Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.09.1994, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ HELGA GISS URARDÓTTIR •+■ Helga Gissurardóttir fædd- 1 ist í Byggðarhorni í Flóa í Árnessýslu 28. maí 1911. Hún lést á Landspítalanum 9. sept- ember síðastliðinn og var minn- ingarathöfn um hana í Dóm- kirkjunni 20. september. KÆR vinkona er látin. Þegar vin- kona er kvödd koma upp í hugann góðar minningar frá iiðnum árum. Við Helga kynntumst í kjölfar þess að við Oddný urðum vinkonur en samband þeirra mæðgna var ætíð náið. Helga kom frá stóru heimili og má segja að það hafi henni allt- af verið kært og eðlilegt að hafa marga í kringum sig. Heimili þeirra Vilhjálms á Grundarstígnum var jafnan miðdepill fjölskyldunnar. Eftir að þau fluttu af Grundarstígn- um mátti finna söknuð til gamla heimilisins en um leið skilning á því að tímarnir breytast og kalia á nýjar áherslur. Haustið er tími uppskeru. Hugurinn reikar til þess er við Helga vorum saman á leikskólan- um Mýri við sláturgerð. Leikskólinn er rekinn af foreldrum barnanna og kallar það á ýmiss konar sam- vinnu þeirra sem er af hinu góða. Sláturgerð er orðin fastur liður í starfseminni. Ég hafði aldrei komið nálægt sláturgerð en skyldunnar vegna mátti ég til að vera með. Það vantaði einhvern góðan til að stjórna sláturgerðinni og einnig þurfti að fá betri uppskrit en notuð hafði verið. Oddný benti mér á að tala við móður sína. Hún var fús til að koma og liðsinna okkur. Mér er minnisstæður þessi fyrsti laugar- dagsmorgunn. Við ætluðum að byija klukkan tíu og vorum stund- víslega mættar. Enginn var kominn svo við hinkruðum við. Eftir nokkra stund kom Marta María matráðs- kona leikskólans og við komumst inn. Nokkur dráttur var á að for- eldrar kæmu og sá ég að Helgu leiddist biðin. Við ákváðum að hefj- ast handa og mátti ég hræra í stór- um bala með höndunum. Helga stjórnaði allri blöndun og lét mig smakka á. Mér þótti ekki beint kræsilegt að smakka á blóðmörnum en lét mig hafa það þegar hún full- vissaði mig um að ekki væri hægt að búa til góðan blóðmör nema að vita nákvæmlega hvernig blandan bragðaðist. Þegar ég hafði orð á því hve mikið við værum að búa til benti hún mér á að þetta hefði nú ekki þótt mikið í sínu ung- dæmi. Annars undraði hana mest að karlar tækju þátt í sláturgerð- inni. Það hefði þótt nánast guðlast MINNINGAR á hennar heimili. Helga átti eftir að stjórna sláturgerð á Mýri í nokk- ur ár og átti hún þakkir allra fyrir. Síðasta ferð okkar til biskups- vígslu í Skálholti í júlí verður mér ógleymanleg. Helga var einstak- lega ættrækin og stolt af sínu fólki. Henni var mikil ánægja að vera viðstödd biskupsvígslu Sigurðar frænda síns og hitta um leið góða vini og ættingja. Elsku Vilhjálmur, ég sendi þér og fjölskyldunni samúðarkveðjur og þakka vináttu fyrr og síðar. Bessí Jóhannsdóttir. Þrettán ára stúlka, send austan úr Hraungerði til Reykjavíkur í skóla og tónlistarnám, kynntist ég Helgu frænku minni fyrst fyrir al- vöru, þeirri aivöru að Helga varð mér sem önnur móðir og hefur ver- ið það síðan. Ég bjó í nágrenni við Helgu og borðaði hjá henni og henn- ar ágætu fjölskyldu. Ég hreifst strax af gegnheilum höfðingsskap Helgu, hvort sem hann birtist í framkomu hennar eða nánari sam- skiptum, og ekki síður af nærgætni hennar og næmum skilningi á öðru fólki. Ég þykist viss um að ég tala þessi orð fyrir munn fjölmargra annarra, sem urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast Helgu. Hún var í senn faileg, skemmtileg og óvenju ræktarsöm, sérstaklega við þá sem minna máttu sín vegna veik- inda eða annarra erfiðleika. Helga hafði alltaf efni á að rétta hjálpar- hönd, þótt aldrei hafi hún haft úr miklu að spila í veraldlegum skiln- ingi. Því til staðfestu rifja ég upp að rétt áður en hún heimsótti mig einu sinni sem oftar til New York var brotist inn á heimili mitt og öllum skartgripum mínum stolið. Ég var varla búin að ljúka frásögn- inni þegar Helga tók af sér gullarm- band og gaf mér, án þess að ég gæti með fortölum aftrað henni, með þeim orðum að hún gæti ekki hugsað sér að ég-ætti engan skart- grip. Það ber ég síðan með stolti. Þótt armbandið sé áþreifanleg minning um Helgu, er minningin um andlega uppörvun hennar og návist mér dýrmætari. Aldrei áður hefur mig langað jafn mikið til þess að segja jafn mörg falleg orð um eina manneskju og núna. Stundum afsakaði hún góðgerðir við mig með því að ég héti eftir móður hennar. Ég held hins vegar að það hafi ver- ið diplómatískur fyrirsláttur hjá henni, eftir það sem ég hef séð hana gera fyrir aðra, sem ekki báru nafn móður hennar. Elsku fjölskýlda og vinir Helgu, ég tek heilshugar þátt í sorg ykkar. Við kveðjum nú óvenju mikla manneskju og engin mann- eskja er mikilmenni, án þess að vera fyrst og fremst góðmenni. Lítill sveitastrákur austan úr Flóa var ég staddur á mannamóti í Reykjavík, borginni sem mér fannst þá vera gluggi að alheimin- um. Ég var því að vonum hálffeim- inn í hópi krakka á mínu reki, sem ég þekkti lítið, og áttu heima í Reykjavík. Kemur þá ekki Helga frænka siglandi í salinn, glæsilegri en nokkur önnur kona á staðnum, geislandi af sér gleði og hlýju. Ox mér þá ásmegin og lýsti því yfir í krakkahópnum að þetta væri hún Helga frænka mín, systir hennar mömmu. Og ekki stóð á því, ég uppskar verðskuldaða virðingu krakkanna fyrir að vera náskyldur þessari glæsilegu konu. Reyndar sagði pabbi minn heitinn að líklega væri Helga mágkona sín eina ís- lenska aðalskonan, sem fædd væri aðalskona. Ég naut þess um tíma að búa í nágrenni við Helgu. Það var alltaf hátíð þegar hún kíkti inn, gjarnan undir því yfirskini að hún hafi verið að prjóna vettlinga handa litlu stelp- unni minni, eða spyija um heimilis- föng hinna barnanna minna, sjálf- sagt til þess að geta glatt þau eitt- hvað líka. Heilshugar tek ég undir allt, sem systir mín hefur sagt hér að framan. Um leið og ég bið Guð að blessa alla syrgjendur Helgu Gissurardóttur, þessarar hetju hversdagsins, leiði ég hugann að því hvort þjóðfélagi okkar væri ekki betur borgið undir leiðsögn stór- brotinna höfðingja, sem blessaðir væru með falslausu lítillæti og djúp- um skilningi á stöðu lítilmagnans. Með virðingu og söknuði kveð ég nú kæra frænku rnína, sem hafði alla þessa hæfileika. Ingibjörg og Gissur Sigurðarbörn. RAD4 UGL YSINGAR Blaðamaður óskast til starfa á héraðsfréttablaði í næsta nágrenni Reykjavíkur. Um hlutstarf getur verið að ræða. Algjörum trúnaði heitið. Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. merkt: „Strax _______- 10748“ fyrir 25. þ.m._ Hjúkrunarfræðingur Staða hjúkrunarfræðings við Heilsugæslu- stöðina Borgarnesi/Kleppjárnsreykjum er laus frá og með 1. nóvember nk. Um er að ræða hlutastarf. Umsóknir sendist til stjórnar stöðvarinnar fyrir 15. október nk. íbúð óskasttil leigu 3ja-4ra herb. í Voga- eða Heimahverfi til lengri eða skemmri tíma. Öruggar greiðslur og góð umgengni. Áhugasamir sendi inn upplýsingar til af- greiðslu Mbl. merktar: „G - 11795". Löngumýrarkonur! Fyrrverandi nemendur húsmæðraskólans á Löngumýri í Skagafirði! Hittumst á „Kaffi Mílanó" Faxafeni 11, föstud. 23. sept. kl. 20 og ræðum ferð vegna 50 ára afmæli skólans. Undirbúningsnefndiri. F É.L AGSSTARF Kópavogur Aðalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi verður hald- inn miðvikudaginn 28. september 1994 kl. 20.30 í Sjálfstæðishús- inu, Hamraborg 1, 3. hæð. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Gunnar Birgisson hefur framsögu um stjórnmálaviðhorfið. Al- mennar umræður. Fundurinn er aðeins opinn kjörnum fulltrúum í fulltrúaráðinu. Áríðandi er að allir fulltrúar mæti og geri grein fyrir sér við inngang- inn. Geti fulltrúi ekki mætt skal hann tilkynna formanni félags síns sem boðar þá varamann. Stjórnin. VAuglýst eftlr fram- boðum til próf kjörs í Reykjaneskjördæmi Ákveðið hefur verið að prófkjör um val frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins við næstu alþingiskosningar fari fram 5. nóvember nk. Val frambjóðenda fer fram með tvennum hætti. a. Gerð er tillaga til kjörnefndar (Yfirkjörstjórnar) innan ákveðins framboðsfrests sem kjörnefnd (Yfirkjörstjórn) setur. Tillagan er því aðeins gild að hún sé bundin við einn flokksmann. Enginn flokksmaður getur staðið að fleiri tillögum en hann má fæst kjósa í prófkjörinu. Tillagan skal borin fram af 20 flokksmönnum búsett- um í kjördæminu. b. Kjörnefnd er heimilt að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbót- ar frambjóðendum skv. a-lið. Hér með er auglýst eftir framboðum til prófkjörs sbr. a-lið hér að ofan. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu alþingis- kosningum. 20 flokksbundnir sjálfstæðismenn, búsettir í Reykjanes- kjördæmi, skulu standa að hverju framboði og enginn flokksmaður getur staðið að fleiri framboðum en 7. Framboðum þessum ber að skila, ásamt mynd af viðkomandi og stuttu æviágripi, til yfirkjörstjórnar á skrifstofu Kjördæmisráðs sjálf- stæðisfélaganna I Reykjaneskjördæmi, Strandgötu 29, Hafnarfirði, kl. 16.00-18.00 sunnudaginn 9. október 1994. -kjarnimálsins! Sntá auglýsingar IOOF 7 = 1769218* = R. IOOF 9 = 175921 8V2 = I.O.O.F. 7 = 1769218'/2 = R. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Biblíulestur kl. 20.30. Ræðu- maður Hafliði Kristinsson. Allir hjartanlega velkomnir. Farfuglar Eldri og yngri farfuglar. Hin árlega haustferð Farfugla í Valaból verður farin laugardag- inn 24. september. Mæting við Kaldársel kl. 13.30. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. FERÐAFELAG B ÍSIANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Laugardaginn 24. sept. Kl. 08.00 dagsferð að Hrafnt- innuskeri í tilefni vígslu nýs gisti- skála F.(. Verð kr. 2.000,- Áríð- andi að panta farmiða (s. 68 25 33) og greiða fyrir kl. 17.00 fimmtudag á skrifstofu FÍ (taka með nesti til dagsins). Brottför frá Umferöarmiðstöð- inni, austanmegin, og Mörkinni 6. Helgarferðir: 23.-25. sept. Landmannalaugar - Jökulgil. Jökulgil liggur til suð- austurs frá Landmannalaugum upp undir Torfajökul. Jökulgil er rómað fyrir litfegurð fjalla sem að því liggja. Gist í sæluhúsi F( í Laugum. 24.-25. sept. Þórsmörk, haust- litir. Gist í Skagfjörðsskála. Þórs- mörkin er einstök á að líta ( haustlitum. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofunni, Mörkinni 6. Ferðafélag íslands. SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉIAGA Háaleitisbraut 58-60 Kristniboðssamkoma í kvöld í kristniboðssalnum kl. 20.30. Ræðumaður er Margrét Hró- bjartsdóttir en hún er á förum til Eþíópíu til kristniboðsstarfa. Þú ert hjartanlega velkomin(n) í kvöld. Frá Sálar- rannsókna- félagi íslands Skorski miðillinn Mary Armour og breski miðillinn Irish Hall verða með einkafundi til 24. september. Enn er tímum óráð- stafað. Bókanir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. Mlðfun Pýrmídinn - andleg miðstöð Vegna fjölda áskorana verða June og Geoff Hughes með til- raunakvöld i kvöld, miðviku- daginn 21. sept. kl. 20.00. Skyggnilýsing: Fimmtudaginn 22. sept. kl. 20 sér June Hughes um skyggnilýs- ingu. Allir velkomnir. Pýramídinn Dugguvogi 2, símar 882526 og 881415.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.