Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, bróðir, mágur og tengdasonur, JÓHANN PÉTUR JÓNSSON brunavörður, Hraunbæ 162, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 13.30. Guðrún Filippusdóttir, Gyða Björg Jóhannsdóttir, Linda Dögg Jóhannsdóttir, Ása Jóna Jónsdóttir, Jóhann Gunnlaugsson, Birgir Þór Jónsson, Louisa Gunnarsdóttir, Arnbjörg Lilja Jónsdóttir. Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi, sonur og tengdasonur, MAGNÚS KRISTJÁN HELGASON brunavörður og ökukennari, Háaleitisbraut 133, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju þriðjudaginn 6. september kl. 13.30. Ingibjörg Sesselja Gunnarsdóttir, Gunnar Magnússon, Erla Gísladóttir, María M. Magnúsdóttir, Helgi Jóhannesson, Heiðar Örn Helgason, Málfrfður Kristjánsdóttir, Helgi Bjarnason, Katrfn Hulda Tómasdóttir. Blóm vinsamlega afþökkuð en þeim, sem vildu minnast þeirra, er bent á björgunarsveitina Brák, Borgarnesi. GUÐBRANDUR GUÐBJARTSSON + Guðbrandur Guðbjartsson, fyrrverandi hrepp- stjóri í Ólafsvík, fæddist 23. apríl 1907 að Hjarðar- felli í Miklaholts- hreppi, Snæfells- nesi. Hann lést 10. ágúst síðastliðinn á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund í Reykjavík. Foreldr- ar hans voru Guð- branda Þorbjörg Guðbrandsdóttir og Guðbjartur Krist- jánsson, bóndi á Hjarðarfelli. Guðbrandur var annar í röð átta systkina en þau voru í ald- ursröð: Alexander, Guðbrand- ur, Kristján, Sigríður Elín, Þor- kell Agúst, Gunnar, Ragnheið- ur og Guðbjörg, eftir lifa syst- umar þrjár og Kristján. Guð- brandur giftist 18. október 1930 Kristjönu Sigþórsdóttur frá Klettakoti, Fróðárhreppi. Þau eignuðust fimm böm, en misstu tvö þeirra í frum- bernsku. Böm þeirra era: Pét- ur Þór, fæddur í Klettakoti 3.2. 1932, dáinn 22.1. 1933, Krist- björg, fædd í Ólafsvík 15.6. 1934, kaupkona á Sauðárkróki, gift Magnúsi H. Sig- uijónssyni fram- kvæmdastjóra frá Nautabúi í Skaga- firði, þau eiga þijú börn. Bryndís, fædd í Ólafsvik 20.7. 1939, dáin 10.6. 1940. Guð- brandur Þorkell, fæddur i Ólafsvík 23.11. 1941, skrif- stofumaður á Sauð- árkróki, kvæntur Droplaugu Þorsteins- dóttur frá Ilólmavík, þau eiga þijú böra. Sigurþór fæddur í Ólafsvík 8.4. 1944, bifvélavirki og starfsmaður RARIK, kvænt- ur Magneu Kristjánsdóttur frá Feijubakka, bankastarfsmanni, þau eiga tvo syni. Kristjana Sigþórsdóttir lést í október 1983 og var jarðsett í Ólafsvík. Guðbrandur var hreppstjóri í Ólafsvík 1936-1978. Hann var löggiltur vigtarmaður í Ólafs- vík 1957 og vann á hafnarvog í Ólafsvík óslitið í 30 ár. Aðal- starfsvettvangur hans var við ýmis þjónustu- og sljórnsýslu- störf. Útför Guðbrandar var gerð frá Ólafsvíkurkirkju 17. ágúst síðastliðinn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, EINAR EINARSSON frá Urriðafossi, Hraunbæ 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 5. september kl. 13.30. Halldóra Jónsdóttir, Jóhanna Einarsdóttir, Bjarni Reynarsson, Einar Einarsson, Hrönn Albertsdóttir, Rannveig Einarsdóttir, Kristmundur Ásmundsson, Jón Helgi Einarsson, Dagmey Valgeirsdóttir og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BENEDIKT F. ÞÓRÐARSON fv. sendibílstjóri, Álftamýri 26, Reykjavík, sem andaðist í Landakotsspítala 28. ágúst sl. verður jarðsunginn frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 7. september kl. 15.00. Guðný Jónsdóttir, Aðalheiður Benediktsdóttir, Hörður Árnason, Jón Ágúst Benediktsson, Jónína Sigurðardóttir, Guðrún Benediktsdóttir, Hjörtur Erlendsson, Þórður Benediktsson, Kristín Unnur Þórarinsdóttir og barnabörnin. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, sonar, tengdasonar og bróður, GUÐMUNDAR KRISTINS VILBERGSSONAR rafvélavirkjameistara, Bollagörðum 15, Seltjarnarnesi. Helga Guðmundsdóttir, Vilberg Guðmundsson, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Vilbergsson, Guðrún Andrésdóttir, Vilberg Vilbergsson, Anna Kristín Kristinsdóttir, Sigurður Vilbergsson, Lilja Benediktsdóttir. GUÐBJARTUR og Guðbranda á Hjarðarfelli voru bændahöfðingjar síns tíma, báru hátt merki Hjarðar- fellsættarinnar. Æskuheimili Guð- brandar, í stórum systkinahópi, mótaði lífsviðhorf hans og skoðanir. Hjarðarfell var eitt af merkari menningarheimilum sýslunnar. Þar var ungmennahreyfíngin og Sam- vinnuhreyfíngin í öndvegi og rækt- un lands og lýðs var boðorð dagsins. Guðbjartur á Hjarðarfelli varð fljótlega forystumaður meðal sveit- unga. Hann vann að jarðarbótum með tækni þess tíma, bætti húsa- kost jarðarinnar og gerði hana að stórbýli sem orð fór af. Hjarðarfell var í þjóðbraut, vegurinn yfír Kerl- ingaskarð norður yfír Snæfellsnes lá um hlaðið á Hjarðarfelli, þar var því oft gestkvæmt en opið öllum er þar áttu leið. Það var reisn yfír heimilishaldinu undir öruggri stjóm glæsilegrar húsfreyju sem var gestrisin og glað- vær, það var fjölmennt og búið stórt á Hjarðarfelli á þeirra tíma mæli- kvarða. Hjarðarfellssystkinin voru lífs- glöð og kraftmikil til allra verka og þátttaka í félagslífí, íþróttum og söng voru í hávegum höfð á þessu stóra heimili. Ungmennafélag Miklaholtshrepps starfaði af mikl- um krafti, systkinin á Hjarðarfelli voru þátttakendur af miklum áhuga. Guðbrandur var í fremstu röð íþróttamanna félagsins. Hann átti kost á að fara í Iþróttaskóla Jóns Þorsteinssonar í Reykjavík 1926 og útskrifaðist þaðan með íþróttakennararéttindum, sem þótti mikilvægt á þeim árum. Guðbrand- ur var glæsilegur ungur maður bjartur yfírlitum, líkamlega sterkur og sópaði að honum hvar sem hann fór. Eftir námið við íþróttaskólann kenndi hann íþróttir og þjóðdansa víðs vegar í sveitum Dalasýslu og á Snæfellsnesi við góðan orðstír. Á vegum Búnaðarsambands Snæfellinga starfaði hann að jarða- bótum, ferðaðist um sveitir með sérþjálfaða hesta og jarðvinnslu- tæki og vann við jarðrækt og túna- sléttun. Þetta voru erfíð verkefni en Guðbrandur skilaði þeim með miklum ágætum. Var eftirspum mikil eftir þessum framkvæmdum víðs vegar í héraði, enda kærkomin nýjung til framfara sem fljótlega hafði jákvæð áhrif á afkomu bænda. í þessum ferðum, við íþrótta- og þjóðdansakennslu og jarðrækt á sumrum, kynntist hann konuefni sínu, Kristjönu Sigþórsdóttur frá Klettakoti í Fróðárhreppi, dóttur Kristbjargar Gísladóttur og Sigþórs Péturssonar bónda og skipstjóra í Klettakoti. Þau Guðbrandur og Kristjana felldu hugi saman, gengu í hjóna- band 18. október 1930 og hófu búskap að Klettakoti. Með þeim var jafnræði, glæsileg hjón sem voru samhent í öllu meðan þau lifðu. Búskapur þeirra Guðbrandar og Kristjönu í Klettakoti, á jörð for- eldra Kristjáns, stóð stutt. Heims- kreppan var í algleymingi og bú- skaparhorfur slæmar. Þau urðu fyr- ir þeirri miklu sorg að missa sitt fyrsta barn er það var á fyrsta ári. Þau brugðu búi og fluttu til Ólafs- víkur vorið 1933 og stofnuðu heim- ili að Fögrubrekku í Ólafsvík. í Ólafsvík stundaði Guðbrandur al- menn störf er til féllu og Kristjana gerðist organisti við Ólafsvíkur- kirkju auk þess að vera organisti við Vallnakirkju. Vorið 1940 urðu þau fyrir öðru áfalli. Guðbrandur og dæturnar tvær veiktust skyndilega alvarlega af ókenndum sjúkdómi. Heimilið var sett í sóttkví og var tvísýnt um líf Guðbrandar og dætranna. Þann 10. júní lést yngri dóttirin, Bryndís, en Guðbrandur og Kristbjörg náðu heilsu á ný eftir langa og tvísýna legu. Ég nefni þetta hér sem dæmi um sérstæða lífsreynslu fjölskyld- unnar og ekki síst til að minna á baráttuþrek, bæði líkamlegt og + Bróöir minn, KJARTAN Ó. BJARNASON, sem lést 22. ágúst sl., verður jarðsung- inn frá Fossvogskapellu 8. september kl. 15.00. Valgerður Jakobsdóttir og fjölskylda. andlegt, Kristjönu húsfreyju, sem í nær algjörri einangrun varð að beij- ast fyrir lífí ástvina sinna vikum saman. Ég fullyrði að þessi lífs- reynslusaga móður og eiginkonu, Kristjönu Sigþórsdóttur, sé einstæð hetjusaga, sem vert er að minnast. Guðbrandur og Kristjana gáfust ekki upp, þau byggðu fallegt hús að Ennisbraut 33, sem þau nefndu Hjarðarból. Þar komu þau upp hlý- legu heimili sem varð framtíðar- heimili þeirra og þriggja bama þeirra. Böm þeirra eru öll mann- kostafólk, hafa komið sér vel fyrir í þjóðfélaginu, njóta trausts samfé- lagsins, hafa eignast maka og myndarheimili og eiga efnileg börn. Á Guðbrand hlóðust fljótlega ýmis trúnaðarstörf fyrir samfélag- ið, enda hæfileikaríkur. Hann var skipaður hreppstjóri í Ólafsvík 1936 og gegndi þvi stafi í nær hálfa öld. Hann var formaður skattanefndar í mörg ár og síðan umboðsmaður skattstjóra. Hann átti sæti í kjör- stjórn og var formaður kjörstjórnar í áratugi. Auk þessa var hann skip- aður í ótal nefndir og ráð á vegum sýslu- og sveitarstjórnar. Það er ástæða að velqa athygli á að hreppstjórastarfíð á þessu tímabili var í raun lögreglustjóra- starf, hreppstjóri í sjávarþorpi varð ávallt að vera tiltækur ef eitthvað kom fyrir. Heimilið fór ekki var- hluta af þessu starfi, ónæðið var ávallt fyrir hendi nótt sem dag, helgidaga sem virka daga. Starfið fól í sér yfímmsjón með alþingis- og hreppsnefndarkosningum, utan- kjörstaðakosningu og margs konar opinbemm tilskipunum, vottorðum og vandamálum sem hreppstjóra- embættið verður að fjalla um eða taka þátt í að leysa. Kristjana studdi Guðbrand í öllum þessum störfum, þótt heimilið væri oft undirlagt, það kom sér vel að gestrisni var með- fæddur eiginleiki beggja. Guðbrandur var löggiltur vigtar- maður í Ólafsvík frá 1957 og starf- aði hann óslitið við hafnarvogina í Ólafsvík til 1978. Alltaf var Guð- brandur til staðar er á þurfti að halda. Starfíð var kreijandi, hann var stundvís og samviskusamur við störf sín, honum var hægt að treysta. Guðbrandur tók þátt í ýmsum félagsmálum, var virkur í Verka- lýðsfélaginu og sat meðal annars þing ASÍ. Hann studdi bindindis- hreyfínguna og stúkustarfíð í Ólafs- vík. I áratugi tóku þau hjónin beinan þátt í kirkju og safnaðarstarfí, bæði við Brimisvallakirkju og Ólafs- víkurkirkju. Kristjana var organisti í Vallnakirkju og Ólafsvíkurkirkju í áratugi, Guðbrandur var safnaðar- fulltrúi, sóknarnefndarmaður í Ólafsvíkurkirkjusókn, fulltrúi á kirkjuþingi og héraðsfundum, hann hafði ágæta söngrödd og var virkur þátttakandi í kirkjukór og sönglífi í áratugi. Kristjana Sigþórsdóttir lést í október 1983. Eftir lát hennar brá Guðbrandur búi og dvaldist um tíma hjá dóttur sinni á Sauðárkróki en flutti suður á elli- og hjúkrunar- heimilið Grund í Reykjavík, enda þrotinn að heilsu og kröftum. Þar lést hann 10. ágúst sl. Útför hans var gerð frá Ólafsvíkurkirkju 17. ágúst sl. að viðstöddu fjölmenni. Ég átti því láni að fagna að eiga náin samskipti við Guðbrand og Kristjönu í áratugi og starfa méð þeim, milli okkar og fjölskyldu þeirra var ávallt traust og góð vin- átta. Ég minnist Guðbrandar ekki að- eins sem frænda heldur ekki síður fyrir trúnað og hollráð á ýmsum tímum sem hann var fús að veita og taka þátt í málefnum sem til heilla horfðu fyrir byggðina. Ég veit að ég mæli fyrir hönd margra íbúa Ólafsvíkur að þegar ég flyt Guðbrandi og Kristjönu alúð- arþakkir og votta þelm virðirigu fyrir störf þeirra í þágu byggðar- lagsins. Við Björg og böm okkar þökkum vináttu og eftirminnilega samfylgd og vottum börnum þeirra og öðrum ástvinum innilega samúð. Alexander Stefánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.