Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 30
30 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
SKOÐUIM
ER ÞAÐ KENNURUM
AÐ KENNA?
A UNDANFORN-
■ JUM misserum hafa
fjölmiðlar greint frá
tilefnislausum
grimmdar- og
skemmdarverkum ís-
lenskra ungmenna.
Þessir atburðir hafa
mikið verið ræddir
manna á meðal og
menn spyrja hvað sé
að gerast í uppeldis-
málum okkar. Eru
vandamál fjölskyld-
unnar virkilega jafn
alvarleg og af er látið?
Hvar er hið kristilega
uppeldi? Hvað er kirkj-
•f an að gera? Er skólakerfíð í
kreppu? Væri ekki nær að einbeita
sér að því að bæta skólakerfið í.
stað þess að lengja skólaárið?
í samræðum, sem ég hef átt
við kennara og foreldra, hef ég
fengið að heyra reynslusögur úr
skólum landsins. Af sögunum að
dæma, lítur út fyrir, að agavanda-
mál séu verulega útbreidd innan
grunnskólans. Þeir kennarar, sem
lenda í erfiðum málum, kjósa flest-
ir að hverfa frá kennslu og flýja
vandann, en sumir eru knúðir til
að hætta og látnir axla ábyrð
vandans. Það er athyglisvert að
samtök kennara skuli ekki hafa
tekið þessi mál til faglegrar um-
ræðu.
Það er í meira lagi einfeldnings-
legt að skrifa agavandamál grunn-
skólans alfarið á reikning ein-
stakra kennara, þegar erfið mál
koma þar upp, því þetta eru yfir-
leitt margslungnari mál en svo.
Þennan vanda verður að skoða í
samfélagslegu samhengi, því hann
á rætur í lífsháttarbreytingum lið-
inna áratuga og því umhverfi sem
við höfum skapað æskunni. Það
, 'wer öryggisleysi í atvinnulífinu og
það er harka í efnahagslífinu.
Vandamál heimilanna og tíðarand-
inn setja alltaf mark sitt á skóla-
kerfið. Skólinn hefur mikilvægu
mótunarhlutverki að gegna, og
það reynir á styrk hans á umrótar-
tímum.
Hver er svo staða grunnskól-
ans? Hvemig gegnir hann hlut-
verki sínu? Settar hafa verið fram
hástemmdar lýsingar á hlutverki
og markmiðum grunnskólans, en
það kerfi, sem kennarar starfa í
er ekki þannig úr garði gert að
þessi markmið náist. Kennarar eru
látnir sæta ábyrð á þessu kerfi,
þegar gallar þess verða opinberir,
þegar foreldrar rísa upp og mót-
mæla. Víða erlendis fara foreldrar
í mál við ríkið vegna galla skóla-
kerfisins, en hér á landi eru kenn-
arar gerðir ábyrgir fyrir. Það er
því full ástæða til að skoða þetta
skólakerfi okkar af einurð og heið-
arleika.
Með grunnskólalögunum urðu
byltingarkenndar breytingar í
hlutverki og starfsskilyrðum kenn-
ara. Aðalbreytingarnar fólust í því
að allir nemendur, einnig þeir, sem
víkja frá eðlilegu þroskaferli, eiga
rétt á setu í almennum bekkjum,
jafnframt því sem þeir eiga rétt á
kennslu við sitt hæfi. Til grund-
vallar þessum breytingum lágu
fagrar jafnréttishugsjónir, sem
enginn vill setja sig upp á móti.
En til þess að ná þeim markmiðum
Ingibjörg
Björnsdóttir
jafnréttis, sem stefnt
var að, þurfti að út-
færa kerfi, sem gerði
jafnrétti til náms að
veruleika, en það hefur
ekki enn séð dagsins
ljós. Útfærslan hefur
að mestu leyti hvílt á
herðum bekkjarkenn-
ara. Kennurum er ætl-
að að koma til móts
við mismunandi þarfir
nemenda með tilliti til
viðfangsefna, námsað-
ferða, námshraða, að-
stoðar í námi og alhliða
persónuþroska. Gengið
var út frá því að þess-
um sérþörfum yrði
Það er í meira lagi einfeldningslegt að skrifa
agavandamál grunnskólans alfarið á reikn-
ing einstakra kennara, þegar erfíð mál koma
þar upp, því þetta eru yfírleitt margslungn-
ari mál en svo, skrifar Ingibjörg Bjöms-
dóttir. Þennan vanda verður að skoða í
samfélagslegu samhengi, því hann á rætur
í lífsháttarbreytingum liðinna áratuga og því
umhverfí sem við höfum skapað æskunni.
mætt með fjölbreyttri sérkennslu
og sálfræðiþjónustu samhliða
bekkjarkennslu, en sá þáttur
skólastarfsins hefur ekki staðið
undir yfirlýstum markmiðum.
Það sem hefur gert starfsskil-
yrði kennara erfið við núverandi
kerfi er þetta tvíhliða hlutverk að
annast békkjarkennslu með u.þ.b.
tuttugu nemendum eða fleirum í
bekk og eiga jafnframt að sinna
öllum þeim sérþörfum, sem upp
geta komið í sundurleitustu hópum
ungmenna. Flestir bekkir eru mjög
sundurleitir hvað námsgetu snert-
ir, og strangt til tekið á bekkjar-
kennsla engan rétt á sér, væri
aðalnámsskráin tekin bókstaflega.
Samkvæmt henni á hver nemandi
rétt á sínu sérstaka námsefni og
rétt á því að vinna með sínum
hraða. Hvernig á kennari að kom-
ast yfir að sinna slíkri sérkennslu
í fjölmennum bekk? Þetta er verk-
efni fyrir Köttinn með höttinn.
Þetta er óleysanlegt kennslufræði-
legt vandamál, og því hefur bekk-
jarkennslan ekki verið lögð niður
enda þótt hún sé einnig allt að því
óframkvæmanleg í sundurleitustu
bekkjum.
Gallar þessa kerfis koma fyrst
fyrir alvöru í ljós í eldri bekkjum
grunnskólans, þegar undirbúning-
ur samræmdu prófanna fer að
setja mark sitt á kennsluna. Sam-
ræmdu prófin setja kennurum
ákveðin markmið, ákveðið náms-
efni, yfirferð og hraða. Þessi und-
irbúningur er í sjálfu sér nægilegt
viðfangsefni í bekkjarkennslu,
þannig að sérþarfirnar verða út-
undan. Þeir nemendur, sem þurfa
sérstaka handleiðslu verða meira
og meira utangátta við það, sem
fram fer í kennslustundum, þegar
líður á grunnskólann. Nemendur,
sem orðnir eru utanveltu í námi;
sitja sjaldnast stilltir og hljóðir.
Þeirra vörn er að taka að sér hlut-
verk trúðsins í bekknum. Foreldr-
ar, sem fletta aðalnámskránni sjá
að bragði, að barnið þeirra á fullan
rétt á því að sérþörfum þess sé
sinnt, og það er bekkjarkennarinn,
sem fær á sig reiði óánægðra for-
eldra sem von er. Kennarar hafa
tekið að sér þetta hlutverk, það
stendur svart á hvítu í opinberum
plöggum um grunnskólann.
Sérkennslumál grunnskólans
eru ekki í neinum tengslum við
veruleikann, þann blákalda veru-
leika, sem blasir við kennurum í
daglegu starfi, og gallarnir verða
ekki leystir með neinum viðtekn-
um kennsluaðferðum eða tækni.
Margháttuð agavandamál grunn-
skólans má rekja til þess hvernig
við sinnum börnum með mikla
námshæfíleika og hvernig við
sinnum börnum með tilfínningaleg
og geðræn vandamál. Hér er ekki
verið að vega að sérkennurum né
sálfræðingum, því vandinn felst í
skipulagi eða kerfi skólans, og að
sjálfsögðu berast böndin að fjár-
veitingavaldinu. Þær jafnréttis-
hugsjónir, sem við tókum að leið-
arljósi fyrir tuttugu árum eru
miklu dýrari í allri útfærslu en við
höfum nokkurn tímann viðurkennt
og það er brýnt að farið sé að
ræða af heiðarleika um skólamál.
Þar sem kennarar hafa tekið
að sér faglega ábyrgð á því að
sinna sérþörfum nemenda sinna,
hveijar sem þær kunna að vera,
þá bera þeir ábyrgð á þeim
ógöngum, sem sérkennslumál
grunnskólans eru í. Inni í stórum
bekkjum eru kennarar að glíma
við námserfiðleika og geðræn
vandamál af ýmsu tagi. Þau ganga
undir nöfnum eins og misþroski,
ofvirkni, andstöðu-þijósku-röskun
o.fl. Hér eru á ferðinni hegðunar-
erfiðleikar, sem raktir eru til gall-
aðra erfðavísa og eru með áður
óþekktum einkennum. Kennari,
sem fær það verkefni að annast
kennslu nemenda með þessa geð-
rænu erfiðleika, stundum með
fleiri en einn og fleiri en tvo slíka
nemendur í almennum bekk, getur
lent í mjög alvarlegum agavanda-
málum. Margir góðir kennarar
hafa sagt skilið við kennslu eftir
þá sáru reynslu. Skólarnir og
heimilin standa úrræðalaus gagn-
vart þessum vanda og klögumálin
ganga á víxl. Fari í hart, er réttar-
staða kennarans mjög veik.
í nýlegri skýrslu um mótun
menntastefnu kemur fram, að
mikið vanti á að fram fari raun-
veruleg greining á námsvanda í
íslenskum skólum, og að full þörf
sé á heildstæðri stefnu í sér-
kennslumálum. Úttekt á þessum
málum myndi eflaust kalla á meiri-
háttar kerfisbreytingar og fjárút-
lát, svo augljóst er, að það verður
löng bið eftir henni, og hvað ætla
kennarar að gera? Ætla þeir áfram
að sitja hljóðir, hver í sínu horni,
og bíða? Ætla þeir foreldrum að
knýja fram þær breytingar sem
nauðsynlegar eru? Eigum við að
bíða eftir því að einkaskólar rísi á
rústum grunnskólans, þegar bæði
foreldrar og kennarar hafa gefið
upp vonina um uppreisn hans?
Fyrir tuttugu árum voru kenn-
arar virt stétt og nutu þess í mann-
sæmandi launum. Afleiðingar þess
kerfis, sem kennarar hafa starfað
við í tvo áratugi, eru dvínandi
sjálfsvirðing stéttarinnar og reisn,
og láglaunabætur eru nú eina
kjarabótin, sem þeim stendur til
boða.
Nú standa haustþingin fyrir
dyrum og er það von mín, að kenn-
arar nýti sér þann vettvang til að
hefja umræðu um þessi mál. Kenn-
arar verða að taka á sig rögg og
fara að líta á agamálin í réttu
samhengi. Þau eru ekki einkamál
þeirra kennara, sem lenda í erfið-
ustu málunum. Einnig er brýnt
að kennarar og skólastjórar athugi
réttarstöðu sína í tengslum við
uppeldishutverk grunnskólans.
Það er kominn tími til að endur-
skoða starfssvið kennara og skyld-
ur. Góð menntun kennara tryggir
ekki gæði skólastarfsins, ef skipu-
lag skólans er ekki í tengslum við
markmið hans. Meðan kennarar
bera faglega ábyrgð á takmörkun-
um oggöílum grunnskólakerfísins,
er þeim gert ómögulegt að veija
heiður stéttar sinnar og njóta
þeirrar virðingar, sem þetta starf
á að hafa í nútíma þjóðfélagi,
æskunni til heilla og þjóðinni til
farsældar.
Höfundur er stjórnsýslufræðingur
og kennari við Heiðarskóla.