Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 29 ', ........ ■ . ^jte. STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Innheimtar tekjur ríkissjóðs á fyrstu sex mánuðum líðandi árs reyndust. verulega meiri en áætlanir stóðu til, eða 54,2 millj- arðar króna; 3,5 ma.kr. og 7% meira en á sama tíma í fyrra. Að raungildi nemur tekjuaukinn 1,5 ma.kr., eða 2,8%. Þetta er 1.397 milljónum króna meira er búist var við þegar fjárlög voru samin. Tekjuaukinn stafar fyrst og fremst af meiri veltu og hærri tekjum fyrirtækja en ætlað var. Fjármála- ráðherra segir og í viðtali við blað- ið í gær að nú sé sýnt að tekjur ríkissjóðs á komandi ári verði meiri en áður var gert ráð fyrir. Innheimtur virðisaukaskattur á fýrra misseri ársins reyndist tæp- um 560 m.kr. hærri en gert var ráð fyrir. Þetta frávik (2,9%) rekur sem fyrr segir rætur til vaxandi veltu í atvinnurekstri og sýnir, að samdráttur liðinna missera hefur ekki sorfið eins mikið að einka- neyzlu í landinu og reiknað var með. Á fyrra misseri ársins skiluðu tekju- og eignaskattar lögaðila 436 m.kr. umfram áætlun, eða 26,4% tekjuauka. Afkoma fyrir- tækja virðist því ver'a mun betri, í kjölfar betra rekstrarumhverfis, en áætlanir fjárlaga stóðu til. Reyndar var nokkur batavottur þegar kominn fram árið 1993. Samkvæmt úttekt Þjóðhagsstofn- unar hækkaði bókfærður hagnað- Árvakur hf., Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ur af reglulegri starfsemi sem hlutfall af tekjum úr 0,2% 1992 í 1,1% árið 1993, fyrir greiðslu tekju- og eignaskatta. Stöðugleiki í gengi og verðlagi, lægri skattpró- senta fyrirtækja, lægri vextir og aukinn hagöxtur í viðskiptalöndum okkar hafa samverkandi styrkt stöðu íslenzks atvinnulífs síðustu misserin. Tekjuskattar einstaklinga gefa og hærri tekjur en áður. Skýringin felst í því að þegar aðstöðugjöld á atvinnurekstur voru felld niður árið 1993 skuldbatt ríkissjóður sig til að bæta þeim upp tekjumissinn. Því var skatthlutfall einstaklinga hækkað um 1,5 prósentustig á árinu 1993. Þessi hækkun var síð- an afnumin í lok síðasta árs. Hins- vegar var ákveðið að að hækka skatthlutfallið á ný um 0,35% pró- sentustig til að vega upp á móti lækkun virðisaukaskatts af mat- vælum í byrjun ársins. Samkyæmt þessu lækkaði skatthlutfallið því um 1,15 prósentustig í ársbyijun. Fleiri breytingar komu til. Virð- isaukaskattur af matvælum var sem fyrr segir lækkaður í 14% um síðustu áramót. Jafnhár virðis- aukaskattur var lagður á bækur, blöð, tímarit, ferðaþjónustu og hitaveitu, en sú breyting kom til framkvæmda á síðari hluta árs 1993. í ijárlögum 1994 var gert ráð fyrir því að þessar ráðstafanir skertu tekjur ríkissjóðs af virðis- aukaskatti um 1.200 m.kr. á ár- inu. Raunin virðist ætla að verða önnur. Á fyrra misseri ársins jókst innheimta virðisaukaskatts um 677 m.kr. miðað við sama tímabil 1993. Tekjuaukinn er nær alfarið rakinn til virðisaukaskatts af inn- fluttum vörum. Eins og rakið er hér að framan skila beinir skattar ríkissjóði veru- legum umframtekjum á fyrra misseri ársins, miðað við næstliðið ár. Sama máli gegnir um virðis- aukaskatt. í heild koma þó óbeinir skattar á misserinu lakar út að raungildi en óbeinir skattar á sama tíma í fyrra. Ástæðan er lækkun innflutnings- og vörugjalda og lækkun virðisaukaskatts á mat- væli. Fjármunatekjur ríkissjóðs hækka á hinn bóginn um fimmt- ung, sem skýrist annars vegar af hærri vaxtatekjum og hins vegar af arðgreiðslu Seðlabanka íslands. Byijandi bati í þjóðarbúskapum hefur þegar sett sitt mark á tekjur ríkisins. Þannig reyndist greiðslu- halli af A-hluta ríkissjóðs fyrstu sex mánuði þessa árs 4,7 ma.kr. - eða einum milljarði minni en ætlað var. Batinn hefur einnig sagt til sín í jákvæðum viðskipta- jöfnuði við útlönd, hægari vexti eríendra skulda og minna atvinnu- leysi en spár stóðu til. Það er mjög mikilvægt að festa þennan bata í sessi, m.a. með því standa dyggan vörð um stöðugleika í gengis-, vaxta- og vinnumarkaðsmálum, og vinda ofan af ríkissjóðshallanum, sem ýtt hefur undir hátt vaxtastig í landinu. Það eru ótvíræðir skattalegir hagsmunur hins opinbera að ís- lenzkt atvinnulíf nái að rétta úr kútnum í vaxandi samkeppni við umheiminn, skila auknum verð- mætum í þjóðarbúið og mæta at- vinnuþörf stækkandi þjóðar. Skattstofnar hins opinber verða til í atvinnulífinu og stærð þeirra - og tekjur hins opinbera - ráðast af því hvernig atvinnugreinunum vegnar. Batinn í þjóðarbúskapnum á að hluta rætur að rekja til hagvaxtar í umheiminum. En einsýnt er engu að síður að ríkissjóður nýtur nú árangurs af þeirri viðreisnarvið- leitni, sem sagt hefur til sín í stöð- ugleika í verðlagi og á vinnumark- aði, niðurfellingu aðstöðugjalda, lægri tekjuskattstigum fyrirtækja og lægri vöxtum. MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt- ir 691181, iþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif- stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan- lands. í iausasölu 125 kr. eintakið. BATINN OG RÍKISSJÓÐUR ÞEIR SEM • héngu á krossunum til hliðar við Krist á Golgata fengu fyrirheit um að þeir skyldu vera með honum í paradís. „Með honum krossfestu þeir tvo ræningja, annan til hægri handar honum, og hinn til vinstri". (Mark- ús). Þá sagði hann: „Jesús, minnzt þú mín, þegar þú kemur í ríki þitt!“ Og Jesús sagði við hann: „Sannlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í paradís. “ (Lúkas). Helgisagan endurspeglast örugg- lega í Fóstbræðra sögu einsog Bjami Einarsson hefur bent á. Þor- móður Kolbrúnarskáld er þá í hlut- verki ræningjanna, því að Sighvatur Þórðarson er fjarstaddur í suðurför til Róms og liggur Þormóður ekki á því, en konungur dregur taum Sighvats og afsakar íjarveru hans. Bænir hans geti bitið þar syðra! „Það er sagt, að Þormóður var heldur ókátur um daginn fyrir bar- dagann. Konungur fann það og mælti: „Hví ertu svo hljóður, Þormóður?" Hann svarar: „Því, herra, að mér þykir eigi víst vera, að við munum til einnar gistingar í kvöld. Nú ef þú heitir mér því, að við munum til einnar gistingar báðir, þá mun ég glaður,“ Olafur konungur mælti: „Eigi veit ég, hvort mín ráð mega um það til leiðar koma, en ef ég má nokkru um ráða, þá muntu þangað fara í kveld, sem ég fer.““ Og það varð úr. Þessi skírskotun í píslarsögu Krists hlýtur að jaðra við guðlast. Ólafur konungur helgi var þó ekki nema maður, þótt dýrlingur yrði að kaþólskum sið. Frásögnin af þessu síðasta samtali kon- ungs og Þormóðs er með alltöðrum hætti í viðaukanum í Flateyjarbók. í skáldskap vaxa atvik og atburð- ir með ólíkum hætti inní ólík rit. Þannig siglum við einnig yfír þús- und ára haf tímans og skugga- myndir gamalla arfsagna lifna enn og oftar í myndbandi hugans: Siglum við saman leggjum borð við borð tökum til segls og siglum út og heim í huga mínum. Eða eigum við að trúa því að Þormóður skáld hafí gengið feti framar en lærisveinar Krists? I stað þess að afneita konungi sínum get- ur skáldið ekki hugsað sér að iifa hann. Með því færist hann á kross- inn með ræningjum. Vegirlistarinn- ar eru órannsakanlegir, ekkisíður en vegir guðs. Það bendir til að list- in sé af guðlegum toga. En það vissum við auðvitað fyr- ir. Hitt er svo annað mál að fræði- menn hafa verið alltof kaldir að skýra rittengsl með einföldum hætti. Þannig á Njála endilega að hafa fengið frá Fóstbræðra sögu. Hver getur fullyrt slíkt? Mundi ekki vera líklegra að Fóstbræðra saga hafí orðið fyrir áhrifum frá Njáls sögu? Flest bendir til að hún sé eitt- hvað yngri en Njála og skrifuð nær aldamótum 1300 einsog Jónas Kristjánsson hefur sýnt framá. Njáluhöfundur þarf ekki að leita fanga í Fóstbræðra sögu um eitt né neitt, enda hefur honum varla dulizt hvað á skorti til að hún gæti orðið til fyrirmyndar, svo klaufalega sem hún er skrifuð með köflum og losaralega saman sett, a.m.k. miðað við helztu bókmenntir Sturlunga- aldar - og þá ekkisízt meistaraverk- ið sjálft, Brennu-Njáls sögu. Oþarflega mærðarleg, í stíl ridd- ara- og helgisagna og einhvemveg- inn einsog henni hafí aldrei verið lokið að fullu. Fóstbræðra saga er í raun og veru á tvist og bast í Ólafs sögu helga og öðrum ritum. Þorgeir Hávarsson þarf á hetjusög- unni að halda til að fleyta honum gegnum aldirnar, en Þormóður ekki. Honum eru eignuð nógu góð kvæði til að halda nafni hans á loft og í þeim er hann geðþekkari en í hetjusögunni þarsem þeir fóstbræð- ur eru oft hryðjuverkamenn úr fár- ánleikanum; hetjur með plasthjarta. Raunar jafnhlægilegar hetjur og þeir Don Kíkóti, sem átti þó eitt- hvert hjartalag í slagsmálum sinna stóm blekkinga. En Cervantes hef- ur vel getað haft spumir af þeim fóstbræðum þegar hann tók sig til og varaði við of miklum lestri ridd- arasagna og raunsæisfírrtra ævin- týra; rétteinsog Kólumbus hafði pata af vesturheimi vegna sögulegr- ar geymdar um landkönnuði vík- ingaaldar. LÍFIÐ GETUR VERIÐ • mannskemmandi, það er áminning allra hetjusagna. M (meira næsta sunnudag) HELGI spjall REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 3. september mmmmi VIKMYNDAGERÐ minnir gjarna á ópem- smíð fyrr á öldum þeg- ar tónskáldin sóttu ■ efnivið í allskyns bók- I menntir, oft leirburð. Efnið réð sjaldnast úrslitum heldur tón- listin. Margar ópemr væm ekki uppá marga físka ef þær væm dæmdar af efni og texta. Það skiptir ekki máli við hvaða texta meistari eins og Mozart samdi óper- ur sínar, þær urðu meistaraverk hvað sem þessum leirburði leið. Óperan byggist á tónlistinni einni saman, söng og leik. Þann- ig sækir kvikmyndin einnig kraft sinn í eigið afl þessa miðils en þó skiptir textinn oft miklu máli, meira máli en texti óper- unnar. Við getum þakkað okkar sæla fyr- ir það! Stundum rísa óperutextar þó upp úr leirburðinum, ekki sízt í óperum Wagn- ers og Beethoven samdi þessa einu óperu sína, Fidelio, við efni sem er einhvers kon- ar skáldskapur í sjálfu sér. Verdi lagði einnig áherzlu á það. Með allt þetta í huga er kannski skiljan- Iegra en ella hvað ópemr og söngleikir okkar tíma falla vel að kvikmyndinni og njóta sín vel á hvíta tjaldinu. Margt í þess- um söngleikjum er góð tónlist enda aug- ljóst að þeir eiga rætur í völsum og djassi en þó einkum í yndislegri tónlist Tsjajkovskíjs. Textar þeirra og efni eru oft betur úr garði gerðir en vellan í sumum ópemm. Óperan er takmarkaðri en kvikmyndin sem býr yfír miklu meiri möguleikum þótt óperan sé nær leiklistinni og þannig nær áhorfendum en þeim sem sækja kvikmynd- ir. Það er hægt að kvikmynda óperu en ekki öfugt. Hitt er rétt að ópera er ekki viðburður á segulbandi eða fílmu, hún er stund og staður og verður ekki endurtek- in, a.m.k. ekki í þeirri mynd sem sérhver sýning er. Það er aftur á móti hægt að endurtaka hana eins og hveija aðra kvik- mynd og svo náttúrulega af plötum og diskum eða segulböndum sem eru mest notuðu og líklega áhrifamestu miðlar nú- tímans, ásamt dagblöðum. OLIVER STONE skrifaði kvik- myndahandrit - upp skapur úr bréfum sem hann sendi ömmu sinni frá Víetnam og er að sjálfsögðu rit- höfundur öðrum þræði þótt textinn þætti ekki miklar bókmenntir ef hann stæði einn sér. Það er meiri texti á bak við kvikmynd- ir Roberts Bolts þótt þær skorti ísmeygi- lega dulúð stórskáldskapar eins og í Linc- oln eftir Gore Vidal sem Anthony Burgess sagði að væri mestur sagnaskálda á enska tungu um þessar mundir. Hann flutti að mörgu leyti athyglisverðan fyrirlestur á bókmenntahátíð í Molde í Noregi í fyrra en þessum stórmerku bókmenntahátíðum frænda okkar stjómar Knut Odegárd af miklum myndugleika eins og þeir íslend- ingar vita sem þar hafa verið þátttakend- ur. Gore Vidal kallar ekki allt ömmu sína þegar hann ræðst í að greina heimsvið- burði og þótt erindi hans í Molde hafí verið athyglisvert að mörgu leyti og sumt eftirminnilegt er hinu ekki að neita að rit- höfundurinn var að sumu leyti eins og hestur með blöðkur fyrir augunum þegar hann var að sýna fram á að kalda stríðið hefði helzt átt rætur að rekja til afstöðu vesturveldanna og óbilgimi þeirra á al- þjóðavettvangi. Bolt samdi kvikmyndahandrit mynd- anna um Arabíu-Lawrence og Dr. Zivago. Þessar myndir eru eftirminnilegar og vem- legur skáldskapur úr lífínu sjálfu þótt mikið skorti á að mynd eins og dr. Zivago flytji ámóta skáldskap og ljóðrænn texti Pasternaks enda vantar ekki mikið á að Rússar reisi honum styttu eins og spáð var hér í blaðinu þegar kalda stríðið var í algleymingi! En eins og ópera á að vera ópera og söngleikur söngleikur, þannig á kvikmynd að vera kvikmynd — en ekki Myndskáld- bókmenntir. Þó skortir ekki á bókmenntir í Niflunga- hring Wagners. UNGUR HAFÐI Wagner hrifízt af ljóðlist og kunni vel að meta mesta ljóðameistara enskrar tungu, Shakespeare, og hafði væntanlega alla tíð áhuga á að verða ljóðskáld, en tónlistin sat í fyrir- rúmi. En það kom sér vel fyrir tónskáldið síðar að kunna einhver skil á skáldskap og bragarháttum því að honum veittist auðvelt að semja tónlist sína að eigin text- um sem eru eins íjarri leirburði og hugs- ast getur og mætti með sanni segja að þeir séu sérstæður og að mörgu leyti eftir- minnilegur skáldskapur í ætt við fornan íslenzkan skáldskap eins og Þorsteinn Gylfason segir í formálsorðum fyrir Nifl- ungahringnum, en hann hefur þýtt texta Wagners sem hér var fluttur af trúnaði við bragreglur frumtextans. Skáldskapur Wagners í þessum óperum er í ætt við Eddukvæði og augljóst að hann hefur lagt mikla rækt við þennan íslenzka skáldskap og kann á honum rækileg skil, bæði forn- yrðislagi og ljóðahætti. Afbrigði af þessu tvennu notar hann í texta sínum sem er stuðlaður að íslenzkum hætti og fellur eins vel að hrynjandi tónlistarinnar og framast er unnt. Stuðlasetning er stundum notuð í er- lendum skáldskap, en þá einungis til skrauts eða áherzluauka. Auden reyndi stuðlasetningu með góðum árangri. Goethe einnig. Og Milton notar stuðla í Sköpun- inni í Paradísarmissi 7. bók, og þá til að auka áhrifín. En forn stuðlasetning lifír enn góðu lífí í íslenzkri ljóðlist, þótt áherzl- an sé nú um stundir á öðrum þáttum. Það hlýtur að vera þeim íslendingum íhugunarefni sem eitthvert skynbragð bera á íslenzkan skáldskap, hversu augljós edduáhrif eru í þessum skáldskap Wagn- ers og augljóst að hann hefur heillazt af þeim norræna eða germanska arfí sem hér hefur varðveizt um aldaraðir. Eddukvæðin eru eldri en þau miðalda- kvæði þýzku sem nú eru kunnust og aug- ljóst að fyrirmyndir Wagners eru ekki sótt- ar þangað. Niflungaljóð sem ort eru á öndverðri 13. öld eru mun rómantískari skáldskapur en hetjukvæðin íslenzku sem varðveizt hafa í Eddu og auk þess hefur þetta þýzka miðaldakvæði ekki varðveitt þá rótgrónu bragarhætti sem Wagner sækir kraftinn í. Þessi skáldskapur — og þá ekki síður allt sköpunarstarf Wagners eins og það leggur sig — hlýtur að vekja þægilegar minningar með þeim íslending- um sem eru handgengnir fornum arfi okk- ar og þeir hljóta að velta því fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að við leggjum meiri rækt við þennan þýzka arf og reyn- um að bijóta hann til mergjar sem ein- hverskonar tilbrigði við þá fornu menningu sem er grundvöllur þess sem tunga okkar hefur bezt varðveitt. Wagner Maurer M í GEGNUM TÍÐ- INA hafa margir merkir þýzkir fræðimenn lagt stund á forníslenzkar menntir og nægir að nefna Heusler og Konrad Maurer sem kom út hingað til íslands og skrifaði merka en óprentaða ferðasögu sem nýlega hefur fundizt í eiginhandarriti eins og skýrt var frá í samtalsgrein hér í blaðinu 28. ágúst 1988, en í þessari ferðasögu kennir margra grasa um land og þjóð — og þá ekki sízt þjóðlíf á síðustu öld. Þess er að vænta að þetta merka rit komizt á íslenzka tungu. Það var þýzk kona og sérfræðingur um íslenzk málefni, Kládía Róbertsdóttir, sem fann ferðasögu Maurers. í fyrrnefndu sam- tali hér í blaðinu kemst hún m.a. svo að orði: „Konrad Maurer er trúlega eini út- lendi ferðamaðurinn á þeim tíma sem kann íslenzku, ferðast með fomsögurnar með sér um landið og skrifar á hveiju kvöldi athugasemdir sínar. Hann ætlaði að skrifa ferðasöguna, en lauk því aldrei. Því væri svo gaman að fá hana á prent. Hún varp- ar ljósi á svo margt á þeim tíma, t.d. sam- starfsmenn Jóns Sigurðssonar á íslandi. Ég held að Jón hafi aldrei opnað sig al- veg, alltaf verið varkár í bréfum sínum, Morgunblaðið/Árni Sæberg auk þess sem hann var að reka áróður fyrir málefnunum. Því miður brenndi Páll Melsted, vinur hans, sem þó kallaði sig sagnfræðing, öll bréfín frá honum sem eitthvað var persónulegt í. En mér sýnist Jón hafa verið nokkuð opinskár við Konrad Maurer. Þetta átti hug minn allan í fjögur ár. Svo margt tvinnaðist þama inn í.“ Vonandi á sá draumur eftir að rætast að ferðasaga Konrads Maurers sjái dags- ins ljós á Islandi og er þar til mikils að vinna. En hitt væri þá einnig — og ekki síður — mikilvægt að við stuðluðum að því að gerð yrði rækileg könnun á áhrifum fornra íslenzkra mennta og skáldskapar á list Richards Wagners og mætti mennta- málaráðuneytið vel huga að því máli. Um þetta hefur verið skrifað í grein hér í Morgunblaðinu og ástæða er til að taka undir það sjónarmið að íslenzkur bók- mennta- og skáldskapararfur í stórverkum Wagners verði leiddur í ljós því að það gæti orðið arfí okkar og menningu til fram- dráttar og okkur sjálfum uppörvun og gleðiauki. Á þetta ætti ekki sízt að leggja áherzlu nú þegar stórvirki Wagners hafa verið flutt í íslenzku umhverfí við mikinn fögnuð íslenzkra listunnenda — og þá ekki síður þeirra útlendinga sem um sýningarn- ar hafa fjallað í erlendum fjölmiðlum. Að vísu em til rit eins og Richard Wagn- er and The Nibelungs eftir E. Magee (Ox- ford University Press, 1990) og er það að mörgu leyti fróðlegt, einkum hvað varðar bókakost Wagners og þau rit sem hann fékk lánuð á bókasöfnum en þar er talað um skáldskap Eddu og annarra íslenzkra bókmennta sem „Old Norse“ og saman- burður á honum og texta Wagners heldur veigalítill. íslenzkur' arfur sagður forn norrænn eða germanskur. I nýrri útgáfu með textum Wagners og enskum þýðing- um Hringsins, Wagners Ring of the Nibel- ung, er einnig talað um „Old Norse“ og_ „skandinavíska" goðafræði, jafnvel „scandinavian saga“ eins og höfundarnir viti ekki að þessi menningararfur er lif- andi þáttur í bókmenntum okkar og tungu. Þetta er einfaldlega íslenzkur menningar- arfur án „skandinavískrar" aðstoðar. Og varðveittur hér, jafnvel það sem talið er ritað í Noregi á 13. öld eins og Þiðriks saga. (Finnur Jónsson getur þó hugsað sér að íslendingur hafí komið þar við sögu.) Eða veit ekki þetta fólk sem er að fjalla um efnivið Wagners að það er enn ort á íslenzku með stuðlum og höfuðstöfum og verður vonandi ávallt, þótt óbundinn skáld- skapur sæki á? En það er auðvelt að við- halda þekkingu á fornri íslenzkri stuðla- setningu og bragreglum, ef skólarnir standa við stóru orðin og bregðast ekki skyldum sínum. ur um list- ina sjálfa inn en fræðilegar rannsóknir skortir enn fyrir þann stóra heim sem sækir í listræna veröld skáldsins. Að þessu er vikið í fróð- legum bæklingi sem gefinn var út í tilefni af Listahátíð 1994, Niflungahringurinn, þar er bæði vikið að helztu heimildum Wagners og þeim útgáfum á Eddu og forn- um bókmenntum okkar í þýzkum búningi sem skáldið studdist við þó að hitt sé aug- ljóst að hann notaði þessi verk einungis sem hráefni og fór eigin leiðir í skáldskap sínum, þannig að segja má að Niflunga- hringurinn sé sjálfstætt sköpunarverk hans þó að ræturnar séu í fornri skáldskap- armenningu okkar. Það var ekki sízt Eddu- útgáfa Simrocks 1851 og þýðing hans á kvæðunum sem sköpum skipti og hafa fræðimenn beint athyglinni að henni. Kynni tónskáldsins af Ettmuller sem Wagner kallaði Eddamiiller hafði einnig sín áhrif en hann gaf út þýðingu á hetju- kvæðum Eddu. Öll þessi tengsl við fornar bókmenntir Islenzkar þarf að kanna ræki- Iega og sýna fram á mikilvægi þeirra í Vitnisburð- AÐ VÍSU HAFA verið gerðar kann- anir á verkum Wagners og sýnt fram á hvert hann hefur sótt efnivið- listsköpun þessa sérstæða brautryðjanda í óperutónlist. Þess má einungis geta að stuðlasetning Wagners í texta Hringsins er svo mikilvægur þáttur verksins að tón- skáldið brýnir fýrir flytjendum að það séu litlu nótumar og textinn sem mestu máli skipti en stóru nótumar komi af sjálfu sér. Wagner hefur tekið brot héðan og hand- an úr fornum íslenzkum skáldskap, bæði ljóðum og lausu máli. En fullkomin grein- ing á því liggur ekki fyrir né heldur hvað vakti með honum áhuga á þessum bók- menntum og réð úrslitum um verklag hans og aðferð. Þá hafa heimildir hans og bóka- kostur ekki verið rannsökuð sem skyldi, né heldur úrvinnsla hins gamla skáldskap- ar sem hann sækir efnið í. En augljóst má vera að íslenzkar bókmenntir eru sá ijársjóður sem hann eys af. Á þeim and- lega sjóði lá enginn ormur en samt er ljóst að Wagner þurfti að leggja að sér við undirstöðuvinnu textans, svo erfíður þröskuldur sem íslenzkan var. En hann vílaði ekki fyrir sér að glíma við fmmtext- ann og bera hann saman við þýðingar á þýzku og sjást þess merki, bæði í hans eigin texta og þeim bókakosti sem varð- veitzt hefur og er nú í Wagnersafninu í Bayreuth. Wagner er að semja fléttu um görótt eðli mannsins og andstæður; með hliðsjón af grískum goðsögnum í ljóðum og leikrit- um (það vantar ekki breiskleika, sifjaspell og aðrar dökkar hliðar á hetjum og guð- um). En nú er efnið túlkað með ýmsu móti; sem þjóðfélagsádeila eða gagnrýni á iðnvæðingu og umhverfisspjöll. Þá emm við komin óraleið frá heimildum íslenzkra fornsagna sem fjalla ævinlega um eðli mannsins og ástríður — og svo náttúrulega viðbrögð við áleitnu og harla miskunnar- lausu umhverfi hins forna samfélags. En ópemr Wagners eru þó fyrst og síðast vitnisburður um listina sjálfa og mikilvægt hlutverk hennar í leit mannsins að sjálfum sér og umhverfi sínu. Og kannski hefur hann séð sjálfan sig I hlutverki hinnar goðsögulegu hetju — hver veit? í nýrri útgáfu með textum Wagners og ensk- um þýðingum Hringsins, Wagn- ers Ring of the Nibelung, er einn- ig talað um „Old Norse“ og „skandinavíska“ goðafræði, jafn- vel „scandinavian saga“ eins og höf- undarnir viti ekki að þessi menning- ararfur er lifandi þáttur í bók- menntum okkar og tungu. Þetta er einfaldlega ís- lenzkur menning- ararfur án „skandinaví- skrar“ aðstoðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.