni leið þeim hjónum vel. Ég á Haraldi mikið að þakka. Styrkur hans og hlýleiki gegnum árin er mér ómetanlegur. Hann var hornsteinn fjölskyldunnar. Hans verður sárt saknað í fjölskylduboð- unum, þar sem hann var hrókur alls fagnaðar og þessi trausti hlekk- ur sem allir þurfa á að halda, bæði í sorg og gleði. Hann kom mér til hjálpar á erfiðri stund og hans að- stoð fæ ég aldrei þakkað. Hann var hreinn og beinn og einlægur maður sem ekki mátti vamm sitt vita í einu eða neinu. Hann var maður sem engin orð fá lýst. Hann gat ekki verið betri. Hann var fullkominn. Mig langar að lokum að þakka honum samfylgdina þann tíma sem ég naut nærveru hans. Megi góður Guð styrkja tengda- móður mína, aldraða foreldra hans og alla fjölskylduna í þessum erfíðu raunum. Bergur Hjaltason. Það var á sunnudagsmorgni sem ijölskyldunni bárust þau hörmulegu tíðindi að Haraldur tengdapabbi hefði látist af slysförum. Fyrstu við- brögð okkar voru: „Það getur ekki verið, ekki hann Haraldur, hann sem var alltaf svo hress og lífsglaður.“ Það er ótrúlegt að fá ekki að sjá hann aftur og fá aldrei aftur að njóta ynaislegu stundanna með hon- um, t.d. í sumarbústaðnum í Skorradal. Venjulega komum við til að slappa af, en það átti ekki við Harald, hann varð alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni, laga pallinn, grisja skóginn, eða bara hreinlega að stækka bústaðinn. Það var hrein unun að fylgjast með honum í sveit- inni. Haraldur var gestrisinn maður og gjafmildur og alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef á þurfti að halda. Minningin um gleðina sem skein úr andliti Haraldar þegar þau hjónin buðu okkur til veislu er ógleymanleg, þessara stunda verður sárt saknað. Lýsandi dæmi um gjafmildi og gestrisni Haraldar er þegar þau hjónin keyptu sumarhús á Spáni. Þá lagði hann mikla áherslu á að það væri ekki eingöngu fyrir þau hjónin heldur einnig fyrir bömin og fjölskyldur þeirra. Það gladdi hann mikið þegar við komum heim og sögðum frá vel heppnaðri Spánar- ferð. Haraldur var mikill barnakarl og hafði mikla ánægju af barnabörnum sínum og talaði oft um hvað honum þótti leitt að hafa ekki getað verið meira með sínum börnum þegar þau voru lítil, en vegna starfa sinna á sjó var hann oft langdvölum að heiman. Gott var að eiga Harald að, því betri tengdaföður var ekki hægt að hugsa sér. Við tengdadæturnar vilj- um þakka Harladi fyrir öll þau ynd- islegu ár sem hann gaf okkur og biðjum góðan Guð að blessa minn- ingu hans. Hafðu þökk fyrir öll þín spor. Það besta, sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf. (Davíð Stefánsson.) Elsku Gugga, Guð gefi þér styrk í sorginni. Soffía, Elsa María og Kristrún. Elskulegur afí minn er farinn. Það er svo erfítt að trúa því að hann komi ekki aftur heim. Hann sem var á besta aldri og við áttum eftir að gera svo margt saman. Á m.'nu.n yngri árum varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að vera mikið inni á heimilinu hjá afa og ömmu á Háaleitisbrautinni og ætíð var manni tekið þar opnum örmum. Afí var hjartahlýr og góður maður og ávallt stutt í grínið hjá honum. Ég var mikil afastelpa og var með honum þegar hann var að snúast í ýmsum málum og náttúrlega var alltaf ferð á Grandann inni í hvetjum rúnti og jafnvel oft á dag. Oftast laumaði afi að mér smá sælgætis- mola, en honum þótti líka gott að fá smá mola í þessum ferðum okkar. Með unglingsárunum minnkaði vera mín á heimili þeirra, en alltaf komu allir saman í fjölskyiduboðun- um og þar var afi alltaf sá sem all- ir dáðu og virtu og allir hlustuðu á, því hann hafði alltaf frá nógu að segja. Eg minnist ferða minna sem ég fór með afa og ömmu til Spánar, en þau keypti sér íbúð þar, sem stóð til að eyða sem mestum tíma í á efri árunum. Þar var ávallt glaumur og gleði enda afi mikið fyrir að vera í sól og sumaryl. Það var líka alveg dásamlegt að sjá hann þegar hann var að prútta við Spánveijana um verð á varningi þeirra á útimörkuð- unum og afi hafði oftar en ekki betur í þeirri viðureign. Eftir að hafa dvalið erlendis í rúma átta mánuði vantaði mig sama- stað hér heima í nokkra mánuði og afí tók ekki annað í mál en að ég flyttist inn til þeirra og þá endurnýj- uðust kynni okkar á ný. Hann var traustur og það var alltaf hægt að leita til hans ef eitthvað bjátaði á, því hann var alltaf tilbúinn til að rétta hjálparhönd. Afí var mikið fyrir ferðalög og var alltaf á ferðinni. Ef ekki var farið á húsbílnum eitthvert út á land, þá var farið í sumarbústaðinn í Skorradal og þær voru nú ófáar ferð- irnar sem ég fór með þeim þangað. Ekki grunaði mig að ég væri að kveðja elsku afa minn í síðasta sinn þegar hann lagði af stað í ferðalag síðast, en ég sá hann ekki eftir það. Og nú er hann farinn í sitt síðasta ferðalag. Ég bið góðan guð að styrkja ömmu mína og fjölskyldu í þessari miklu sorg. Og þér, afi, vil ég þakka fyrir allar okkar yndislegu samveru- stundir í gegnum árin. Þín Guðbjörg María. Þú leitar að leyndarmáli dauðans. Hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og óptraður leitað á fund guðs síns? Nú er hann elskulegi afí okkar dáinn. í fyrsta sinn knýr dauðinn dyra í nálægð. Hvers vegna tekur guð afa frá okkur svo snemma? Af hveiju hann, sem sífellt fyllti hjörtu okkar af gleði? Margar spumingar vakna en fátt er um svör. Ekki er hægt að út- skýra það sem óútskýranlegt er, því vegir guðs eru órannsakanlegir. Éitt vitum við þó að þrátt fyrir að afi sé dáinn mun hann ávallt vera á meðal okkar. Einnig að guð og ætt- ingjar munu nú taka á móti honum opnum og hlýjum örmum. Alltaf var hlýlegt og gott að koma í heimsókn til afa og ömmu á Háa- leitisbrautinni og mun svo vera áfram þótt afí sé fallinn frá. Afi var stór og mikill maður. Hann var góð- ur og vildi allt fyrir okkur og aðra gera. Er við lítum til baka minn- umst við þess tíma er afí passaði okkur. Þá var oftast farið í bíltúr niður á höfn til að ræða við alla sjó- mennina. Þótti okkur þessar ferðir hin mesta skemmtun og átti afí allt- af mola til að gefa okkur. Einnig minnumst við skemmtilegra ferða upp í Skorradal þar sem við fengum að smíða kofa, veiða, fara út á bát og margt, margt fleira. Afí kenndi okkur svo margt sem við munum búa að alla ævi. Með þessum fáu orðum viljum við þakka guði fyrir þau ár sem hann gaf okkur með afa. Minningin um hann mun lifa í hjörtum okkar og veita okkur hlýju og styrk í framtíð- inni. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú raeð Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma. Megi guð varðveita þig og styrkja á þessari sorgar- stundu. Ásta Björk, Áslaug María, Inga Jóna, Björn Gunnar, Hrafnkell, Haraldur Óli, Har- aldur, Hildur Björg, Bylgja Björk og Elín Margrét. Sunnudaginn 7. ágúst sl. sátum við hjónin úti á veröndinni í sumar- bústað okkar og virtum fyrir okkur gróðurinn og hversu vel honum hafði farið fram í sumar. Sól skein í heiði og náttúran skartaði sínu fegursta. Skyndilega var þögnin rofín af símhringingu og okkur færð sú harmafregn að Haraldur Ágústs- son hefði látist af slysförum nóttina áður. Á einu augabragði dró ský fyrir sólu. Gat þetta verið satt að horfínn væri okkar besti vinur, svili og mágur, sem við höfum þekkt svo

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.