Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.09.1994, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 17 LISTIR Þjófótti apinn KVIKMYNDIR Laugar ásbíó APASPIL - „MONKEY TROUBLE" ★ >/2 Leiksljórí: Franco Amurri. Framleið- andi: Ridley Scott. Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Mimi Rogers, Thora Birch og Christofer McDonald. New Line Cinema. 1994. BARNA- og fjölskyldumyndin Apaspil segir af ungri stúlku (Thora Birch) og litla apanum sem verður besti vinur hennar. Sá hef- ur strokið frá eiganda sínum, leiknum af Harvey Keitel, en hann hefur þjálfað og notað apann til að ræna fólk og heimili. Þannig gefur apinn talsvert í aðra hönd og Keitel gerir því dauðaleit að honum enda býður hans stórt verkefni. Á meðan eru apinn og stúlkan að kynnast betur og tengj- ast óijúfanlegum böndum. Apaspil víkur ekki í neinu frá dæmigerðri bandarískri fjöl- skylduskemmtun þar sem hjart- næmt gæludýr er miðpunkturinn (bandarískar gæludýramyndir eru í mikilli uppsveiflu þessa dagana). Hún er gerð uppúr stöðluðu hand- riti með hæfílegri blöndu af væmni, gamansemi, þokkalegri spennu og niðurstöðu sem sendir krakkana ánægða heim. Það ætlar enginn að gera neitt óvenjulegt eða koma áhorfendum skemmti- lega á óvart með nýbreytni og frumleika hér. Formúlan hefur margsannað ágæti sitt, hugsa Nýjar bækur ■ NÝLEGA kom út 23. bindi Skagfirðingabókar, rits Sögufé- lags Skagfirðinga, en það hóf göngu sína árið 1966. Áð venju hefst ritið á ævisögu Skagfírðings, sem markaði spor í samtíð sína. Að þessu sini ritar Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg um Skafta Stefánsson, Skafta frá Nöf, eins og hann var að jafnaði nefndur. Hann var umsvifamikill útgerðar- maður og síldarsaltandi á Siglu- firði og annaðist auk þess sam- göngur á sjó milli hafna á Eyja- firði og Skagafirði. Öld er liðin frá fæðingu hans. Meðal annarra greina í ritinu má nefna Nýbjörgu eftir Gísla Jónsson fyrrverandi menntaskóla- kennara. 12 konur hafa borið þetta nafn á íslandi og mun nú ein á lífi. Gísli ritar um þær allar og hvernig þær tengjast. Björn Jónsson prestur á Akra- nesi ritar um fyrstu íslensku sálmabækurnar, birtar eru endur- minningar Bjargar Hansen á Sauðá frá árunum 1861-1883 og dagbókarbrot sonar hennar, Frið- riks Hansens kennara og vega- verkstjóra á Sauðárkróki, en þar I segir hann frá slysi í Drangey. Að þessu sinni er birt í bókinni áður óprentað ljóð eftir Bólu Hjálmar, Fjártal árið 1830. Það er varðveitt í handriti í eigu Krist- jáns Runólfssonar á Sauðárkróki og er eins og nafnið bendir til, framtal Hjálmars. Kaupendur Skagfirðingabókar I eru sjálfkrafa félagsmenn í Sögufélagi Skagfirðinga. Nýir áskrifendur geta snúið sér til Hjalta Pálssonar, Safnahúsinu Sauðárkróki. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni málsins! þessir kvikmyndagerðarmenn, svo það er best að skella sér í hana aftur. Einn af aðstandendum Apaspils er breski leikstjórinn Ridley Scott og honum hefur tekist að safna saman prýðilegu leikaraliði í myndina sem reyndar er langt frá sínu besta ef frá talinn Harvey Keitel, er leikur nú í hverri mynd- inni á fætur annarri og virðist engu skipta um hvað þær ijalla, og apinn, sem í hefð gæludýra- myndanna reynist kannski mann- legastur allra í myndinni. Slappur leikurinn helst í hendur við lítt spennandi hlutverkin. Mimi Rogers leikur móður stúlkunnar og ferst það illa úr hendi hvort sem hún ræður sér ekki fyrir kæti eða sýnist áhyggjufull. Chri- stofer McDonald á jafnvel við ómerkilegri rullu að etja sem stjúp- faðir dótturinnar og Thora Birch leikur stúlkuna fyrst sem spillta dekurrófu er öfundar athyglina sem litli bróðir hennar fær og síð- an, af því þetta er þroskasaga, fyllist hún einkar mikilli ábyrgðar- kennd og þroska. Ekki tekst henni þó að hleypa neinu lífí í söguna. Bestur er Keitel sem gefur frá- bæra mynd af örvæntingarfullum hrotta og ómenni og apinn sýnir að hann er ekki sá með minnstu leikhæfileikana í Apaspili. Arnaldur Indriðasson VIRKA Námskeið, sem hefjast fljótlega: Bútasaumur: Rúmteppi + Veggteppi + Baðherbergishlutir + Eldhúshlutir + Jóladúkar. Föndur: Boxanámskeið + Jólasveinapar. Fatasaumur. Opið mánudaga tii föstudaga frá kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní frá kl. 10-14. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477. Colt 1300 GLi 1.095.000.> Lancer 1600 GLXi, sjálfskiptur 1.484.000.- Afmælisafsláttur á Mitsubishi r I tilefni 15 ára afmælis Mitsubishi á íslandi seljum við á næstunni takmarkað magn Mitsubishi bíla á hreint frábæru verði! Tryggðu þér bíl í tíma. Allt að 48 mánaða greiðslutími. Lancer GLXi 4x4, með sítengdu aldrifi. 1.790.000.- vA O V Á ^ IHl do a HEKLA EEBSBŒESIBl MITSUBISHI 1-71-1 17/1 . Círr,i CQ CC (10 MOTORS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.