Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SIGRÍÐUR M. SANDHOLT + Sigríður M. Sandholt var fædd í Reykjavík 2. nóvem- ber 1919. Hún lést í Reykjavík 18. ágúst siðastliðinn og var útför hennar gerð frá Foss- vogskirkju 24. ágúst sl. Lofaður sé Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum. (1. Pétursbréf, 1:3.) Þar sem ég var staddur erlendis ásamt fjölskyldu minni þegar andlát vinkonu minnar, Sigríðar Magnús- dóttur Sandholt, eða Siggu eins og hún var gjaman kölluð, bar að og við náðum ekki að vera viðstödd útför hennar langar mig að fá að minnast hennar hér með nokkrum orðum. Hún Sigga var bemskuvinkona mín, þó að u.þ.b. ijörutíu og fimm ár skildu okkur að. Sigga og maður hennar, Egill Th. Sandholt, sem látinn er fyrir nokkmm ámm, em einhveijir traustustu og eftirminni- legustu vinir, sem ég hef eignast. Og þá meina ég vinir. Egill og Sigga vora afar nánir vinir foreldra minna og kynntist ég þeim snemma á lífs- leið minni. Reyndar man ég ekki tilvemna með öðmm hætti en þeim að þau Egill og Sigga hafi haft þar veglegt rúm. Upp koma í huga minn ógleymanlegar stundir þegar þau heimsóttu foreldra mína, en þá fannst mér ævinlega vera hátíð. Reyndar fór ég á unga aldri sjálfur og einn míns liðs að venja komur mínar á þeirra ástríka heimili á Gullteigi 18. Þar var ávallt tekið höfðinglega á móti mér af sannri ástúð og kærleika. í þessum heim- sóknum mínum vom málin rædd, sem um jafningja væri að ræða þó aldursmunurinn væri allnokkur. Eg kaus jafnvel oft að fara frekar í heimsókn til Egils og Siggu á kvöld- in, en leika mér við jafnaldra mína. Og einhveiju sinni hafði ég það á orði við ástkæra foreldra mína að ef þau yrðu frá mér tekin vildi ég fá að búa hjá Agli og Siggu. Þetta ætti að segja meira en margt annað um Egil og Siggu, því nú vita þeir sem til þekkja hversu ástríkt fólk stendur að mér í báðar ættir. Einnig á ég dýrmætar minningar af Agli og Siggu á ferðalögum með þeim, bæði innan lands sem erlend- is. Ég bókstaflega naut þess að vera í nálægð þeirra. Egill og Sigga áttu bæði einlæga og staðfasta trú á hinn krossfesta og upprisna frelsara sinn, Jesúm Krist. Honum fólu þau líf sitt allt, já, og dauða einnig. Þau lifðu ömgg í faðmi frelsarans og treystu honum í öllum hlutum. Þau tóku virkan þátt í útbreiðslu orðs hans, sérstak- lega með fórnfúsu starfí sínu í KFUM og KFUK, sem og kristni- boðshreyfíngunni og síðast en ekki síst með vem sinni allri. Sigga var mikil bænakona og þekkti vel mátt bænarinnar og var ekki í vafa um traust sitt á Drottni sínum. Nú, síðustu mánuðina, átti Sigga í erfiðri baráttu við hinn illvíga sjúk- dóm krabbameinið, sem síðan dró hana til dauða. Einnig í þeim erfíð- leikum var hún sannur vitnisburður um þann sem hún trúði á og treysti fyrir lífí sínu og dauða, Jesúm Krist, og kannski þá sem aldrei fyrr. Hún dvaldi síðustu vikurnar á heimili Stefáns, sonar síns, og Mar- íu, tengdadóttur sinnar, og naut þar sérstakrar umhyggju og hlýju. Það vita þeir sem til þekkja að erfítt getur verið að hafa dauðsjúka manneskju á heimili sínu svo vikum skiptir. En þau kusu að leyfa henni að vera heima hjá sér enda leið Siggu best þar, en svo sagði hún sjálf við ljölda fólks, sem heimsótti hana þangað. Gestrisni Stefáns og Maríu var einstök, sem og kærleik- ur þeirra, sem þau sýndu bæði Siggu og þeim sem hana heimsóttu. Kvöldið áður en ég og fjölskylda mín héldum erlendis í sumarfrí heimsótti ég Siggu eftir að Stefán hafði hvatt mig til að líta til hennar áður en við héldum utan. Ég vissi að hvetju stefndi og fann á mér að þetta yrði í síðasta skipti, sem ég sæi Siggu hérna megin grafar. Mér var því ákaflega mikilvægt að fá að líta til hennar þetta kvöld og þakka ég það nú. Sigga var þá alveg komin í rúm- ið, máttfarin, en við gátum þó rætt saman stutta stund. Fann ég þá á máli hennar hvað hún var þakklát umhyggju vina sinna og ekki síst sona sinna og fjölskyldna þeirra. Á þessum kveðjufundi okkar Siggu sagði hún við mig þegar ég kvaddi hana og var að ganga út úr herberginu hennar: „Við sjáumst svo fljótlega aftur." Þessi orð henn- ar stungu mig svolítið og hafa hljómað í mér síðan. Mér þótti vænt um þau því sannarlega sjáumst við Sigga fljótlega. Hún fór heim í dýrð Drottins og trúi ég því og bið að þar fái ég að sjá hana fljótlega. En hjá Drottni er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár, sem einn dagur. Eg bið algóðan Guð, sem vill gefa okkur öllum lífið, já, lífíð með sér um eilífð, að blessa minninguna um Siggu og Egil. Hann styrki syni hennar, tengdaböm og bamaböm með huggandi anda sínum. Drottinn Guð leiði þau áframhaldandi á veg- um sínum. Verið honum falin um alla eilífð. Já, góðum stundum og minning- um um þau Siggu og Egil gleymum við ekki svo auðveldlega, Guði sé lof fyrir það. Honum, Guði sé lof, sem gefur okkur sigurinn fyrir son sinn, Jesúm Krist. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífíð. Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig, mun aldrei að eilífu deyja.“ Trúir þú þessu? Þessu trúði Sigga. Já, Sigga mín, við sjáumst svo fljótlega. Sigurbjöm Þorkelsson. Með þessum fáu orðum viljum við, starfsfólk Vistheimilis bama, Laugarásvegi 39, kveðja okkar kæm matráðskonu, Sigríði Sand- holt. Sigríður starfaði um langt árabil sem matráðskona og var fær í sínu starfi. Sigríður var glæsileg kona, greind, skaplétt og það sóp- aði að henni þar sem hún fór. Við minnumst margra góðra stunda í samræðum við Sigríði, hún gaf okkur oft aðra sýn á dagsins amstur, hún var víðsýn og fordóma- laus. Það kom eins og reiðarslag þegar Sigríður veiktist. Hún hafði verið svo lengi með okkur, bar aldurinn vel og var glöð. Enginn trúði því að hún ætti ekki afturkvæmt í vinn- una. En svona fór. Við, samstarfsfólk hennar, minn- umst Sigríðar með þökk og sökn- uði. Við sendum fólkinu hennar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð og allir englar lýsa Sigríði á eilífðarbrautinni. Starfsfólk Vistheimilis barna, Laugarásvegi 39. t Faðir okkar, ÁMUNDI EYJÓLFSSON húsasmfðameistari, Hamarsbraut 12, Hafnarfirði, iést í Borgarspítalanum 2. september sl. Gunnar Ámundason, Ingólfur Halldór Ámundason. Útför ÓLAFS BRIEM fyrrverandi menntaskólakennara að Laugarvatni, verður gerð frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 8. september kl. 11.30. Katrín Briem, Hugi Ármannsson, Ólöf Briem, Kári Petersen, Brynhildur Briem, Hugi Baldvin Hugason, Elín Briem. t Ástkœr móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA SIGRÍÐUR LÁRUSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, (áður til heimilis í Eskihlíð 9), verður jarðsungin frá Fríkirkjunni, Reykjavík, þriðjudaginn 6. sept- ember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Gigtarfélag íslands. Ingibjörg Loftsdóttir, Ólafur Loftsson, Helgi Loftsson, ÓlöfWaage, Lárus Loftsson, Valgerður Níelsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Faðir minn, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, JÓN MAGNÚSSON, Bræðraborgarstfg 3, Reykjavík, er lést að heimili sínu 17. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánu- daginn 5. september kl. 10.30. Ragnar Jónsson, Garðar Kári, Guðrún Þórdfs, Erla Magnúsdóttir, Margrét Magnúsdóttir, Páll Magnússon, Kristfn Þórkatla Kristvinsdóttir, Ragnheiður Helga, Magnea Magnúsdóttir, Eðvald Magnússon, Kristján Einarsson, Pauline Magnússon, + Sigríður Berg- þóra Ólafsdótt- ir var fædd í Reykjavík 24. sept- ember 1917. Hún lést í sjúkrahúsinu í Neskaupstað 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru lijónin Ólafur Sæmundsson og Halldóra Berg- sveinsdóttir. Frá sex ára aldrí var Sigríður alin upp hjá móðurforeld- rum sínum í Nes- kaupstað. Sigríður átti níu systkini en á legg komust að- eins þtjár systur, hún og tví- burasystir hennar Elín, sem lést árið 1989, og Adda Sigríð- ur, sem er búsett í Bandaríkj- unum. Árið 1941 kynntist Sig- ríður Árna Stefánssyni útgerð- armanni frá Fáskrúðsfirði og gengu þau í hjónaband 28. september það sama ár. Heim- ili þeirra var frá upphafi að Ásbrú í Fáskrúðsfirði og þjuggu þau þar alla tíð. Þeim Árna og Sigríði varð ekki barna auðið en systurdóttir Sigríðar, Halldóra, ólst upp hjá þeim frá þriggja ára aldri. Arni lést í október árið 1979. Útför Sig- ríðar fór fram frá Fáskrúðsfjarðar- kirkju 6. ágúst síð- astliðinn. ÉG KVEÐ með sökn- uði góða vinkonu, sem í daglegu tali var köll- uð Sigga Bergs. Henni og Árna manni hennar kynntumst við hjónin fljótlega eftir að við fluttum á Kolfreyjustað í Fáskrúðs- fírði. Með okkur tókst mikil vinátta sem var okkur hjónum kær. Sigga var glæsileg kona sem eft- ir var tekið hvar sem hún fór. Hún starfaði mikið að félagsmálum, tók meðal annars virkan þátt í starfí slysavamadeildarinnar Hafdísar og kvenfélagsins Keðjunnar. Hún var ómissandi á gleðistundum og hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Þau hjón, Sigga og Ámi, komu oft hingað heim og ósjaldan vom með þeim þrír yngstu synimir í Lyng- hól. Var þá glatt á hjalla á Kol- freyjustað. Það var Siggu mikill missir er Ámi lést að loknum erfíðum veik- indum. Sjálf átti hún við hjartveik- indi að stríða og fór tvisvar í að- gerð til London. Smám saman ágerðust veikindi hennar en aldrei kvartaði hún heldur hélt reisn sinni. Hún ók um á bíl sínum og sýndi í einu og öllu kjark sinn og dug. Aldrei kom til mála að hún flyttist úr Ásbrú. Þessi dugur hennar og sterkur vilji hélt henni uppi og hún gaf aldrei undan í veikindastríðinu. Upp úr miðjum júlímánuði síðastliðnum var hún flutt á sjúkrahúsið í Neskaupstað en fór heim í Ásbrú aftur. Nokkr- um dögum síðar lá leiðin enn í Neskaupstað og lést hún þar sunnudagskvöldið 31. júlí. Stórt skarð er höggvið í vinahóp minn með fráfalli Siggu Bergs. Hún stóð ætíð við hlið mér, bæði á gleði- og sorgarstundum og sýndi þannig vináttu sína í verki. Hálfum mán- uði áður en hún lést kom hún hing- að á Kolfreyjustað og var viðstödd brúðkaup yngstu dóttur minnar. Þar var hún sem fyrr hrókur alls fagnaðar og vakti það mikla lukku er hún steig dans við harmonikku- undirleik hér úti á stétt. Og þannig er Sigga í minningu minni, kát, hress og lífsglöð vinkona. Dóru, Pétri og Árna Sigurði og Lyngholtssystkinunum votta ég samúð. Megi Guð færa ykkur styrk. Þórhildur Gísladóttir, Kolfreyjustað. SIGRÍÐUR BERG- ÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR ÞÓRDÍS ÁGÚSTSDÓTTIR + Þórdís Ágústsdóttir fædd- ist 15. júní 1911 í Drápuhlíð í Helgafellssveit. Hún lést 18. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Olafsvíkur- kirkju 26. ágúst. HÚN Dísa frænka mín er dáin. Þegar ég hugsa til baka man ég Dísu þegar hún hitti mig í Reykja- vík. Eg var þá tíu ára og spurði hún hvort ég vildi ekki skreppa með henni til Ólafsvíkur og heim- sækja frændfólkið sem ég ætti þar. Þessi heimsókn stóð í heilt ár og er í minningunni sem langt sól- ríkt sumar. Dísa var þá orðin ekkja og bjó með átta af níu bömum sínum, eitt var farið að heiman, samt vildi hún bjóða þessari móðurlausu frænku sinni að dvelja hjá sér og njóta þeirrar umhyggju og hlýju sem hún veitti sínum börnum sem hún svo sannarlega gerði og það gleymist aldrei. Elsku Anna, Sjöfn, Vöggur, Hulda, Beggi, Agla, Keli, Denni, Haddi og ijölskyldur. Ég og fjöl- skyldan mín vottum ykkur okkar innilegnstu samúð, Guð blessi ykk- ur öll. Minningin um móðurina, sem gaf okkur öllum svo mikið, mun aldrei gleymast. Kristín Eyjólfsdóttir. t Ástkær eiginkona mín og móðir okkar, KRISTÍN INGVADÓTTIR, Hraunsvegi 14, Njarðvík, lést í Landskotsspítala þann 31. ágúst síðastliðinn. Jarðarförin auglýst síðar. Björn Sveinsson, ÆgirÖrn Björnsson, Ósk Björnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.