Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBBR 1994 MORGUNBLAÐIÐ h FJARHAGSSTAÐA HAFNARFJARÐAR i I » y Endurskoðendur Hafnarfjarðarbæjar leggja til að 456,2 millj. verði afskrifaðar Iáfangaskýrslu Löggiltra endur- skoðenda hf. um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðarbæjar kemur fram að bæjarstjórn hefur veitt sam- tals 277 milljónir og 181 þúsund krónur í bæjarábyrgðir. Þar af er 120 millj. króna ábyrgð vegna Mið- bæjar Hafnarfjarðar hf. sem nú er rúmar 143 millj., Byggðaverk hf. 70 millj., sem nú er rúmar 86,7 millj. Fiskvinnslufyrirtækið Skers- eyri með 20 millj., sem nú er rúmar 28,9 millj. og á vegum Atvinnuefl- ingar hf. eru 18,2 millj. vegna smærri aðila. í skýrslunni er jafn- framt lagt til að 456,2 millj. verði færðar á afskriftareikning. Skuldbindingar utan efnahagsreiknings Magnús Jón Árnason bæjarstjóri sagðist vera í kapphlaupi við tímann að reyna að tryggja veð bæjarins í Miðbæ Hafnarfjarðar hf. Upphaflega hefði bærinn veitt 120 millj. í bæjar- ábyrgð með því skilyrði sjálfstæðis- manna að veðin yrðu sett á verslun- arhluta hússins og á hótelið en Al- þýðuflokkurinn samþykkti hins veg- ar aðra leið. Sagði hann að af 120 millj. væru 100 millj. bundnar í hót- elturninum en 20 milij. í bílkjallára og samkvæmt samþykkt Alþýðu- flokksins gæti hann ekki betur séð en að þar væri ákvæði um bakveð í verslunarkjamanum um leið og húsið yrði fokheit. „Þessi skuld er í dag 143,171 milljón,“ sagði Magnús Jón. Benti hann á að einföld bæjarábyrgð væri fyrir skuldabréfinu að fjárhæð 120 millj. til 17 ára með föstum 9,7% vöxtum. „Þetta eru óheyrilegir vextir,“ sagði hann, ,jafnvel á þessum tíma, og ég læt mér detta í hug að það sé til þess að þeir hjá Miðbæ Hafnarfjarðar hf. fái sem mest greitt út í sinn hlut I upphafi.“ Magnús Jón sagði að 14. júní sl., daginn áður en nýr meirihluti tók við í Hafnarfirði, hefði Mið- bær Hafnarijarðar hf. fengið 10 millj. króna víxil sem bærinn hefði gefið út en fyrirtækið væri greið- andi að. Jafnframt hefði því verið lýst yfír að svo lengi sem víxillinn stæði yrði bæjarsjóður ekki rukk- aður um 10 millj. króna hlutafjár- loforð í hótelhluta byggingarinn- ar en það loforð var bundið við að fyrst yrði stofnað eignarhalds- félag með framlagi frá Miðbæ Hafnarfjarðar hf. „Að mínu viti er þessi gerningur brot á sveitar- stjórnarlögum,“ sagði hann. Engínn áhugi á kaupum Þá mun bæjarsjóður eiga inni ógreiddar 25 millj. vegna gatna- gerðargjalda frá fyrirtækinu auk þess sem bæjarsjóður hefur tekið á sig skuldbindingar vegna bíla- stæðakjallara, sem nú eru 55 millj. Auk þess hefur bæjarsjóður keypt rúmlega 55,3 millj. króna eignarhlut í húsinu. Hluti húsnæðis- ins er á annarri og þriðju hæð og hefur verið talað um að þar verði bókasafn. „Þetta húsnæði var keypt til að liðka fyrir,“ sagði Magnús Jón. „Við erum því með umtalsverða fjár- muni bundna í þessari byggingu fyr- ir utan ábyrgðir eða um 290 milljón- ir.“ Magnús Jón sagði það ekki rétt sem Guðmundur Ámi Stefánsson, félagsmálaráðherra og fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, hefði haldið fram að bærinn hefði óskað eftir við- ræðum við eigendur hússins um kaup á húsnæði í Miðbænum fyrir um 600 til 800 millj. „Ég held að áætlað söluverð á allri eigninni sé 850 millj- ónir,“ sagði hann. „Við höfum ekki sýnt því nokkurn áhuga að kaupa húsnæði þarna.“ Magnús Jón sagði að vegna þeirra erfíðleika sem fyrirtækið ætti í hefði það óskað eftir fundi en á þeim fundi hefði ekki verið rætt um nein kaup. Bærinn hefði hins vegar verið beðinn um að deysa til sín hóteltuminn á byggingarkostnaði að því að sagt var. Hann sagðist hafa bent á að bærinn keypti ekki húsnæði nema á markaðsverði. Óskað hefði verið eftir því að bæjaryfirvöld fengju að sjá reikninga fyrirtækisins og þá kaup- Bærimi í ábyrgðum fyrir 277 milljónimi samninga sem gerðir hefðu verið. „Við erum með umtalsverða fjármuni bundna í þessu húsi og við hljótum að leiða hugann að því fyrir hveiju þessi veð standa," sagði Magnús Jón. Byggðaverk hf. ÁBYRGÐ bæjarsjóðs Hafnarfjarðar vegna Miðbæjar Hafnarfjarðar er nú 143 milljónir króna. Bæjarábyrgð Byggðaverks hf. var upphaflega 70 millj. en er nú rúmar 86,7 millj. Sagði Magnús Jón að þegar ábyrgðin hefði verið samþykkt hefði jafnframt verið samið um kaup á ákveðnum fjölda íbúða. „Af þeim er eftir að kaupa um tíu íbúðir," sagði hann. „Þessi ábyrgð var skilyrt við það að jafnframt ætti að færa veðin niður eftir því sem verkum miðaði áfram. Það hefur ekki verið gert. Þessi lán Iðnlánasjóðs eru kom- in í vanskil." Til tryggingar bæjar- ábyrgðinni eru veð í húsbyggingum Byggðaverks og 43 millj. króna veð í lóð við Kaplakrikasvæðið í Garðabæ, sem Magnús Jón telur vafasamt. „Ef ég væri í sveitarstjórn Garðabæjar og stæði frammi fyrir því að Hafnarfjörður eignaðist þessa lóð þá mundi ég leysa hana til mín,“ sagði hann. „Ég hef heyrt að á sínum tíma hafí lóðin verið tekin í veð þar sem hugmyndir voru uppi um að reisa þar knattspymuhöll en það fæst að vísu hvergi staðfest í bæjar- plöggum." Þegar gjaldþrota TILLAGA ENDURSKOÐENDA UM FRAMLAG Á AFSKRIFTAREIKNIN G (ÞÚS. KR.) Útsvar/aðstöðugjöld: Hlutdeild bæjarsjóðs í þessum kröfum á aðila sem þegar hefur verið gert árangurslaust lögtak hjá eða eru gjaldþrota Nokkur dæmi: 2.477 SH verktakar hf.............. Fórnarlambið hf................. 4.786 Skerseyri hf...................... 308 Norðurstjaman hf.................. 615 Hlunnarhf......................... 188 Hellulagnir sf.................... 595 Rásverk hf........................ 768 Fjarðarbilliard sf................ 425 Samtals 10.162 Fasteignagjöld: Fasteignagjöld sem ekki njóta lengur lögveðréttar í viðk. fasteignum .................. Gatnagerðar,- og bygg.leyfisgj.: Gjöld í vanskil af lóðum sem ekki hefur enn verið byggt á og ekki eru líkur á að byggt verði á á næstu misserum..... Önnur vanskil gatnag.gjalda... Gömul dagh.- og leikskólagjöld: Gamlar kröfur, m.a. vegna bama sem ekki eru lengur Lagt í af- skr.reikn 68.642 40.858 25.344 18.386 95.009 80.843 110.624 5.788 Lagt í af- skr.reikn á þessum stofnunum....................... 6.040 Vanskiláþessuári......................... 3.523 Kröfur á ríkissjóð: 79.744 Vegna framkv. á síðasta ára- tug, einkum við grunnskóla og sundlaug, sem ráðuneytið hefurþegargertuppaðfullu... 79.744 Almennar viðskiptakröfur: 74.257 Nokkur dæmi: Hagvirki-Klettur hf............ 6.163 Listahátíð í Hafnarfirði hf. 7.125 Kvistás hf..................... 3.225 Norðurstjaman hf............... 1.206 Skerseyrihf.................... 3.116 í lögfræðiinnheimtu (IE).... 19.045 í lögfræðiinnh. (bæjarlögm.)... 4.480 Viðskiptamenn sérmeðferð (búið að taka úr innheimtu). 8.733 - Islenska stálfélagið hf........ 6.969 Kvikm.hús Hafnarfjarðar..... 7.920 SH verktarar hf................ 8.563 Núnatakhf...................... 1.572 Kvistás hf..................... 1.362 79.479 Skuldabréf 53.132 Nokkur dæmi: Íslandssíld hf................. 4.192 Búseti......................... 7.919 Kvistás hf. ................... 1.427 Hagvirki-Klettur hf........... 45.274 58.812 478.309 401.916 Fiskvinnslufyrirtækið Skers- eyri, sem þegar er komið í gjald- þrot, er með bæjarábyrgð sem upphaflega var 20 millj. en er nú rúmar 28,9 millj. Sagði Magnús Jón að bærinn kæmist ekki hjá að greiða Búnaðarbank- anum þessa upphæð og er verið að semja við bankann þar um. Ábyrgðir vegna Atvinnuefl- ingar hf. eru rúmar 18 millj. og dreifast á marga aðila, með mis- háar uppæðir allt frá 1.200 þús- und til 7 milij. Hlutverk Atvinnu- eflingar var að veita áhættufé og styrkja fyrirtæki og sagði Magnús Jón að ljóst hefði verið að hugsanlega mundi tapast fé en annað getað leitt til viðvar- andi reksturs. Afskriftareikningur Höfundur skýrslu um fjárhagsstöðu Hafnarfjarðar Guðlaugur Guðmundsson, endur- skoðandi hjá Löggiltum endur- skoðendum hf. og einn höfunda skýrslu um fjárhagsstöðu Hafnar- flarðar, segist harma ófagleg við- brögð Guðmundar Áma Stefánsson- ar, félagsmálaráðherra og fyrrver- andi bæjarstjóra Hafnarfjarðar, við niðurstöðum hennar. Guðmundur Ámi hefur dregið skýrsluna í efa og sagt að sú spuming hljóti að vakna hvaða fyrirmæli eða forskrift endur- skoðunarskrifstofan hafí fengið frá núverandi meirihluta í bæjarstjórn. Guðlaugur sagði það vekja undrun að yfírmaður sveitarfélaga í landinu skuli bregðast við með þessum hætti. Guðmundur Ámi hafi til þessa frekar viljað láta kenna sig við að taka málefnalega á hlutunum. „Hann hef- ur gjaman haft á orði að hann vilji standa á faglegum grunni þegar hann ræðir málin," sagði Guðlaugur. „Það að núverandi meirihluti sé að kaupa sér niðurstöður okkar hljómar hálf broslega, þar sem samband okk- ar við núverandi ráðamenn í Hafnarf- iði var mjög lítið á meðan unnið var að skýrslugerðinni. Það var vísvit- Harma ófagleg viðbrögð ráðherra andi gert, þar sem við vildum ekki vera undir^ áhrifum neinna yfirlýs- inga frá þeirra hálfu. Auk þess vil ég benda á að það er mjög langsótt skýring á framkomnum fjárhags- vanda Hafnarfjarðarbæjar að eitt elsta og virtasta endurskoðunarfyrir- tæki Iandins með níu Iöggilta endur- skoðendur innanborðs, sem þar að auki starfar í tengslum við eitt virt- asta endurskoðunarfyrirtæki heims, Arthur Andersen og Co., selji álits- gerðir fyrir fárra mánaða laun eins manns. Fullyrðing af þessu tagi er í raun ekki svaraverð og verður ekki rædd frekar af okkar hálfu hvorki í fjölmiðlum né annars staðar.“ Guðlaugur sagði að samband hafí verið haft við bæjarendurskoðendur og aðra embættismenn við gerð skýrslunnar til að afla upplýsinga og einstakra gagna. „Við viljum forð- ast allt persónulegt í þessu sambandi og leitt að Guðmundur Árni skuli reyna að varpa rýrð á þessar upplýs- ingar með því einmitt að gera þetta persónulegt," sagði Guðlaugur. Benti hann á að skýrslan væri unnin fyrir bæjarstjóm Hafnarfjarð- ar en ekki fyrir fráfarandi eða núver- andi meirihluta. „Við höfum ekki fengið neinar hliðstæðar yfirlýsingar frá minnihlutanum eins og við feng- um frá Guðmundi Árna,“ sagði hann. „Það komu ekki fram nein mótmæli við niðurstöðum skýrslunnar á fundi bæjarráðs þegar hún var kynnt þar. Það er ekki fyrr en Guðmundur Árni fer að fjalla um hana sem reynt er að gera hana tortryggilega. Félagar hans í Hafnarfírði hafa ekki séð ástæðu til að hafa uppi hliðstæðan málflutning." Hagvirki I » » Magnús Jón sagði það rangt hjá Guðmundi Árna Stefánssyni að verið væri að mismuna bæj- arbúum með afskriftum skulda. Löggiltir endurskoðendur hf. legðu til í sinni skýrslu að lagðar yrðu í afskriftasjóð samtals 456 millj., svo að hægt yrði að af- skrifa kröfur, sem sumar hveijar væru vonlausar. Sagði hann að meðal annars væri lagt til að afskrifa útsvör og gömul að- stöðugjöld að upphæð 68 millj. en megnið af kröfunum hefði þegar farið í gegnum gjaldþrot eða árangurslaust lögtak. Rúmlega 79,7 millj. krafa á ríkissjóð segir Magnús Jón að sé vegna uppgjörs þegar lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga voru samþykkt. Kröfunum hafi verið haldið inni og talað um af höfða mál gegn ríkissjóði ef þær fengjust ekki innheimtar. „Samningum sveitarfé- lagsins við ríkið lauk árið 1992 og ef meiningin var að halda þessu til streitu þá hefði átt að höfða mál,“ sagði Magnús Jón. „En ég mun fagna því fyrir hönd Hafnfirðinga ef Guð- mundur Ámi félagsmálaráðherra ætlar að tryggja okkur þessa peninga s « s I i Magnús Jón sagði að í reikningum bæjarsjóðs væri 45 miilj. króna skuldabréf á Hagvirki sem nú stæði í 43 millj. Eftir því sem hann kæm- ist næst á þessari stundu væri um samsafn fyrri ára að ræða og að stór hluti væri líklega fyrirfram- greiðsla fyrir unnin verk. Enginn reikningur hefði enn borist vegna holræsaframkvæmdanna sem samið hefði verið um að Hagvirki-KIettur stæði að. Vegna þeirra hefði verið tekið 200 millj. króna lán hjá Nor- ræna fjárfestingarbankanum. „Því láni var búið að eyða í aðra hluti þegar framkvæmdir hófust á dögun- um,“ sagði Magnús Jón. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.