Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 41
Hef lokað læknastofu minni
á Suðurströnd á Seltjarnarnesi.
Opna aftur að nokkrum dögum liðnum
í Borgarkringlunni.
Ath. breytt símanúmer 881950.
Hallgrímur Þorsteinn Magnússon,
sérfræðingur í svæfingum og deyfingum.
Höfundur: Óliifur llaukur Síinonarson. Aðalhlutverk: Ingvar li. Sigurðsson, Sigurður Siguijónsson, Ólafía Hrönn
Jónsdóltir og Stcinunn Ólína Þorstcinsdóttir o.fí. Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson.
41. sýning festHdaginn
42. sýning langardaginn
43. sýning fimmtudaginn
44. sýning snnnudaginn
23. septentbcr
24. september
29. september
2. október
FÓLK í FRÉTTUM
Bestu þakkir til allra sem glöddu mig á 100
ára afmœli mínu 8. september.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á 2. hœÖ Sól-
vangs.
Guð blessi ykkur öll.
Guöbjörg GuÖmundsdóttir,
Álfaskeiði 60.
Hasarhetjan
Meryl Streep
JODIE Foster í
hlutverki Nell.
Jodie Foster
slær sjálfri
sér við
►JODIE Foster er sögð fara á
kostum sem aldrei fyrr í nýjustu
mynd sinni, Nell, sem verður
fmmsýnd vestanhafs fljótlega.
Hún leikur titil-
hlutverkið,
unga stúlku
sem hefur alist
upp í afskekkt-
um kofa með
heittrúaðri
móður sinni.
Mamman fékk
heilablóðfall
sem olli þvi að
hún tjáir sig á
mjög brengl-
uðu máli og af
því að Nell hitt-
ir aldrei neinn
annan en mömmu þá verður mál
móður hennar móðurmál hennar.
Hún kemst ekki í tæri við sið-
menninguna fyrr en hún er orðin
stálpuð og er þá Iátin í hendur
geðlækna.
Sagt er að leikur Jodie Foster í
myndinni jafnist helst á við
frammistöðu Dustins Hoffmans í
Rain Man þar sem hann lék hinn
einhverfa Raymond af stakri
snilld en einn stór munur er þó
á, að sögn Michale Apted, leik-
stjóra Nell. „Dustin gat fylgst
með einhverfu fólki til þess að
vita hvernig hann ætti að móta
hlutverkið en Jodie hafði enga
slíka fyrirmynd, hún varð að
gera þetta alveg sjálf.“ Upphaf-
lega ætlaði Jodie Foster sér að
leikstýra myndinni um Nell sjálf
enafþví varð ekki.
Aðrir helstu leikarar í myndinni
eru hin nýgiftu Liam Neeson og
Nastasha Richardson. Nastasha
leikur geðlækni Nell og það var
Liam sem fékk framleiðendur
myndarinnnar til að fallast á að
veita henni hlutverkið.
►MERYL Streep hefur nú
ákveðið að slást í flokk þeirra
Arnolds Schwartzeneggers,
Sylvesters Stallones, Bruce
Willis og Keanu Reeves og leika
í spennutrylli. Um þessar mund-
ir er verið að frumsýna vestan-
hafs myndina The River Wild
þar sem Meryl er í aðalhlut-
verki og leikur leiðsögumann
sem hefur að atvinnu að ferðast
niður straumharða á með ferða-
menn. Eitt sinn ákveður hún að
bjóða fjölskyldu sinni með í ferð
niður ána og einmitt þá ber
óæskilega aðkomumenn að
garði og þeir hafa ekkert gott
> hyggju.
Meryl Streep hefur hingað til
verið talin til helstu skapgerð-
arleikara Hollywood og sumum
þykir hún jafnvel einn besti
kvikmyndaleikari allra tíma.
Hún hefur hlotið þrenn Óskars-
verðlaun og margir héldu vart
vatni yfir frammistöðu hennar
í aðalhlutverkum mynda á borð
við Sophie’s Choice og Out of
Africa.
Flestir eru hins vegar á einu
máli að það hafi verið rétt hjá
leikkonunni að grípa þetta tæki-
færi til þess að leika hasarhetju
og Meryl Streep þykir ekki
bregðast frekar en endranær
og standa fyllilega fyrir sínu.
Áður en tökur hófust dvaldi hún
í um það bil tvo mánuði með
bátafólki í Montana og lærði til
leiðsögumanns með þeim
árangri að haft hefur verið eft-
ir þjálfaranum hennar að ef hún
fái einhvern tímann leið á Holly-
wood þá sé hann tilbúinn að
útvega henni vinnu í faginu.
Aðrir aðalleikendur í The River
Wild eru Kevin Bacon og David
Strathairn.
Brýrnar
í Madison-
sýslu kvik-
mynduð
CLINT Eastwood og Meryl
Streep eru nú að gera sig
klár í að takast á við aðalhlut-
verkin í kvikmynd sem gera
á eftir metsölubókinni Brýrn-
ar í Madisonsýslu.
Kvikmyndatakan fer fram í
Iowa og hafa rúmdýnufram-
leiðendur þar þurft að leggja
sig alla fram upp á síðkastið.
Ástæðan er sú að þeir verða
að útvega dýnu sem þolir allt
álagið sem tökunum fylgir,
því fregnir herma að þau
Eastwood og Streep muni
eyða mörgum stundum í rúm-
inu í kvikmyndinni.
JltovgrádNfaifeifr
- kjarni málsins!
FOLK
Sérhæft skrifstofutækninám
Tölvunám 82 klst.
Tölvur í fyrirtækjum 88 klst.
Bókhaldsnámskeið o.m.fl.
: með • •
. «M MARK ER TEKIO Á ,ÐUflKENN,NCUM
I Töluuskóli Revkiavíkur
^vv.-.-.-.-.-.-.-.-j U BORGflRTÚNI 28. 105 REYKJAUÍK. sími 616699. fax 616696