Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fyrir nokkru varð dauðaslys við köfun í
Jökulsárlóni. Þetta slys, ásamt öðrum slysum
sem orðið hafa á síðustu árum við köfun,
vekur upp ýmsar spumingar. Mikael Ólafs-
son hjá Siglingamálastofnun ríkisins hefur
yfírgripsmikla þekkingu á þessum málum.
Við hann, Magna Jónsson lækni og Einar
Kristbjömsson kafara ræddi Guðrún Guð-
laugsdóttir um köfunarveiki, orsakir hennar
og afleiðingar og ýmsa aðra þætti sem lúta
að köfun.
egar um 200 árum fyrir Krist
voru starfandi kafarar á eyj-
unni Krít sem köfuðu eftir skeljum.
Perlukafarar í dag nota sömu tækni
og notuð var fyrir þúsundum ára.
Á miðöldum komu fram margar
hugmyndir um köfunarbúnað, sem
meira eða minna var ónothæfur
vegna vanþekkingar á þeim eðlis-
og líffræðilögmálum sem gilda und-
ir yfirborði sjávar. Þessi þekking
óx þar til hægt var að hanna búnað
sem gerði mönnum kleift að vera
um lengri tíma niðri í sjónum en
hægt er með hinni frumstæðu tækni
perlukafara. Árið 1837 gerði Aug-
ust Siebe þurran hjálmkafarabún-
ing sem notaður er enn í dag lítið
breyttur. Margar bækur hafa verið
skrifaðar um köfunartækni. Ein sú
fyrsta sem kom út á íslenska tungu
var eftir Ársæl Jónsson. Þar segir:
„Kafarar verða að vera sterkir og
hraustir. Ekkert lífsstarf krefst jafn
mikillar líkamlegrar áreynslu og
kafarastarfið... Hann verður þess
vegna að vera sterkbyggður, hafa
hraust lungu, sterkt hjarta og öll
önnur líffæri svo heilbrigð sem best
verður á kosið.“
Þótt allt þetta sé fyrir hendi kem-
ur það fyrir lítið ef kunnáttu vantar
eða ýmsum öryggisatriðum er ekki
fullnægt. Á íslandi eru til lög um
kafarastörf frá 1976 sem kveða á
um kunnáttu, skyldur og ábyrgð
kafara. Sl. fimm ár hafa verið gef-
in út 130 skírteini fyrir kafara.
Fullgild skírteini í dag hafa átta
manns, en mun fleiri fást þó við
atvinnuköfun að einhveiju marki.
„Menn hafa viljað hafa þessar regl-
ur sem stéttarfélagslög en hins veg-
ar verið tregir að fara eftir þeim
sjálfir, það er kannski gallinn,“ seg-
ir Mikael Ólafsson í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins. „Sér-
stök nefnd hefur lagt til að at-
vinnuköfun verði skilgreind að nýju
í Evrópu. Þar er gengið út frá að
öll köfun sem menn fá greitt fyrir
sé atvinnuköfun. Lög og reglur um
köfun eru fyrst og fremst sett til
þess að reyna að fækka slysum og
í því skyni höfðað til ábyrgðar bæði
kafarans og þess sem verkið er
unnið fyrir.
Banaslys sem orðið hafa við land
við köfun má sum rekja beint
til þess að ekki var farið eftir regl-
um. Stundum kafa menn við að-
stæður sem þeir vita að eru ekki í
samræmi við reglur. Þeir láta glepj-
ast af háum peningagreiðslum og
hinum séríslenska hugsunarhætti:
Það kemur ekkert fyrir mig. Við
köfun er staðreyndin hins vegar sú
að það er stutt á milli óhapps og
banaslyss. Þess vegna hafa menn
verið að setja æ fleiri varnagla í
reglugerð um köfun, einmitt til þess
að reyna að fækka banaslysum.
Nú eru til dæmis gerðar kröfur um
að kafarar séu með sérstök björgun-
arvesti sem þeir geta blásið út ef
þörf er á. Erlendar rannsóknir sýna
að langflestir kafarar komast upp
á yfirborðið lifandi en drukkna svo.
Ef þeir hefðu vesti og notuðu það
væru mun meiri möguleikar á að
björgun. Nú er það líka leiðandi
regla í ýmsum ríkjum að allir kafar-
ar þurfi að vera í símasambandi.
Annað hvort gegnum línu eða í
þráðlausu kerfi. Norðmenn halda
því fram að þetta hafí stóraukið
öryggi kafara þar í landi.
Fram hjá því verður ekki gengið
að það fylgir því alltaf viss áhætta
að kafa. Arið 1982 var talið að
köfun væri hættulegasta starfs-
greinin innan þeirra starfa sem
unnin voru í Norðursjónum. Þá voru
þar 7 banaslys á 280 ársverk í köf-
un. Sl. fíögur ár hefur hins vegar
ekki orðið þar banaslys við köfun.
Öryggisreglurnar hafa líka verið
hertar til muna. Kafarar eru þar
nú með þrjú loftkerfi og hafa gát-
lista (minnislista) yfír öll öryggisat-
riði. Kafarar vinna ekki lengur neitt
eftir minni. Þegar svæði við heilann
kólnar um 1 gráðu missa menn 70
til 80 prósent af skammtímaminn-
inu, þetta gerist oft í köfun vegna
kuldans í sjónum. Fjarstýrð mynda-
vél fylgir kafaranum allan tímann
og hægt er að vara hann við hætt-
um og leiðbeina honum ef eitthvað
kemur fyrir. Allt þetta hefur orðið
til að hækka kostnaðinn mjög mik-
ið, en menn meta mannslífið og
reynslu kafarans einfaldlega meira.
Hér á landi er nánast engin
djúpköfun, dýpsta vinnuköf-
un hér á landi er við rafstrenginn
til Vestmannaeyja, hann er á rétt
um 50 metra dýpi. Það er hámarks-
dýpi ef notað er venjulegt andrúms-
loft. Mest af þeim störfum sem
kafarar vinna hér við land fer fram
á um fimm metra dýpi og í svo
grunnu vatni er mjög lítil hætta á
að menn fái köfunarveiki af því að
vera of lengi niðri í sjónum. Líkam-
inn nær ekki að mettast. Hjá áhuga-
mönnum verða hins vegar oft slys
við köfun af því að menn eru of
lengi niðri í sjónum. Á yfirborði
jarðar er fólk með köfnunarefnis-
mettunina 79 prósent, í köfun
breytist mettunin, fyrir hveija tíu
metra sem farið er dýpra tvöfaldast
mettunin á ákveðnum tíma. Þetta
er allt í lagi, vandamálið er bara
þegar snúið er til baka, það þarf
að gerast í rétt útreiknuðum áföng-
um.
Hér á landi er farið eftir norskum
afþrýstingstöflum, annars staðar
eru í gildi aðrar töflur. Mismunurinn
er sá hvar öryggismörkin eru sett.
Bandarísku afþrýstingstöflurnar
gera t.d. ráð fyrir að ásættanleg
séu fimmtán prósent slysatilvik.
Þær norsku gera ráð fyrir tveimur
prósentum. Þær bandarísku eru trú-
lega mest notaðar en þær voru próf-
aðar á mönnum um tvítugt, mjög
líkamlega hraustum. Atvinnukafar-
ar eru hins vegar frá 16 ára upp í
fimmtugt. Fæstir þeirra sinna þessu
þó'eingöngu, líklega eru þeir þrír
hér á landi sem hafa sitt lifibrauð
eingöngu af köfun. Mjög erfitt er
að greina út af hverju menn fá
köfunarveiki, var afþrýstingstaflan
vitlaus eða fóru menn ekki eftir
töflunni? Hitastig sjávar hefur líka
áhrif í þessum efnum. Ef verið er
að vinna í köldum sjó eins og hér
Mikael Olafsson
Morgunblaðið/Þorkell
og hægt er að komast í afþrýstings-
klefa er stundum spurning hvort
ekki sé rétt að koma sér strax upp
og inn í klefann. Hér er þó sjaldn-
ast um þetta að ræða því hin hefð-
bundna vinna atvinnukafara hér fer
yfirleitt fram í svo grunnu vatni.
Ahugakafarar eru oft á meira
dýpi. Á tíu til fimmtán metra
dýpi er meira líf og .þeir eru að
sækjast eftir að fylgjast með því.
Þá aukast líkindi á köfunarveiki,
einkum ef um endurteknar kafanir
er að ræða. Ef kafað er innan tólf
tíma frá síðustu köfun má ekki
vera eins lengi niðri og í fyrra skipt-
ið og þetta þarf að reikna nákvæm-
lega út samkvæmt afþrýstingstöfl-
unum. Ef farið er nákvæmlega eft-
ir þeim reglum á þetta að vera í
lagi. En stundum eru menn að
reyna að stytta sér leið með því að
reikna þetta í huganum en ekki á
pappír. Það er auðvelt að fara línu-
villt í töflunum og slíkt getur leitt
til köfunarveikitilfellis.
Þegar menn kafa þurfa þeir að
hafa búnað sem sýnir dýpið, úr til
þess að taka tímann og svo eitthvað
til að skrifa á, t.d. plastspjald og
blýant. í dag er vinsælt að vera
með tölvur sem reikna allt út. Þá
er búið að forrita tölvuna miðað við
ákveðna tegund af afþrýstingstöfl-
um, hún gefur svo stöðugt upp hve
mikið er eftir af botntíma. En ýmis-
legt getur þó komið fyrir, rafhlöður
geta misst spennu í miklum kulda,
það hefur áhrif hér á landi og svo
hitt að botninn getur verið misdjúp-
ur og menn gleyma kannski að
fylgjast stöðugt með tölvunni sem
er þó nauðsynlegt því botntíminn
styttist í réttu hiutfalli við botndýpt-
ina. Þriðja vandamálið getur komið
inn í útreikninganna. Loftbirgðirnar
endast skemur eftir því sem menn
fara dýpra. Allt þetta getur leitt til
köfunarveikitilfella.
I nýrri norskri skýrslu segir að
í 34 prósent köfunarveikitilvika
hafi um verið að kenna lélegri áætl-
unargerð, þetta er merkilegt ekki
síst af því að sömu niðurstöður
liggja fyrir í Bretlandi og Banda-
ríkjunum. Það eru oftast mannleg
mistök sem liggja til grundvallar
köfunarveikinni, það er sjaldnast
búnaðurinn sem bilar. Hér ríkir sú
hefð í áhugamannaköfun að menn
kafa aldrei einir, ævinlega eru menn
að minnsta kosti tveir saman og
geta skipst á öndunarlofti ef eitt-
hvað kemur uppá. í atvinnuköfun
er þessu öðruvísi farið. Skyggni er
þá oft slæmt og því erfitt um vik
að vera tveir saman. En samkvæmt
reglum á ævinlega að vera annar
kafari uppi á yfirborðinu sem getur
farið tafarlaust niður að sækja hinn
ef eitthvað virðist hafa komið fyrir.
I Jökulsárlóni, þar sem dauðaslysið
varð um daginn, voru tveir kafarar
saman en skyggni var ekkert svo
þeir gátu ekki hjálpað hvor öðrum.
Þeir voru líka óvanir svo miklum
kulda. Vatnið var við frostmark. í
níu köfunartilraunum sem gerðar
voru þar eftir slysið fraus í sex til-
vikum í búnaðinum.
Slysavarnarfélagið sökkti bát í
Kollafirði og þar fer fram
kennsla í köfun. Ymis verkefni voru