Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 5 FRÉTTIR Morgunblaðið/Þorkell Fjármálaráðherrar EFTA og ESB á viðræðufundum i íslendingar vilja fleiri fundi FJÁRMÁLARÁÐHERRAR EFTA og ESB ræddust við í Brussel á mánudag en þessir viðræðufundir hófust á síðasta ári.,Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra óskaði sérstak- lega eftir því að fundir af þessu tagi yrðu haldnir áfram á næsta ári burt- séð frá því hvort flest núverandi EFTA-ríki gengju í ESB eða ekki. ,,Eg taldi það mjög mikilvægt fyr- ir Islendinga og aðra þá sem eru nú í EFTA en verða utan við Evrópu- sambandið, að viðræðufundir um sameiginleg áhugamál og aðkallandi vandamál verði haldnir áfram. Ástæðan er sú að við megum gæta okkar á því að einangrast ekki frá þessum samstarfsaðilum okkar þótt við gerumst ekki aðilar að Evrópu- sambandinu í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessu var út af fyrir sig vel tekið en engin ákvörðun tekin um hvenær næsti fundur verður,“ sagði Friðrik. Minni fjárlagahalli Á fundinum í Brussel kom fram að Evrópusambandsþjóðirnar hafa sett sér það markmið að halli á fjár- lögum verði innan við 3% af vergri landsframleiðslu árið 1996-97. Frið- rik sagði að íslendingar hefðu sín ríkisfjármál í betra lagi því hallinn væri nú innan við 2%. „Aðalatriðið í þessari umræðu var þó að taka verði föstum tökum á ríkisfjármálun- um nú þegar nokkur uppsveifla er í efnahagsmálum í Evrópu. Annars skapist vítahringur hærri skatta og minni atvinnu og þyngri ríkisfjár- mála,“ sagði Friðrik. Hann sagði að einnig hefði verið rætt um kerfislægar breytingar vegna atvinnuleysis, til að reyna að draga úr langtímaatvinnuleysi og atvinnuleysi ungs fólks. Hausar í hreinsun NOKKRUM strákum í fjöruferð í nágrenni Reykjavíkur brá heldur en ekki þegar þeir gengu fram á nokkra hreindýrshausa sem mör- uðu í kafi í sjónum. Þeir létu vita af fundinum og þá kom upp úr kafinu að hér var verið að nýta aldagamla tækni til að hreinsa bein. Marflær eru lúsiðnar við að hrcinsa hveija tægju af beinum og þegar þær hafa lokið verki sínu eru beinin skinin og hrein. Hreindýrshauskúpurnar munu því væntanlega bera nafn með rentu að hreinsun lokinni. -----» ♦ ♦----- 21 í Frjálsa flug- mannaf élaginu Telja hag sínum betur borgið en innan FIA STJÓRN og formaður Frjálsa flug- mannafélagsins vísa því á bug að félagið sé stofnað til bráðabirgða, Á sama hátt er því mótmælt að um atvinnukúgun sé að ræða eða atlögu við stéttarfélög. Hafþór Hafsteins- son, flugrekstrarstjóri Air Atlanta, sagði að fyrirtækið teldi engu að bæta við tilkynningu frá hinu ný- stofnaða stéttarfélagi flugmanna fyrirtækisins. Ekki náðist í Arngrím Jóhannsson forstjóra fyrirtækisins. Stjórn Fijálsa flugmannafélagsins hefur sent frá sér fréttatilkynningu, þar sem lögð er áhersla á að stofnun félagsins sé fullkomnlega lögmæt. Um það megi m.a. vitna til 73. gr. stjórnarskrár um heimild manna til að stofna félög í sérhveijum lögleg- um tilgangi. Rétturinn sé staðfestur í 1. gr. laganna um stéttarfélög og vinnudeilur. Tilgangur félagsins sé m.a. að gæta hagsmuna félags- manna um kaup og kjör og því um lögmætt stéttarfélag að ræða. 21 stofnfélagi „Sú fullyrðing að einungis séu 11 flugmenn í félaginu er röng. Hið rétta er að stofnfélagar þess eru 21 sem lætur nærri að séu 75 hundraðshlutar flugmanna hjá Flugfélaginu Air Atl- anta. Útlit er fyrir að þeim fari fjöig- andi,“ segir í fréttatilkynningunni. Tekið er fram að félagsmenn FFF telji hag sínum betur borgið innan félagsins en í FÍA og ákvörðun þeirra um að stofna félagið hafi verið án alls þrýstings frá Air Atlanta. Því sé öllu tali um atvinnukúgun mótmælt. Einnig þein'i fullyrðingu formanns FÍA að kjarasamningur FFF sé lak- ari en kjarasamningur FIA. Enginn samanburður hafi enn farið fram er réttlæti slíkar fullyrðingar. Að lokum segir: „Það er von stjórnar félagsins að þessi tvö stéttarfélög geti framveg- is starfað saman í sátt og samlyndi og unnið þannig að hagsmunum flug- manna á íslandi." ^Petta er besti og vinsœlasti útigallinn okkar. Hvert smáatriði er úthugsað. Hénn er fáanlegur rauður; dökkblár og þrílitur. Kringlan 8-12 Hár prjónaður kragi Vítí og gott snið. Pijónað stroff á eraitmi. Vasi með rennilás. Hlýtt fóður sem hægt er að hneppa úr, gallinu nýtist því aUt ário. Endurskinsmerki. Teygja. Miði til áð skrifa nafn barnsins og símanúmer. Sterkur rennilás. r I mitti er teygja sem hægt er að þrengja að vild. Sérstakt miUifóður sem kemur í veg fyrir að bamið blotni. Vei-ð frá kr. 7.900,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.