Morgunblaðið - 04.09.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 04.09.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. SEPTEMBER 1994 17 LISTIR Þjófótti apinn KVIKMYNDIR Laugar ásbíó APASPIL - „MONKEY TROUBLE" ★ >/2 Leiksljórí: Franco Amurri. Framleið- andi: Ridley Scott. Aðalhlutverk: Harvey Keitel, Mimi Rogers, Thora Birch og Christofer McDonald. New Line Cinema. 1994. BARNA- og fjölskyldumyndin Apaspil segir af ungri stúlku (Thora Birch) og litla apanum sem verður besti vinur hennar. Sá hef- ur strokið frá eiganda sínum, leiknum af Harvey Keitel, en hann hefur þjálfað og notað apann til að ræna fólk og heimili. Þannig gefur apinn talsvert í aðra hönd og Keitel gerir því dauðaleit að honum enda býður hans stórt verkefni. Á meðan eru apinn og stúlkan að kynnast betur og tengj- ast óijúfanlegum böndum. Apaspil víkur ekki í neinu frá dæmigerðri bandarískri fjöl- skylduskemmtun þar sem hjart- næmt gæludýr er miðpunkturinn (bandarískar gæludýramyndir eru í mikilli uppsveiflu þessa dagana). Hún er gerð uppúr stöðluðu hand- riti með hæfílegri blöndu af væmni, gamansemi, þokkalegri spennu og niðurstöðu sem sendir krakkana ánægða heim. Það ætlar enginn að gera neitt óvenjulegt eða koma áhorfendum skemmti- lega á óvart með nýbreytni og frumleika hér. Formúlan hefur margsannað ágæti sitt, hugsa Nýjar bækur ■ NÝLEGA kom út 23. bindi Skagfirðingabókar, rits Sögufé- lags Skagfirðinga, en það hóf göngu sína árið 1966. Áð venju hefst ritið á ævisögu Skagfírðings, sem markaði spor í samtíð sína. Að þessu sini ritar Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg um Skafta Stefánsson, Skafta frá Nöf, eins og hann var að jafnaði nefndur. Hann var umsvifamikill útgerðar- maður og síldarsaltandi á Siglu- firði og annaðist auk þess sam- göngur á sjó milli hafna á Eyja- firði og Skagafirði. Öld er liðin frá fæðingu hans. Meðal annarra greina í ritinu má nefna Nýbjörgu eftir Gísla Jónsson fyrrverandi menntaskóla- kennara. 12 konur hafa borið þetta nafn á íslandi og mun nú ein á lífi. Gísli ritar um þær allar og hvernig þær tengjast. Björn Jónsson prestur á Akra- nesi ritar um fyrstu íslensku sálmabækurnar, birtar eru endur- minningar Bjargar Hansen á Sauðá frá árunum 1861-1883 og dagbókarbrot sonar hennar, Frið- riks Hansens kennara og vega- verkstjóra á Sauðárkróki, en þar I segir hann frá slysi í Drangey. Að þessu sinni er birt í bókinni áður óprentað ljóð eftir Bólu Hjálmar, Fjártal árið 1830. Það er varðveitt í handriti í eigu Krist- jáns Runólfssonar á Sauðárkróki og er eins og nafnið bendir til, framtal Hjálmars. Kaupendur Skagfirðingabókar I eru sjálfkrafa félagsmenn í Sögufélagi Skagfirðinga. Nýir áskrifendur geta snúið sér til Hjalta Pálssonar, Safnahúsinu Sauðárkróki. Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni málsins! þessir kvikmyndagerðarmenn, svo það er best að skella sér í hana aftur. Einn af aðstandendum Apaspils er breski leikstjórinn Ridley Scott og honum hefur tekist að safna saman prýðilegu leikaraliði í myndina sem reyndar er langt frá sínu besta ef frá talinn Harvey Keitel, er leikur nú í hverri mynd- inni á fætur annarri og virðist engu skipta um hvað þær ijalla, og apinn, sem í hefð gæludýra- myndanna reynist kannski mann- legastur allra í myndinni. Slappur leikurinn helst í hendur við lítt spennandi hlutverkin. Mimi Rogers leikur móður stúlkunnar og ferst það illa úr hendi hvort sem hún ræður sér ekki fyrir kæti eða sýnist áhyggjufull. Chri- stofer McDonald á jafnvel við ómerkilegri rullu að etja sem stjúp- faðir dótturinnar og Thora Birch leikur stúlkuna fyrst sem spillta dekurrófu er öfundar athyglina sem litli bróðir hennar fær og síð- an, af því þetta er þroskasaga, fyllist hún einkar mikilli ábyrgðar- kennd og þroska. Ekki tekst henni þó að hleypa neinu lífí í söguna. Bestur er Keitel sem gefur frá- bæra mynd af örvæntingarfullum hrotta og ómenni og apinn sýnir að hann er ekki sá með minnstu leikhæfileikana í Apaspili. Arnaldur Indriðasson VIRKA Námskeið, sem hefjast fljótlega: Bútasaumur: Rúmteppi + Veggteppi + Baðherbergishlutir + Eldhúshlutir + Jóladúkar. Föndur: Boxanámskeið + Jólasveinapar. Fatasaumur. Opið mánudaga tii föstudaga frá kl. 9-18, á laugardögum frá 1. sept. til 1. júní frá kl. 10-14. VIRKA MÖRKINNI 3, SÍMI 687477. Colt 1300 GLi 1.095.000.> Lancer 1600 GLXi, sjálfskiptur 1.484.000.- Afmælisafsláttur á Mitsubishi r I tilefni 15 ára afmælis Mitsubishi á íslandi seljum við á næstunni takmarkað magn Mitsubishi bíla á hreint frábæru verði! Tryggðu þér bíl í tíma. Allt að 48 mánaða greiðslutími. Lancer GLXi 4x4, með sítengdu aldrifi. 1.790.000.- vA O V Á ^ IHl do a HEKLA EEBSBŒESIBl MITSUBISHI 1-71-1 17/1 . Círr,i CQ CC (10 MOTORS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.