Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Yerðlaunasögxir
fyrir unglinga
BÓKMENNTIR
llnglingabækur
BARA OKKAR Á MILLl
eftir Andrés Indriðason
OG ENGINN
SAGÐI NEITT
eftir Þórð Helgason og
Herdísi Hiibner
SÁLBRÓÐURINS
eftir Guðrúnu Kristínu
Magnúsdóttur
Myndskreytingar eftir Guðrúnu
Kristínu Magnúsdóttur, Halldór
Baldursson og Jakob Jóhannsson.
Verkefni og orðskýringar eftir Arna
Amason, Andrés Indriðason og Guð-
rúnu Kristínu Magnúsdóttur.
1. útgáfa 1994, Námsgagnastofnun,
Reykjavík
ÞRJÁR svokallaðar Vasabækur
með sérvöldum sögum eftir fjóra
íslenska rithöfunda hafa verið tekn-
ar til kennslu í þremur efstu bekkjum
grunnskóla. Sögurnar eru afrakstur
samkeppni Námsgagnastofnunar og
Samtaka móðurmálskennara um
stuttar sögur handa unglingum.
Verðlaunahöfundar samkeppn-
innar sem fram fór árið 1992 reynd-
ust vera Guðrún Kristín Magnús-
dóttir og Þórður Helgason. Jafn-
framt var mælt með fleiri sögum til
útgáfu og eiga Andrés Indriðason
og Herdís Húbner sögur í nýútgefnu
bókunum þremur.
Andrés er sennilega þekktasti
unglingabókahöfundurinn í hópnum.
Eftir hann er sagan „Bara okkar á
milli“. Álfgeiri Ebenhart Eiríkssyni
er kynntur til sögunnar og rakin
hröð atburðarás eftir að hann kemur
auga á draumadísina fyrsta daginn
í nýjum skóla. Fátt virðist ólíkt byrj-
un sögunnar og fjölda annarra. En
framhaldið leiðir annað í ljós. Höf-
undur hefur ekki aðeins leitt fram
á sjónarsviðið áhugaverðan heldur
líka fádæma ráðagóðan ungan
mann. Frásögnin tekur á sig óvænta
stefnu og eftir stendur hreint frá-
bærlega skemmtileg saga. Heimur
unglinganna er sannfærandi og þeim
sjálfum er lýst sem, jákvæðum og
margbrotnum persónum.
Þórður Helgason og Herdls
Húbner eiga þijár smásögur í bók-
inni „Og enginn sagði neitt“. Gestur
lýsir áttræðisafmæli ömmu sinnar í
titilsögunni. Afmælisbarnið virðist
að mestu hafa misst veruleikatengsl
og afmælið virðist fremur haldið til
að leyfa afkomendum hennar að
njóta sín en gleðja hana.
En, líkt og í sögu Andrésar, koma
sögulokin á óvart. Þó hugur ömmu
virðist víðs fjarri heldur hún enn í
sönnustu tilfmninguna í bijósti sér.
Gamla konan dregur að sér óvænta
athygli um leið og hún varpar nýju
ljósi á sögu fjölskyldunnar þegar hún
upplýsir vel varðveitt leyndarmál úr
fortíðinni.
Herdís Húbner fer óhugnanlega
nærri veruleika alltof margra ís-
lenskra bama í sögunni „Laugar-
dagskvöld". Sagan er sögð frá sjón-
arhóli Stínu. Hún segir frá dæmi-
gerðri laugardagsskemmtun for-
eldra sinna. Endurteknu blekking-
arferli og harmleik helgi eftir helgi.
Frásögnin er vel skrifuð og sláandi.
Saga Þórðar „Grímur" segir frá
því hvernig kynni unga mannsins
Böðvars Jónssonar af vinnufélagan-
um Grírni neyða hann til að horfast
í augu við veruleikann. Sú leið að
feta í fótspor föðurins er kannski
ekki lausn allra vandamála. Heimur-
inn er margbrotinn og gáfur og fjár-
munir skipta kannski ekki endilega
öllu máli.
GUÐRÚN Ásmundsdóttir í hlutverki sínu í Leynimel 13.
Leikfélag Reykjavíkur
Frumsýnir
Leynimel 13
LEIKFÉLAG Reykjavíkur frumsýnir
gamanleikinn Leynimel 13 annað-
kvöld kl. 20. Höfundarnir eru þrír
og kölluðu sig gjarnan Þrídrang, en
það voru þeir Indriði Waage, Harald-
ur Á. Sigurðsson og Emil Thorodd-
sen. Stóðu þeir í árabil fyrir sýning-
um á försum og gamanleikjum í
Iðnó sem þýðendur, höfundar, leik-
arar og leikstjórar.
í fréttatilkynningu segir: „Leyni-
melur 13 er einn snjallasti gaman-
leikur okkar á þessari öld og gerist
í Reykjavík árið 1943. Hugmyndin
að verkinu er sótt í þá staðreynd að
á þessum árum var gífurlegur hús-
næðisskortur í Reykjavík og Alþingi
setti lög þar sem m.a. var bannað
að taka íbúðarherbergi til annarra
nota en íbúðar. Sú saga komst á
kreik að húsaleigunefndir myndu fá
heimild til að leigja ónotuð herbergi
í íbúðum fólks. K.K. Madsen klæð-
skerameistari er nýfluttur í villu sína
á Leynimel 13 þegar Alþingi setur
þessi neyðarlög, húsið hans er tekið
eignarnámi og afhent skríl af göt-
unni. Áður en varir er húsið fullt
af skrautlegum persónum."
Leikarar eru: Guðlaug E. Ólafs-
dóttir, Guðmundur Ólafsson, Guðrún
Ásmundsdóttir, Hanna María Karls-
dóttir, Jakob Þór Einarsson, Jón
Hjartarson, Karl Guðmundsson,
Katrín Þorkelsdóttir, Magnús Jóns-
son, Margrét Helga Jóhannsdóttir,
Sigurður Karlsson, Þórey Sigþórs-
dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.
Börn: Eyjólfur Kári Friðjófsson,
Karen Þórhallsdóttir, Kári Ragnars-
son og Tinna Marína Jónsdóttir.
Leikmynd: Jón Þórisson, búningar:
Þórunn Elísabet Sveinsdóttir, lýsing:
Ögmundur Þór Jóhannesson og leik-
stjóri er Ásdís Skúladóttir.
Kvikmynda-
hátíð Am-
nesty í dag
Á KVIKMYNDAHÁTÍÐ Amnesty í
Regnboganum í dag, miðvikudag,
verða sýndar þijár myndir.
Pólsk/franska myndin Varsjá
verður sýnd kl. 17. Sviðið er Varsjá
árið 1943. Ungt par flýr eftir hol-
ræsum frá fjöldamorðunum í gyð-
ingahverfinu. Með flóttanum eru
þau ekki einungis að reyna að
bjarga eigih lífi, heldur líka nokkr-
um fílmum sem eru einu heimildirn-
ar um ólýsanleg grimmdarverkin.
Breska myndin Testament verð-
ur sýnd kl. 19 og kl. 23. Myndin
sveiflast milli skáldlegra og skýr-
andi kafla og segir sögu Abenu, sem
árið 1963 innritaðist í Hugmynda-
fræðiskóla, fyrstu þjálfunarstofnun
Afríku fyrir pólitíska áróðursmenn.
Trahir eða Svik er frönsk/rúm-
ensk og verður sýnd kl. 21. Myndin
fjallar um kjör rithöfunda og ann-
arra andans manna undir ógnar-
stjórn kommúnista og aflijúpar þær
djöfullegu aðferðir sem einatt var
beitt til að ná tangarhaldi á fórn-
arlömbunum.
íslenskum flautuverk-
um vel tekið í París
Andrés Indriðason
Guðrún Kristín
Magnúsdóttir
Þórður Helgason
Guði-únu Kristínu Magnúsdóttur
er samspil manns og náttúru hugleik-
ið í smásögunum ijórum í bókinni
„Sál bróðurins". Hún setur sig í spor
andlega fatlaðs drengs í Skóflunni.
Drengurinn finnur gamla skóflu í
Ijöruferð og hann ákveður að gæta
hennar fyrir ógnum hafsins. En skó-
flan hverfur og hann fyllist harmi.
„Ef ég hefði ekki tekið hana hefði
hún kannski/legið í sándinum milli
stóru steinanna/í þúsund ár (bls.
13),“ hugsar hann. Með skáletruðum
texta, á milli víðari frásagnar, færir
höfundurinn lesandann með árang-
ursríkum hætti í spor drengsins.
Tröllabarn segir frá sambúð
þriggja kynslóða með náttúrunni.
Tvær, sú yngsta og elsta, bera ótak-
markaða virðingu fyrir náttúruöfl-
unum. Sú í miðið tekur þátt í að
temja hana. En óskrifuð álög minna
á smæð mannsins gagnvart mikil-
fenglegri náttúru. Höfundurinn
þekkir persónurnar og hveija hugs-
un þeirra. Samtölin eru líka perlur,
fallega skrifuð og varpa skýrara ljósi
á persónurnar og bakgrunn þeirra.
Eins og í Skóflunni tekur dreng-
urinn í „Sál bróðurins - steinbíts-
bróðurins" að sér dauðan hluta.
Hann gerir leifar hlýrans að bróður-
ímynd sinni og veitir þeim ástúð sem
hann sjálfur fer á mis. Sagan er
hjartnæm og tregablandin.
Sagan um Svaðilfara er ólík hinum
sögunum í bókinni. Hún hefur yfír
sér dulúðugan blæ og má til sanns
vegar færa undirtitilinn „Undarleg
saga/Ég hugsa að þú trúir henni
ekki“. Guðrún Kristín gefur hestinum
Svaðilfara mannlegar tilfínningar.
Hann verður að keppinaut eiganda
síns um hylli konu hans. Hesturinn
finnur til samkenndar með henni.
„Hann [Gumi] verður aldrei foli svipt-
ur frelsi íjallanna. Hann verður aldr-
ei ung kona sem er útlendingur alls
staðar. Hann er örlöglaus og skilur
ekki þrá manna og málleysingja eftir
fótfestu" (bls. 48).
Á meðan kastað virðist höndunum
til alltof margra unglingasagna í
svokölluðu jólabókaflóði er afar
ánægjulegt til þess að vita að jafn
metnaðarfullir og góðir höfundar og
þeir sem hér hafa verið nefndir skuli
sinna þessum lesendahópi. Með
verkum sínum höfða þeir til unglinga
og víkka sjóndeildarhring þeirra.
Þeir bera virðingu fyrir lesendum
sínum, og vinna verk sín af ein-
stakri natni. Höfundana ber að
hvetja til fleiri góðra verka og nefni
ég, að hinum höfundunum ólöstuð-
um, Guðrúnu Kristínu, sérstaklega.
Sögur hennar bera í senn vott um
frumleika og tiifinninganæmi sem
vart skilur nokkurn, hvorki unga eða
gamla, ósnortinn.
Frágangur bókanna er til mikillar
fyrirmyndar. Þær eru í fallegu broti,
myndir síðastnefnda höfundarins,
Jakobs Jóhannssonar og Halldórs
Baldurssonar, styðja vel við textann
og verkefnin í lokin ættu að hjálpa
kennurum við kennsluna. Ennfrem-
ur þykir mér taflan fremst í bókinni
til fyrirmyndar. Skráð er nafn nem-
anda, ástand bókar við afhendingu
og skil og ætti slíkt að skila betri
meðferð og virðingu fyrir bókunum.
Anna G. Ólafsdóttir
FLAUTULEIKARARNIR
Guðrún Birgisdóttir og Mart-
ial Nardeau héldu fyrir
skömmu fyrstu tónleika vetr-
arins í „Cité Intemational des
Arts“ í París. Salur þessarar
alþjóðlegu listamiðstöðvar
við Signu var þétt setinn og
felensku verkunum vel tekið.
Á efnisskránni var eingöngu
íslensk nútímatónlist og með-
al annars frumflutt verkið
„Spil“ eftir Karólínu Eiríks-
dóttur. Hún var viðstödd tón-
leikana.
Rúm vika er liðin frá tón-
leikunum þriðjudagskvöldið
13. september. Þeir hófust á
einleiksverkinu „Rún“ eftir
Mist Þorkelsdóttur, sem Guðrún
flutti og þá lék Martial „Lament"
eftir Áskel Másson og „Kalais“
eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Eftir
hlé tóku tveir dúettar við, „Spil“
eftir Karólínu, sem ekki hefur áður
Martial Guðrún
Nardeau. Birgisdóttir.
heyrst opinberlega, og „Handan
heimar" eftir Atla Heimi Sveinsson.
Guðrún og Martial hafa dvalist
í París í tvo mánuði, í Kjarvals-
stofu, sem er listamannaíbúð í
fyrrnefndri miðstöð á móts við
Notre Dame-kirkjuna. Þar
eru vinnustofur auk íbúða
og salir fyrir myndlistarsýn-
ingar og tónleika. Martial
segir aðsókn á tónleikana
hafa komið skemmtilega á
óvart, þau hafi ekki getað
auglýst þá að ráði og íslensk
nútímatónlist sé kannski
ekki í alfaraleið, en meðal
gesta hafi verið franskt tón-
listarfók og ýmsir íslending-
ar í borginni. „Á síðustu vik-
um höfum við verið að und-
irbúa þessa tónleika, sækja
marga aðra til að endurnæra
andann og setja okkur í sam-
band við fólk sem hér starfar
að tónlist. Sumt af því þekkj-
um við síðan við vorum í París
fyrir um áratug," segir Martial.
Þau Guðrún kynritust einmitt á
námsárunum í borginni og Martial
starfaði þar í þijú ár áður en þau
fluttust til íslands.