Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 35
FRÉTTIR
STARFSFÓLK í Húsdýragarðinum að draga vinningshafa úr Krossgátunni. Hænsnin fylgjast spennt
með. F.v. Helga Einarsdóttir, fræðslufulltrúi, Sigrún Thorlacius, fræðslufulltrúi, Sigurjón Bláfeld,
rekstarstjóri Húsdýragarðsins, og Þóra Björk Schram, kynningarfulltrúi.
30 verðlaun í Kross-
gátudýraleiknum
Iðnnemasambandið
fagnar 50 ára afmæli
■ HÚSNÆÐISMÁLANEFND
Sjálfstæðisflokksins heldur al-
mennan fund í Valhöll, Háaleitis-
braut 1, fimmtudaginn 22. septem-
ber nk. kl. 17 um ríkisábyrgð á
húsbréfum og hlutverk banka á
íbúðamarkaði. Á fundinum flytja
framsögnerindi Friðrik Sophus-
son, fjármálaráðherra, Jón Guð-
mundsson, formaður Félags fast-
eignasala, Brynjólfur Helgason,
aðstoðarbankastjóri Landsbanka
íslands, Tryggvi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri íslandsbanka, og
Þórhallur Jósepsson, formaður
húsnæðismálanefndar Sjálfstæðis-
flokksins. Fundarstjóri er Geir H.
Haarde, alþingismaður. Á eftir
framsöguerindunum verða pall-
borðsumræður og fyrirspurnum
svarað.
■ HAFNARGÖNGUHÓPUR-
INN hefur sitt þriðja starfsár með
gönguferð eftir stæði gömlu alfara-
leiðarinnar frá Lækjarósnum upp
undir Öskjuhlíð (elstu þjóðleið
landsins). Ferðin hefst frá Hafnar-
húsinu í kvöld, miðvikudaginn 21.
september, kl. 20. Þaðan verður
farin alfaraleið sem sjaldnar var
farin milli Öskjuhlíðar og Seljamýr-
ar að Lyngbergi. Frá Lyngbergi
verður genginn nýr göngustígur út
með Skeijafirði að Vesturvör við
Skildinganes og áfrám gegnum
háskólahverfið og með Tjörninni.
Göngunni lýkur við Hafnarhúsið.
Hægt er að stytta gönguna með
því að taka SVR við Loftleiðahótel-
ið og birgðastöð Skeljungs. Allir eru
velkomnir.
■ ÚTGÁFUFYRIRTÆKIÐ
Fróði hf. stóð fyrir í sumar verð-
launagetraun í tilefni þess að fyrir-
tækið tók við útgáfu árbókarinnar
Árið - Stórviðburðir í myndum
og máli, sem komið hefur út sam-
fellt frá árinu 1965. Vinningar eru
átta bóka pakki á árbókinni Árið -
Stórviðburðir í myndum og máli. í
fréttatilkynningu frá Fróða segir
að vinningshafar séu Aðalheiður
Pálsdóttir, Kambsvegi 21, Karen
Mellk, Þelamörk 46, og Sigrún
Guðjónsdóttir, Nesbakka 14.
■ ATSKÁKMÓT Reykjavíkur,
undanúrslit, verður haldið dagana
24. og 25. september í Faxafeni
12 og hefst það kl. 14 báða dag-
ana. Tefldar verða 9 umferðir eftir
Monrad-kerfi. Umhugsunartími er
30 mínútur á keppanda. Átta efstu
komast í úrslit. Aðgangseyrir er
1.200 kr. fyrir 16 ára og eldri en
700 kr. fyrir yngri en 16 ára.
■ GUNNAR Snorri Gunnars-
son, sendiherra, hefur afhent
Kjartani Jóhannssyni, aðalfram-
kvæmdastjóra EFTÁ, skipunarbréf
sitt sem fastafulltrúi íslands við
stofnunina. Þá gekk hann á fund
Peter Sutherland, aðalfram-
kvæmdastjóra GATT, og tók til
starfa sem fastafulltrúi íslands þar.
NÝLEGA voru 30 nöfn heppinna
þátttakenda í Krossgátudýra-
leiknum dregin úr potti í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum. Um
2.000 gestir tóku þátt í Kross-
gátudýraleiknum og fengu allir
að Jokum viðurkenningarskjal.
I verðlaun voru myndabækur
og átta tegundir af púsluspilum
með myndum af dýrunum í garð-
inum. Bækurnar og púsluspilin
eru seld í Húsdýragarðinum og
eru þau unnin í samvinnu við
Landslagsmyndir sf.
Þeir heppnu eru: Þorbjörg
Þorgilsdóttir, Espigerði 4, Rvík,
Sólrún Melkorka Maggadóttir,
Álfalandi 1, Rvík, Helga Birgis-
dóttir Kaaber, Tungubakka 26,
Rvík, Jóhanna K. Magnúsdóttir,
Reykási 18, Rvík, Ingibjörg Þor-
steinsdóttir, Álfalandi 1, Rvík,
Sigurður Grétar Sigurjónsson,
Háholti 11, Hafnarf., Baldvin
Sigurðsson, Vesturbergi 78,
Rvík, Eva Guðrún Krisljánsdótt-
ir, Dalseli 18, Rvík, Elísa Guð-
jónsdóttir, Brimhólabraut 4,
Vestm., Guðrún Þóra Hálfdánar-
dóttir, Brúnalandi 3, Rvík, Lars
Óli Jessen, Dvergagili 12, Akur-
SKÓGRÆKT ríkisins og Skelj-
ungs hf. hafa ákveðið að styðja
og styrkja uppgræðslu og skóg-
rækt á íþrótta- og útivistarsvæði
Knattspyrnufélagsins Hauka á
Ásvöllum. Samningur þessa efnis
var undirritaður sunnudaginn 11.
september, en þá stóðu Haukar
fyrir skógræktardegi á Ásvöllum.
eyri, Ingibjörg Rósa Jónsdóttir,
Fálkagötu 8, Rvík, Matthildur
Sunna Þorláksdóttir, Furugerði
5, Rvík, Andri Egilsson, Urðar-
stíg 12, Rvík, Helgi og Gerður
Lind Magnúsarbörn, Kjarrhólma
12, Kóp., Arnar Birkir Hálfdán-
arson, Brúnalandi 3, Rvík, Grét-
ar Atli jGrétarsson, Eskiholti 9,
Gbæ., Ólafur Helgi Ólafsson,
Kleppsvegi 6, Rvík, Þorsteinn
Sveinsson, Básenda 12, Rvík,
Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir,
Hjarðarhaga 15, Rvík, Fjóla Mar-
ía Jónsdóttir, Gilsbakka 8, Bíldu-
dal, Búi Hrannar Búason, Hlíð-
arbæ 11, Akranesi, Kristín Grét-
arsdóttir, Álfheimum 24, Rvík,
Reynir Þ. Þorsteinsson, Klepps-
vegi 2, Rvík, Kolfinna Hlöðvers-
dóttir, Gerðhömrum 14, Rvík,
Elvar Geir Magnússon, Spóahól-
um 8, Rvík, Gabríel A. Mikaels-
son, Hafnarstræti 6, Isafirði, El-
ísa Sverrisdóttir, Miðvangi 10,
Hafnarf., Sigríður Hulda Sigfús-
dóttir, Skrúð, Reykholtsdal,
Reykholti, Rakel Sara Hjartar-
dóttir, Eskihlíð 14, Rvík. Verð-
launahafar fá send verðlaunin
heim.
Skógræktin og Skeljungur
leggja Haukum til 10 þúsund
skógar- og víðiplöntur á ári, á
þessu og næsta ári. Þá veitir Skóg-
ræktin sérstaka ráðgjöf varðandi
tegundaval og staðsetningu
plantnanna, en Haukafélagar sjá
um gróðursetningu og alla um-
hirðu.
IÐNNEMASAMBAND ísland
verður 50 ára 23. september nk.
í tilefni þessara merku tímamóta
hefur stjórn iðnnemasambandsins
ákveðið að efna til afmælisdag-
skrár.
Dagskráin mun samanstanda
af opnum dögum í húsnæði Iðn-
nemasambands Islands á Skóla-
vörðustíg 19 frá 19. september til
23. september. Föstudaginn 23.
september munu þingmenn, sveit-
arstjórnamenn og vonandi ein-
hveijir ráðherrar heimsækja iðn-
menntaskóla víða um land til að
skoða verknámsaðstöðu sem í boði
er. Að kvöldi 23. september verður
síðan sérstakur hátíðarfundur
sainbandsstjórnar Iðnnemasam-
bands íslands. Fundurinn mun
verða haldinn í baðstoðu iðnaðar-
manna í gamla Iðnskólanum við
Lækjargötu.
Laugardaginn 24. september
kl. 14 verður hátíðarsamkoma í
Borgarleikhúsinu. Eftir að sam-
komunni lýkur verða kaffiveiting-
ar í anddyri Borgarleikhússins.
Forseti íslands hefur samþykkt
að heiðra samkomuna með nær-
veru sinni. Að kvöldi laugardags-
ins 24. september verður síðan
afmælisfagnaður í Ömmu Lú.
Húsið verður opnarð kl. 19 og
borðhald hefst kl. 20. Fram verð-
ur borinn glæsilegur þriggja rétta
matseðill. Á meðan á borðhaldi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Félagi fijálslyndra jafnaðarmanna:
Mikil umræða hefur verið
undanfarið um siðferði í stjómmál-
um hérlendis. Er þörf á siðareglum
fyrir stjórnmálamenn? Er stjórn-
málamönnum heimilt allt það sem
er ekki beinlínis bannað með lög-
um? Eru gerðar of miklar kröfur
til stjórnmálamanna hér? Hvaða
reglur, skráðar eða óskráðar, gilda
um siðferðisbrot í stjórnmálum
erlendis? Á ráðherra að segja af
sér er almenningi blöskrar fram-
ganga hans? Eru íslendingar um-
burðarlyndari gagnvart stjórn-
málamönnum en aðrar þjóðir? Er
orðinn trúnaðarbrestur milli
stjórnmálamanna og almennings
og hver er þáttur fjölmiðla ef svo
er? Þýðir fámennið hér að aðrar
kröfur gildi í siðferðismálum? Er
þjóðarsálin óvægin í orði en um-
burðarlynd á borði? Hvernig er
hægt að skilgreina siðferðileg
álitamál í stjórnmálum? Er viðhorf
almennings til siðferðilegra álita-
mála í stjórnmálum að breytast?
Til þess að ræða þessi mál efn-
ir Félag fijálslyndra jafnaðar-
manna til fundar á Hótel Loftleið-
um fimmtudaginn 22. september
kl. 20.30 með þremur frummæ-
lendum:
stendur verður boðið upp á dag-
skrá sem m.a. mun samanstanda
af upprifjunum eldri félaga iðn-
nemasambandsins á skemmtileg-
um atburðum sem áttu sér stað
meðan þeir voru virkir innan sam-
bandsins, pistli Flosa Ólafssonar
um íslenska iðnaðarmenn og síð-
ast en ekki síst munu Borgardæt-
ur troða upp með tónlist frá fyrstu
árum iðnnemasambandsins. Að
borðhaldi loknu mun síðan verða
dansleikur þar sem reynt verður
að búa til 1944 stemmingu í tón-
list og fatnaði.
í Iðnnemasambandi íslands eru
í dag um 3.500 félagar úr öllum
iðngreinum og flest öllum iðn-
menntaskólum landsins. Starf inn-
an samtakanna er mjög öflugt og
fjöldi iðnnema sem koma að
stefnumörkum samtakanna. Á
vegum iðnnemasambandsins er
rekin upplýsinga- og réttindaskrif-
stofa og atvinnumiðlun. Samtökin
gefa út Iðnnemann og standa einn-
ig fyrir félagsmálanámskeiðum
fyrir félagsmenn. Iðnnemasam-
band íslands stendur einnig að
félagsíbúðum iðnnema. Félags-
íbúðir iðnnema eiga í dag 4 iðn-
nemasetur. Þar eru 18 einstak-
ings- og paraherbergi og 23 íbúð-
ir. Nýjasta iðnnemasetrið er
Bjarnaborgin við Hverfisgötu sem
tekin var í notkun í byijun septem-
ber.
Vilhjálmur Árnason, dósent í
heimspeki, mun fjalla um siðferði
í víðum skilningi og vandkvæði
við mat þess innan stjórnmála.
Vilhjálmur er einna fróðastur ís-
lendinga um þessi mál og hefur
nýlega gefið út merka bók um sið-
ferðismál í heilbrigðisþjónustu.
Svanur Kristjánsson, stjórn-
málafræðingur, mun fjalla um
breytingar hérlendis í þessum efn-
um og gera grein fyrir hvernig
þessum málum er háttað erlendis;
hvaða reglur og hefðir gilda þar
sem við gætum haft til hliðsjónar.
Svanur hefur ritað margt um þró-
un stjórnmála hérlendis undan-
farna áratugi.
Agnes Bragadóttir, blaðamaður
á Morgunblaðinu, mun ræða um
siðferðileg álitamál í stjórnmála-
um, hlutverk fjölmiðla og hvaða
afstöðu stjórnmálamenn hafa til
þessara mála. Agnes er einn
þekktasti blaðamaður landsins og
greinar hennar og þekking á inn-
viðum íslenskra stjórnmála hafa
skapað henni sérstöðu í íslenskum
blaðaheimi.
Fundurinn er öllum opinn. Að
lokum framsögum verða fyrir-
spurnir og umræður. Fundinum
lýkur kl. 23. Kaffigjald er 500 kr.
Fundarstjóri verður Ágúst Einars-
son, prófessor.
MYNDIN var tekin á skógræktardeginum 11. september sl.
þegar samningur Hauka við Skógrækt með Skeljungi var
undirritaður. F.v. Lúðvík Geirsson, formaður Knattspyrnufé-
lagsins Hauka, Ólafur Oddsson hjá Skógrækt ríkisins og Bjarni
Snæbjörn Jónsson hjá Skeljungi.
Skógrækt með
Skeljungi á Asvöllum
Agnes Ágúst Svanur Vilhjálmur
Bragadóttir Einarsson Krisljánsson Árnason
Félag frjálslyndra jafnaðarmanna
Siðferðileg álita-
mál í stjómmálum