Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 28/8 - 3/9 ►Samninganefnd ríkisins telur að ólöglega hafi verið staðið að boðun verkfalls FÍH meðal lausráðinna hljóðfæraleikara við Þjóð- leikhúsið en það á að hefj- ast á mánudag. Hljóðfæra- leikararnir krefjast um 30% iaunahækkunar. Verk- fallið teflir m.a. í tvísýnu sýningum á óperunni A valdi örlaganna eftir Verdi, þar sem Kristján Jóhannsson mun syngja aðalhlutverk. Sjö milljarða halli næsta ár FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir stefna í að markmið ríkisstjómar- innar náist og hægt verði að afgreiða fjárlög næsta árs með sjö en ekki níu milljarða króna halla þar sem tekjuhlið frumvarpsins verði hærri en búist hafði verið við. Ráðherra segir þetta skýr skiiaboð til efnahagslífsins um að vaxtastefna ríkisstjórnar sé traust, lánsfjárþörf ríkissjóðs muni minnka og því eigi vextir að geta lækkað. ►Tveir fimmtugir Reyk- víkingar, Magnús Helgason og Jóhann P. Jónsson, fór- ust í flugslysi við Borgar- nes á sunnudag. Eins hreyfils fjögurra sæta Cessna-flugvél þeirra skall til jarðar í flæðarmálinu undan Borgamesi að fjölda manna ásjáandi. Embættismenn munu ræða um Barentshaf ►Þritugum sjómanni af Akranesi, Brynjólfi Júlíus- syni, var bjargað af gúm- báti um borð í varðskip eftir að Ieki kom að fjög- urra tonna trillu hans, Láru MB-22, sem sökk und- an Þormóðsskeri í Borgar- firði síðdegis á þriðjudag. UTANRÍKISRÁÐHERRAR íslands og Noregs hittust á Borgundarhólmi á miðvikudag en ekki þokaðist í sam- komulagsátt í fiskveiðideiiu þjóðanna á fundi þeirra. Jón Baldvin Hannibals- son og Björn Tore Godal ákváðu hins vegar að viðræður embættismanna ríkjanna um fiskveiðimál hefjist innan mánaðar og að ráðherrar ríkjanna haldi sambandi vegna málsins. ►Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son var endurkjörinn for- maður Sambands íslenskra sveitarfélaga á landsþingi á Akureyri á föstudag. Landsþingið féllst á flutn- ing grunnskólans til sveit- arfélaga frá ríki að upp- fylltum skiiyrðum um aukna tekjustofna. Göng undir Hvalfjörð í sjónmáli FRAMKVÆMDIR við Hvalfjarðar- göng heflast líklega eftir 3-4 mánuði. Þijú tilboð bárust í lokuðu tilboði Spal- ar hf. sem mun annast framkvæmdina og reyndust öll innan arðsemismark- anna. Tilboðin komu frá verktakahóp- um sem hver samanstendur af ísiensk- um og norrænum verktakafyrirtækj- um. Lægst var tilboð hóps ístaks, um 2,7 milljarðar króna, en kostnaðar- áætlun Spalar var 3,3 milljarðar. Arð- semismörk eru talin 3,8 milljarðar króna. Gangagerð á að ljúka 1997. IRA lýsir yf- ir vopnahléi ÍRSKI Lýðveldisherinn (IRA) lýsti á miðvikudag yfir vopnahléi án skil- yrða, sem tók þegar gildi. Yfirlýsing- unni var fagnað víðast hvar, en tals- menn mótmælenda á Norður-írlandi efuðust um alvöruna að baki hennar og harðlínumaðurinn séra Ian Paisley sagði ekkert í henni benda til þess að samtökin hygðust láta af vopn- aðri baráttu sinni fyrir fullt og allt. Sir Patrick Mayhew, Norður-írlands- málaráðherra bresku stjómarinnar fagnaði yfirlýsingu frá Sinn Fein, stjórnmálaarmi IRA, þess efnis að vopnahléið væri varanlegt. Albert Reynolds, forsætisráðherra írlands, kvað vopnahléið ótvírætt. ►BANDARÍKIN og Kína undirrituðu í Peking á mánudag víðtækan samn- ing um aukin og bætt við- skipti ríkjanna fram á næstu öld. Ron Brown, við- skiptaráðherra Bandaríkj- anna, sagði að sljórnin í Washington væri áfjáð í að bæta samskipti ríkjanna og þau myndu taka upp þráð- inn í viðræðum um mann- réttindamál í Kína í næsta mánuði. ►RADOVAN Karadzic, leiðtogi Bosníu-Serba, hvatti til þess að leitað yrði nýrra lausna á Bosníu-deil- unni eftir að Bosníu-Serbar höfnuðu friðaráætluninni með miklum meirihluta at- kvæða um síðustu helgi. ►BANDARÍSKIR hermenn komu til Rússlands á fimmtudag til að taka þátt í níu daga æfingum með rússneskum hermönnum. Rússneskir kommúnistar og þjóðemissinnar mót- mæltu harðlega komu gamla erkióvinarins. Rússneski herinn heim SÍÐUSTU rússnesku hersveitirnar í Þýskalandi, Lettlandi og Eistlandi fóru þaðan á miðvikudag. Borís Jelts- ín, forseti Rússiands, var viðstaddur kveðjuathöfnina í Berlín og minntist fórna Rússa í heimsstyijöldinni síð- ari. Ráðamenn í Eystrasaltslöndun- um sögðu i tilefni tímamótanna að í fyrsta sinn frá árinu 1940 gætu þjóð- irnar ráðið örlögum sínum sjálfar. Brottflutningi heija frá Litháen lauk fyrir ári. ►POUL Nyrup Rasmussen, forsætisráðherra Dan- merkur, skýrði frá því á mánudag að efnt yrði til þingkosninga 21. septem- ber. Samkvæmt nýrri skoð- anakönnun verður mjótt á munum í kosningpinum, hægriflokkarnir fengju um 47,7% atkvæða en stjórnar- flokkarnir fjórir 39,8%. ►FULLTRÚAR Bandaríkj- anna og 11 ríkja við Karíba- haf sögðu á þriðjudag að 10.000 manna herlið, undir bandarískri stjórn, myndi gera innrás á Haítí ef her- foringjastjórnin þar fari ekki frá. FRETTIR ÞESSAR stelpur í hinum 7 ára bekknum voru svo niðursokknar í listaverkin sín að þær máttu varla vera að því að líta upp. Þær voru ánægðar með að vera byijaðar aftur í skólanum og fá að teikna því þeim finnst það svo skemmtilegt. Þær heita (f.v.): Guðný, Hildur Osk, Aldís og Ingibjörg. Skólamir að hefja starfsemi VETRARSTARFIÐ er nú að hefj- ast í skólum landsins. í flestum grunnskólum hefst kennsla í næstu viku og setjast þá tæplega 42 þúsund börn á skólabekk. Þar af eru rúmlegafjögurþúsund 6 ára börn að fara í skóla í fyrsta sinn. í framhaldsskólum landsins verða rúmlega 17 þúsund nemend- ur og eru þá ótaldir nemendur á háskólastigi. Nemendur í Fossvogsskóla voru mættir í skólann á föstudag. Sjö ára nemendur, sem blaðamaður og ljósmyndari hittu fyrir i skóla- stofum þeirra, voru spenntir að byrja aftur eftir sumarfrí og höfðu um nóg að tala. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞAU voru að búa sig undir að fara í myndmennt, sátu stillt og prúð og voru að spjalla um viðburði sumars- ins við kennarann sinn. „TAKTU mynd af mér! Taktu mynd af mér!“ Strákarnir í öðr- um 7 ára bekknum voru áfjáðir í að fá af sér mynd í Morgunblað- inu. Stelpurnar héldu ró sinni og vildu engan þátt taka í uppátækj- um strákanna. Tónleikar Bjarkar líklega á geisladisk NYLEG upptaka MTV-sjónvarps- stöðvarinnar á „órafmögnuðum" tónleikum Bjarkar Guðmunds- dóttur og 20 manna hljómsveitar hennar þykir gefa tilefni til að efnið verði gefið út á geisladiski fyrir jól. Endanleg ákvörðun um útgáfu disksins verður tekin á mánudag. Fjölmargir metsölu- diskar hafa orðið til með sama hætti og má þar nefna „órafmagn- aða“ upptöku af tónleikum Erics Claptons. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins voru tónleikamir teknir upp á fimmtudag til sýningar á sjónvarpsstöðinni síðar í haust. Eins og áður segir fékk Björk til liðs við sig 20 manna hljómsveit. Þar á meðal má nefna indónesíska gamelan hljómsveit, og eru bjöllur og slagverkshljóðfæri áberandi í tónlist þeirra, og hörpuleikara frá Los Angeles. Almennt ber mikið á óhefð- bundnum hljóðfærum á tónleikunum. Tón- leikarnir verða vænt- anlega gefnir út af fyrirtæki Bjarkar í Bretlandi, en af öðr- um fyrirtækjum á öðr- um stórum mörkuð- um. Sextilnefningartil MTV-verðlauna Ekki er heldur ólík- legt að dragi til tíð- inda hjá Björk þegar bandarísku MTV- verðlaunin verða afhent næstkom- andi fimmtudag. Myndband Bjark- ar, Human behavior, hefur verið tilnefnt til sex verðlauna. Þau eru: besta myndband kvenkyns lista- Björk Guðmundsdóttir manns, besta mynd- band nýliða, besta tæknivinna, besta list- ræna stjómunin, besta klippingin og besta frumraunin. Jafn- framt þykir líklegt að myndband Bjarkar verði tilnefnt til Evr- ópuverðlauna MTV í nóvember. Af Björk sjálfri er það að frétta, að hún vinnur nú að nýrri plötu og er gert ráð fyrir að hún verði gef- in út í bytjun næsta árs. Geisladiskur með endurhljóðblönduðum lögum henn- ar kemur út 24. september. Þess má geta, að Debut-diskur Bjarkar hefur nú selst í rúmlega 2 milljón- um eintaka. I I I I fi I fi fi I I fi I I l l * f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.