Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 1
96 SÍÐUR B/C
200. TBL. 82. ÁRG.
SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
^ Morgunblaðið/Snorri Snorrason
Áð við Dyrfjöll
GARÐAR Steinarsson flugstjóri í fótabaði í Mjóadal eftir langa göngu í Stórurð í botni Urðardals. Stórurð er mjög stór-
grýtt urð og talin sérstæðasta og mikilfenglegasta framhlaup á Austurlandi. í baksýn eru Dyrfjöll, klettafjöllin svipmiklu.
Irsk stjórnvöld ræða við leiðtoga mótmælenda á Norður-Irlandi
Reynt að tryggja vopna-
hlé af hálfu mótmælenda
Viðutan sænsk-
ur lestarstjóri
SÆNSKUR lestarstjóri gleymdi á
dögunum 3.800 tonnum af málmi í
Kiruna. Málminn átti að flytja með
lestinni til Narvik í Noregi en þegar
verkamenn þar ætluðu að afferma
lestarvagnana, sem voru alls 52, kom
í ljós að þeir voru öldungis tómir.
Þótt lestin hafi farið 170 kílómetra,
upp fjöll og niður aftur, tók lestar-
stjórinn ekki eftir því að lestin var
léttari en venjulega. Þegar hann kom
til Narvik fór hann að sofa. „Þetta
er einfaldlega Svíabrandari aldarinn-
ar,“ sagði kaupandi málmsins í Nor-
egi.
Afengt limonaði
NÝTT límonaði, sem heitir Two Dogs
eða Tveir hundar, hefur slegið í gegn
í Ástralíu, en það er áfengt og brugg-
að úr sítrónum. Er það nú að koma
á markað erlendis. Mörgum þykir
límonaðið, sem er 4,2% að áfengisinni-
haldi eða álíka og ástralski bjórinn
yfirleitt, betra en bjór og vín, jafnt
létt sem sterk, en á vínveitingastöðum
er það borið fram með klaka og sítr-
ónusneið. Þykir það svalandi í sumar-
hitunum og sítrónubragðið frískandi.
Það var kráareigandinn Duncan
McGillivray, sem fann upp á að
brugga þennan nýja drykk, en hann
fékk hugmyndina þegar nágranni
hans og sítrónuræktandi kvartaði yfir
því, að helmingur uppskerunnar færi
fyrir lítið vegna þess, að sítrónurnar
væru ýmist of stórar eða of litlar fyr-
ir markaðinn.
Aðeins hvutt-
inn fékk hæli
KÚBVERSKUR
hvutti reyndist
heppnari en ellefu
vinir hans, flótta-
menn frá Kúbu,
þegar þeir reyndu
að komast til
Flórída í Banda-
ríkjunum á einum
af manndrápsboll-
unum sem þangað
hafa streymt að undanförnu. Banda-
ríska strandgæslan náði fleytunni og
flutti mennina í flóttamannabúðir
bandaríska hersins í Guantanamo á
Kúbu. Þangað fá hins vegar engir
hundar að fara, þannig að bandarísk-
ur sjónvarpsmaður, sem miskunnaði
sig yfir flóttahundinn, fékk að taka
hann með sér til Bandaríkjanna, án
vegabréfs og áritunar.
Belfast. Reuter, The Daily Telegraph.
ALBERT Reynolds, forsæt-
isráðherra írlands, kvaðst í
gær, laugardag, hafa haft
samband við leiðtoga öfga-
manna úr röðum mótmæl-
enda á Norður-írlandi til að
freista þess að fá þá til að
fara að dæmi írska lýðveld-
ishersins (IRA) og sam-
þykkja vopnahlé. Leiðtogar Reynolds
mótmælenda sögðu hins
vegar að fyrst yrðu þeir að fá fullvissu fyrir
því að breska'stjórnin hefði ekki gert leýnileg-
an samning við írska lýðveldisherinn til að
fá hann til að lýsa yfir vopnahléi.
Reynolds sagði í viðtali við RBC-útvarpið
að hann væri sannfærður um að írski lýðveld-
isherinn hefði fallist á vopnahlé fyrir fullt
og allt. Harin kvaðst vongóður um að hann
gæti sannfært leiðtoga mótmælenda um að
breska stjórnin hefði ekki gert leynilegan
samning við IRA um að Norður-írland yrði
sameinað írlandi þegar fram liðu stundir.
„Leiðtogar mótmæíenda hafa svo sannarlega
hlustað á mig,“ sagði hann.
Hermönnum fækkað?
Stjórnvöld í Bretlandi og á írlandi hafa
sagt að Sinn Fein, stjómmálaarmur IRA,
geti tekið þátt í fyrirhuguðum viðræðum um
framtíð Norður-írlands samþykki IRA varan-
legt vopnahlé. Reynolds hefur einnig boðið
leiðtogum öfgamanna úr röðum mótmælenda
að senda fulltrúa. Hann viðurkenndi að hafa
haft leynilegt samband við þá að undanförnu
og kvaðst ætla að halda því áfram í þágu
friðar.
David Trimble, þingmaður Sambands-
flokks Ulster (UUP), sem berst fyrir „sam-
bandi“ við Bretland, kvaðst ekki telja að öfga-
mennirnir hættu ofbeldisaðgerðum sínum
nema bresku stjórninni tækist að sannfæra
þá um að ekki hefði verið samið við IRA á
bak við tjöldin.
Jim Rodgers, sem á sæti i borgarstjórn
Belfast fyrir Sambandsflokkinn, kvaðst telja
að breskir embættismenn hefðu náð sam-
komulagi við Sinn Fein og IRA sem fæli í
sér að Bretar fækkuðu hermönnum sínum á
Norður-írlandi í áföngum og að IRA-menn,
sem eru í haldi í Englandi, verði fluttir í
fangelsi á Norður-írlandi.
Dick Spring, utanríkisráðherra írlands,
sagði eftir viðræður við Bill Clinton Banda-
ríkjaforseta, að hann byggist við „verulegri
fjárhagsaðstoð“ frá Bandaríkjamönnum til að
stuðla að friði á Norður-írlandi. Clinton sagði
að Bandaríkjastjóm myndi leggja fé af mörk-
um en fjárhæðin yrði ekki ákveðin fyrr en
ljóst yrði að vopnahlé IRA væri varanlegt.
Orsakirot
atleiðingar
kafaiaveiki
1« MðlMELEHMU W
KIHLIIKM K ÍIUIM
FRA HUGMYND TIL
FRAMKVÆMDA
BRAUTRYÐJENDUR
í BARENTSHAFI
VEDSKIPnArVINNULÍF
ÁSUNNUDEGI