Morgunblaðið - 04.09.1994, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍML 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRL: HAFNARSTRÆTI 85
SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER1994
VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK
Dökkt framundan í byggingariðnaði
# ^ * • Morgunblaðið/Þorkell
Vegið ur launsatri
JAFNVEL mjallhvítar friðardúfur eru ekki óhultar fyrir köttum í veiðihug.
Endurfjármögnun á 3 erlendum lánum ríkissjóðs
Tæpast að við
fáum í soðið
HARALDUR Guðbrandsson fyrr-
verandi sjómaður og starfsmaður
Björgunar hefur farið í nokkra
róðra í sumar sér ti! skemmtunar
ásamt Einari Halldórssyni skrif-
stofustjóra Björgunar. Hér er
Haraldur að beita línu fyrir næsta
róður á Sæbjörgu, rúmlega sjö
tonna trillu sem þeir félagar róa
á. „Eg er ellilífeyrisþegi og kom-
inn hátt á áttræðisaldur," sagði
hann. „Við erum að þessu okkur
til gamans. Einar er yngri en ég
en við höfum verið vinir í tuttugu
ár og förum svona tvisvar í mán-
uði. Við förum út um alla bugt
og erum uppundir tólf tíma í einu.
Þetta hefur gengið illa hjá okkur.
Dragnótaveiðin hefur eyðilagt
allt. Við fáum sama sem ekki neitt
miðað við það sem áður var. Það
tekur langan tíma og svona tæp-
ast að við fáum í soðið. Nú förum
við að hætta þegar haustar og
setjum bátinn þá upp fyrir vetur-
inn þegar veður versnar."
Yfir 100 milljónum
lægri vaxtagreiðslur
báru 5-6% fasta vexti á ári. Voru
lánskjör hagstæð fyrir ríkissjóð.
Greiddir eru fljótandi vextir af nýja
láninu eða 0,265% álag á Libor-
vexti í japönskum jenum sem voru
þá um 2,35%. Hafa vaxtagreiðslur
vegna þessarar lántöku undanfarna
mánuði því lækkað verulega miðað
við kjör eldri lánanna.
„Þetta eru þeir möguleikar sem
hafa verið færir að undanförnu.
Þeir hafa allir verið nýttir og er
áfram unnið að aðgerðum af þessu
tagi,“ sagði Ólafur ísleifsson.
72% erlendra lána ríkis
bera fasta vexti
í ársskýrslu Seðlabankans kemur
fram að um seinustu áramót námu
erlend lán ríkissjóðs jafnvirði rúm-
lega 102 milljarða króna. Um 40%
voru í Bandaríkjadölum, 14% í jap-
önskum jenum og tæplega 46% í
ýmsum Evrópugjaldmiðlum. Eru
lágir vextir á erlendum fjánnála-
mörkuðum sagðir hafa gefið tilefni
til að auka hlutfall lána ríkissjóðs
sem bera fasta vexti. í lok síðasta
árs voru 72% erlends lánsfjár með
föstum vöxtum borið saman við 61%
árið áður og 52,4% 1991.
Morgunblaðið/Kristinn
Stærsta
tertan
BJÖRG Kristín Sigþórsdóttir,
konditor í Bakarameistaranum
í Suðurveri, gerir nú tilkall til
Islandsmeistaratitils í brúðar-
tertubakstri. Hún bakaði þessa
240 cm háu köku með aðstoð
Rúnars Felixsonar í tilefni af
brúðkaupi systur sinnar. í kök-
una fóru 14 kg af marsipani,
25 kg af rjómasúkkulaði, 10
lítrar af rjóma og sex lítrar af
Grand Marnier-líkjör. Kakan
var skreytt með 150 handunn-
um marsipanblómum og 200
marsipanlaufblöðum, auk ann-
arra handunninna skreytinga,
sem voru 250 talsins.
Morgunblaðið/Þorkell
í LÁNSSAMNINGUM hluta þeirra lána sem ríkissjóður hefur tekið á umliðn-
um árum er heimild til að greiða lánin upp og heftir það gert ríkissjóði kleift
að færa sér í nyt hagstæð markaðsskilyrði til að bæta kjör á þessu lánsfé.
Á tæpu ári hefur ríkissjóður nýtt þessa heimild til að endurfjármagna þijú
lán sem voru í japönskum jenum með nýjum lánum. Hefur með því tekist
að lækka vaxtakostnað ríkissjóðs af þessu lánsfé um á annað hundrað milljónir.
Að sögn Ólafs ísleifssonar, for-
stöðumanns alþjóðadeildar Seðla-
bankans, hefur tekist að bæta láns-
kjör á þessu lánsfé um a.m.k. 1%.
í nóvember sl. var láni að andvirði
3 milljarðar japanskra jena sagt upp
og endurfjármagnað með nýju láni
að sömu fjárhæð. Lánið er til 9 ára
og ber 4,4% fasta vexti. Eldra lánið
bar 5,5% vexti á ári en það var tekið
á árinu 1988 og átti að endurgreið-
ast í einu lagi í mai 1998. Nýja lánið
fól í sér framlengingu eldra lánsins
um fjögur ár og lækkun vaxta um
1,1% sem lækkaði vaxtabyrði af lán-
inu um liðlega 20 millj. kr. á ári eða
um rúmlega 100 millj. út lánstímann
miðað við núverandi gengi.
í mars sl. voru tvö japönsk lán
að fjárhæð 5 milljarðar japanskra
jena eða um 3,4 milljarðar ísl. króna
endurfjármögnuð með skuldabréfa-
útgáfu á Evrópumarkaði sem svarar
til sömu fjárhæðar en eldri lánin
Þrjú tonn af þorski á stöng
GUNNAR Valdimarsson, 63 ára
gamall Flateyringur, hefur aflað vel
af innfjarðaþorski í Önundarfirði
undanfamar vikur og fengið allan
aflann á sjóstöng. Alls hefur Gunnar
’ komið með rúmlega þijú tonn af
þorski að landi úr níu róðrum, en
hann hefur þó fyrst og fremst verið
á síldveiðum, en síld er vaðandi um
allan fjörðinn, að sögn Gunnars.
Þorskurinn heldur sig í námunda við
síldina og hefur Gunnar fengið að
meðaltali rúm 300 kg í róðri.
Gunnar rær á trillunni Muggi,
sem er lVi tonns bátur með króka-
Flateyring-ur mokar
upp innfjarðarþorski
leyfí, en hann er í eigu Guðjóns
Guðmundssonar. „Þetta er svona
vítt og breitt um fjörðinn en mest
þó út af Mosdalnum. Þorskurinn er
hér um allt og heldur sig nokkuð í
hnöpgum og er mikið á eftir síld-
inni. Eg er svona hálftíma að skreppa
þetta svo útgerðarkostnaðurinn er
ekki mikill," segir Gunnar.
Hann segir, að færabátar á Flat-
eyri hafi reynt fyrir sér á sömu slóð-
um með skakrúllur, en ekkert feng-
ið. „Þorskurinn virðist vilja halda
sig við stöngina og ég hef enga
skýringu á því. Ég er með gúmmí-
króka númer sjö og er búinn að
fiska fyrir 220 þúsund kr., en ég
fæ það nú ekki allt í minn hlut,“
segir Gunnar.
Gunnar rakst á síldartorfu fyrir
skemmstu og sagði hann þorskinn
hafa vaðið í torfunni allt upp í fjöru-
borðið á sjö til átta faðma dýpi. Fjög-
ur síldamet hafa verið í firðinum
og menn fengið allt upp í 800 kg í
netin til beitu.
Um 200 manns
‘ megabúast
við uppsögnum
ALLT að 200 manns í byggingariðnaði gætu fengið uppsagnarbréf á
næstu vikum, að sögn Guðmundar Guðmundssonar hjá Samtökum
iðnaðarins. Síðustu fjögur ár hefur starfsmönnum í greininni fækkað
um 10% á ári. Sagði hann að staðan hjá byggingarmönnum og verktök-
um væri slæm og útlitið svart. Ríflega helmingur fyrirtækja í grein-
inni þyrfti að segja upp töluverðum mannskap.
Minni fyrirtækin hafa
ennþá næg verkefni
„Það eru stærri fyrirtækin sem
standa frammi fyrir þessum upp-
sögnum og eru sum þeirra að segja
upp allt að 50 manns,“ sagði hann.
„Mér sýnist minni fyrirtækin ennþá
hafa nóg fyrir sig með verkefni fram
á vetur sum hver en þeir eru ef til
vill með framkvæmdir upp á von
og óvon um hvort þeim takist að
selja íbúðir sem verið er að byggja.
Hjá stærri aðilum er ástandið væg-
ast sagt mjög slæmt framundan.“
Engar opinberar
framkvæmdir
Guðmundur bendir á að nær
engar opinberar framkvæmdir séu
í gangi eða nokkrar stærri fram-
kvæmdir fyrirsjáanlegar. Helst séu
það einstaklingar, félög eða sveit-
arfélög sem standi fyrir
framkæmdum. „Ég býst við að
þetta verði mjög erfiður vetur í
greininni,“ sagði hann. „Hugsan-
lega stórfelldar uppsagnir og gjald-
þrot ) kjölfarið. Það er ekki hægt
að ætlast til þess að fyrirtækin
geti staðið af sér verkefnalausan
vetur miðað við ástandið eins og
það hefur verið að undanförnu.
Sérstaklega er ástandið slæmt í
jarðvinnuverkefnum. Þar sjá menn
ekki neitt framundan og ekki eru
menn að hefja framkvæmdir á
þessum árstíma.“
Guðmundur sagðist vera þeirrar
skoðunar að nú væri botninum
náð, verra gæti ástandið ekki orð-
ið. „Það verður að vera það,“ sagði
hann. „Annars flosnar þessi iðn-
grein upp.“