Morgunblaðið - 16.08.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST 1994 39
FRÉTTIR
GUNNAR G. Schram, deildar-
forseti, var nýverið sæmdur
merki Orators félags laga-
nema úr gulli. Stefán Eiríks-
son, formaður Orators, af-
henti honum merkið fyrir
hönd félagsins.
Gunnar G.
Schram
heiðraður
GUNNAR G. Schram, lagaprófess-
or, var fyrir nokkru sæmdur gull-
merki Orators, félags laganema.
Þetta er í sjöunda sinn sem gull-
merkið er veitt frá því að Grágás
var gerð að merki félagsins árið
1966.
Gunnar G. Schram sat í stjórn
Orators árin 1952-1953. Hann
hefur æ síðan sýnt félaginu sér-
staka velvild og áhuga. Stjórn Orat-
ors ákvað á fundi í vetur að þakka
Gunnari fyrir áhuga hans og störf
í þágu félagsins með því að sæma
hann gullmerkinu. Honum var af-
hent merkið í hófi sem hann sem
deildarforseti lagadeildar hélt nýút-
skrifuðum lögfræðingum 25. júní sl.
Fram til þessa hafa sex aðilar
verið sæmdir gullmerki Orators, frá
því að Grágás var tekin upp sem
merki þess árið 1966. Sigurður E.
Ólason hlaut Grágás úr gulli árið
1979, Ármann Snævarr var sæmd-
ur merkinu árið 1982, Matthías Á.
Mathiesen og Geir Hallgrímsson
árið 1986, Þorvaldur Garðar Krist-
jánsson árið 1987 ogÞór Vilhjálms-
son árið 1989.
Bifreið
stolið
BIFREIÐ var stolið frá bænum
Pétursborg í Glæsibæjarhreppi,
norðan Akureyrar, aðfararnótt
laugardagsins. Bifreiðin er af gerð-
inni Fiat Uno, með skráningarnúm-
erið A-10699. Bíllinn er grár, ár-
gerð 1984. Hafi einhver séð um-
rædda bifreið eftir kl. 4 aðfaranótt
laugardags, er sá hinn sami vinsam-
lega beðinn að láta lögregluna á
Akureyri vita.
----» ♦ ♦---
Eldri borg-
arar á Vest-
urlandi
ULLARSELIÐ og Búvélasafnið á
Hvanneyri munu standa fyrir opn-
um degi þriðjudaginn 16. ágúst nk.
kl. 13.
Meðlimir Ullarselsins munu
keppa í spuna og prjóni á Búvéla-
safninu. Spuna- og pijónakeppni
þessi er undanfari landskeppni sem
haldin verður að Þingborg í haust.
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
Síðbúin hefnd
Kortsnojs
SKAK
Frá stórmótinu í
Dortmund. Itrcf frá
I c s c n <1 u m
FLESTIR skákáhugamenn minn-
ast vafalaust þeirra tíma þegar
kalda stríðið setti mark sitt á skák-
heiminn. Áróðursmeistarar komm-
únistavaldsins í Sovétríkjunum
töldu það afar mikilvægt að eiga
bestu skákmeistara í heimi. Það
var mikið áfall fyrir þá þegar Fisc-
her vann heimsmeistaratitilinn hér
í Reykjavík 1972 og kom annar
hnekkir þegar Kortsnoj flúði vestur
árið 1976. Hann háði síðan tvö ein-
vígi um heimsmeistaratitilinn við
Anatólí Karpov en varð að lúta í
lægra haldi í báðum. Það várð
mjótt á mununum 1978 en árið
1981 beið Kortsnoj afhroð og síðan
hefur hann átt erfitt uppdráttar í
skákum sínum við Karpov.
Það var ekki fyrr en í sumar að
Kortsnoj, sem orðinn er 63ja ára,
tókst loks að sigra FIDE heims-
meistarann. Það gerðist á stórmóti
í Dortmund í Þýskalandi. Karpov
átti slæmt mót og tefldi afar illa
gegn Kortsnoj. Hann náði þó að
skapa sér gagnfæri og upp kom
afar tvísýn og skemmtileg staða:
Svart: Viktor Kortsnoj
Hvítt: Anatólí Karpov
Í þessari stöðu lék Karpov síðast
60. f6—f7 og meðhöndlun
Kortsnojs á lokunum hefur hvar-
vetna verið hrósað upp í hástert:
60. - Bxf4!, 61. f8=D? -
Bxe3+, 62. Khl - Bh6, 63. Df2
- Bg7, 64. a6 - Hf3, 65. Del -
Bxa6, 66. Be2 - Hf7, 67. Dc5 -
c3!, 68. Dcxc3 — Bxe2, 69. Dxe2
- Df6, 70. Dcl - Bh6, 71. Dbl
- Df5, 72. Kgl - Hc7! og Karpov
gafst upp.
60. — Bxf4! er vissulega glæsi-
legur leikur sem gefur hvítum
bæði kost á að vekja upp aðra
drottningu, eins og Karpov gerði,
og einnig að vekja upp riddara sem
umsvifalaust setur gaffal á svörtu
hjónin. Þar leyndist afar vel falin
jafnteflisleið fyrir Karpov:
61. f8=R+! - Kh6, 62. gxf4!
En alls ekki 62. Rxe6? — Bxe3+,
63. Khl — Hbl og mátar.
62. - Df7, 63. Db8!! - Kg7
Eftir 63. - Hxe3, 64. Dd6+ -
Kg7, 65. Re6+ slepppur svartur
ekki úr þráskákum.
64. De5+! - Kxf8, 65. Rf5 og
svartur á nú ekki viðunandi svar
við þeirri hótun hvíts að þráskáka
með 66. Dh8+ - Dg8, 67. Df6+
- Df7, 68. Dh8+ o.s.frv.
Bréf frá lesendum
Skákþætti Morgunblaðsins ber-
ast iðulega athugasemdir frá les-
endum sem eru vel þegnar. Oftast
nota skákáhugamenn tækifærið er
þeir hitta undirritaðan á mótum
en einnig er þjónusta Pósts og síma
notuð til að koma á framfæri end-
urbótum á þeim töflum sem sýnd
eru í þáttunum og skýringum.
Skákþátturinn er víðar lesinn en
ég hélt, því nýlega barst bréf frá
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna.
Bragi Freymóðsson í Santa Bar-
bara í Kaliforníu ritar til að vekja
athygli á fórnaskák í kóngsbragði
sem óvíða hefur birst og vart ratað
áður fyrir augu íslenskra skák-
áhugamanna. Hún var tefld á
þriðja áratugnum og sigurvegarinn
er lítt þekktur skákmeistari, séra
Howard E. Ohman í Omaha í Ne-
braskaríki. Hann varð meistari
Nebraska 25 ár í röð og komst oft
í úrslit á opna bandaríska meistara-
mótinu. Þegar Aijekín heimsmeist-
ari átti leið um Omaha í lest kall-
aði hann Ohman niður á stöð til
að tefla við sig hraðskákir.
Hvítt: Howard Ohman
Svart: G. Buck
Kóngsbragð
1. e4 - e5, 2. Rc3 - d6, 3. f4
- exf4, 4. Rf3 - Be7, 5. Bc4 -
Bh4+, 6. g3 - fxg3, 7. 0-0! -
gxh2+, 8. Khl —
Bg3?, 9. Bxf7+ -
Kxf7, 10. Re5++ -
Ke6, 11. Dg4+ —
Kxe5, 12. d4+ —
Kxd4, 13. Be3+!? -
Kxe3, 14. Hadl -
Bxg4, 15. Hd3 mát.
Lagleg skák þetta
sem Bragi segir að
minni sig á hand-
bragð Morphys og
Anderssens. Það má
taka undir það en það
vekur athygli mína
að séra Ohman er
ósárt um biskupa sína
og lengir skákina að
óþörfu bara til þess
að geta fórnað þeim
báðum. 13. Be3+ sem
hann lék leiðir til
máts í fimmta leik
gegn bestu vörn: 13. — Ke5, 14.
Bd4+ - Kxd4, 15. Ddl+ - Kc5,
16. Dd5+ — Kb6, 17. Db5 mát,
en það er hægt að máta strax í
þriðja leik með 13. Ddln--Kc5,
14. Dd5+ - Kb6, 15. Db5 mát.
Vafalaust hefur svo sterkur
skákmaður séð jafneinfalt mát í
þriðja leik en af einhverjum ástæð-
um hefur presturinn endilega viljað
fórna báðum biskupunum.
Umdeild flétta Najdorfs
í sumarbyrjun birtust tafllok
sem gamla kempan Miguel Najdorf
vann í vor, orðinn 84 ára gamall.
Þau hafa valdið nokkrum lesendum
heilabrotum. Staðan var svona:
Svart: Najdorf
Hvítt: Loiterstein
Lokin voru lagleg: 61. — f4, 62.
gxf4 - Df3, 63. Dfl - Bxf4, 64.
Bd2 — Bxh2+, 65. Kxh2 — g3+
og hvítur gafst upp.
Fljótlegk var athygli mín vakin
á því að Najdorf hefði átt ennþá
glæsilegri vinningsleið í fórum sín-
um: 61. - Bxg3!, 62. hxg3 - f4!,
63. exf4 - Df3, 64. Dfl - e3 (hót-
ar 65. — e2) 65. fxe3 — h2+, 66.
Kxh2 — Dxfl og
vinnur.
Einnig hefur verið
bent á að hvftur hafi
misst af besta vamar-
möguleikanum eftir
61. — f4 sem er 62.
Dfl! Þá er alls ekki
hlaupið að því að
finna vinningsleiðina
62. - Df3, 63. Bd2
(63. gxf4 - Bxf4, 64.
Bd2 er svarað með
64. - Bxh2+!, 65.
Kxh2 — g3+ og 64.
exf4 — Dxc3, 65. Ddl
—' Kf5 er vonlaust
með öllu.) 63. —
Bxg3!, 64. Dxf3 -
exf3! (Einfaldara en
64. — Bxh2+ sem
vinnur einnig.) 65.
hxg3 - Kf5, 66. Ba5
- Ke4, 67. Bb6 - Kxe3, 68. Bxa7
— Ke2 og hvítur verður mát.
Niðurstaðan verður því sú að
leikur Najdorfs dugir fyllilega til
vinnings, en er ekki sá öflugasti í
stöðunni.
Helgarskákmót í Reykjavík
Það verður haldið helgarskák-
mót í félagsheimili Taflfélags
Reykjavíkur, Faxafeni 12, dagana
12.-14. ágúst næstkomandi. Tefld-
ar verða sjö umferðir eftir Monrad-
kerfi. Fyrstu þrjár umferðimar
verða með 30 mínútna umhugsun-
artíma en í þeim þær fjórum síð-
ustu verður ein og hálf klukkustund
á 30 leiki og síðan hálftími til að
Ijúka skákinni.
Umferðatafla:
1.-3. umferð föstudag, 12. ágúst
kl. 19.-22.
4. umferð laugardag, 13. ágúst kl.
10-14.
5. umferð laugardag, 13. ágúst kl.
17-21.
6. umferð sunnudag, 14. ágúst kl.
10-14.
7. umferð sunnudag, 14. ágúst kl.
17-21.
Þrenn peningaverðlaun eru veitt,
kr. 20 þús. 12 þús. og 8 þús. Þátt-
tökugjöld eru kr. 1.500 fyrirfélags-
menn TR, en kr. 2.000 fyrir aðra.
Fyrir 15 ára og yngri em gjöldin
kr. 800 og kr. 1.000. Stjórn TR
býður alla velkomna til leiks.
Margeir Pétursson
VIKTOR Kortsnoj
gerði upp gamlan
reikning.
Gjwvi kæliskápar án frystis <*«*/»•# kæliskápar með frysti <r#*A/*#innbyggingarskápar <í#*-v*#frystiskápar <í#*A/*#frystikistur
Við bjóðum 9 gerðir Qíram
kæliskápa án frystis, t.d.
þessa 6 sem hér eru sýndir.
Kæliskápur án frystis, gerð:
Nýtanlegt rými, lítrar:
Mál: breidd/dýpt/hæð, mm:
Orkunotkun, kWst/sólarhring:
Verð: Keypt með afborgunum:
Staðgreitt (mínus 7%):
Við bjóðum 10 gerðir
kæliskápa með frysti, t.d.
þessa 6 sem hér eru sýndir.
K-201
197
550/601/1065
0,57
49.980,-
46.480,-
K-245
242
550/601/1265
0,60
54.830,-
50.990,-
KS180E
168
595/601/942
0,62
53.750,-
49.990,-
KS300E
271
595/601/1342
0,67
57.980,-
53.920,-
Kæliskápur með frysti, gerð: KF-185
Nýtanlegt rými, kælir+frystir Itr.: 139+33
Mál: breidd/dýpt/hæð, mm: 550/601/1065
Orkunotkun, kWst/sólarhring: 0,97
Verð: Keypt með afborgunum: 51.580,-
Staðgreitt (mínus 7%): 47.970,-
KF-232
186+33
550/601/1265
1,07
55.900,-
51.990,-
KF-263
197+55
550/601/1465
1,25
59.980,-
55.780,-
Dönsku <í#M/*#kæliskáparnir eru rómaðirfyrir
hagkvæmni, styrk, sparneytni og endingu.
Nýja <!#*/*/*# kæliskápalínan, sem við kynnum
nú, er stórglæsileg vara á afar hagstæðu verði.
KF245E
169+62
595/601/1342
1,05
64.500,-
59.990,-
fyrsta
flokks
frá iin#-
KS350E
323
595/601/1542
0,70
75.260,-
69.990,-
KF355E
272+62
595/601/1742
1,45
78.470,-
KS400E
375
595/601/1742
0,72
84.800,-
78.860,-
KF335E
190+133
595/601/1 742
1,80
84.920,-
72.980,- 78.980,-
/FOnix
HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420