Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Hildur „ÆTLI megi ekki búast við að verðmæti aflans verði 340-350 milljónir króna í ár,“ segir Hallgrímur, sem hefur verið í útgerð frá því seint á sjötta áratugunum. Hugsað of mikið gegnum budduna Hallgrímur Jónasson forstjórí Skipakletts á Reyðarfírði, sem er að láta af störfum vegna aldurs, rifjar hér upp glefsur úr ferli sínum í samtali við Hildi Fríðriksdóttur. Hann skýrir einnig frá skoðun sinni á kvótamálum og þeim ótta sínum að menn láti stjórnast af græðgi í stað skynsemi. Viljirðu lifa, skaltu læra, var setning sem höfð var að leiðarljósi á æsku- heimili Hallgríms Jónas- sonar sem nú er að láta af störfum vegna aldurs sem forstjóri Skipa- kletts á Reyðarfirði. Á þeim árum sem hann var að alast upp taldist til tíðinda að ungt fólk færi til náms. Oft var orsökin fátækt en engin ástæða þótti heldur til að ungar stúlkur öfluðu sér bóklegrar kunn- áttu. Hlutverk þeirra var að giftast og eignast börn. Þessu var öðruvísi farið á heimili Hallgríms og beggja foreldra hans. „Móðir mín, Valgerður Bjarna- dóttir, sem fæddist árið 1884, varð gagnfræðingur frá Akureyri sem þótti auðvitað fyrirbæri þá. Faðir minn, Jónas Bóasson frá Stuðlum, fór einnig til náms, en hann var á lýðháskóla í Danmörku,“ segir Hall- grímur þar sem við sitjum á örlít- illi skrifstofu Skipakletts í kjallar- anum á heimili skrifstofustúlkunn- ar, Sigurbjargar Hjaltadóttur, og eiginmanns hennar, Ásmundar Ás- mundssonar skipstjóra á Snæfugl- inum. „Hún er mín hægri hönd eða meira en það,“ segir Hallgrímur og kinkar kolli góðlátlega í átt til Sig- urbjargar, sem deilir herberginu með forstjóranum. Hún skýtur því hins vegar inn í að það sé ákjósan- leg aðstaða að vera svo nálægt heimilinu með börnin valsandi út og inn og barnavagninn í garðinum beint fyrir utan gluggann. „Já, okkur hefur gengið vel að vinna saman. Þó að hún sé búin að eignast þrjú böm á þessum tíma hefur hún alltaf skotist á skrifstof- una þegar hún hefur mátt vera að og tíminn hefur leyft, hvort sem er að nóttu eða degi,“ segir hann og bætir við: „Það heitir víst sveigj- anlegur vinnutími." Systkinin fóru öll til náms „Nú, jæja,“ heldur hann áfram eftir þetta innskot og hallar sér aftur í skrifstofustóinum. „Við vor- um sjö systkinin og fórum flestöll í meira nám en barnaskóla. Systur mínar, Guðrún og Lára, fóru á Hallormsstað, ég fór í Samvinnu- skólann, Kristín á Eiðar, Bjarni í_ Vélskólann og Auður í Kennara- skólann.. Þetta hefði aldrei orðið nema fyrir óbilandi kjark foreldra minna.“ Samvinnuskólinn var á þessum árum i Reykjavík og fór Hallgrímur á vetrarvertíð strax árið eftir. „Svo lenti ég í því að fara að starfa hjá blaði sem hét Þjóðólfur," segir Hall- grímur og brosir við minninguna. „Þar starfaði ég við afgreiðslu upp undir ár. Þá kom prentaraverkfall- ið, sem stóð ansi lengi, þannig að þá lenti ég sem afgreiðslumaður hjá Kaupfélagi Rangæinga á Rauðalæk." * Stofnuðu útgerð um „tappatogara" Þetta var árið 1942, en hann ílentist í Rangárvallasýslu til ársins 1956. „Ég kynntist konu minni, Evu Vilhjálmsdóttur frá Meiri-Tungu, þarna,“ segir hann til útskýringar. Þegar þau fiuttu á Iteyðarfjörð höfðu þau eignast fimm böm og það sjötta fæddist fyrir austan. Hallgrímur vann í fyrstu hjá byggingafélaginu Snæfelli, en fyrir áeggjan Hjalta Gunnarssonar frænda síns keyptu þeir einn af „tappatogurunum" svokölluðu. Hjalti hafði verið skipstjóri um ára- raðir á bátum frá Norðfírði og hafði lengi haft áhuga á að komast yfir fleytu. „Það voru smíðuð tólf 250 tonna skip í A-Þýskalandi, sem fengu þetta samheiti. Við frænd- urnir, með Hjalta í fararbroddi, stofnuðum útgerðarfélagið Gunnar hf. utan um eitt þessara skipa. Það var látið heita Gunnar og kom hing- að í mai 1959. Fyrir var Snæfugl sem var byggður í Svíþjóð eftir stríð, einn af Bárðar-bátunum svo- kölluðu. Hann var á línu, netum, trolli og síld eins og allir bátar á þessum tíma.“ Árið 1959 fór Gunnar á síld og einnig Snæfugl. Einhver þurfti að vera í landi til að sjá um pappíra og kom það í hlut Hallgríms. í kjöl- far þess myndaðist samstaða með Gunnari og Snæfugli um að salta síld en hver bátur var gerður upp fyrir sig. Aflinn var sígandi upp á við á þessum árum og þegar síldar- glampi kom í augun á mönnum var samið um smíði á nýjum Snæfugli, 250 tonna síldarbát smíðuðum í Noregi. Hann kom til landsins í febrúar 1964 en gamli Snæfuglinn sökk í lok síldarvertíðar 1963 án þess að mannskaði yrði. „Eftir að nýi Snæfuglinn kom var hann einnig gerður út frá Reyð- arfirði á vetrarvertíð ásamt Gunn- ari, en gamli fuglinn var alltaf gerð- ur út á vetrarvertíð frá Vestmanna- eyjum. Við söltuðum fiskinn, hengdum hann í skreið og vorum í síldinni yfir sumarið. Svona gekk það þangað til botninn datt úr síld- inni.“ Á þessum árum áttu sér stað miklar framkvæmdir hjá fiskverkun Gunnars og Snæfugls (GSR). Meðal annars voru byggðar tvær samliggj- andi skemmur, samtals 2.400 fm, fyrir saltfiskvinnslu, sem nú standa ónotaðar við bryggjuna. Er Hall- grími til efs að verkefni skapist fyrir þetta húsnæði og búnað á næstsu árum. Seldu Snæfuglinn til S-Afríku og keyptu togara Hallgrímur segir að árið 1978 hafi verið komnar togarahugleið- ingar í þá frændur eftir að skuttog- arar komu til sögunnar. „Við vorum með svokallað „útilegufiskerí", þ.e. við vorum úti í 4-5 daga, þannig að það gaf ekki mikið í aðra hönd á móti því sem togararnir gerðu,“ segir hann og hallar sér fram á borðið. „Við gátum selt Snæfuglinn til Suður-Afríku gegn staðgreiðslu og þar með höfðum við stofnfé til að kaupa togara." Það varð úr að þeir keyptu gömlu Guðbjörgina árið 1981, sem fékk nafnið Snæfuglinn. „Það skip áttum við þar til við létum smíða Snæfugl- inn, sem við eigum núna og er frystiskip. Hann kom hingað í jan- úar 1989.“ — Blandaðist pólitík eitthvað inn í togarakaupin hjá ykkur árið 1973? „Nei, það var nú ekki. Bóas heit- inn skipstjóri á Snæfugli, Jónas skipstjóri á Gunnari, Hjalti sem upphaflega var skipstjóri á Gunnari og ég, vorum allir bræðrasynir. Á árunum 1950-60 var oft strembið hjá þeim að hanga á Snæfuglinum og missa hann ekki út úr höndun- um. Bóas var dugnaðarþjarkur. Hann var alltaf á móti togurum og sá ekkert nema báta. Það var hans sjónarmið og trú og við því var ekkert að gera. Eftir að hann féll frá árið 1975 breyttust sjónarmiðin, því allir voru inni á togaralínunni nema hann.“ — Var hann elstur og frekastur? „Nei, nei, en það var tekið tillit til sjónarmiða hans því útgerðin hafði staðið og fallið með honum gegnum árin, alveg frá 1946.“ „Eigum ekki einir rétt á að halda þorskkvóta“ — En svo við snúum okkur að kvótamálunum. Hver er skoðun þín á þeim? „Þau eru náttúrlega botnlaus vit- leysa hjá okkur eins og öllum öðr- um,“ segir hann ákveðnum rómi. „Það þýðir ekki að deila við dómar- ann. Það er ekki til fiskur í sjónum og það hefur aldrei verið hægt að taka það sem er ekki til. Við verðum að sætta okkur við kvótaskerðingu eins og aðrir. Okkur hefur ekki dottið í hug við ættum einir rétt á að halda þorskkvóta eins og manni virðist að Vestfirðingar geri. Af öllu fjölmiðlatali að dæma bitnar allur niðurskurður verst á þeim. Ég gerði mér grein fyrir því fyr- ir nokkuð löngu að það yrði að stjórna fiskveiðum. Tæknin er orðin svo geigvænleg að hægt er að finna fiskinn hvar sem er í sjónum. Lengi vel gátu togarar ekki veitt fisk nema við botn, en nú eru breyttir tímar og fiskurinn er hvergi óhult- ur. Auk þess verða veiðarfærin sí- fellt betri. I kringum 1980 var síðan farið að veiða þorskinn í flotvörpu og honum var mokað upp fyrir vestan. Þar með tel ég að tæknin hafi gert mönnum kleift að ganga of nærri stofninum. Þetta skeður á sama tíma og Norðmenn bönnuðu flot- vörpuna. Sama á við 1967-68 þegar þorskinum var mokað upp af Sel- vogsbanka í nót um þriggja ára skeið, þá höfðu Norðmenn bannað nótaveiði á þorski. Þeir töldu lífrí- kið ekki þola áganginn." Hvert verður framhaldið? — Hvaðviltusegjaumfiskveiðar á næstu árum? Hann spennir greipar og hugsar sig um dálitla stund áður en hann svarar. „Þriggja til fjögurra ára fiskur er í raun og veru smæsti fisk- urinn sem vit er í að veiða. Það þýðir að hægt er að gera sér vonir um að eftir 3-5 ár verði einhver veiði. Ég tel þð að það sé mikil bjart- sýni,“ segir hann hugsi en heldur síðan áfram ákveðinn: „Við verðum að gera okkur grein fyrir að tækn- in er komin svo langt að lífríkið ræður ekki við að fylla upp í eyðurn- ar,“ segir hann og veltir upp spurn- ingunni: Ef Iömbin væru öll drepin á vorin, hvað gerðist þá? Vandamálið er það,“ segir hann og hristir höfuðið kíminn á svip, „að menn hugsa alltof mikið í gegn- um budduna sína. Bara peningar og aftur peningar. Vitaskuld þarf að hugsa eitthvað í gegnum budd- una, en þegar allt fer í gegnum hana er græðgin farin að ráða ferð- inni en ekki skynsemin." í framhaldi af þessum vangavelt- um bendir hann einnig á að framan af hafí jarðvarmi verið talinn óþijót- andi afl. Nú séu menn hins vegar að átta sig á því að auðlindirnar eru ekki ótæmandi. „Ég er alveg sannfærður um að þegar byrjað var að nýta jarðvarmann hafa einhveij- ir áttað sig á að hann væri ekki óþijótandi. Á þá hafi ekki verið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.