Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Vörubílar og skriðdrekar BOGI Pálsson bíla- kaupmaður skrifaði at- hyglisverða grein í Morgunblaðið á dögun- um. Bogi veltir því fyr- ir sér hversvegna ríkis- valdið sé að skattleggja innkaup almennings á fólksbifreiðum með misjöfnum hætti. Allt eftir því hvort um er að ræða stóra og smáa fólksbíla. Ennfremur glundroðann sem leiðir af því, að ríkisvaldið hringli með tolla og skattaprósentur eins og dæmin sanni. Þann- ig sé innkaupaæðum hrundið á stað eitt árið en girt fyrir hið næsta. Gusugangur er líklega eitt af þjóðareinkennum íslendinga, sbr. minka, ref og fiskeldi. Hvað sem skoðunum landsfeðr- anna líður, þá er fólksbílinn löngu orðinn lífsnauðsyn hjá hverri vísi- tölufjölskyldu. I augum alþingis- manna virðist hann samt ennþá vera lúxusvara og því beri þeim að hafa vit fyrir fólki og stýra inn- kaupum þess á slíkum óþarfa. Rétt eins og ríkið gerir með hinni opinberu áfengismálastefnu. Apparatamir (sovézkt hugtak) virðast þó á seinni árum hafa áttað sig á því í mörgum greinum, að frumþarfir þjóðfélagsins til at- vinnustarfsemi á ekki að nota til tekjuöflunar, vilji maður efla þjóð- arhag, með því að auka tekjur rík- isins og fjölga embættismönnum. Þessi skilningur byijaði að síast inn með inngöngunni í EFTA og nán- ara alþjóðlegu samstarfi í GATT og EES. Næg dæmi um skilningsskort á því, hvers nútímaþjóðfélag þarfn- ast, er þó enn að finna í okkar tollakerfi eins og fram kemur á afstöðunni til bílanna. Áður fyrr voru aðeins skip og vörur til þeirra og landbúnaðarvör- ur og -tæki almennt undanþegin tollum. Nú hafa jarðýtur, ámokst- ursvélar, steypuhrærivélar, gijót- mulningsvélar, smíðavélar og flest þessháttar fram- leiðslutæki bæst í þennan hóp. Skriðdrekar vom til skamms tíma í 30% tolli. Nú er búið að lækka þá niður í núll, ef til vill vegna sam- ræmingar við evr- ópskar tollskrár, t.d. Serbíu og Bosníu. Vörubflar eru samt kyrrir í 30% tolli hér á landi. Vegir tollskrárinn- ar er margvíslegir. Þar í er til dæmis að finna mörg dæmi um velvilja þjóðar okkar í garð Bandaríkjanna, hverra þegn- ar fara á þyrlunum sínum að bjarga hundruðum mannslífa okk- ar. Við höfum 15% toll á til dæm- is örbylgjuofnum frá Bandaríkjun- um en engan á evrópskum ör- bylgjuofnum. Þessa tollamismunun er að finna í mörgum stórum vöru- flokkum. Finnst mér, að við laun- um Bandaríkjunum illa foma og nýja vináttu með slíkri mismunun, sér í lagi í ljósi bollalegginganna um að ganga í tollabandalag EU. Þungir vörubílar eru dýr tæki. Þeir kosta margar milljónir stykkið í innkaupum. Vörubíll er hinsvegar frumframleiðslutæki rétt eins og jarðýtur eða ámokstursvélar, sem líka eru dýrar og bera nú enga tolla. Skriðdreki er hinsvegar úr- vinnslutæki ef hægt er að skil- greina hann frekar. Er samhengi í því að tolla vöru- bíi 30%, sem er lestaður með toll- frjálsum lyftara af físki frá toll- fijálsu veiðiskipi til flutnings til tollfijálss fískmarkaðar og fisk- vinnslu til þess að búa til útflutn- ingsverðmæti fyrir þjóðina? Er samhengi í því að tolla vörubílinn, sem ber stypuhrærivélina eða steypudæluna en ekki það sem hann ber? Af hveiju skyldi eiga að tolla vörubíl hærra en önnur tæki, sem notuð eru við húsbygg- ingar almennings? Vörubíllinn borgar fyrir afnot af vegakerfínu með þungaskatti á ekinn kílómetra og í sköttum á olíuverði. Almenningur borgar fyr- ir afnot sín af vegakerfínu með sama hætti. Oft hafa alþingis- mennirnir lofað okkur bættum veg- um gegn því að við kyngdum hærri benzínsköttum. Efndirnar hafa hinsvegar brðið slitróttar, því að þeir hinir sömu hafa oftar en ekki stolið mestu af þessum auknu tekj- um frá umferðinni í ótengd gælu- verkefni sín. En orðheldni alþingismanna er önnur saga. Því eins og allir vita þá er allt hægt á íslandi og enginn er ábyrgur fyrir neinu, allra síst alþingismenn. Nægir að nefna Kröflu- og Blönduvirkjanir sem dæmi. Áhrifin á vörubíla- flotann Afleiðing þessarar tollastefnu á vörubfla er sú, að endurnýjun þungra vörubíla þjóðarinnar hefur svo til stöðvast. Áf 3.257 þungum vörubílum landamann eru nú nær 70% eldri en 10 ára. Næsta ár verður þessi tala fyrirsjáanlega hærri. Eina meginhindrun í uppbygg- ingu efnahags fyrrum austan- tjaldsríkja álíta hagfræðingar vera þá, að vörubílafloti þessara landa er ónýtur vegna elli og viðhalds- leysis. Skortur á flutningsgetu set- ur hagvextinum skorður. Hvers- vegna skyldu önnur lögmál gilda á Islandi? Álíta alþingismenn hér að við- haldsvinna og varahlutaverzlun fyrir vörubíla sé hagvaxtarígildi? Telja þeir ef til vill að aukin tíðni umferðarslysa og árekstra komi fram sem hagvöxtur? Eða eru gömlu góðu gildin í hávegum höfð? Hvers vegna að kaupa nýjan bíl meðan hægt er að gera við þann gamla? Hvers vegna að kaupa ný stígvél þegar hægt er að bæta þau gömlu? Ollum svona meiri háttar fjárfestingará- formum almennings var stjórnað af Fjárhagsráði hér í gamla daga, í tollakerfi okkar fínnast enn dæmi skiln- ingsleysis á því, hvers nútíma þjóðfélag þarfn- ast, segir Halldór Jóns- son, eins og fram kemur í afstöðu til bílanna. sem veitti kannske og kannske ekki leyfi fyrir bílum og klofstíg- vélum ofan frá Skólavörðustíg. Það þykir víst ekki fínt lengur að reka skömmtunarskrifstofur. Þá er reynt að stýra neyslunni með tollum og sköttum til hinnar réttu niðurstöðu að mati þingmanna. Þeir eru að minnsta kosti sann- færðir um að vélarstærð bfla sé málefni ríkisvaldsins, sem stýrir henni því með hærri tollum á stærri bíla. Hverju þarf að stýra? Bíll er auðvitað grunnnauðsyn fyrir hveija fjölskyldu rétt eins og önnur heimilistæki. Sterkbyggður fjölskyldubíll veitir fjölskyldunni aukna vernd í hættulegri umferð- inni. Sé takmarkið færri slys og líkamstjón, þá ætti sterkbyggði bíllinn ekki að bera hærri tolla en sá léttari. Sé athugað að kílóverð venjulegra bíla og tækja er nokkuð jafnt í innkaupi, virðist markaður- inn einfær um að stýra neyslu al- mennings. Sé takmark ríkisvaldsins með þessari tollamismunum ennþá það, að draga úr benzínnotkun lands- manna vegna oíukreppunnar 1980, þá er núverandi stefna kannske rökræn. En þessi kreppa er bara liðin. Sterki bíllinn greiðir líka hærri þungaskatt og skilur meiri benzínsköttum og meiru í sam- ræmda landgræðslusjóði olíufélag- anna, sem selja okkur bónusbezín til baráttu gegn ofbeit búsmalans. Halldór Jónsson Samfelldur skóladagur er brýnni en lenging skólaárs UNDANFARNAR vikur hefur Ólafur Einarsson, mennta- málaráðherra, kynnt nýja stefnumótun í skólamálum, byggða á tillögum stjórilskip- aðrar nefndar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir lengingu skóla- ársins í 10 mánuði með það fyrir augum að unnt verði að stytta framhaldsskólann um eitt ár. Kostar milljarð Það ath'yglisverð- asta við þessar tillögur er tvímæla- laust, að þær gera ráð fyrir stór- auknum útgjöldum ríkissjóðs til menntamála. Verði virkum kennsludögum í grunnskólum fjölgað úr um það bil 150 í 180, eins og rætt er um, fæli það í sér nærri 20% aukningu kennslu- magns á ári og má því gera ráð fyrir, að launaútgjöldin ein í grunn- skólum ykjust um a.m.k. 1.000 millj. kr. á ári hveiju. Nú er það alkunna, að ráðherra- tíð Ólafs Einarssonar hefur ekki einkennst af aukningu framlaga til skólamála. Þvert á móti hafa útgjöld mjög verið skorin niður með vísan til þröngrar stöðu ríkissjóðs. Samanlagð- ur niðurskurður á framlögum ríkisins til menntamála árin 1991-1994 mun nema liðlega 1.600 millj. kr. Fyrsta spumingin sem vaknar þegar rætt er um þessar tillögur, hlýtur því að vera sú, hvort auknu fé verði varið til skólamála á næstu árum. Eru ráð- herrar Sjálfstæðis- flokksins sérlega lík- legir til að koma með ný milljarða- framlög til menntamála, miðað við það sem á undan er gengið? Aukin viðvera Vorið 1991 voru samþykkt ný grunnskólalög undir forystu þáver- andi menntamálaráðherra, Svav- ars Gestssonar, og um þau náðist breið samstaða á Alþingi. Þar var stefnt að samfelldum skóladegi nemenda og einsetnum skóla sem foreldrar hafa lengi lagt mikla áherslu á. Viðvera nemendanna er mjög breytileg og börnin eru að koma Rökstudd andmæli gegn lengingu skólaárs- ins vekja upp þá spum- ingu, að mati Ragnars Arnalds, hvort ekki megi nýta níu mánaða skólaárið miklu betur en nú er gert. heim úr skólanum á ýmsum tímum sem aftur skapar foreldrunum erf- iðleika. Oft eiga foreldrar kost á máltíð í vinnu sinni en verða að fara heim til að gefa börnunum að borða. Samkvæmt lögunum frá 1991 átti að auka kennslutíma yngri barna og koma á skólamált- íðum á næstu þremur árum en jafnframt að stefna að einsetnum skóla á næstu tíu árum. Þetta hefði gjörbreytt aðstöðu foreldra fyrst og fremst í þéttbýli, þar sem for- eldrar vinna oft báðir utan heimil- is, en í sveitum þar sem er skóla- akstur, er þessi tilhögun þegar fyrir hendi. Áð auki voru strangari ákvæði um hámarksfjölda nem- enda í bekkjardeildum. Launakostnaður ríkisins hefði aukist vegna samfellds skóladags um nokkur hundruð millj. kr. á hverju ári. Þá er ótalinn kostnaður við skólamáltíðir og mikill bygg- ingarkostnaður sveitarfélaga til að skólar verði einsetnir. Hins vegar fór það svo, eftir að ný ríkisstjórn tók við vorið 1991 og Ólafur Einarsson settist í menntamálaráðuneytið, að þessum áformum var stungið undir stól og þar að auki þrengt að skólastarfinu með ýmiss konar niðurskurði eins og áður segir. Skynsamleg stefna? Nokkuð hefur verið rökrætt um, hvort lenging skólaársins í 10 mánuði sé skynsamleg stefna. Því til stuðnings er annars vegar bent á fordæmi margra Evrópuþjóða sem útskrifa stúdenta fyrr en við gerum. Eins geti verið gott fyrir foreldra á atvinnuleysistímum að vita af börnum sínum í skóla, frek- ar en að þau séu að slæpast iðju- laus.^ Hins vegar er á það bent, að þrátt fyrir allt fær stærsti hluti unglinga einhver sumarstörf sem bæði hafi mikið uppeldisgildi fyrir þá og létta jafnframt undir fjár- Ragnar Arnalds Sé þeirri stefnu almennt fylgt, að beintolla ekki frumframleiðslu- tæki þjóðarinnar, svo sem klofstíg- vél, sjóstakka, veiðarfæri og annað það sem notast til verðmætasköp- unar, þá er ómögulegt að segja það rökrétt að tolla þunga vörubíla umfram aðrar vinnuvélar. Sé sú stefna talin rétt að tolla ekki frumþarfir almennings öðru- vísi en með neyzlusköttum og þjón- ustugjöldum, þá ættu verðtollar á fólksbifreiðar og aðrar bifreiðar að vera í lágmarki eða hverfa. Menn eiga að stýra neyslunni sjálf- ir rétt eins og hún ræður sparnað- inum. Vörubíll er framleiðslutæki Hversvegna erum við um þessar mundir að fagna bundnu slitlagi 'til Akureyrar? Er það til þess að betur fari um Halldór Blöndal á leiðinni norður? Eða er þetta gert til hagvaxtarauka fyrir þjóðina? Mig minnir, að bæði Daríus Persakóngur og Rómveijar hafi gert sér ljósa nauðsyn greiðra sam- gönguleiða um ríki sín. Ég hygg því að nútíma íslendingar, ættu að geta gert sér þýðingu sam- gangna á landi ljósa. En sumir okkar eru auðvitað merkilegri en aðir kjósendur og þessvegna bor- um við líka göt í fjöll á Vestfjörðum áður en við byggjum brú á Miklu- braut. Þegar maður fer að lesa toll- skrána, með öllum þeim blaðsíðum af núlltollum sem þar er að finna, þá fer maður að velta því fyrir sér hvort það væri ekki hægt að spara eitthvað með því að loka þessari bók og öllu sem henni fylgir. Gera ísland að fríhöfn. Ríkisteknanna má afla með öðrum hætti, svo sem með verðtolli, veiðileyfasölu, neyslusköttum, tekjusköttum og þjónustugjöldum. En líklega er þetta nú of mikið fyrir marga íhaldssálina og því er settur punkt- ur hér. En meðan annað er ekki gert, hver vegna ekki að reyna þá að hafa samhengi í tollahugsuninni? viðurkenna að vörubíll er fram- leiðslutæki og nauðsynlegri fýrir þjóðina heldur en tollfijálsir skrið- drekar. Höfundur er verkfræðingur. hagslega. Veðrátta á íslandi er ólík því sem er í nálægum löndum og útivist á sumrin mjög mikilvæg fyrir íslensk börn og unglinga. Auk þess óttast margir, að lenging skólaárs kynni að stuðla að aukn- um námsleiða. Ef sú yrði raunin, er til lítils barist, enda myndi árangur af lengdri skólavist fljótt glatast, ef athygli nemenda sljóvg- aðist með auknum námsleiða. Jafnframt er það talsvert efna- hagslegt áfall fyrir þjóðina, ef heimavistir nýtast aðeins til mót- töku ferðamanna í tvo mánuði á árihverju. Ég tel, að þessi rökstuddu and- mæli gegn lengingu skólaársins hljóti að vekja upp þá spurningu, hvort ekki megi nýta 9 mánaða skólaárið miklu betur en nú er gert. Ég er sannfærður um, að fáist ríkisvaldið til að veija stórau- knu fé til skólamála á næstu árum, setji flestir foreldrar langþráð markmið um samfelldan skóladag og einsetinn skóla ofar á óskalist- ann en tillöguna um lengingu skólaársins. Það hefði verið hyggi- legra fyrir Ólaf Einarsson þegar hann skipaði 18 manna nefndina um mótun skólastefnu að hafa þar fulltrúa frá Kennarasamtökunum innanborðs. En það var ekki gert. Þar voru reyndar heldur ekki full- trúar foreldra. Ný skólastefna er nauðsyn. En hún þarf að vera raunhæf og um hana þarf að skapa sem breiðasta samstöðu. Höfundur er nlþingismuður og fyrrverandi ráðherrn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.