Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR4. SEFl'EMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ IBANKA HINNA SNAUÐU þótt hagvöxtur sé nokkur. Ástæðan er m.a. sú að víða banna trúarbrögð notkun getnaðarvarna og sumstað- ar þykir upphefð að eiga sem flesta syni. Alþjóðabankinn leggur ríka áherslu á menntun kvenna og að- stoð til þess að þær geti komið sér upp eigin atvinnurekstri. Með tím- anum leiða slíkar ráðstafanir vænt- anlega til þess að hægja á fólks- fjölgun. Aðstoð við þróunarríkin er langtímaverkefni og menn mega ekki gera sér óraunhæfar vonir um skjótan árangur." ísland með lægst hlutfall þjóðartekna til þróunarhjálpar - Finnst þér íslendingar láta nægilega mikið af hendi rakna til þróunaraðstoðar? „Mér finnst að þjóð á því tekju- stigi sem ísland er ætti að geta haldið uppi góðum lífskjörum innanlands jafnframt því að vera hluti af samfélagi þjóðanna með ábyrgðarkennd gagnvart þeim sem minnst mega sín. íslendingar eru almennt þannig sinnaðir að þeir vilja ekki horfa upp á nágranna sína líða skort. Samt virðist sem almenningur annars staðar á Norð- urlöndum hafi meiri skilning á þró- unaraðstoð, gildi hennar og hversu í tvö ár hefur Helga Jónsdóttir verið vara- fulltrúi Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna í stjórn Alþjóðabankans í Washington. Valgerð- ur Þ. Jónsdóttir ræddi við hana um starfið, þróunaraðstoð bankans og veruna ytra. ABÚÐARMIKLIR ör- yggisverðir í anddyri einnar byggingar Al- þjóðabankans í Wash- ington hleypa engum óviðkomandi framhjá sér. Til þess að hitta Helgu Jónsdóttur, varafull- trúa Norðurlandanna og Eystra- saitsríkjanna, í stjóm bankans þurfti blaðamaður að sýna skilríki og gera grein fyrir erindi sínu áður en ástæða þótti til að hringja í Helgu og fá samþykki hennar fyrir því að gefa út gestapassa bankans. Langt er um liðið síðan Helga fór hvergi nema í gallabuxum og tréklossum. Með laganámi í Háskól- anum starfaði hún sem blaðamaður á Tímanum í tvö ár og þá þótti slík- ur klæðnaður vel við hæfi. Öðru máli gegndi fyrir fulltrúa yfirborg- arfógeta á ámnum 1978 - 1983, aðstoðarmann forsætisráðherra og utanríkisráðherra 1983 - 1988 og skrifstofustjóra í forsætisráðuneyt- inu frá 1989. Konan sem tekur á móti mér uppi á þrettándu hæð hefur breyst svolítið í áranna rás, yfirbragðið ögn virðulegra, silkiblússan, pilsið og dömulegir skórnir hafa sennilega þau áhrif, því fljótlega sést að hún er að öðru leyti söm við sig; hressi- leg, ákveðin og rökföst sem fyrr. Gallabuxur og tréklossar finnast henni enn í góðu lagi nánast alls staðar annarsstaðar en í vinnunni, en segir áhuga sinn á klæðaburði ekki mjög mikinn. Hún vill lítið ræða um slíka smámuni en færist í aukana þegar talið berst að starf- inu í bankanum. „í þessu starfi hef ég kynnst fólki víða að úr veröldinni m.a. frá löndum þar sem skortur á öllum sviðum veldur því að meðalaldur fólks er ekki nema 50 ár, ólæsi al- gengara en læsi og innan við 30% barna sækja skóla. Oft finnst mér sem viðfangsefni heima á íslandi ættu að vera auðviðráðanleg í samanburði við þær ótrúlegu hindr- anir sem íbúar fátækustu hluta heims glíma við,“ segir Helga. Hún bendir á að á Islandi séu þjóðartekj- ur á mann meira en 20.000 banda- Morgunblaðið/vþj HELGA Jónsdóttir í sæti sínu við fundarborð stjórnar Alþjóðabankans. ríkjadalir (innsk.: 1 dollar = 68 íkr.) á ári en innan við 500 bandaríkja- dalir víða í Afríku. Hlutverk Alþjóðabankans - Hefur meginviðfangsefni Al- þjóðabankans frá upphafi verið að- stoð við þróunarríkin? „Alþjóðabankinn var stofnaður fyrir fímmtíu árum. Fyrstu árin lánaði bankinn einkum til uppbygg- ingar í stríðshijáðum ríkjum Evr- ópu. Fjárhagur þessara ríkja var svo bágborinn að þau áttu ekki kost á lánum á alþjóðalánamark- aði. Bankinn með ríkisábyrgð allra eigenda sinna, þ.e. nánast allra þjóða heims, að baki getur aflað lána á afar hagstæðum kjörum á alþjóðlegum mörkuðum og síðan endurlánað þjóðum sem eiga í vanda. Evrópulöndin eru nú komin á réttan kjöl fjárhagslega og sum þeirra eru meðal best stæðu þjóða heims, sem leggja ríkulega af mörk- um til þróunarhjálpar. Hlutverk bankans hefur breyst mikið í áranna rás. Nú er mest lán- að til þróunarlanda. Slík viðfangs- efni eru mun flóknari en aðstoð við ríki þar sem þekking og menntun fólks var fyrir hendi þrátt fyrir örð- ugleika í kjölfar stríðsátaka. Erfíð- leikarnir felast í því að miðla þekk- ingu til fólks sem býr við frumstæð- ar aðstæður. Ekki verður komist að rót vandans án þess að takast á við þau þjóðfélagslegu viðhorf sem ríkja í hverju landi. Sem dæmi má nefna að illa gengur að koma böndum á fólksfjölgun í ýmsum fátækustu hlutum veraldarinnar, þar sem fátæktarvandinn fer vax- andi vegna vaxandi mannfjölda, samtvinnaðir hagsmunir þjóða heims eru. Norðurlandaþjóðirnar, aðrar en ísland, voru fyrstar þjóða til að ná takmarki Sameinuðu þjóð- anna um að leggja 1% af þjóðar- framleiðslu til þróunarhjálpar. Mér finnst ánægjulegt að vera fulltrúi þjóða, sem taka þróunar- aðstoð jafnföstum tökum og Norð- urlandaþjóðirnar og ótilneydd vek ég ekki athygli á að ísland er und- antekning og leggur innan við 0,1% þjóðarframleiðslu til þessa mála- flokks.“ - Skiptir smæð eða framlag þjóð- anna ekki máli þegar skipað er í æðstu stöður? „Æðsta stjórn Alþjóðabankans er oftast í höndum fjápmálaráðherra eða utanríkisráðherra aðildarríkj- anna. Á íslandi er hún í höndum viðskiptaráðherra. Ráðherrarnir hafa framselt valdið til að sinna daglegri stjórn bankans til stjórnar sem situr að störfum allt árið í Washington. I stjórninni eiga sæti 24 aðalfull- trúar og 24 varafulltrúar. Fimm stærstu hluthafamir, Bandaríkin, Japan, Bretland, Þýskaland og Frakkland eiga fast sæti í stjórn- inni og þegar Rússland gerðist að- ili 1992 fékk það einnig fast stjórn- arsæti. Önnur ríki skipa sér í kjör- dæmi , sem sameinast um að kjósa fulltrúa í stjómina. í slíkum kjör- dæmum hafa stærstu ríkin venju- lega aðalfulltrúa, þau næst stærstu varafulltrúa og smærri ríkin skipta með sér stöðum ráðgjafa og aðstoð- armann. Þetta fyrirkomulag er ekki við lýði í Norðurlandakjördæminu því þar eiga öll ríkin jafnt tilkall til æðstu starfa án tillits til stærð- ar. Mér fínnst þetta lýsa norður- landasamstarfinu í hnotskurn og finnst fullt tilefni til að meta það við frændur okkar.“ Alltaf Iangað til að starfa erlendis Helgu fannst það kærkomið tækifæri þegar henni bauðst starf í stjórn Alþjóðabankans. Hún hafði alltaf ætlað sér að láta verða af því að vinna um skeið í útlöndum. Á námsárunum dvaldi hún sumar- langt í Noregi, Svíþjóð og Þýska- landi við ýmiskonar störf og hafði því Bandaríkin helst í huga. - „Washington og næsta ná- grenni er þó fjarri því að endur- spegla hin raunverulegu Bandaríki. Hér er miðstöð stjórnsýslunnar, öll erlend ríki hafa sendiráð hér og hér eru stórar alþjóðastofnanir. Því er afar algengt að sjá diplómataskilti á bílum. Alþjóðabankinn er líka mjög fjarri því að vera dæmigerður bandarískur vinnustaður. Hér vinn- ur hjartnær tugur þúsunda manna af öllum þjóðernum og litarhætti. Sumir ganga í þjóðbúningum og margir tala ensku með hreim. Mér finnst það gefa lífinu gildi að sjá þannig fjölbreytileikann í mannlíf- inu.“ Engin allsherjar hrifning Helga er gift Heiga H. Jónssyni varafréttastjóra Sjónvarpsins. Sam- an eiga þau þijú börn, Oddnýju 13 ára, Sólveigu 9 ára og Gunnlaug 6 ára. Hún viðurkennir að tilfinningar fjölskyldunnar hafi verið blendnar þegar hún bar undir hana tilboðið um stöðuna í bankanum. „Eigin- manni mínum fannst tilhugsunin um að helga sig heimilishaldinu í þijú ár kannski ekkert sérstaklega spennandi. Hann vildi þó alls ekki að ég léti mér þetta tækifæri úr greipum ganga og þá áttu blessuð börnin engra kosta völ. Frá upp- hafí hefur allt gengið ósköp vel þótt bæði börnin og Helgi hafí þurft að yfirstíga ýmsa byijunarörðug- leika. Helgi hefur notið þess að eiga meiri og nánari samskipti við börn- in en nokkru sinni fyrr og auðvitað er það að verulegu leyti hans verk að börnin hafa aðlagast vel og náð góðum árangri í skólanum. Því er þó ekki að leyna að hann saknar starfsins og umhverfísins heima og allir hlakka mikið til að flytja heim. Mín tilhlökkun er þó tregablandin því ég hef aldrei verið i eins skemmtilegu, lærdómsríku og krefjandi starfi.“ í hveiju er það fólgið? - „Stjórnin er skipuð fulltrúum aðildarríkjanna, og því leitast stjórnannenn við að koma á fram- færi sjónarmiðum þeirra landa sem þeir eru fulltrúar fyrir. Meginverk- efni stjórnarinnar er að marka stefnu bankans, hafa eftirlit með framkvæmd stefnunnar, samþykkja fjárlög bankans og öll lán sem bank- inn veitir. Starf í stjórn bankans er að ég held um margt áþekkt starfi á lög- gjafarþingi, þar sem mál eru lögð fyrir, þau rædd formlega og niður- staða fengin. Viðamikil og stefnu- markandi mál fá fleiri en eina um- ræðu, og oftast tekst að ná sam- stöðu um endanlega afgreiðslu. Stjórnin er ábyrg fyrir stefnumótun bæði inn á við og út á við. Oft er tekist á um stefnumótun, eins og geta má nærri þar sem stjórnin er skipuð fulltrúum frá öllum heims- hlutum. i i I I r \i i i i i i i i i i i i i i i i i I I f c i i 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.