Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 19 LISTIR ÞÓRUNN Magnea Magnúsdóttir ásamt leikurum á æfingu á Karamellukvörninni. Leikárið hafið hjá Leikfélagi Akureyrar Karaniellukvörnin frumsýnd um helgina STARFSEMI Leikfélags Akur- eyrar á nýju leikári er nú hafín og æfingar standa yfir á fyrsta verkefni vetrarins, sem er barna- og fjölskyldusýningin Karamellu- kvörnin eftir Evert Lundström og Jan Moen. Alls verða sex verkefni á fjölum leikhússins í vetur, þar af þrjú íslensk verk. Karamellukvörnin undir leik- stjórn Þórunnar Magneu Magnús- dóttur verður frumsýnd 24. september. Þar segir frá því þegar fólkið sem vinnur á bak við tjöldin í leikhúsinu tekur eftir því að salur- inn er fullur af börnum sem eru komin til að sjá hið vinsæla leikrit Karamellukvömina. En það er bara einn hængur á: Sýningin á ekki að vera fyrr en daginn eftir! Það er enginn leikari í húsinu. Karamellukvörnin er gaman- leikur með söngvum fyrir alla fjöl- skylduna. Árni Jónsson þýddi leikritið, Kristján frá Djúpalæk söngtexta og Þórarinn Hjartarson hefur sam- ið nýjan lokasöng fyrir sýninguna núna. Tónlist Birgis Helgasonar frá fyrri uppsetningu LA er einnig flutt að þessu sinni. Auk þess hef- ur tónlistarstjóri sýningarinnar, Michael Jón Clarke, samið nokkur ný lög í stað sænskra laga sem voru áður í verkinu. Leikmynd og búninga gerir Hallmundur Krist- insson. Með helstu hlutverk fara Dofri Hermannsson, Aðalsteinn Bergdal, Sigurþór Albert Heimis- son, Rósa Guðný Þórsdóttir, Þór- hallur Gunnarsson og Bergljót Arnalds. í októberbyrjun verða teknar upp að nýju sýningat á BarPari þar sem Sunna Borg og Þráinn Karlsson fara með 14 hlutverk undir leikstjórn Hávars Siguijóns- sonar. LA bryddaði upp á þeirri nýjung að innrétta lítið leikhús sérstaklega fyrir þessa sýningu og kallaði það Þorpið. Frumsýning var í janúar og gekk sýningin fyrir fullu húsi fram í maílok, en þá tók BarParið sig upp og setti barinn sinn niður í Reykjavík á Listahá- tíð. Sunna og Þráinn hafa hlotið mikið lof fyrir túlkun sína. Óvænt heimsókn um jólin Jólasýning LA verður Óvænt heimsókn eftir J.B. Priestley og undir leikstjórn Hallmars Sigurðs- sonar. Arnar Jónsson verður gestaleik- ari leikfélagsins og fer með aðal- hlutverkið í sýningunni, rannsókn- arlögreglumann sem er að rann- saka lát ungrar stúlku sem hefur verið í þjónustu efnaðrar fjöl- skyldu. Hann fer á fund þeirra og smátt og smátt kemur í Ijós að hver og einn í ijölskyldunni gæti borið ábyrgð á dauða stúlkunnar. Heimilisfólkið er leikið af Sunnu Borg, Þráni Karlssyni, Rósu Guðnýju Þórsdóttur, Þórhalli Gunnarssyni, Sigurþóri Alberti Heimissyni og Bergljótu Arnalds. J.B. Priestley er einn af kunnustu leikritahöfundum Breta á þessari öld. Hann skrifaði Óvænta heim- sókn (An Inspector Calls) árið 1945 og vakti það þá mikla at- hygli. Óvænt heimsókn hefur áður verið sýnd í Þjóðleikhúsinu 1950 og hjá Leikfélagi Akureyrar 1968. Guðrún J. Bachmann hefur þýtt leikritið að nýju fyrir Leikfélag Akureyrar sem frumsýnir þriðja í jólum. Aldarminning Davíðs í janúar verða hundrað ár liðin frá fæðingu Davíðs skálds Stefáns- sonar frá Fagraskógi. LA mun minnast hans með nýju leikverki eftir Erling Sigurðarson sem hann nefnir Á svörtum Ijöðrum - úr ljóð- um Davíðs Stefánssonar. Þar tjáir skáldið hug sinn á ýmsum tímum og leitar á vit minninganna þar sem persónur stíga fram úr hug- skoti hans og ijölbreytilegar mynd- ir lifna. Undir leikstjórn Þráins Karlssonar gæðast þessar tákn- myndir lífi á leiksviði, þar sem ástin er í aðalhlutverki. Erlingur Sigurðarson er ís- lenskufræðingur og kennari við Menntaskólann á Akureyri. Fjöl- margir leikarar, söngvarar og tón- listarmenn munu koma fram á sýningunni. Frumsýning verður á aldarafmæli Davíðs, 21. janúar 1995. Þar sem djöflaeyjan rís eftir Einar Kárason í leikgerð Kjartans Ragnarssonar verður frumsýnt í marslok. Leikstjóri verður Kolbrún Halldórsdóttir og mun Kjartan endurskoða fyrri leikgerð sína í samvinnu við hana með tilliti til sýningar LA. Leikmynd gerir Axel Hallkell Jóhannesson. Þar sem djöflaeyjan rís verður viðamesta sýning leikárs hjá LA. Kirkjulist Leikfélag Akureyrar hefur verið einn af aðilum Kirkjulistarviku á Akureyri frá upphafi, en hún er að jafnaði haldin annað hvert ár. Á Kirkjulistarviku í maí á næsta vori verður LA með leiklistaruppá- komu sem nefnist GUÐ/jón og byggir á textabrotum og myndum eftir ýmsa höfunda um manninn andspænis almættinu. Handrit og stjórn verður í höndum Viðars Eggertssonar. í vetur verða sjö fastráðnir leik- arar hjá LA. Sem fyrr eru á föstum samningi Aðalsteinn Bergdal, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigurþór Albert Heimisson, Sunna Borg og Þráinn Karlsson. Þá hafa verið ráðnir til starfa tveir ungir leikarar sem út- skrifuðust í sumar, þau Þórhallur Gunnarsson, frá Leiklistarskóla íslands og Bergljót Arnalds, frá Queen Margaret Collage of Art í Edinborg. Auk þeirra mun fjöldi lausráðinna leikara, leikstjóra, leikmyndateiknara og tónlistar- manna vinna að sýningum vetrar- ins. HELMUT Freitag Frábær orgelleikur TÓNLIST Kristskirkja ORGELTÓNLEIKAR Helmut Freitag lék verk eftir Brahms, Schumann, Mendelssohn og J.S. Bach. Föstudagur 16. september 1994. EKKI er ólíklegt að fámenni á tónleikum Helmuts Freitags, í Landakotskirkju sl. föstudag, stafí af því, að menn eru vanir því að orgeltónleikar séu aðeins haldnir í kirkju Hallgríms Péturssonar og auk þess, að föstudagur, síðasti vinnu- dagur vikunnar, hefur ævinlega ver- ið erfiður tónleikadagur. Hvað sem þessu líður voru þetta frábærir tón- leikar. Tónleikarnir hófust á Prelúdíu og fúgu í g-moll eftir Brahms, en eftir hann liggja tvö slík verk, samin 1856-57 en ekki gefin út fyrr en 1927 og fyrst flutt tveimur árum seinna í Berlín. Þetta er tónlist hins unga fullhuga og erfitt verk í flutn- ingi. Bach-fúgumar þrjár eftir Schumann eru frá þeim tíma er hann taldi sér þörf á að glíma við kontra- púnktísk vinnubrögð og þó fúgurnar væru mjög vel leiknar, eru þær ekki meira en áhugaverðar sem tónsmíð- ar. Schumann samdi alls sex Bach- fúgur og ætlaði þær jafnt fyrir ped- alpíanó og -orgel. D-moll sónatan, sú nr. 3, eftir meistara Bach, var aldeilis vel leikin af Helmut Freitag og sama má segja um tvö kóralfor- spil op. 122 eftir Brahms, Schmúcke dich (nr. 5) og 0 Gott, du frommer Gott (nr. 7), úr 11 kóralforspilum, sem eru meðal síðustu tónsmíða hans og gefín út að honum látnum, 1902. Sjötta orgelsónatan eftir Mend- elssohn er fallegt verk og miðþáttur verksins, fúgan, ekta Bach-stúdía. Helmut Freitag er frábær orgelleik- ari og það kom hvað glæsilegast fram í g-moll fantasíunni og fúgunni (BWV 542) eftir meistara Bach, bæði fantasíunni og ekki síst meist- arafúgunni, sem var afburða vel leik- ln’ Jón Ásgeirsson MIKIL SALA — YFIR 200 BÍLAR Á STAÐNUM BÍLAHÖLLIN, BÍLDSHÖFÐA 5, SÍMI 674949 J.R. BÍLASALAN, BÍLDSHÖFÐA 3, SÍMI 670333 Toyota Corolia XL sedan, árg. '90, hvltur, ek. 70 þ.km., 5 g„ álfelgur, aukadekk á felg um, einn eigandi. V. 690 þús. Toyota Hiace 4x4, bensfn, árg. ‘91, blá sans., ek. 90 þ.km., aukadekk á felgum. Bekkur getur fylgt. V.1,480m/vsk. Hyundai Excel 1500 GL, árg. ‘87, rauður, ekinn 106 þ.km., sjálfsk., nýtt lakk.V. 390 þús. Mitsubishi Lancer 1500 GLX, árg. ‘89, grár, ekinn 90 þ.km. 5 g„ nýtt púst. V. 660 þús. Lada 1500 station, árg. '92 rauöur, ek. 48 þ.km., 5 glra. V. 480 þús. Peugeot 205 junior, árg. '91, hvítur, ekinn 65 þ.km., 5 dyra. V. 490 þús. Ford Explorer XLT, árg. '91 blár, ek. 31 þ.km., sjálfsk., leöursæti. V. 3,1 millj. Ford Escort 1,6 CLX, árg. ‘94 l.blár, ek. 6 þ.km., álfelgur, spoiler, 5 g. V. 1.270 þús. Peugeot 405 GR, árg. '92, brúnn ek. 11 Toyota Corolla GLi liftback, þ.km., sjálfsk. V. 1.350 þús. árg.‘93, rauöur, ek. 18 þ.km.V. 1.250 þús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.