Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 31 MIIMNINGAR JÓNEMIL STEFÁNSSON + Jón Emil Stef- ánsson fæddist á Jarðbrú í Svarf- aðardal 4. maí 1902. Hann lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr- aðra á Dalvík 5. september síðast- liðinn. Foreldrar hans voru Stefán Tryg-gvi, f. 20. sept- ember 1879, d. 18. nóvember 1967, bóndi og sjómaður, og Jónína Sigfríður Arnbjörnsdóttir, f. 28. september 1870, d. 19. nóvember 1953. Þau hjón bjuggu á Jarðbrú, Syðri-Más- stöðum, Hjaltastöðum og síðast á Dalvík. Stefán Tryggvi var sonur Jóns bónda Jónssonar á Jarðbrú og Kristínar Stefáns- dóttur, þá ógift vinnukona en síðar húsfreyja í Sæbóli á Upsa- strönd. Jónína Sigfríður var dóttir Arnbjöms Jónssonar bónda á Þorleifsstöðum og konu hans Soffíu Jónsdóttur húsfreyju. Stefán og Jónína áttu auk Jóns Emils annan son, Arnbjöm Martein, f. 4. desem- ber 1903, d. 10. júní 1988, verkamaður á Dalvík. Hálfsyst- ir Jóns, samfeðra, var Soffía Vigfússína, f. 19. nóvember 1930, d. 23. maí 1992, húsfreyja í Hlíð í Skíðadal. Jón Emil kvæntist 17. maí 1929 Fanneyju Stefaníu Bergsdóttur, f. 14. október 1901, d. 17. nóvember 1942. For- eldrar hennar vom Bergur Jónsson bóndi á Hofsá í Svarf- aðardal og seinni kona hans Osk Vald- ína Rögnvaldsdóttir húsfreyja. Sonur Jóns og Fanneyjar var Rögnvaldur,' f. 14. september 1931, d. 16. október 1933. Fósturdóttir Jóns Emils frá 1942 er Guðrún Elín Skarp- héðinsdóttir, f. 25. mars 1940. Elín er dóttir Skarp- héðins JúlíussOnar, f. 13. júní 1909, d. 29. september 1942, frá Lykkju í Svarfaðardal, og Elín- ar Sigurðardóttur, f. 21. sept- ember 1907, frá Skáladal í Sléttuhlíð í Norður-ísafjarðar- sýslu. Maður Elínar er Gylfi Björnsson deildarstjóri hjá ÚKE á Dalvík. Sonur þeirra er Jón Emil, hann á fjögur börn, Tryggva Rúnar, Gylfa, Björn og Elínu Maríu. Jón Emil Stef- ánsson var trésmiður að mennt og aflaði sér meistararéttinda árið 1929. Hann stundaði iðn sína allt til áttræðisaldurs og eftir hann standa margar bygg- ingar af mörgum gerðum, á Dalvík, í Svarfaðardal og víðar. Útför hans var gerð frá Dal- víkurkirkju 10. september síð- astliðinn. Þótt sðlni grösin græn frá vori, glói hrím á blaði og steinum, gróðurilm úr gengnu spori geymum við í hugans íeynum. (Bjöm Daníelsson.) Látinn er heiðursborgari Dalvík- inga, Jón Emil Stefánsson trésmið- ur á Dalbæ, 92 ára að aldri, þrotinn að kröftum og saddur lífdaga. Hann hvílir nú við hlið konu sinnar og sonar í Upsakirkjugarði. Jonni á Hvoli, eins og hann var af flestum nefndur, byijaði snemma að vinna fyrir sér og sinnti ýmsum störfum í sveitinni. Hugur hans hneigðist snemma til húsasmíða og aflaði hann sér kennslu í þeirri iðn hjá Gunnlaugi Sigfússyni smið á Dalvík. Starfaði hann síðar hjá Sveinbirni Jónssyni byggingameist- ara á Akureyri og öðlaðist meistara- réttindi í húsasmíði árið 1928. Margar byggingar á Dalvík bera merki um hlut Jonna í uppbyggingu Dalvíkur. Má auk fjölda íbúðarhúsa sérstaklega nefna Dalvíkurkirkju. Jonni í Hvoli starfaði í þágu sveit- arfélagsins um áraraðir, sérstak- lega við vatnsveitu- og holræsa- framkvæmdir, oft við erfiðar að- stæður-og í því slarki hafði hann góðan stuðning af Adda bróður sín- um. Þegar heiðursborgarinn gang- setti og vígði þar með nýja vatns- veitu Dalvíkinga hinn 5. desember 1987 hafði hann við orð að oft hefði verið erfiðara að koma vatni á veitu- kerfi Dalvíkinga en að þrýsta á einn lítinn hnapp. í mörg ár rak Jonni trésmíðaverk- stæði á Dalvík ásamt félögum sínum Sveini Friðbjönissyni og Bimi Þor- leifssyni og lét ekiri af störfum fyrr en hann varð 80 ára. Jonni byggði íbúðarhús sitt Hvol árið 1929, en árið 1985 flutti hann á Dalbæ, heim- ili aldraðra. Hvoll er nú í eigu Dalvík- urbæjar og er þar nú starfrækt Byggðasafn Dalvíkinga. Hinn 17. nóvember 1942 varð Jonni fyrir því áfalli að missa konu sína. En ári síðar réðst til hans María Siguijónsdóttir og studdi hann við uppeldi Elínar fósturdóttur hans. Þegar aldur færðist yfir og heilsa tók að þverra nutu þau um- hyggju fósturdótturinnar og manns hennar Gylfa Björnssonar. Ég þekkti Jonna í Hvoli allvel og reyndi hann ekki að öðru en góðu einu. Hann var léttur í lund og átti svo gott með að lynda við ungt fólk. Gamansemi hans var við- bmgðið og tilsvör hans em enn í hávegum höfð og létta gjarnan samræður manna á millum. T.d. má margur Dalvíkingurinn þakka Jonna góðlátlegt uppnefni sitt þó ég láti þeirra ógetið í þessum minn- ingarbrotum. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist Jonni alltaf vel með öllum vexti bæjarfélagsins og hafði sínar ákveðnu skoðanir á flestum málum. Dalvíkingar hafa notið samvista við góðan og mætan mann. Þeir létu í ljós þakklæti sitt og virðingu með því að gera hann að heiðurs- borgara Dalvíkur 11. september árið 1980. Ég votta Maríu, Ellu og Gylfa samúð mína og bið Jóni Emil Stef- ánssyni Guðs blessunar á nýjum byggingarreit. Kristján Þór Júlíusson. HALLDÓR BECH + Halldór Bech, fyrrverandi flugstjóri, fæddist í Reykja- vík 9. júlí 1921. Hann andaðist á heimili sínu í Reykjavík 10. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogs- kirkju 19. september. FYRSTU kynni mín af Halla Bech (eins og við kölluðum hann), voru er hann kom með tilvonandi eigin- manni mínum í heimsókn á æsku- heimili mitt Stórahrauni en þeir voru bernskuvinir og félagar. Halli lærði rafvirkjun en fór síðan í flug- nám til Tulsa í Bandaríkjunum og var hann einn af fyrstu flugmönn- um okkar. Er heim kom fór hann að fljúga hjá Loftleiðum og þótti afburðafær í því starfi. Blindflugs- námi lauk hann síðan í Englandi. Örlögin höguðu því þannig að Halli hætti flugi og fór að vinna hjá föður sínum Eiríki Bech er var stofnandi og eigandi fyrirtækisins, Nói Siríus og Hreinn. Síðan var hann hjá Þorvaldi í Síld og fisk, en í framhaldi af því fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni að Víðinesi í Mosfellsbæ og var þar í 12 ár við ýmis störf, síðast á skrifstofu. Halli var víkingur til hvers konar vinnu er hann tók sér fyrir hendur, enda rammur að afli eins og Eiríkur fað- ir hans. Er ég fyrst kynntist Halla virtist mér hann frekar hijúfur og lokað- ur, en við nánari kynni kom í ljós að hið innra bjó viðkvæmur og góð- ur drengur, er hann alltaf málsbæt- ur þeim er hallað var á. Halli var skemmtilega hnyttinn í tilsvörum og þó að hann hefði gott skopskyn, heyrði ég hann aldrei grínast á annarra kostnað. Halli Bech var sannkallaður vinur vina sina og trölltryggur. Samband milli heimila okar hefír alla tíð verið mjög náið og vinátta barna okkar eins og bestu systkina. Halli var bókamaður mikill og víðlesinn en mest dáði hann þó vin sinn Halldór K. Laxness og vitnaði ósjaldan í hann á goðum stundum. Á yngri árum stundaði Halli íþróttir og þá aðallega box og var alla tíð einlægur íþróttaáhugamað- ur. Hann unni góðri tónlist og var næmur á því sviði en í móðurætt var hann náskyldur Páli ísólfssyni orgelleikara og tónskáldi. Lára systir mín, er seinna varð kona Halla, veiktist af berklum og var eitt ár á berklahælinu Vífils- stöðum, en um það leyti bjó hún á heimili okkar. Halli slóst einu sinni í för með okkur er við heimsóttum hana og eftir að Lára kom heim, gerðist Halli tíður gestur á heimili okkar, en þessi fyrstu kynni enduðu á þann veg að einu og hálfu ári seinna gengu þau í hjónaband. Hjónavígsl- an fór fram á sæmdarheimilinu Víðivöllum við Sundlaugaveg, hjá Guðnýju móður hans, er bjó þar með seinni manni sínum Oskari Guðnasyni yfirprentara. Lára og Halli hafa staðið saman í blíðu og stríðu og er Lára varð fyrir alvarlegu slysi er leiddi til ævilangra örkumla sýndi hann best mannkosti sína, en í veikindum hennar hefir hann á allan hátt að- stoðað hana sem best má verða. Halli lést skyndilega á heimili sínu, en hann hafði lengi átt við hjartabilun að stríða. Með Halla Bech er genginn sterkur persónu- leiki, sem æðrulaust gekk í gegnum stórsjói og storma lífsins með reisn. Láru systur minni, afkomendum hennai- og venslafólki vottum við Einar og fjölskylda dýpstu samúð. Kristin Þórarinsdóttir frá Stórahrauni. + Innilegar þakkir og kveðjur til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við fráfall MAGNÚSAR GRÍMSSONAR skipstjóra. fyrir hönd aöstandenda Þuriður Magnúsdóttir, Bolli Magnússon, Atli Magnússon, Svanhildur Magnúsdóttir, Matthildur Magnúsdóttir, Helga Magnúsdóttir, BJÖRN EINARSSON + Björn Einarsson fæddist í Óspaksstaðaseli 28. desem- ber 1918. Hann lést á Borgar- spítalanum 27. ágúst síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Áskirkju 6. september. ÞEGAR ég kveð Bjössa hinsta sinni kemur margt fram í huga minn. Þær voru ófáar helgarnar sem Bjössi og Trudel frænka komu í sveitina og alltaf var eitthvað gott í pokahorninu handa stórum systk- inahóp. Þá var farið í bíltúr á bjöll- unni þeirra. Eins og þegar farið var til Reykjavíkur. Þá tók hann í hönd barnsins og leiddi og leiðbeindi með þolinmæði og hlýju. Þá endaði göngutúrinn um borgina iðulega með viðkomu í ísbúð þar sem keypt- ur var ís og svo stakk hann af- gangnum af peningnum í vasa barnsins og sagði: „Þetta skaltu geyma þar til þú verður stór.“ ~~~ Seinna sem unglingur átti ég þess kost að. dvelja hjá þeim meðan ég lauk skólaskyldu minni. Og einn- ig þá naut ég leiðsagnar hans eftir því sem hann best gat. Síðar meir, þegar ég var búin að stofna fjöl- skyldu, veitti hann góða hjálp og fylgdist vel með öllu, sérstaklega börnum mínum, sem hann sagði að væru hans barnabörn. Ég mun minnast Bjössa sem ró- legs manns, en glettins og manns sem átti til að gera góðlátlegt grín að sjálfum sér, því þannig var hann.-w Elsku Trudel, ég bið guð að vera með þér í framtíðinni. Ragneiður L. Georgsdóttir og fjölskylda. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, DANÍEL JAKOB JÓHANNSSON fæddur Mortensen, Bergstaðastræti 64, áður Bræðraborgarstíg 9, verður jarðsettur frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 22. septem- ber kl. 13.30. María Jakobsdóttir, Jóhannes Guðmannsson, Joan Peter Mortensen, Hanne Mortensen, Marteinn Jakobsson, Helga Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. U + Hjartkær maðurinn minn, faðir, stjúp- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN HJALTI ÞORVALDSSON, Grandavegi 47, fyrrv. umsjónarmaður hjá Lögreglu- stöðinni, Almannavörnum og Utan rikisráðuneytinu, sem lést í Landspítalanum 13. septem- ber, verður jarðsunginn föstudaginn 23. september kl. 13.30 frá Fossvogskirkju. Guðrún S. Guðmundsdóttir. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HJÖRTUR B. HELGASON fyrrverandi kaupfélagsstjóri í Sandgerði, lést á Garðvangi í Garði, föstudaginn 9. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug. Sérstakt þakklæti til starfsfólks Garðvangs fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Sveinsína I. Hjartardóttir, Guðrún Hjartardóttir, Lilja Hjartardóttir, Jón E. Hjartarson, Erla Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Árni Jónsson, Marteinn Guðjónsson, Jón K. Guðmundsson, Sigurhanna Gunnarsdóttir, Kristján Haraldsson, + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður og ömmu, INGIBJARGAR ÁRSÆLSDÓTTUR, Mjóuhlíð 14, Reykjavík. Jónina Þorbjörnsdóttir, Hjalti Magnússon, Ingibjörg Gunnþórsdóttir, ívar og Kristín Laufey. + Útför bróður okkar, KRISTJÁNS SÆMUNDSSONAR prentara, Blómvallagötu 13, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskapellu í dag, miðvikudaginn 21. september, kl. 15.00. Fyrir hönd vandamanna, Sigurjón Sæmundsson, Eiríkur J.B. Eiríksson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.